Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 29 ari augum því þar er engin lág- marksrefsing tilgreind og hámark- ið er 6 ára fangelsi. Eins verða dómstólar auðvitað að gæta samræmis í dómum þannig að sama refsing sé lögð við sams konar brotum. Þegar skoðuð eru eldri mál er snerta 196. gr., en þau eru ekki mörg, þá kemur í ljós að refsing hefur verið á bilinu 6 til 9 mánaða fangelsi og hluti oftast skilorðsbundinn. Hvað nauðgunarmálin, þar sem 194. gr. á í hlut, snertir eru dómar töluvert þyngri, yfirleitt á bilinu eins til tveggja ára óskilorðsbund- ið fangelsi. Þannig að hendur dómstóla eru bæði bundnar af mismunandi laga- ákvæðum og mismunandi dóma- framkvæmd. Það er svo önnur spurning hvort þessi munur sé eðlilegur frá réttarpólitísku sjón- armiði. Er það ekki að sumu leyti lítilmótlegra að notfæra sér að ein- hver sefur eða er rænulaus og get- ur ekki veitt mótspyrnu heldur en að ráðast til atlögu þegar fórnar- lambið er með ráði og rænu? Þessi spuming væri athugunarefni fyrir löggjafann. Stefnubreyting Þegar betur er að gáð virðist sem dómarnir tveir séu þungir miðað við það sem tíðkast hefur. Ragnheiður Bragadóttir, dósent við lagadeild Háskóla Islands, hef- ur rannsakað dóma Hæstaréttar í nauðgunarmálum á tímabilinu 1977-1996 (grein hennar um það efni mun birtast í Úlfljóti 1. tbl. 1999). Þar kemur fram að refsing fyrir nauðgun þegar ekki er einnig dæmt fyrir önnur brot er að jafnaði á bilinu 1 til 2 ára óskilorðsbundið fangelsi. Þó eru dæmi um þyngri dóma þegar beitt hefur verið mjög miklu ofbeldi og aðrar veigamiklar þyngingar eða refsihækkunará- stæður eru fyrir hendi, til dæmis ef árás er tilefnislaus (H 1991.264, árásarmaður grímuklæddur, vopn- aður hnífi, 4 ára óskilorðsbundið fangelsi, H 1987.266, ráðist á konu sem var að hlúa að leiði foreldra sinna, 3 ára óskilorðsbundið fang- elsi). Þyngd refsingar þegar fangelsi er á bilinu 1-2 ár ræðst mest af því ofbeldi sem beitt er. Eins árs fang- elsi hefur verið dæmt þegar lág- marksofbeldi er beitt, þ.e. lægsta stigi ofbeldis, sem þarf til þess að háttsemi falli undir 194. gr. alm. hgl., sbr. H 1991.1580. Þar hélt ákærði höndum stúlku upp með höfði hennar, klæddi hana úr gegn vilja hennar, greip fyrir vit hennar, svo að hún gæti ekki kallað á hjálp og þröngvaði henni til samræðis. Þegar þó nokkru ofbeldi er beitt þá er farið upp fyrir lágmarksrefsingu sbr. H 1990.585. Kona fór heim með ákærða af veitingastað. Þar gerðist hann ágengur við hana, löðrungaði hana oft og sló með ein- hverju sem líktist svipu. Hlaut hún bólgur og skrámur. Dæmt í 15 mánaða fangelsi. í H 1997.3173 þáði 16 ára stúlka bílfar með tæp- lega þrítugum manni. Hann beitti hana grófu kynferðislegu ofbeldi og hafði árásin alvarlegar andlegar afleiðingar fyrir fói-narlambið. Dæmt í tveggja ára fangelsi. Segja má að dómur sem féll á síðasta ári (H.1998.12. mars), þ.e. eftir það tímabil sem Ragnheiður tók til athugunar, falli inn í þennan ramma. Þar var maður dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að nauðga konu á heimili hennar. Til nokk- urra stympinga kom án þess þó að sæi á konunni á eftir. Eins og málum var háttað í dómnum um atvikið á Ránni var um lægsta stig ofbeldis að ræða, ef efnisleg skilyrði 194. gr. voru þá uppfyllt á annað borð. Það hefði því mátt búast við að dómurinn hljóð- aði upp á 12 og í mesta lagi 15 mán- aða óskilorðsbundið fangelsi enda viðkomandi með hreint sakarvott- orð. Þess í stað var dæmt í 2ja ára fangelsi, sem er jafn mikið og í mun grófari málum áður. Þegar eldri dómaframkvæmd er höfð til hliðsjónar er hér um verulega stefnubreytingu að ræða. Eina skýringin á refsiákvörðun sem gef- in er í dómsforsendum er sú að framferði ákærða gagnvart kær- anda hafi falið í sér „mikla ófyrir- leitni og lítilsvirðingu". í héraðs- dómi var talað um „fyrirlitningu". Til hvers þarna er verið að vísa er hins vegar erfiðara að átta sig á. í dómsendurritinu kemui- að minnsta kosti ekkert fram um til- drög annað en að ákærði hafi leitt konuna ákveðinn eða óblíður á svip inn á klósett. Að hvaða leyti það sé meiri ólyrirleitni eða lítilsvirðing en nauðgun lýsir yfirleitt, er ráð- gáta. Yflrleitt skilorðsbinding Dómar á grundvelli 196. gr. eru mun færri en dómar í nauðgunar- málum. Refsing hefur verið á bilinu 6-9 mánaða fangelsi, oftast skil- orðsbundin að hluta. Dómurinn um atvikið í Hafnarfirði og dómur sem kveðinn var upp 28. maí 1998 sýna þessa sömu tilhneigingu í átt til þyngingar. í dómnum frá 28. maí 1998 hafði maður læðst inn til kunningjakonu sem svaf ölvunar- svefni og haft við hana samfarir. Var hann dæmdur í 8 mánaða fangelsi og sagði í héraðsdómi, sem staðfestur var í Hæstarétti, að vegna alvarleika brotsins þætti ekki koma til álita að skilórðsbinda refsinguna. Með alvarleika virðist þar vísað til þess að um kynferðis- brot er að ræða. I dómnum frá 28. janúar var dæmt árs fangelsi óskilorðsbundið eins og áður segir og er það þyngsti dómur á grundvelli þessa ákvæðis sem kveðinn hefur verið upp. Það kann auðvitað að réttlæta þennan hlutfallslega „þunga dóm“ Hæstaréttar að stúlkan sem átti í hlut var ekki nema 16 ára. Þó verð- ur að geta þess að eldri dómar varða sumir þroskaheft fórnarlömb en um slík brot hlýtur að gilda svipað og þegar óharðnaðir ung- lingar eiga í hlut. Eins kann hluti refsingar að skýrast af hegningar- auka vegna fyrri umferðarlaga- brota ákærða. Héraðsdómurinn sem kvað á um 10 mánaða fangelsi og hluta skilorðsbundinn var samt örugglega í meira samræmi við eldri framkvæmd. Befra RAlf Faxafeni 5 « 108 Rvk - Simí:588-8477 Miskabætur Það er rétt að nefna í lokin að í báðum þessum dómum eru dæmd- ar töluverðar miskabætur án þess að nokkur gögn væru lögð fram um afleiðingar áfallanna fyrir kærend- m-. Ef þetta er að verða reglan hjá dómstólum kann það auðvitað að ýta undir tilefnislausar kærur vegna kynferðisbrota. Aðgát er sérstakt átak ríkisstjórnarinnar gegn slysum á börnum og unglingum. Árlega slasast 20.000 börn og unglingar hér á landi og því nauðsynlegt að spyrna við fótum. Markmiðið er að fækka slysunum í samvinnu við foreldra, opinberar stofnanir og félagasamtök. Aðgát, átaksverkefnið um slysavarnir barna og unglinga, minnir á nauðsyn þess að sýna aðgæslu í leik og starfi og leggur áherslu á ábyrgð foreldra og samfélagsins alls gagnvart slysum á börnum og unglingum. Einn þáttur átaksins er að hvetja fólk til að vera vakandi fyrir fjölmörgum hættum í umhverfinu og að koma upplýsingum um þær á framfæri. Herdís Storgaard hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Aðgátar með aðsetur í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg í Reykjavík. Opið er frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga. Þar er tekið við upplýsingum um það sem betur má fara í umhverfi barna og unglinga og leiðbeint um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn slysum. Nánari u/jiýsingar fásl hjá: Skrifslofu Aðgátar, Heilsuverndorstöð Reykjavíkur Barónsstíg 47, 101 Reykjavík Símar: 552 4450, 552 2400 og 862 9054 Bréfasími: 562 2415 Netfang: herdis.storgaard@hr.is Heimasíða: http://www.hr.is AÐGÁT AUIGlfSINGASTOFA FÖIHIlDAt 1005.1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.