Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 23 Eflir að hafa heimsótt virkjun- ina í Alta og lesið um aðdrag- anda og eftirmál framkvæmd- anna gerist sú hugsun áleitin hvort þessi glæsilegu mannvirki séu minnisvarði um ranga ákvörðun JOHS Kalvemo fréttamaður í byrjun október settu nokkrir Samar upp lawo, Samatjald, fyrir framan þinghúsið í Ósló og hófu hungurverkfall.' Pótti ýmsum sem vandamálið í Alta og málefni Sama væru orðin óþægilega nálæg, eftir því sem segir í samantekt um þetta mál í Natur og Ungdom. Oddvar Nordli forsætisráðherra lét undan þrýstingnum og lofaði að fresta framkvæmdum. Þegar kom fram í febrúar 1980 varð ljóst að Verkamannaflokkur- inn ætlaði ekki að gefa virkjunina eftir. Orkumálaráðherrann Bjart- mar Gjerde sagði þá að brýn nauð- syn væri að hefja framkvæmdir við virkjunina á því ári og herða á fram- kvæmdum til að afstýra því að ein- hver ógæfa dyndi yfir Finnmörku vegna raforkuskorts. Nú voitt komnar fram nýjar upp- lýsingar um neikvæð áhrif virkjun- arinnar á dýralíf og umhverfið. For- sendur stjórnvalda voru harðlega gagnrýndar, en þau gáfu ekkert eft- ir. Um sumarið 1980 héldu mót- mælaaðgerðir áfram og gengu hundruð manna frá Alta til Sama- byggðarinnar Masi til að mótmæla. Hörð orðaskipti urðu á milli þeirra sem vildu virkja og mótmælenda, gengu skeytin á báða bóga. Áhersl- an í umræðunni færðist frá sjálfri virkjuninni og til þess hve langt borgararnir mættu ganga í óhlýðni við stjórnvöld og lögin. Grundvöllur stjórnskipunarinnar væri í hættu þegar almenningur leyfði sér að hindra framkvæmd ákvarðana sem teknar væru af lýðræðislega kjörn- um fulltrúum og öllum stjórnarfars- legum leikreglum framfylgt. Skoð- anakannanir leiddu í ljós að nú fór að kvarnast úr meirihlutanum á móti virkjuninni og þeir sem vildu virkja komust í meirihluta. Því fór þó fjarri að deilumar hjöðnuðu. Margir réttlættu óhlýðni hinna almennu borgara gagnvart ákvörðunum stjómvalda í Alta-mál- inu. Menn drógu í efa hvort farið hefði verið að lögum við ákvarðana- tökuna, staða Sama sem minni- hlutahóps í Noregi var enn óljós og því var slegið upp að formleg ákvörðun væri ekki endilega lög- mæt, þótt hún væri tekin með lög- formlegum hætti. Málsmeðferð gagnrýnd Norsku náttúruvemdarsamtökin (Naturværnforbundet) lýstu því fljótlega yfir að þau gætu ekki lagt blessun sína yfir óhlýðni borgar- anna. Þess í stað stefndu þau ríkinu og vildu láta ógilda ákvörðunina um byggingu virkjunarinnar. Stefnan var byggð á því að svo mikið skorti á í útskýringum stjórnvalda á þátt- um sem þyrftu verndunar við að svo virtist sem þau vissu ekki hvað þau væru að gera. í desember 1980 kvað héraðsdómur í Alta upp úr um að ákvörðunin um virkjunina stæðist lög, en framkvæmd málsins var harðlega gagnrýnd. Málinu var áfrýjað til næsta dómstigs (lag- mannsretten). Ríkisstjórnin ákvað að fram- kvæmdir skyldu hefjast á ný í janú- ar 1981. Um tvö hundruð mótmæl- enda söfnuðust saman í Stilla eftir nýárið. Þeir höfðust við í tjöldum og hlekkjuðu sig saman, þrátt fyrir frost og kulda í Finnmörku. Lög- reglan hafði mikinn viðbúnað og voru 700 lögreglumenn sendir á staðinn, þar af 600 fluttir annars staðar að úr Noregi með stórri far- þegaferju. Reynt var að miðla mál- um, en ekkert gekk. Hinn 14. janú- ar lét lögreglan til skarar skríða. Voru mótmælendurnir bókstaflega bornir burt í umfangsmestu lög- regluaðgerð eftirstríðsáranna í Noregi. Þeir voru sektaðir um 2-3 þúsund norskar krónur hver. Tjöld- var á vettvangi við störf. Hann var klæddur að hætti Sama og þótti því nógu grunsamlegur til að lögreglan elti hann. ROGER Dahl leiðsögumaður starfaði sem lögregiumaður þegar mótmælin gegn virkj- uninni risu sem hæst. in voru rifin upp. Kostnaðurinn við lögreglueftirlitið nam um 200 þús- und Bandaríkjadölum á dag. Eftir átökin við „núllpunktinn“ hófust framkvæmdir undir lög- regluvernd. Áfram var haldið að- gerðum, Samar fóru í hungurverk- fall og mótmælaseta var í skrifstofu Gro Harlem Brundtland sem nú var orðin forsætisráðherra. Enn var framkvæmdum frestað þegar í ljós kom að eftir var að gera fornleifa- rannsóknir á samískum minjum á svæðinu. Haustið 1981 ákvað ríkisstjórnin að hefjast handa af fullum ki’afti. Enn mættu mörg hundruð mótmæl- endur og höfðust við í tjöldum. Sendur var annar skipsfarmur af lögreglumönnum til Alta en mót- mælendur hurfu flestir af vettvangi áður en til átaka kom. Virkjunarframkvæmdum lauk síðla vetrar 1987 og var virkjunin tekin í notkun í maí 1987. Rekstur hennar hefur gengið stóráfallalaust. Einu sinni bilaði þó loki í stíflunni og ruddist sex metra há flóðbylgja niður árfarveginn. Nokkrir bústaðir eyðilögðust og þuifti að rýma hús þar til flóðið sjatnaði. Varanleg áhrif Mörgum mótmælenda þótti erfitt að þurfa að kyngja þvi þegar fram- kvæmdir hófust af fullum ki’afti í árslok 1981. Fólk hafði fært miklar fórnir, til dæmis um það eru sektirn- ar sem námu alls um fimm milljón- um norskra króna. Sumir fengu allt upp í þrjár sektir á dag. Einn þeirra sem var í fararbroddi mótmælanna var kaupmaður. Hann var sektaður um 100 þúsund norskar krónur (um ein milljón íslenski’a króna). Það var ekki nóg, að sögn ferðafélaga okkar úr Finnmörku. Viðskiptalífið reyndi að sniðganga verslun hans og á end- anum var efnt til samskota til að hjálpa honum að fleyta rekstrinum yfir erfiðasta hjallann. Það leyndi sér ekki þegar þessi mál voru rædd við norska ferðafé- laga okkar nú í Alta að stutt var í beiskjuna. Þeir sögðu að sektirnar væru löngu greiddar, þótt enn stæði upp á stjórnvöld að efna ýmislegt af því sem lofað var. Vorið 1982 ráðgerðu tveir ungir menn að sprengja upp brú en tókst ekki betur en svo að sprengjan sprakk áður en þeim tókst að forða sér. Missti annar þeiira handlegginn. Voru á vettvangi Leiðsögumaður okkar, Roger Dahl, starfaði sem lögreglumaður árið 1979 og tók þátt í því að fjar- lægja mótmælendur. Ánnar ferðafélagi okkar, Johs Kalvemo, starfar hjá útvarpi Sama í Karasjok sem er svæðisútvarp á vegum Norska útvarpsins (NRK). Þegar mótmælin stóðu sem hæst starfaði hann sem fréttamaður hjá NRK og var á vettvangi. Á þessum árum klæddist hann ávallt að hætti Sama. Þar sem hann var að sinna starfi sínu kom lögreglan og ætlaði að handtaka hann. Það hafði ekkert að segja þótt hann drægi upp fréttamannsskírteini. Það var ekki fyrr en vinnufélagi hans vottaði að þarna væri fréttamaður NRK að hann slapp við handtöku. Hann telur að ef afstaða fólks til virkjunarinnar væri könnuð nú væri andstaðan enn almennari en þegar virkjunin var byggð. Josh segir að Samar hafi ekki fengið beinar skaðabætur, en fengið Samaþingið sem væri af hinu góða. Fyrr hafi þeir ekki öðlast formlega viður- kenningu í landinu. Vilja fjarlægja stífluna Enn eru deildar meiningar um þetta mannvirki. Skaðabætur sem laxveiðifélag Alta-árinnar fékk hafa ekki megnað að slá á óánægjuna því lífríki árinnar hefur látið á sjá svo um munar. í norska tímaritinu Villmarksliv (2-1999) er grein um ástand laxa- stofnins í Alta-ánni. Þar kemur fram að umsjónai'maður árinnar Iv- ar Leinan vill láta rífa stífluna og virkja náttúrulegt rennsli árinnar án sérstakrar vatnsmiðlunar. Sam- kvæmt niðurstöðum laxveiðifélags árinnar (Alta laksfiskeri inter- essentskap) og rannsóknum sér- fræðinga er ástand laxastofnsins orðið bágt. I fyrra fengust í fyi'sta skipti minna en tíu tonn af laxi úr ánni, en áður gaf áin 20-25 tonn á ári og það telur Leinan að hún ætti einnig að gefa nú. Veiðin í Alta-ánni var 1.882 laxar í fyiTa, 2.500 árið 1997 og nærri 3.000 fiskar 1996. Nýlega kom út bók um Altalax- inn, virkjunina og umhverfið. Þar kemur fram að ein aðalforsenda virkjunarleyfisins á sínum tíma hafi verið að framkvæmdirnar sköðuðu ekki þann einstæða laxastofn sem ólst upp í ánni. Þessi forsenda hafi verið þverbrotin. Stíflugerðin olli því að hitastig vatnsins i ofanverðri ánni hækkaði og frýs ekki lengur að vetrarlagi. Þar veldur því að meiri birta berst niður í ána sem leiðir til aukins þör- ungagróðurs. Þörungarnir gera að verkum að fiskurinn á erfiðara með að ná til botndýra og annars sem hann leggur sér til munns. Seiða- vöxtur verður minni og einnig hefur fiskur drepist vegna breytilegs vatnsrennslis. Svo er að sjá að fiskurinn sé að drepast út á efri svæðum árinnar, Sautso, þar sem áður var mest fisk- gengd. Rannsóknir sýna að seiða- framleiðsla á þessu svæði hefur minnkað um 85% frá því að stíflan var reist. Veiðin hefur minnkað mikið á næstefsta svæðinu, Sandia. Allir eru sammála um að framtíð Altalaxins sé í hættu. Talsmenn virkjunarinnar eru því andvígir að rífa stífluna og breyta virkjuninni í rennslisvirkjun. Þeir segja að við það muni tapast fjórð- ungur af árstekjum virkjunarinnar. Árið 1996 hafði virkjunin tekjur upp á 150 milljónir norskra króna, eða um 1.500 milljónir íslenskra króna. Á sama tíma og laxveiðin hefur hrunið í Alta ánni hefur orðið vart aukinnar veiði í öðrum ám í Finn- mörku. Lærdómar Eftir að hafa heimsótt virkjunina í Alta og lesið um aðdraganda og eftirmál framkvæmdanna gerist sú hugsun áleitin hvort þessi glæsilegu mannvirki séu minnisvarði um ranga ákvörðun. Margir höfðu á orði við undirritaðan að Gro Harlem Brundtland hafi sagt nokkru eftir að virkjunin reis, að hefðu menn vit- að í upphafi það sem þeir komust að síðar, hefði virkjunin í Alta aldrei verið byggð. í fyrrnefndri samantekt Natur og Ungdom kemur fram að baráttan í Alta hafi komið ýmsu jákvæðu til leiðar og valdið straumhvörfum fyr- ir verndun vatnsfalla í Noregi. Stórþingið samþykkti árið 1984 lög um vatnsfóll þar sem þeim er raðað í mikilvægisröð eftir orkugetu og verndargildi. Ef virkjun vatns- falla yrði haldið áfram þá yrði byrj- að á þeim sem síst væru umdeild. Öll málsmeðferð varðandi undir- búning virkjanaframkvæmda varð vandaðri og umhverfis- og náttúru- verndarsamtök urðu virkari í ákvarðanatökunni. Alta-deilan varð líka mikilvæg fyrir baráttu minnihlutahópa í Nor- egi. Skipaðar voru fjölmennar nefndir um málefni Sama og var Samaþingið í Karasjok stofnað 1989. Samar fengu viðurkennd ýmis réttindi. Til lengri tima litið varð Alta-deil- an til að afla sjónarmiðum umhverf- isverndar viðurkenningar. Árið 1989 lýsti svo Gro Harlem Brundtland því yfir að engin nauð- syn hefði verið á að byggja virkjun- ina í Alta. Ritaðar heimildir: Alta Kraftvvrk, kynningarblað frá Finnmark Energiverk. ViUmarksliv, 2-1999. Natur og Ungdom, 30 ár i veien, La elva leve, 1997. Morgunblaðið. í STÖÐVARHÚSINU eru tvær vélar, 100 Mw og 50 Mw, sem er sambærilegt við vélar Sigölduvirkjunar. Virkjunin framleiðir um 625 gígavattstundir á ári og er nýtingartíminn rúmiega 4.000 klukkustundir. Það er um 2.000 stundum færra en meðalnýtingartími virkjana hér á landi. « l / r1 pJí) •> rj J '\ i lirmiiöí Seljum í nokkra daga lítið útlitsgölluð hásgögn með allt að 50% afslætti Opið: virka daga kl. 12-18 lau. 6/2 kl. 11—16 sun. 7/2 kl. 13-17 Mörkinni 3 sími 588 0640 fax 588 0641 casa@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.