Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljúfir lundar og djarfar dýfingar KATRÍN Á. Johnson í Flat Space Moving. LISTPAJVS Borgarleikhúsið ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Föstudagur 5. febrúar. Á FYRSTU sýningu íslenska dansfiokksins á nýju ári eru þrjú dansverk. „Flat Space Moving" og „Diving“ eftir Rui Horta og „Kæra Lóló“ eftir Hlíf Svavarsdóttur. Rui Horta er portúgalskur að uppruna. Hann lærði og starfaði sem dansari í New York á áttunda áratugnum en tók við stjórnun Companhia de Danca de Lisboa 1984. Hann stofnaði SOAP Dance Theater Frankfurt árið 1991. Sá dansflokkur ferðaðist víða um heim við góðan orðstír. Á síðasta ári sagði hann skilið við SOAP dansflokkinn til að geta ein- beitt sér að samningu nýrra verka. Hlíf Svavarsdóttir er íslenskum dansunnendum góðkunn. Hún var dansari við Het National Ballett í Amsterdam í tíu ár og starfaði jafn- framt sem danshöfundur í Hollandi áður en hún tók við listrænni stjómun Islenska dans- flokksins 1987-1989. Hún hefur samið nokkur dansverk fyiir íslenska dansflokkinn, þar af ,Af mönnum", sem árið 1988 vann norræna danshöfundasamkeppni. Síðastliðin átta ár hefur hún verið stjómandi dansdeildarinnar við Listaháskólann í Amheim í Hollandi. Flat Space Moving: Rui Horta Dansarar: Chameron Corbett, Chad Adam Bantner, Júlia Gold, Jóhann Freyr Björgvins- son, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á. Johnson, Lára Stefánsdóttir. Tónlist: Philippe Deschapp- er, Ground Zero, Beautiful People, Yens & Yens, Norbert Zacharias. Lýsing: Rui Horta, Elfar Bjarnason. Sviðsmynd: Rui Horta. Bún- ingar: Kathy Brunner. Fyrsta verk á dagskrá kallast „Flat Space Moving" og er eftir Rui Horta. Grænn dúkur afmarkar hreyfísvæði dansaranna sem týnast inn á sviðið undir taktföstum tónum. í verkinu draga dansararnir dúkinn saman og minnka þannig hreyfíflöt sinn. Verkið spinnst út frá einstakling sem fellur ekki í hópinn. Sá hinn sami hagar sér öðravísi og traflar með hegð- un sinni hina sem af alefli reyna að leiða hann hjá sér. Verkið gengur að hluta til út á uppá- tæki hans. Þetta var taktfast dansverk sem dansararnir fundu sig vel í. Litlar snöggar hreyfingarnar hentuðu þeim vel. Nýr meðlim- ur dansflokksins, Chad Adam Bantner, fór ágætlega með túlkun sína á persónu sem á sjúklegan máta þráir athygli. Samspil hans og hópsins var átakalítið en komst til skila. Nokkuð bar á Katrínu Á. Johnson, sem tókst vel upp í sýningunni. Vegna endurtekninga á keimlíkum senum og einhæfrar tónlistar var „Flat Space Moving" helst til langdregið. Af- gerandi uppbrot hefði verið vel þegið. Kæra Lóló: Hlíf Svavarsdóttir Dansarar: Chameron Corbett, Chad Adam Bantner, Guðmundur Helgason, Hildur Óttars- dóttir, Júlia Gold, Jóhann Freyr Björgvinsson, Katrín Á. Johnson, Lára Stefánsdóttir. Tónlist: Jean-Philippe Rameau. Lýsing: Elfar Bjarna- son. Sviðsmynd: Kristján Jóhannsson. Búningar: Hjördís Sigurbjörnsdóttir. Dramatúrg: Hafliði Arngrímsson. Verk Hlífar Svavarsdóttur, „Kæra Lóló“, er annað verk á dagskrá. Dansverkið er til- einkað móður höfundar. Það er samið við tón- list Jean-Philippe Rameau, sem var uppi á ár- unum 1663-1751. Hér er á ferð ljóðrænt hefð- bundið dansverk. Höfundur er ekki að leita nýrra leiða og leyfir tónlistinni að ráða ferð- inni og leiða sig gegnum verkið. Verkið er óð- ur til móður höfundar og fléttast inn í það minningarbrot úr æsku. Verkið hófst á dansi fjögurra kvendansara en skömmu síðar þramma karldansarar klæddir kjólfötum inn á sviðið með lunda í eftirdragi. Dansararnir umvafðir flæðandi hreyfingum, sem er aðals- merki höfundar, liðu um sviðið i vel hönnuðum búningum að því er virtist átakalaust. Sviðs- myndin stóð fyrir sínu. Hún var einföld, tjald uppsviðs sem breytti um lit eftir andrúmslofti verksins. Lundarnir tóku sig vel út á sviðinu. Sú sena var hnittin og þjónaði tilgangi sínum sem tilvitnun til fortíðar. Þetta dansverk ber vott um hlýju og næmi höfundar sem skilar sér í flæðandi hreyfingum dansaranna og minningarbrotum þeim sem lágu í andrúmslofti verksins. Diving: Rui Horta Dansarar: Chameron Corbett, Cliad Adam Bantner, Guðmundur Helgason, Julia Gold, Jóhann Freyr Björgvinsson, Katrín Á. Johnson, Lára Stefánsdóttir. Tónlist: Etienne Schwarcz. Lýsing: Rui Horta, Elfar Bjarnason. Sviðsmynd: Rui Horta. Búningar: Kathy Brunner. Að- stoðarmaður höfundar: Jan Kodet. Síðasta verk kvöldsins er „Diving" eftir Rui Horta. Dansarar á sundfötum spóka sig á sviðinu innan um vaskaföt. Einn þeirra, Guðmundur Helgason, hef- ur komið sér þægilega fyrir á stökk- bretti og trónir yfír hópnum. Hann þyl- ur ljóðræðu um hvemig draumur og raunveruleiki mætast í vatni. Áhrif þess að taka áhættu og stinga sér á kaf. Hann færist allur í aukana þar til erfitt er að greina orðaskil og skorar á sjálfan sig að stinga sér. Þetta var stutt og laggott dansverk. Ljóðræða og hreyf- ingar Guðmundar undirstrikuðu draum- kenndan blæinn og skiluðu sér vel sem leiðandi þáttur í verkinu. Hann sýndi á sér nýja forvitnilega hlið. Notkun renn- andi vatns og ljóss róaði andrúmsloftið. Rennandi vatnið gerði það að verkum að tíminn virtist standa í stað rétt eins og þegar kafað er undir yfirborð vatns. Dansaramir skiluðu sínu hlutverki vel. Þeir vora samstilltir án þess að verða einslitir. Þetta verk var vel uppbyggt og spennandi áhorfs frá upphafi til enda. Þessi dansþrenna er mynduð af ólík- um dansverkum. Sýningin býður upp á takt- föst en ólík verk Rui Horta annarsvegar og ljóðrænt verk Hlífar Svavarsdóttur hinsvegar. Frammistöðu dansaranna er óhætt að lofa. Þeir era vel settir hvað varðar danstækni og fer fram í túlkun. Það er ekki á færi allra dansflokka að flytja verk eftir Rui Horta og á síðasta ári Jorma Uotinen og Jiri Kylián. Það eitt og sér telst gæðastimpill fyrir íslenska dansflokkinn og á án efa eftir að nýtast honum hérlendis sem og á erlendum vettvangi. Þetta er sýning sem ég mæli með. Lilja Ivarsdóttir WzisL;-, , . ■ er komin út Dagskráin 3.-16. febrúar / allri sinni mynd! Kíkt inn hjá umsjónarmönnum þáttarins Með hausverk um helgar. í Dagskrárblaðinu þínu. Fjallað um sjónvarpsþætti sem gera á eftir Óskarsverðlaunamyndinni L.A. Confidential. Rætt við þingmenn um hvernig sé að vera í beinni útsendingu í sjónvarpi. Veirufræðingur, sundmaður og kór- stjóri hlutu Menningarverðlaun VIS Morgunblaðið/Árni Sæberg BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra, sem viðstaddur var athöfn- ina, óskar Herði Áskelssyni til hamingju. Á milli þeirra stendur Mar- grét Guðnadóttir. Örn Arnarson er lengst til hægri. FORSETI fslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti á föstudag menningarverðlaun VIS, en þau hlutu Margrét Guðnadóttir, prófessor í veiru- fræði við Háskóla Islands, Hörð- ur Áskelsson, kórstjóri og org- anisti við Hallgrímskirkju, og Örn Arnarson sundmeistari, íþróttamaður ársins 1998. Verð- launin voru nú veitt í fjórða sinn - og bar veitinguna upp á tíu ára afmæli Vátryggingafélags Islands. Margrét Guðnadóttir hlaut eina milljón króna í verðlaun fyrir vísindaafrek, ekki síst störf að þróun bóluefnis gegn visnu- mæði í sauðfé, sem hún hefur unnið að í hartnær áratug. Dr. Margrét Iauk námi við Háskóla íslands 1956 og stundaði fram- haldsnám í Bretlandi og við Yale-háskóla í Bandarfkjunum 1957-1960. Hún var sérfræðing- ur í veirufræði við Tilraunastöð HÍ á Keldum 1960-1969 og pró- fessor í sýklafræði við lækna- deild HI síðan. Hörður Áskelsson, organisti og kórstjóri í Hallgrímskirkju, hlaut 500 þúsund króna verð- laun fyrir afrek á tónlistarsvið- inu. Hörður lauk tónmennta- kennaraprófi og burtfararprófí í orgelleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og A-prófi í kirkju- tónlist (kantors-prófí) frá Tón- listarháskóla Rínarlanda í Diis- seldorf 1981. Hann hefur verið organisti við Hallgrímskirkju frá 1982, fengist við tónmennta- og orgelkennslu, kennt kór- sljórn, stjórnað Mótettukór Hall- grímskirkju og kammerkórnum Schola cantorum frá stofnun og verið listrænn stjórnandi Kirkju- listahátíðar frá 1987. Örn Arnarson, sundmaður og íþróttamaður ársins 1998, hlaut 500 þúsund króna verðlaun fyrir íþróttaafrek. Örn Arnarson setti á síðasta ári 21 Islandsmet og eitt Evrópumet, auk þess að hafa hlotið silfurverðlaun á al- þjóðlegum mótum og margs konar viðurkenningar aðrar. I síðasta mánuði setti Örn enn eitt íslandsmetið Hann stundar nú æfingar fyrir Ólympíuleikana í Ástralíu haustið 2000, en mun á þessu ári æfa og keppa í tólf löndum. I sljórn Menningarsjóðs VIS sitja nú Kjartan Gunnarsson, formaður, Axel Gíslason og Benedikt Sigurðsson. Stjórnandi Katuaq — Menningarmiðstöð Grænlands • / Staða stjórnand Katuaq — Menningarmiðstöðvar Grænlands — er laus frá 1. júlí 1999. Kynnið ykkur starfsauglýsingu á KATUAQ internetinu: www.katuaq.gl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.