Morgunblaðið - 07.02.1999, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 07.02.1999, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Sú minnsta og léttasta NÝLEGA kynnti japanska fyrirtækið FujiFilm til sög- unnar „minnstu og létt- ustu“ digital-myndavélina á markaðnum. Myndavélin FinePix 2700 vegur aðeins 230 grömm en hún var sýnd á sýningu í Tókýó 4. febrúar sl. A myndinni sést Kazumi Hiraiwa, starfs- maður FujiFilm, horfa í gegnum linsu vélarinnar. Aætlað er að hefja sölu á vélinni í mars. LITILL svartur hundur sést hér hlaupa um í lystigarðinum í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Mikil snjókoma var síðasta föstudagsmorgun og kyngdi snjónum niður, en mikill kuldi hefur verið á þessum slóðum og hefur kuldinn verið 25 gráðum undir frostmarki undanfarna daga. r Er förðun fyrir þig? Förðunarskóli íslands býður sex vikna grunnnám í förðun. Námið hefst 1. mars nk., kennt verður á kvöldin frá kl. 18.30-22.30. Frábært tækifæri fyrir fólk sem ætlar sér að vinna við sölu, kynningu eða tískuna. Takmarkaður sætafjöldi Allar nánari upplýsingar í símum 588 7575 og 5511080. ...gerðu kröfurtil námsins, það gerum við. Grensásvegi 13,108 Reykjavík, s. 588 7575. SiÍS# LIÐIÐ Þijú á Palli sem sjá má hér að ofan keppir á mánudag við Tjarnartríói^rgunbladið/líri‘stinn LIÐIN í LEIKHÚSSPORTI Spunagen Keppni um Fresca-bikarinn í leikhússporti Eins og á spenn- andi kappleik • Halldóra Geirharðsdóttir • Bergur Þór Ingólfsson • Stefán Jónsson_____________ Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur • Margrét Vilhjálmsdóttir • Halla Margrét Jóhannesdóttir • Sigrún Sól Ólafsdóttir • Valur Freyr Einarsson Hin fjögur fræknu • Edda Björg Eyjólfsdóttir • Friðrik Friðriksson • Halldór Gylfason • Vilhjálmur Goði Friðriksson Bekkurinn • Ingrid Jónsdóttir • Hjálmar Hjálmarsson • Árni Pétur Guðjónsson Spunavélin • Kolbrún Anna Björnsdóttir • Þórey Sigþórsdóttir • Dofri Hermannsson__________ Spunamótorinn • Þórarinn Eyfjörð • Björk Jakobsdóttir « Skúli Gautason_____________ Þrjú á palli • Hrefna Hallgrímsdóttir • Gunnar Helgason « Þrúður Vilhjálmsdóttir_____ Tjarnartríóið • Linda Ásgeirsdóttir • Sveinn Þórir Geirsson • Gunnar Hansson LEIKHÚSSPORT hefst annað kvöld í Iðnó eftir nokkurt hlé og verður með ferskasta móti. Það stendur nefnilega til að keppa um Fresca-bikarinn með útsláttarfyr- irkomulagi og hafa átta lið sem standa saman af 26 leikurum skráð sig til þátttöku. Liðin glíma annan hvern mánudag fram á vor og verður úrslitaglíman 26. apríl. „Á hverju kvöldi verður leyni- gestur og byrja áhorfendur á að finna út hver hann er,“ segir Mai-- grét Vilhjálmsdóttir, helsti hvata- maður Leikhússportsins. „Það verður hluti af upphituninni fyrir þátttakendur bæði í salnum og á sviðinu. Leynigesturinn sest svo við dómaraborðið og gegnir stöðu oddadómara." Með Margréti í viðtalinu eru tveir aðrir leikarar, Friðrik Frið- riksson og Halldóra Geirharðsdótt- ir, og vitaskuld leynigestur. Það er góðleg og sjarmerandi miðaldra kona sem býður hópnum að setjast hjá sér. Hún lítur á blaðamann og spyr: „Ert þú ekki sonur hennar Kristrúnar?“ „Jú,“ svarar blaða- maður. „Mikið ertu líkur henni,“ bætir hún við og brosir. „Þetta var nú aldeilis óvænt,“ segir Margrét um athugasemd leynigestsins. „En svona er nú leik- hússportið. Jafnvel viðtölin eru óútreiknanleg." Og það er Margrét sem tekur að sér að útskýra leik- hússportið. „Það er eins og allir vita keppni í spuna þar sem ..." Friðrik grípur fram í fyrir henni og biður: „Má ég segja.“ Svo heldur hann áfram: „Leikhússport er eins og allir vita ...“ Hann klórar sér í kollinum. Svo veltir hann vöngum. Þá lítur hann áhyggjufullur til him- ins. Loks hamrar hann borðið með fingrunum og ranghvolfir augunum áður en hann botnar: „ ... afkvæmi leikhúss og íþrótta." Hann segir svo frá því að upp- hafsmaður leikhússportsins hafi verið Keith Johnstone. „Hann tók eftir því að allir fóru á kappleiki og öski-uðu sig hása þótt þeir vissu ekkert um úrslit leikjanna. Svo spurði hann sig að því af hverju það væri ekki líka hægt í leikhúsi. Áhorfendur gætu tekið þátt með framíköllum og leikarar sleppt fram af sér beislinu í spuna.“ Eins og á alvörukappleik er dómari á leikhússportinu og raun- ar gott betur því þrír dómarar eru á hveiri keppni. Þeir gefa stig fyrir skemmtanagildi, tækni og þráð. „Keppnin verður alvarlegri núna en áður,“ segir Margrét. „Nú erum við að keppa um Fresca-bikarinn og það verða veglegir vinningar." Hún er ábúðarfull þegar hún ryður þessum upplýsingum frá sér og greinilegt að mikið er í húfi. „Allar keppnimar verða teknar upp og í mótslok verður valinn besti Fresca-spuninn og besti Fresca- spunaleikarinn," segir hún. Allt í einu rifjast það upp fyrir blaðamanni að Halldóra Geirharðs- dóttir situr líka við borðið og er þátttakandi í viðtalinu. Hún hefur hins vegar átt mjög annríkt í við- talinu því hún hefur verið í hróka- samræðum við gsm-síma. Margréti verður líka litið á Halldóru og seg- ir: „Segðu nú eitthvað skemmti- legtj geeeeerðu það.“ „Ég hlakka rosalega til,“ segir Halldóra. „Ég vona að það verði réttlátt dæmt. Megi besta liðið vinna!“ „Af hverju bullum við svona mik- ið?“ kastar Friðrik fram og er hálf- gáttaður á öllu saman. því þetta er spuni,“ svarar Margrét og brosir. FJARFESTU I FRAMTIÐ ÞINNI - NÁM í USA SkCacmui/ ^lbiioer&itif/ Alþjóðlegt yfirbragð: 8400 nemendur frá 91 • Akademísk námsskrá: Val um yfir 40 aðal- landi 1 \v \ námsgreinar. • Möguleiki á launuðu l*f • HPU býður upp á 7 hlutastarfi: Starfsþjálf- |m« v p 1 °| prófgráður. un í viðkomandi fagi VsY l/l/ • Öflug enskunámskeið, • Einstaklingurinn í staðfest námsárangurs- fyrirrúmi: Meðalfjöldi í bekk er 22. skírteini & „Nám eriendis' námskeið i boði. KYNNINGARFUNDUR Hótel Sögu í Skála Mánudaginn 8. feb. kl. 19 VIÐTALSTIMI (þarf að panta) Þriðjudaginn 9. feb. Nánari upplýsingar veitir Jeff Palm fra 7.-9. febrúar é Hótel Sögu, v. Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími 552-9900. AÐGANGUR ÓKEYPIS - FORELDRAR OG NÁMSMENN VELKOMNIR! HAWAII PACIFIC UNIVF.RSITY Oflíce of Interiiiitiomil Adniis.siiins 45 045 Kamehameha IIiylmav, Kaneohe. Ilavvaii 06744-5207, USA Sími 001808 236 3502. Fax: 001808 236 3520.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.