Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 41 + Magnea Guð- björg Guðjóns- dóttir fæddist í Bakkakoti á Rang- árvöllum, bæ afa síns og ömmu, 6. maí 1929. Hún lést á Landspítalanum hinn 28. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Guðlaugsson og Guðbjörg Pálsdótt- ir, og bjuggu þau einnig súi fyrstu bú- skaparár í Bakka- koti, þar til þau fluttu að Rútsstöðum, Norður- koti, í Gaulverjabæjarhreppi. Magnea ólst upp á Rútsstöðum ásamt eldri systkinum sínum. Alls urðu systkinin tólf en að- eins níu þeirra komust á legg. Tvö þeirra lifa systur sína. Magnea giftist Stefáni Hall- grímssyni bifreiðarstjóra, f. 5.12. 1920, d. 30.9 1975. Þau áttu lengst af heima á Valbergi Það var aldrei neitt að ömmu. Hún var aldrei veik, aldrei þreytt, aldrei leið, aldrei í vondu skapi, aldrei stressuð. Eða þannig kom hún mér fyrir sjónir. Alltaf eins og lygn sjór. Henni fannst hún aldrei hafa efni á að kvarta. Það var alltaf einhver annar sem hafði það miklu verra en hún sjálf. Ástandið nú var jú miklu, miklu betra en þegar hún var lítil. Skemmtun eða bara smáleti var í hennar augum lúxusvara. Fjórir tímar á viku í þann munað var al- gjört hámark. Ef farið var fram yfir þann tíma þýddi það þeim mun minni tíma í næstu viku. Sem mest- an tíma bar að hennar viti að nýta til að bæta rekstrarafkomu heimilis- ins. Það gerði hún með bakstri, eldamennsku og með sauma- og prjónaskap. Ef hún leyfði sér að setjast niður, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp varð að prjóna á á Seltjarnarnesi. Magnea og Stefán eignuðust fjögur börn og eru þau: 1) Hólmgrímur Guð- jón, f. 31.10. 1947, ókvæntur og barn- laus. 2) Sigurjón, f. 24.9. 1948, kvæntur Ingibjörgu E. Hall- dórsdóttur og eiga þau tvo syni, Stefán Fannar og Sigur- jón. 3) Jón, f. 3.1. 1950, í sambúð með Rannveigu Hjört- þórsdóttur og eiga þau tvo syni, Amar og Jón Pál. 4) Guðbjörg Aðalheiður, f. 15.9. 1951, gift Gunnari G. Andrés- syni og eiga þau tvær dætur, Rut og Lindu. Fyrir átti Guð- björg Ólaf Stefán Arnarsson. Magnea var í sambúð með Jóni G. Guðjónssyni frá Litlu Ávík frá árinu 1978. Útför Magneu fór fram frá Selfjarnarneskirkju 5. febrúar. meðan með taktinum tvær lykkjur á sekúndu. Þessi natni skilaði að lok- um rúmlega tvö þúsund lopapeys- um. Iðulega var það að ég og Stefán frændi minn lékum okkur saman hjá ömmu. Oftar en ekki urðum við ekki sáttir um hvor hefði borið sigur úr býtum og sökuðum hvor annan um svik og pretti. Þegar ekki var nokkur von um sátt var gripið til handalögmála. Eftir á að hyggja var það ekki vænleg leið því sá sem undir varð neitaði nær alltaf að gef- ast upp en emjaði þess í stað af öll- um lífs og sálar ki’öftum. Og aldrei brást það, amma var komin til að skilja okkur að. Fyrst í stað gat hún gert það með handafli en síðar varð hún að gera það með spýtu sem hún geymdi fyrir ofan ísskápinn. Sló hún þá þann sem betur hafði þar til sá hinn sami hafði sleppt takinu á hinum. Aldrei brýndi hún raustina jafnvel þótt einhverjir heimilismun- ir hefðu fallið í valinn. Fram að tólf ára aldri bjó ég hjá ömmu og svaf í sama herbergi og mamma. Mamma fór á fætur fyrr en ég og til að vakna á réttum tíma notaði hún afar hávaðasama hand- trekkta vekjaraklukku. Hávaðann framleiddi klukkan með því að slá hamri fram og til baka milli tveggja bjallna. Þótt klukkan hringdi þang- að til fjöðrin var úrvinda kom það vart fyrir að ég vaknaði við þessa klukku. En þegar amma kom kiukkustundu síðar og hvíslaði nafn mitt úr gagnstæðu horni herbergis- ins opnuðust augu mín. Eg var glað- vakandi. Ylvolgur hafragrautur beið mín og ein skeið af lýsi. Það var kominn nýr dagur. Ólafur St. Arnarsson. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unnin, og sólin björt upp runnin á bakvið dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku Magga mín, hjartans þakk- ir fyrir allar góðu samverustundim- ar, sem verða mér ógleymanlegar, það er svo ótalmargt sem kemur í huga á svona stundum, sem ekki verður skráð hér, en ég geymi í hjarta mínu, og þakka af heilum hug. Bráðum hittumst við aftur, þá tekur þú á móti mér á fallegu skýi og dýrð drottins umlykur þig. Þeg- ar ég var lítil og sá fallegt ský á himni sagði fóstra mín, að á þessu skýi sæti móðir mín. Eins verður þú á fallegu skýi. Ég bið góðan guð að blessa minningu þína, blessa sam- býlismanninn, bömin þín, tengda- börnin, og barnabömin, aðra ætt- ingja og vini. Guð geymi þig. Þó missi ég heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra finni þá sofna ég hinst við dauðadóm, ó, drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ólína Andrésdóttir) Lilja mágkona. MAGNEA GUÐBJORG G UÐJÓNSDÓTTIR HULDA JÓNSDÓTTIR + Hulda Jónsdótt- ir fæddist á Stokkseyri 22. júní 1917. Hún lést í Landspítalanum 28. janúar siðastliðinn og fór útfor hennar fram frá Dómkirkj- unni 4. febrúar. í ævintýram æsk- unnar vora góðu drottningarnar háar og spengilegar, svipsterk- ar með góðleg augu sem sáu allt, en sögðu aðeins það sem vel fór og horfði til betri vegar. Þær ríktu í krafti þeirrar virðingar sem þær höfðu áunnið sér með verkum sín- um og viðkynningu. Nú er ein af þessum drottningum látin, hún Hulda „í hinum endanum“ eins og við kölluðum hana alltaf. Kynni okk- ar hófust fyrir nærfellt 16 árum þegar við fluttum í annan endann á íbúðarhúsinu Lindargötu 44 í Reykjavík en í hinum endanum bjó Hulda með Ragnari bróður sínum, vænum manni sem látinn er fyrir nokkrum árum. Fljótlega tókst með okkur góð vinátta sem staðið hefur allt til þessa dags. Hulda hafði búið í Skuggahverfinu frá unga aldri og þekkti þar hvem mann og hvert hús og var kunnug sögu hverfisins. Gott var til hennar að leita með ráðlegg- ingar þegar baráttan stóð um Skúlagötuskipulagið fyrir rámum áratug. Enda þótt áhuginn væri mikill fyrir því að hlífa heimahverf- inu skyldi þess gætt að ofgera ekki og beita hóflegum en þó ákveðnum rökum. Ilorfíð var að mestu frá því skipulagi sem deilurn- ar stóðu um og náðist málamiðlun sem aðilar vora sáttir við. Sjá mátti mikinn söknuð þegar margar af ein- kennisbyggingum hverfisins hurfu til nið- urrifs í nafni framfara og uppbyggingar. Sumar lóðirnar voru þó lengi eftir niðurrif hús- anna ekki ennað en flag og ennþá er ekki búið að byggja á þeim öllum. Við kynntumst annarri hlið á Huldu eftir að við eignuðumst litla stúlku sem fékk marga þá ungbarnakvilla sem græta lítil börn. Oft brá það við er barnsgrátur hafði hljómað linnu- lítið í gegnum millivegginn í langan tíma að Hulda kom og spurði sisvona hvort við vildum ekki að hún aiinaðist litla skinnið ofurlitla stund. svo hægt væri að skreppa í búðir eða útrétta eitthvað. Þegar hún tók barnið í fang sér skynjaði það langa reynslu móður og ömmu og hljóðnaði þá gráturinn. Margai’ ferðir vora einnig farnar til Huldu yfir í hinn endann til að fá ráð við ýmsu sem hrelldi nýbakaða foreldra og aldrei var þar komið að iokuðum dyram. Þegar Kristín stækkaði varð hún eins og eitt af ömmubörn- unum og sýndi Hulda henni mikla ræktarsemi og hlýhug sem við get- um seint þakkað. Þegar við fluttum burtu úr hverf- inu urðu heimsóknimar strjálli en tengslin voru áfram góð. Hulda flutti sig einnig um set, fyrst upp í Stigahlíð 9 en síðan í Lönguhlíð 2. Það tilheyi'ði jólaundirbúningnum að heimsækja Huldu um kaffileytið á aðfangadag og ræða um gömlu dagana á Lindargötunni, um sam- eiginlega vini og kunningja og um daginn og veginn. Jólays var ekki til á þeim stundum en jólafriður ríkj- andi. Seinasta samtalið við Huldu var í byijun janúar. Þá var nokkuð rætt um veikindi hennar en kveðju- stundin kom þó fýrr en nokkurn grunaði. Það var mjög gefandi að fá að vera samferða Huldu þessi ár á lífsins vegi og fyrir það viljum við þakka af heilum hug. Við sendum börnum Huldu og öðram afkomendum, tengdabömum og ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur, Heiðrún og Kristín Elíza. Skilafrestur minningar- greiim EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilaft’estur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestm- er úti-unninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur þm-ft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma, ELÍN MARKAN, lést á Landspítalanum mánudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Kirkjugarðskapellunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Jón Ólafsson, Páll Þorgeir Pálsson, Alfa Lind Birgisdóttir, Sigríður Markan, Hrefna Markan, Guðrún Markan, Hörður Markan, Böðvar Markan og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BJARNI GUSBJÖRNSSON fyrrverandi bankastjóri og alþingismaður, sem lést að morgni föstudagsins 29. janúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík á morgun, mánudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Gunnþórunn Björnsdóttir, Björn Ragnar Bjarnason, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Gunnar Þór Bjarnason, Jóhanna Einarsdóttir, Henrik Thorarensen, Gunnþórunn Arnarsdóttir, Hulda Henriksdóttir, Brynjólfur Björnsson, Guðrún Arna Björnsdóttir, Ólafur Örn Jónsson, Bjarni Þór Gunnarsson, Einar Gunnarsson, Jóhann Helgi Gunnarsson. t Hjartkærar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR INGA ÞÓRARINSSONAR, Löngubrekku 27, Kópavogi, sem andaðist á hjartadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 22. janúar síðastliðinn. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild B7, hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Helga Þórðardóttir, Kristján Þór Guðmundsson, Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Þórarinn Björn Guðmundsson, Guðmunda Ingimundardóttir, Björgvin Már Guðmundsson, Ásrún Þóra Sigurðardóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS SUMARLIÐASONAR frá ísafirði. Margrét Kristjánsdóttir, Magnús J. Óskarsson, Birna H. Garðarsdóttir, Veigar Óskarsson, Hallfríður Kristjánsdóttir, Kristján Óskarsson, Salóme Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. iK - t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda sam- úð við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ODDGEIRS EINARSSONAR frá Neðradal. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu Land- spítalans. Sigurður Oddgeirsson, Kristín Einarsdóttir, Valdís Kristjana Oddgeirsdóttir, Jónas Hreinsson, Einar Vignir Oddgeirsson, Gunnar Rúnar Oddgeirsson, Barbara Arthurs, barnabörn og barnabarnabörn. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.