Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 31 MILLI 40 og 50 manns eru á launaskrá hjá Ásgerði og Jóhannesi, þar af eru 95% konur. Laun erfiðisins koma líka stund- um úr óvæntum áttum eins og þegar hún síðast- liðið haust fékk bréf þar sem henni var boðið að vera í bókinni Who’s who of pro- fessional and business women. starfa eftir því hvaða menntun það hefur. „Besta starfsfólkið er á aldrinum 40-60 ára, fólk sem at- vinnurekendur láta of oft víkja fyrir yngra fólki. Eg tel t.d. að konur frá 40 ára aldri upp í sex- tugt séu mjög verðmætur starfs- kraftur. Það má ekki afskrifa fólk vegna aldurs meðan heilsan er í lagi. Eg spyr konur við hvað þær hafi starfað og hvaða lífsreynslu þær hafi en ekki endilega um menntun þó að hún skipti að sjálf- sögðu miklu máli. Margar þessara kvenna hafa lokið barneignum og búa yfír mikilli reynslu sem ber að meta til starfsreynslu. Þær eru þakklátur vinnukraftur og þeim finnst gaman að vera úti á vinnu- markaðinum. Það snýst ekki allt um háskólapróf því lífsreynsla er ekki síður mikils virði.“ Auka þarf ábyrgð launþega „Eg álít að allir þeir fjölmörgu einstaklingar sem standa í einka- rekstri séu yfírhöfuð duglegt fólk því eins og áður hefur komið fram er íslenskur markaður lítill og samkeppnin mikil,“ segir Ásgerð- ur enn fremur. Hún telur að of mörgum skyld- um hafi verið velt yfír á fyrirtækin og að auka þurfi ábyrgð laun- þeganna sjálfra. „Forsjárhyggjan er ennþá rnjög áberandi í íslensku samfélagi. Eg nefni nokkur dæmi. Það er slæmt þegar fyrirtækin eru með lögboðnar lífeyrisgreiðslur inni í sínum rekstri. Fyrirtækin eiga að gi-eiða út sinn hlut í lífeyr- isgreiðslum með laununum mán- aðarlega til launþeganna, sem síð- an standa skil á greiðslunni við viðkomandi sjóð eins og lög gera ráð fyrir. Með þessu komum við í veg fyrir að kennitöluflakkarar nái stórum upphæðum út úr sam- félaginu t.d. vegna gjaldþrota fyr- irtækja. I öðru lagi spyr ég af hverju fyrirtækin eiga að senda út heildarlaunamiða ársins til starfs- manna sinna vegna skattframtals þeirra. Geta launþegar ekki sjálfir haldið þessum upplýsingum til haga fyrir skattayfirvöld? Þriðja dæmið varðar veikindarétt laun- þega. Sönnunarbyrði er öll hjá vinnuveitandanum. Hann þarf að biðja um veikindavottorð og greiða fyrir það líka. Sumir at- vinnurekendur veigra sér orðið við að biðja fólk um vottorð vegna veikinda en auðvitað er það laun- þegans að sýna sjálfur fram á að hann sé veikur. Allir launþegar eiga rétt á tveimur veikindadögum í mánuði, sem margir hverjir nýta sér. Mál þessi hafa þróast í þá veru að til eru fyrirtæki sem verð- launa starfsmenn með tveimur bónusdögum í mánuði ef þeir nýta sér ekki lögboðna veikindadaga. Þetta er grátlegt. Að lokum vil ég nefna fæðingarorlof karla. Eg sé ekki hvernig fyrirtæki eiga að geta staðið undir því að karlmenn fari í fæðingarorlof. Samfélagsleg- ir sjóðir verða að taka á þessu mikilvæga jafnréttismáli ef þetta markmið á að nást.“ VOIO Blöndunartæki Vola blöndunartæki hafa verið margverðlaunuð fyrir sérstakan stíl og fágun, en hönnuðurinn er hinn þekkti danski arkitekt Arne Jacobsen, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir framúrskarandi arkitektúr. Tækin eru fáanleg í litum, krómuð og í burstuðu stáli. Fæst í byggingavöruverslunum um land allt. Fyrir árið 2000 KERFISÞROUN HF. Fákaieni 11 • Sími 568 8055 www.isiandia.is/kerlisthroun UTSALA Skyndi- litsala f nokkra daga Allt að 50%afsláttur 30% afsláttur af öllum lömpum m 0 afsláttur af teppum jr stök teppi PCTSÍÍÍ o g m o t t u r Suðurlandsbraut 46 við Faxafen Sími: 568 6999 20% afsláttur af allri gjafavöru þaraðauki 10% afsláttur af öllum vörum verslanauna til 13. febrúar Opið f dag, sunnudag, milli kL 13 op 16 v/útsölu éSÍlSfc INýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin), sími 554 6300 og Ármúla 7, sími 553 6540. Heimasíða: www.mira.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.