Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR • • 011 verk Michelangelos skönnuð á tölvutækt form Gefur nýj a möguleika í listrýni Palo Alto í Kalíforníu. Reuters. TÖLVUNARFRÆÐINGAR við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum segjast hafa fundið leið til að endur- gera frægar höggmyndir með miklu meiri nákvæmni en áður hefur þekkst. Segja þeir að með nýrri tækni sé kleift að framkalla stafræn- ar myndir á tölvutæku formi af styttum frá öllum mögulegum sjón- arhornum með slíkri nákvæmni að jafnvel allra minnstu smáatriði njóti sín. Gæti þetta breytt möguleikum manna til að virða frægar högg- myndir fyrir sér á Netinu en hingað til hafa menn orðið að láta sér nægja staðlaðar ljósmyndir af verkum lista- manna eins og Michelangelos. Mark Levoy, prófessor við Stan- ford, hefur dvalist ásamt aðstoðar- mönnum sínum á Italíu í vetur og unnið að því að ná myndum af öllum styttum Michelangelos á tölvutækt form með þartilgerðum leysiskanna. Vonast Levoy til þess að þeim muni takast að ná formgerð Davíðs og annarra frægra höggmynda meistar- ans með slíkri nákvæmni að stafræn- ar myndir af verkinu nýtist jafnt leikmönnum sem lærðum. Segir Levoy að margir listfræð- ingar hafí sýnt áhuga á þessu starfí en með því að hafa myndir af verk- um ítalska meistarans á stafrænu formi gætu fræðimenn horft á verkin jafnt frá öllum sjónarhornum. Gætu þeir bókstaflega snúið verkunum á hvolf, skoðað þau með minni eða meiri lýsingu og þannig fengið alveg nýja sýn á höggmyndimar. Hægt að „endurgera" skemmda listmuni? Með því að skanna útlínur högg- myndar frá mörgum ólíkum sjónar- hornum og rýna í breytileg áhrif sól- arljóssins geta vísindamennirnir bú- ið til hágæða eftirmynd. Vonast Levoy og aðstoðarmenn hans til þess að í framtíðinni verði hægt að nota stafræna tækni til að búa til „sýndar- veruleika“-endurgerð af skemmdum listmunum eins og t.d. skegginu á Mósesi Michelangelos. Einnig gætu kennarar í listasögu nýtt sér þessa tækni til að sýna fram á hversu mjög sjónarhom getur glapið mönnum sýn er þeir lýna í verk listamanna. í verki sínu Píet- unni leysti Michelangelo t.d. það vandamál að koma fullvöxnum karl- manni fyrir í kjöltu Maríu með því að gera meyna afar langleggjaða. Pessa Michelangelo: María mey með líkama Krists í fanginu. óskast! Skráningu lýkur 9. febrúar.__ Námskeiðinn byrja 10. febrúar. Virkjun hugvits - miðvikudaginn 10. febrúar kl. 17.15-20.00 Gerð viðskiptaáætlana - mánudaginn 15. febrúar kl. 17.15-20.00 þriðja námskeiðið verður sniðið að óskum þátttakenda Nýttu einstakt tækifæri - þér býðst án endurgjalds: » vandað leiðbeiningarhefti ásamt tölvudisklingi « síma- og tölvupóstþjónusta » spjallfundir » þrjú námskeið í Viðskíptaháskólanum: Vertu með-komdu hugmyndinni úrskúffunni íframkvæmd! Fyllsta trúnaðar verður gætt í meðferð gagna. Hafðu samband í síma 510 1800, símbréf 510 1809 eða netfang metta@nsa.is og pantaðu gögn. 25. mars nk. J7 JWttpitiMafoifc Grafton fíkrar sig eft- ir stafrófínu ERLEIVÍDAR BÆKUR Spennusaga H STENDUR FYRIR HENGINGARÓL „N IS FOR NOOSE“ eftir Sue Grafton. Pan Books 1998. 353 siður. BANDARÍSKI spennusagnahöf- undurinn Sue Grafton sendi á síðasta ári frá sér nýja sakamálasögu í svo- kallað stafrófssafn sitt en hún er þekkt fyrir að raða titlum bóka sinna í stafrófsröð. Þannig hét fyrsta sagan hennar ,A is for Aliby“, sem í ís- lenskri þýðingu kemur nokkuð neðar í stafrófinu sé hún þýdd F stendur fyrir Qarvistarsönnun. Næsta saga hennar byrjaði á B og þannig koll af kolli. Hún er nú komin að N-inu og heitir nýja sagan hennar, sem nú er komin út í vasabroti, „N is for Noose“ eða samkvæmt íslenskunni, H stendur fyrir hengingaról; heiti næstu sögu hennar mun hefjast á bókstafnum 0, ef að líkum lætur. Grafton hefur gefíð það út að hún muni halda áfram að skrifa þessar sögur þar til hún kemur að Z. Aðal- persónan í bókum hennar er einka- spæjarinn knái Kinsey Millhone og má segja að með henni höfði höfund- urinn sérstaklega til kvenna, sem hafa yndi af harðsoðnum amerískum einkaspæjarareyfurum. Smábæjarspæjari Grafton segist hafa byrjað spennu- sagnaskrif eftir skilnað. „Mánuðum saman lá ég uppi í rúmi,“ segir hún, „og ráðgerði að myrða fyrrverandi eiginmann minn, en ég vissi að ég mundi klúðra því og yrði gripin svo ég skrifaði bók um það í staðinn." Hún segist eiga talsvert sameiginlegt með sögupersónu sinni, Kinsey, sem er á fertugsaldrinum miðjum og er líkamlegu afskræmingu tókst Michelangelo hins vegar að fela með snilli sinni. Með því að nota stafræna eftir- gerð af verkinu væri hins vegar hægt að láta Maríu standa á fætur og yrði þannig öllum ljóst hversu mjög sjónarhom verksins afskræmir líkama hennar. Reynir að „framkvæma hið óframkvæmanlega" Levoy hefur fleiri járn í eldinum. A síðasta ári valdi Wired Magazine hann í hóp tuttugu og fimm einstak- linga sem tímaritið telur vera að reyna að „framkvæma hið ófram- kvæmanlega" fyrir tilraunir hans til að raða saman brotunum úr Forma Urbis Romae, ævafornu korti úr marmara af gervöllu Rómaveldi. Hefur kort þetta verið sagnfræðing- um ráðgáta um aldir. Marga fysir að sjá korti þessu púslað saman enda telja menn að það geti mjög aukið skilning á Rómaveldi hinu forna. Hins vegar hefur reynst þrautin þyngri að raða brotunum rétt saman enda er um helmingur þeirra glataður og þar að auki vega mörg þeirra allt að 45 kíló sem gerir það að verkum að ekki er ýkja auðvelt að hreyfa þau úr stað. Levoy segir galdurinn felast í smáatriðunum og einmitt þessvegna nýtist stafræn tækni við svona verk- efni. Mörg brotanna sem enn eru til séu nægilega breið til að hægt sé að skapa stafrænar myndir af molnuðu yfirborðinu en það gerir aftur á móti kleift að móta þrívíddarsýn á brotin þannig að hægt sé að raða þeim saman. A hinn bóginn viðurkennir Levoy að einmitt smáatriðin skapi ákveðin vandamál. Margar af hinum staf- rænu tölvumyndum séu nokkur gígabæt að stærð, sem er mun meira en venjuleg einkatölva ræður við. Er því ljóst að nokkur tími mun líða áð- ur en venjulegir listunnendur geta sótt myndir, unnar með tækni Levoys, af Netinu. fyrrverandi lögreglukona sem býr í smábænum Santa Teresa í Suður- Kalífomíu. Kinsey býr ein og vinnur ein og ek- ur um á gömlum fólksvagni og er nógu þrjósk til þess að leysa erfið mál þótt andstreymið sé mikið. Hún lýsir sjálfri sér svona: „Eg er kven- kyns, tvisvar fráskilin og í sæmilegu formi. Eg hef leyfi til þess að starfa sem einkaspæjari en minn heimabær er Santa Teresa, sem ég tengist eins og bolti festur á borðtennisspaða með mjög stuttu teygjubandi. Stund- um þarf ég að fara úr bænum starfa minna vegna en ég er í öllum grand- vallaratriðum smábæjarspæjari og verð það líklega það sem ég á eftir ólifað.“ Það kemur sér sérstaklega vel fyrir Kinsey að spæja í smábæ því í nýju sögunni er hún kölluð til útnára mikils þarna í Kalíforníu til að grafast fyrir um hvað var að angra lögreglustjóra bæjarins skömmu áð- ur en hann lést af hjartaslagi. Gamalt glæpamál Eiginkona lögreglustjórans hefur fengið hana til þess en hún er hin mesta leiðindaskjóða samkvæmt frá- sögnum þeirra sem Kinsey ræðir við í bænum, maðurinn var hins vegar gull af manni. Hún kemst að því um síðir að það voru ekki leiðindin I eig- inkonunni er gerðu stjórann svo dap- urlegan áður en hann dó heldur gam- alt glæpamál, sem Kinsey lendir í mestu brösum með að fletta ofan af. Líkt og í fyrri bók hennar sem ég las, M-bókinni, er Grafton talsvert langorð í lýsingum sínum á umhverfi og híbýlum og ökuleiðum og sam- skiptum Kinsey við fólk. Hún hefur frásögnina einstaklega nákvæma og það kemur að nokkr-u leyti niður á spennunni. Þó er N-sagan talsvert skáiri að þessu leyti. Helsti kostur- inn við söguna er sá að Grafton getur verið bæði fyndin og skemmtileg þegar hún setur sig í spor Kinsey, ýmsar athuganir hennar eru spaugi- legar. Sagan byrjar mjög hægt og höfundurinn gefur sér nægan tíma til þess að kynna persónur og aðstæður en þegar líða tekur á söguna og höf- undurinn snýr sér að efninu eykst spennan og úr verður sæmilega við- unandi afþreying. Ekkert meira. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.