Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Vaxandi fjöldi einstaklinga bínst umhverfis- og náttúruverndarsamtökum Er umhverfisvernd EINSTAKLINGAR og félög sem láta sig nátt- úruvemdar- og um- hveríismál varða hafa verið dugleg við að draga sig saman í stærri félagasamtök að undan- förnu. I síðasta mánuði voru Um- hverfíssamtök Islands stofnuð og seint á síðasta ári bundust útivi- starfélög sameiginlegum samtök- um þegar Samút var stofnað. Af sögu náttúruvemdarsamtaka að dæma virðist sem stofnun þeirra komi í sveiflum og haldist í hendur við ákveðna atburði í þjóð- félaginu. Fyrsta aldan, ef svo má segja, í stofnun umhverfíssamtaka merktist hérlendis á áttunda ára- tugnum og voru framkvæmdir við Laxárvirkjun meðal annars hvati að henni, auk þess sem straumar utan úr heimi hafa eflaust haft sín áhrif á þróun mála. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, Nátt- úruverndarfélag Suðvesturlands og fleiri landshlutasamtök voru stofnuð. I kringum 1975 var svo Samband íslenskra náttúruvernd- aifélaga stofnað og um 1980 voru Landverndarsamtök Blöndu stofn- uð. Fæst þessara félaga starfa enn í dag, en svo lítur út fyrir að önnur alda náttúmvemdarsamtaka sé hafin. Þótt hér verði ekki um tæmandi úttekt að ræða má nefna fjölda fé- laga sem stofnuð hafa verið á und- anförnum árum og misserum, svo mörg að sumum hefur þótt nóg um og eru famir að spyrja sig hvort þörf sé á svo miklum fjölda frjálsra félagasamtaka sem láta sig varða sama málefnið. Þegar að er gáð eru áherslur þessara samtaka ólíkar og misjafnt hve viðhorf þeirra til nátt- úmvemdar em afdráttarlaus. Kannski er því eðlilegt að stofnuð séu ný samtök fremur en að menn gangi til liðs við þau sem fyrir em, þar sem mörg félaganna hafa verið stimpluð sem öfgahópar og nokk- urra fordóma hefur gætt í þeirra garð. Þó má ekki gleyma að þau hafa veitt nauðsynlegt aðhald og bent á það sem betur geti farið í aðgerðum stjórnvalda með tilliti til náttúmnnar, eða mótmælt aðgerð- um þeirra. En á hinn bóginn er kannski ekki eðlilegt að svo mörg samtök séu starfandi. Það sýnir e.t.v. sundurleitni og sundrung meðal hóps sem í raun ætti að standa þéttar saman í baráttu sinni. Nýstofnuð regnhlífarsamtök Þau samtök sem síðast vora stofnuð og vakið hafa athygli manna em Umhverfíssamtök Is- lands. Em þau stofnuð með það að leiðarljósi að vera vettvangur allra sem vilja vinna að umhverfismálum og vemda þau lífsgæði sem felast í náttúra landsins og hreinu um- hverfí á hnattræna vísu. A annað hundrað manns gerðist félagar á stofnfundi samtakanna sem hald- inn var í janúar. Að sögn Stein- gríms Hermannssonar, formanns samtakanna, era þau regnhlífar- samtök félaga sem láta sig náttúm- verndar- og umhverfismál varða. Steingrímur segir að fyrir stofn- fundinn hafí verið haldinn undir- búningsfundur með fulltrúum frá ýmsum útivistar- og umhverfis- samtökum, sem hafí ólík markmið, og láti sig ýmist varða útivist, skógrækt eða almenna náttúra- og landvernd. Steingrímur segir að flest starfandi náttúmvemdar- og umhverfissamtök hafí ólíkar áherslur, auk þess sem mörg félög séu staðbundin. En eftir að hafa skoðað jarðveginn hafí hann sann- færst um að þörf væri á heildar- samtökum fyrir náttúmverndar- fólk. Samtökin munu bjóða for- ystumönnum þessara félaga að taka sæti í fulltrúaráði samtak- anna, til þess að sem flestir komi að umræðunni. „Við teljum feng í því að fá slíkt fólk inn til breiðari umræðu," segir Steingrímur. Að- spurður segist hann vonast eftir því að samtökin eigi gott samstarf við stjórnvöld. „Við vonum að sú samstaða sem menn ná, verði viss þrýstingur á stjómvöld, en við hugsum okkur að við munum eiga gott samstarf við þau og hafa áhrif á að þau marki langtíma umhverfisstefnu sem við getum sætt okkur við,“ segir Stein- grímur. Ólíkar áherslur innan aðildar- félaga Landverndar Landvernd er regnhlífarsamtök fyrirtækja, stofnana og samtaka sem vilja vinna að málefnum nátt- úraverndar. Þau vom stofnuð árið 1969 og em upp undir 60 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök aðilar að Landvernd. Meðal þeirra em Al- þýðusamband íslands, Verka- mannasamband Islands, Ung- mennafélag Islands, Kvenfélaga- samband íslands, Bændasamtök íslands, Vinnuveitendasamband íslands, Samband íslenskra sveit- arfélaga, Landsvirkjun, Hið ís- lenska náttúmfræðifélag, lands- hlutasamtök um náttúravemd og fleiri félög. Aðilar að Landvernd geta því verið rúmlega tvö hundrað þúsund, ef talið er í einstaklingum, þó það sé ekki raunhæfur mælikvarði á stærð samtakanna. Aðildarfélög Landverndar spanna mjög breitt svið þótt þau hafí öll Morgunblaðið/RAX FRÁ mótmælum náttúruverndarfólks gegn framkvæmdum við Hágöngumiðlun síðastliðið sumar. það sameiginlega markmið að styðja málefni náttúravemdar, en samtökin hafa náttúmvernd, land- græðslu og vernd íslenska menn- ingararfsins að leiðarljósi. Jón Helgason, formaður Land- verndar, segir að ólík viðhorf til náttúruvemdar þrífíst innan sam- takanna og einstök félög séu með sérstakar áherslur. Segir hann samtökin upphaflega hafa verið stofnuð til að sameina óhk viðhorf til náttúraverndar, en hann telji nauðsynlegt að öll sjónarmið komi fram. Jón segir að einstaklingsað- ild hafi minnkað með áranum en aðild félagasamtaka aukist þar á móti. „Að undanförnu hafa verið stofnuð nokkur félög sem hafa bundið sig við sérstök verkefni. Til dæmis Gróður fyrir fólk, sem bundið er við Landnám Ingólfs, og Samtök um óspillt land í Hvalfírði sem stofnuð vora vegna athafn- anna sem þar hafa verið. Hvað varðar nýstofnuð Umhverfíssam- tök íslands lítur út fyrir, miðað við þær yfirlýsingar sem þaðan hafa komið, að hlutverk þeirra sé mjög svipað og Landverndar," segir Jón Helgason. Starfssvið skarast ekki Steingrímur Hermannsspn, for- maður Umhverfíssamtaka íslands, segist aðspurður ekki telja að starfssvið nýstofnuðu samtakanna skarist á við Landvernd. „Við telj- um starf Landverndar mikils virði en ég veit ekki til þess að neinir af forystumönnum umhverfis- eða útivistarsamtaka séu meðlimir í þeim samtökum, það eru fyrst og fremst ýmis fyrirtæki og stofnanir. Þannig að Landvernd er byggð upp á öðram grundvelli en Um- hverfissamtök íslands,“ segir Steingrímur. Auk samtaka sem rúma ólík sjónarmið um náttúravemd og innihalda fjölda aðila með mismun- andi áherslur era til nokkur sam- tök með mjög afdráttarlausa af- stöðu til náttúraverndarmála. Með- al þeirra era Náttúravemdarsam- tök Islands sem stofnuð vora um mitt ár 1997. Félagið leitast við að framfylgja markmiðum sínum með því að veita stjómvöldum og fram- kvæmdaraðilum gagnrýnið aðhald og tryggja upplýsingastreymi til almennings. Arni Finnsson situr í stjórn þeirra og segir að samtökin telji ákaflega nauðsynlegt að stjórnvöld virði rödd slíkra sam- taka. Hann bendir á yfírlýsingu sem umhverfisráðherrar um 50 ríkja samþykktu í Árósum í Dan- mörku sl. sumar, þar sem viður- kennd er nauðsyn þess að frjáls fé- lagasamtök um náttúruvernd séu með við ákvörðunartöku og njóti stuðnings stjórnvalda. Félagar í Náttúravemdarsam- tökum íslands era á fjórða hund- rað og þeim hefur fjölgað töluvert undanfarið, að sögn Arna. Félagið var stofnað í kjölfar pmræðu _um skipulag miðhálendis Islands. Árni segir að í kringum þá umræðu hafí skapast ákveðinn hópur sem vildi vemda hálendið. Upp úr því vora samtökin stofnuð, og láta sig varða allt sem lýtur að náttúravernd, þar á meðal hnattræn málefni á borð við loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsaáhrifa og mengun sjáv- ar. Að sögn Árna hafa samtökin átt ánægjulegt og gagnlegt samstarf við önnur samtök með svipuð markmið, eins og Félag um vernd- un hálendis Austurlands, Fugla- verndarfélagið, Samtök um óspillt land í Hvalfirði og Náttúravernd- arsamtök Austurlands. Hafa þau sent ályktanir og áskoranir til stjómvalda er varða náttúravernd- armál. Viðhorfsbreyting átt sér stað Staðbundin náttúravemdarsam- tök sem miða að verndun ákveðins svæðis og hafa orðið til vegna ákveðinna aðgerða eða fram- kvæmda, era þónokkur hérlendis. Samtök um óspillt land í Hvalfírði (SÓL) vora stofnuð árið 1996 í kjöl- far framkvæmda sem þar vora fyr- irhugaðar við álverið á Grandar- tanga. Samtökin hafa sem mark- mið að vemda umhverfí Hvalfjarð- ar auk almennrar náttúru- og um- hverfisverndar. Milli 2-300 virkir félagar era í samtökunum en fé- lagsmenn og stuðningsaðilar era 3.000. Félagið er aðili að Land- vemd og era forsvarsmenn þess einarðir í afstöðu sinni til náttúra- verndar. Ólafur Magnússon, formaður samtakanna, segir algera viðhorfs- breytingu hafa orðið í þjóðfélaginu til umhverfis- og náttúravemdar. „Það er í tísku núna að vernda náttúrana og allir vilja vera með. En við megum ekki gleyma því að mörg samtök hafa mætt mikilli andstöðu og fordómum í gegnum árin, en hafa unnið mikið starf í þágu náttúraverndar. Við fögnum því að stofnuð hafi verið samtök sem ætla að sameina náttúra- verndarsamtök, en okkur finnst í hæsta máta óeðlilegt að þeir aðilar skuli koma utan frá,“ segir Ólafur Magnússon. Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs era samtök sem miða að því að græða upp land á Suðvestur- horni landsins og starfa í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki á svæðinu. Þau vora stofnuð vorið 1997 og era félagar á þriðja hund- rað auk félagasamtaka og sveitar- félaga. Að sögn Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, hafa samtökin í huga að ganga í nýstofnuð Um- hverfissamtök Islands. Líf og land era samtök sem vilja stuðla að jafnvægi í þróun um- hverfis mannsins og halda hlífi- skildi yfir byggingarlist, menning- arverðmætum og náttúru landsins. Félagið var stofnað árið 1978 og er enn starfandi. Félagsmenn era rúmlega eittþúsund og hefur fjöldi þeirra verið stöðugur í nokkurn tíma, að sögn Páls Björgvinssonar, formanns félagsins. Sjálfboðaliðasamtök um náttúra- vernd vora stofnuð árið 1986 að breskri fyrirmynd. Vinna þau að ýmsum endurbótum á friðuðum svæðum og náttúranni almennt og láta sig náttúravernd almennt varða. 150 manns era í samtökun- um, að sögn Jóhönnu Jóhannes- dóttur, formanns félagsins. Félag leiðsögumanna er bæði fag- og stéttarfélag en lætur sig varða náttúruvemdar- og umhverf- ismál, að sögn Borgþórs S. Kjærnested, formanns félagsins. í tísku? Náttúru- og umhverfisverndarsamtökum hefur vaxið fiskur um hrygg að undan- förnu. Bæði hefur félögum í þeim fjölgað og mörg ný samtök hafa verið stofnuð. Er í tísku að vernda náttúruna eða eru augu Islendinga að opnast fyrir sjálfsögðum hlut? Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér fjölda þessara samtaka, baráttumál þeirra og hlutverk í þjóðfélagslegri umræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.