Morgunblaðið - 07.02.1999, Side 56

Morgunblaðið - 07.02.1999, Side 56
56 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Sú minnsta og léttasta NÝLEGA kynnti japanska fyrirtækið FujiFilm til sög- unnar „minnstu og létt- ustu“ digital-myndavélina á markaðnum. Myndavélin FinePix 2700 vegur aðeins 230 grömm en hún var sýnd á sýningu í Tókýó 4. febrúar sl. A myndinni sést Kazumi Hiraiwa, starfs- maður FujiFilm, horfa í gegnum linsu vélarinnar. Aætlað er að hefja sölu á vélinni í mars. LITILL svartur hundur sést hér hlaupa um í lystigarðinum í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Mikil snjókoma var síðasta föstudagsmorgun og kyngdi snjónum niður, en mikill kuldi hefur verið á þessum slóðum og hefur kuldinn verið 25 gráðum undir frostmarki undanfarna daga. r Er förðun fyrir þig? Förðunarskóli íslands býður sex vikna grunnnám í förðun. Námið hefst 1. mars nk., kennt verður á kvöldin frá kl. 18.30-22.30. Frábært tækifæri fyrir fólk sem ætlar sér að vinna við sölu, kynningu eða tískuna. Takmarkaður sætafjöldi Allar nánari upplýsingar í símum 588 7575 og 5511080. ...gerðu kröfurtil námsins, það gerum við. Grensásvegi 13,108 Reykjavík, s. 588 7575. SiÍS# LIÐIÐ Þijú á Palli sem sjá má hér að ofan keppir á mánudag við Tjarnartríói^rgunbladið/líri‘stinn LIÐIN í LEIKHÚSSPORTI Spunagen Keppni um Fresca-bikarinn í leikhússporti Eins og á spenn- andi kappleik • Halldóra Geirharðsdóttir • Bergur Þór Ingólfsson • Stefán Jónsson_____________ Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur • Margrét Vilhjálmsdóttir • Halla Margrét Jóhannesdóttir • Sigrún Sól Ólafsdóttir • Valur Freyr Einarsson Hin fjögur fræknu • Edda Björg Eyjólfsdóttir • Friðrik Friðriksson • Halldór Gylfason • Vilhjálmur Goði Friðriksson Bekkurinn • Ingrid Jónsdóttir • Hjálmar Hjálmarsson • Árni Pétur Guðjónsson Spunavélin • Kolbrún Anna Björnsdóttir • Þórey Sigþórsdóttir • Dofri Hermannsson__________ Spunamótorinn • Þórarinn Eyfjörð • Björk Jakobsdóttir « Skúli Gautason_____________ Þrjú á palli • Hrefna Hallgrímsdóttir • Gunnar Helgason « Þrúður Vilhjálmsdóttir_____ Tjarnartríóið • Linda Ásgeirsdóttir • Sveinn Þórir Geirsson • Gunnar Hansson LEIKHÚSSPORT hefst annað kvöld í Iðnó eftir nokkurt hlé og verður með ferskasta móti. Það stendur nefnilega til að keppa um Fresca-bikarinn með útsláttarfyr- irkomulagi og hafa átta lið sem standa saman af 26 leikurum skráð sig til þátttöku. Liðin glíma annan hvern mánudag fram á vor og verður úrslitaglíman 26. apríl. „Á hverju kvöldi verður leyni- gestur og byrja áhorfendur á að finna út hver hann er,“ segir Mai-- grét Vilhjálmsdóttir, helsti hvata- maður Leikhússportsins. „Það verður hluti af upphituninni fyrir þátttakendur bæði í salnum og á sviðinu. Leynigesturinn sest svo við dómaraborðið og gegnir stöðu oddadómara." Með Margréti í viðtalinu eru tveir aðrir leikarar, Friðrik Frið- riksson og Halldóra Geirharðsdótt- ir, og vitaskuld leynigestur. Það er góðleg og sjarmerandi miðaldra kona sem býður hópnum að setjast hjá sér. Hún lítur á blaðamann og spyr: „Ert þú ekki sonur hennar Kristrúnar?“ „Jú,“ svarar blaða- maður. „Mikið ertu líkur henni,“ bætir hún við og brosir. „Þetta var nú aldeilis óvænt,“ segir Margrét um athugasemd leynigestsins. „En svona er nú leik- hússportið. Jafnvel viðtölin eru óútreiknanleg." Og það er Margrét sem tekur að sér að útskýra leik- hússportið. „Það er eins og allir vita keppni í spuna þar sem ..." Friðrik grípur fram í fyrir henni og biður: „Má ég segja.“ Svo heldur hann áfram: „Leikhússport er eins og allir vita ...“ Hann klórar sér í kollinum. Svo veltir hann vöngum. Þá lítur hann áhyggjufullur til him- ins. Loks hamrar hann borðið með fingrunum og ranghvolfir augunum áður en hann botnar: „ ... afkvæmi leikhúss og íþrótta." Hann segir svo frá því að upp- hafsmaður leikhússportsins hafi verið Keith Johnstone. „Hann tók eftir því að allir fóru á kappleiki og öski-uðu sig hása þótt þeir vissu ekkert um úrslit leikjanna. Svo spurði hann sig að því af hverju það væri ekki líka hægt í leikhúsi. Áhorfendur gætu tekið þátt með framíköllum og leikarar sleppt fram af sér beislinu í spuna.“ Eins og á alvörukappleik er dómari á leikhússportinu og raun- ar gott betur því þrír dómarar eru á hveiri keppni. Þeir gefa stig fyrir skemmtanagildi, tækni og þráð. „Keppnin verður alvarlegri núna en áður,“ segir Margrét. „Nú erum við að keppa um Fresca-bikarinn og það verða veglegir vinningar." Hún er ábúðarfull þegar hún ryður þessum upplýsingum frá sér og greinilegt að mikið er í húfi. „Allar keppnimar verða teknar upp og í mótslok verður valinn besti Fresca-spuninn og besti Fresca- spunaleikarinn," segir hún. Allt í einu rifjast það upp fyrir blaðamanni að Halldóra Geirharðs- dóttir situr líka við borðið og er þátttakandi í viðtalinu. Hún hefur hins vegar átt mjög annríkt í við- talinu því hún hefur verið í hróka- samræðum við gsm-síma. Margréti verður líka litið á Halldóru og seg- ir: „Segðu nú eitthvað skemmti- legtj geeeeerðu það.“ „Ég hlakka rosalega til,“ segir Halldóra. „Ég vona að það verði réttlátt dæmt. Megi besta liðið vinna!“ „Af hverju bullum við svona mik- ið?“ kastar Friðrik fram og er hálf- gáttaður á öllu saman. því þetta er spuni,“ svarar Margrét og brosir. FJARFESTU I FRAMTIÐ ÞINNI - NÁM í USA SkCacmui/ ^lbiioer&itif/ Alþjóðlegt yfirbragð: 8400 nemendur frá 91 • Akademísk námsskrá: Val um yfir 40 aðal- landi 1 \v \ námsgreinar. • Möguleiki á launuðu l*f • HPU býður upp á 7 hlutastarfi: Starfsþjálf- |m« v p 1 °| prófgráður. un í viðkomandi fagi VsY l/l/ • Öflug enskunámskeið, • Einstaklingurinn í staðfest námsárangurs- fyrirrúmi: Meðalfjöldi í bekk er 22. skírteini & „Nám eriendis' námskeið i boði. KYNNINGARFUNDUR Hótel Sögu í Skála Mánudaginn 8. feb. kl. 19 VIÐTALSTIMI (þarf að panta) Þriðjudaginn 9. feb. Nánari upplýsingar veitir Jeff Palm fra 7.-9. febrúar é Hótel Sögu, v. Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími 552-9900. AÐGANGUR ÓKEYPIS - FORELDRAR OG NÁMSMENN VELKOMNIR! HAWAII PACIFIC UNIVF.RSITY Oflíce of Interiiiitiomil Adniis.siiins 45 045 Kamehameha IIiylmav, Kaneohe. Ilavvaii 06744-5207, USA Sími 001808 236 3502. Fax: 001808 236 3520.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.