Morgunblaðið - 07.02.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 07.02.1999, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ ^40 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR t Útför GUNNARS Þ. JÓNATHANSSONAR, Vegamótum, Seltjarnamesi, verður gerð frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Hjalti Jónathansson og aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR KRISTRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Vitastíg 23, Bolungarvík, sem lést á heimili dóttur sinnar í Hveragerði sunnudaginn 31. janúar, verður jarðsungin frá Hólakirkju í Bolungarvík þriðjudaginn 9. febrúar kl. 14.00. Svanfríður Kristjánsdóttir, Ingunn Kristjánsdóttir, Jóhann Ágústsson, Ásgeir G. Kristjánsson, Bergljót Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar og barnabarn, ARNAR ÞÓR, sem lést þriðjudaginn 2. febrúar, verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju miðviku- daginn 10. febrúar kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ólafía Guðbergsdóttir, Guðbjartur S. Franzson, Ragnhildur Gísladóttir, Guðbergur Sigurðsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Franz Guðbjartsson og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR B. RAFNAR, Miðleiti 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 11. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Halldóra J. Rafnar, Baldvin Tryggvason, Ingibjörg Þ. Rafnar, Þorsteinn Pálsson, Ásdís J. Rafnar, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu ok- kur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, KATRÍNAR ÞORVARÐARDÓTTUR, Bogahlíð 15, Reykjavík. Þorvarður Guðlaugsson, Guðrún og barnabörn. GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, fædd 21. apríl 1918, dáin 27. janúar 1999. Sendum öllum þeim fjölmörgu sem minntust móður okkar, með orðum, blómum, minning- argjöfum, hlýju handtaki eða á annan hátt hjart- ans þakkir. Trygglyndi ykkar og vinsemd snart okkur djúpt. Hafið þökk fyrir. Mæja og Bjarni og fjölskyldur. VALBORG JÓNASDÓTTIR + Valborg Jónas- dóttir var fædd á Akureyri 8. sept- ember 1920. Hún lést á Landspítalan- um 28. janúar síð- astliðiun. Foreldrar hennar voru Herdís Símonardóttir og Jónas Jón Snæ- björnsson. Valborg var næstelst þriggja systkina. Eldri bróðir hennar var Brjánn,.f. 15.11. 1915, d. 16.7. 1989. Yngri bróðir henn- ar er Snæbjörn, f. 18.12. 1921. Hinn 21. tnars 1942 giftist Valborg Svavari Bergsteini Björnssyni, f. 17.2. 1914, d. 13.4. 1962. Börn þeirra eru: 1) Björn, vegaeftirlitsmaður, f. 7.7. 1942, kona hans er Unnur Ingólfsdóttir, skóiastarfsmað- ur, f. 5.8. 1941, og eiga þau þrjú börn: Svavar Bergstein, f. 29.1. 1962, Margréti Gróu, f. 29.5. 1965, og Hjördísi, f. 23.7. 1966. 2) Jónas, tæknifræðingur, f. 2.5. 1947, kona hans er Yienette Svavarsson, f. 15.8. 1943. 3) Herdís, hjúkrunarfræðing- ur, f. 2.9. 1951, maður hennar er Jón G. Friðjónsson, prófessor, f. 24.8. 1944, og eiga þau þrjá syni: Friðjón Eirík, f. 10.5. 1972, Bergstein Þór, f. 9.6. 1974, og Egil Bjarka, f. 10.6. 1983. 4) Hanna Þor- björg, ritari, f. 7.9. 1955, unnusti hennar er Sævar Leifsson, bifreiðastjóri, f. 5.6. 1951. Eftir lát eiginmanns síns starfaði Valborg fyrst við versl- unarstörf en árið 1972 hóf hún störf við Stofnlánadeild Búnað- arbankans og starfaði þar uns hún lét af störfum sökum ald- urs árið 1991. Útför Valborgar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu föstudaginn 5. febrúar. íyrir aðra en sjálfa sig. Hvað sjálfa sig áhrærði var hún kröfulítil en fyrir fjölskyldu sína vildi hún aðeins hið besta. Afstaða hennar til fjölskyldunnar kom vel fram í því að hún naut þess að hafa böm sín og barnaböm í kringum sig. Um langt árabil vai- það fastur liður að fjölskylda hennar hittist heima hjá henni á jóladag og þá var ekkert til sparað. Ekki er að efa að slík heimboð hafa oft reynst Valborgu fyrirhafnarsöm, einkum síðari árin, en svona vildi hún hafa þetta og minningin um þessi boð er fjölskyldu hennar afar dýrmæt. Fyrir liðlega ári greindist Valborg með krabbamein. Það er kaldhæðni örlaganna að eiginmaður hennar dó af völdum sama sjúkdóms. Hún vissi því vel að hverju dró og hlutskipti sínu tók hún af æðruleysi en hún mat það mikils að fá að dvelja heima eins lengi og kostur var. Síðustu mánuðimir vom henni þó um margt erfíðir en hún stóð ekki ein þar sem böm hennar og nánustu ættingjar reyndu af fremsta megni að auðvelda henni þá glímu sem fyrir öllum liggur. En nú hefur hún mnnið sitt æviskeið á enda, sátt við allt og alla. Blessuð sé minning hennar. Jón G. Friðjónsson. Segja má að í lífi Valborgar Jónasdóttur hafi skipst á skin og skúrir. Hún ólst upp við gott atlæti í föðurhúsum, lauk námi og lífið brosti við henni. Hjónaband hennar og Svavars B. Björnssonar var hamingjuríkt. Þau eignuðust fjögur börn og allt virtist leika í lyndi en þá dró blikur á loft. Svavar greindist með krabbamein sem dró hann til dauða langt fyrir aldur fram. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvflík raun það hefur verið Valborgu að standa ein uppi liðlega fertug með fjögur böm. A þessum tímamótum í lífi sínu naut Valborg þess sem endranær að eiga góða að og þvi er ofmælt að segja að hún hafi staðið ein. Með hjálp foreldra sinna og nánustu ættingja tókst Valborgu að sigrast á erfiðleikum sem á stundum virtust óyfirstíganlegir og öllum bömum sínum kom hún til manns. Tíminn græðir öll sár og að loknu erfiðu tímabili tók aftur að rofa til í lífi Valborgar. Fljótlega eftir andlát eiginmanns síns lá leið hennar út á vinnumarkaðinn enda þurfti hún að sjá sér og bömum sínum farborða. Það var á þessum tíma sem leiðir okkar lágu saman er ég kynntist eiginkonu minni, Herdísi. Mér er enn í fersku minni er konan mín kynnti mig fyrir móður sinni á vordögum 1971. Eg hafði nokkuð kviðið þessum fundi eins og margra ungra manna er háttur við slíkar aðstæður en sá kvíði reyndist ástæðulaus. Valborg tók mér strax mjög vel og ekki minnist ég þess að eitt styggðaryrði hafí fallið á milli okkar. Valborg var fremur lokuð kona og fáskiptin. Hún lagði ekki í vana sinn að fjölyrða um hlutina og aldrei lét hún beinlínis í ljós hvort henni líkaði betur eða verr. Hún þurfti þess heldur ekki því að hennar nánustu skynjuðu ávallt hvað henni fannst og tóku fullt tillit til óska hennar og afstöðu. Valborg átti það sammerkt með mörgum af sinni kynslóð að hún lifði meira Elsku amma, það er erfitt að sætta sig við að þú ert ekki á meðal okkar lengur. Þú barðist við illvíg- an sjúkdóm. En þú þjáist ekki lengur og þér líður vel núna. Þegar ég kom til þín á spítalann á sunnu- daginn hélt ég ekki að þessi stund væri okkar síðasta. Eg spurði þig hvort þú mundir treysta þér til að fá börnin mín í heimsókn til þín og þú svaraðir: „Já, já, það er allt í lagi.“ „Ég kíki til þín í vikunni, sjá- umst.“ Það voru okkar síðustu orð. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert og gef- ið mér og bömunum mínum þrem- ur, en þú varst þeim einstaklega góð. Alltaf hafðirðu tíma til að koma í afmælin þeirra og alltaf með svo finar og góðar gjafir handa þeim. Hvfl þú í friði, elsku amma, þín sonardóttir. Elsku pabbi, Jónas, Dísa og Hanna, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Margrét Björnsdóttir. + Gestur Jónsson fæddist á Aust- ur-Búðarhólshjá- leigu, Austur-Land- eyjum, 16. apríl 1908. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundsson frá Hólmahjáleigu, Austur-Landeyjum, og Valgerður Gests- dóttir frá Króki í Meðallandi. Gestur var sjötti í röð átta systkina, en þau voru: 1) Guðríður, f. 15.12. 1899, d. 27.1. 1904. 2) Jónína Guðmunda, fyrr- um húsmóðir á Brekkum í Hvol- hreppi, f. 5. 1902, d. 16.6. 1969. 3) Guðbjörg fyrrum húsmóðir á Gestur frændi minn er síðastur af börnum þeirra Valgerðar og Jóns í Austurhjáleigu að kveðja og hverfa í faðm ljóss og friðar. Mér eru minnisstæðir þeir tím- ar, er eg í æsku fékk að heimsækja afa minn og ömmu í Austurhjá- leigu, þar kynntist eg Gesti frænda, sem mér þótti einstaklega knár og skemmtilegur. Þegar eg eltist og þroskaðist sá eg að þetta var engin tálsýn. Gestur var kvik- ur í hreyfingum og stæltur. Fram- koma hans öll var í hvívetna hlý og Langagerði í Hvol- hreppi, f. 29.12. 1903, d. 19.3. 1990. 4) Marta, fyrrum húsmóðir í Vesta- mannaeyjum, f. 2.5. 1905, d. 27.8. 1957. 5) Gestrós, f. 6.2. 1906, d. 2.12. 1907. 6) Helga, f. 2.12. 1909, d. 6.1. 1910. 7) Magnea, fyrrum húsmóðir í Vest- mannaeyjum, f. 28.3. 1911, d. 31.12. 1992. 8) Ingólfúr, f. 2.10. 1915, d. 10.6. 1917. Utför Gests fer fram frá Foss- vogskapellu mánudaginn 8. febrúar og hefst athöfnin klukk- an 13.30. notaleg. Hann bar með sér traust og festu. I Austur-Landeyjum var blómlegt félagslíf á æskuárum hans. Hann var félagslyndur og tók ríkan þátt í ungmennafélaginu og æfði þar glímu og önnur fang- brögð og sóttist vel. Með foreldr- um sínum stundaði hann búskap- inn af kappi og framsýni. Hesta átti hann góða, sem hann hlúði vel að. Þegar foreldrar Gests hættu búskap í Austurhjáleigu og fluttu til Vestmannaeyja, sótti hann vinnu í nágrannasveitirnar og til Reykjavíkur. Lengst af vann hann við höfnina í Reykjavík. Hann var eftirsóttur af vinnuveitendum vegna dugnaðar og áreiðanleika. Þegar aldur færðist yfir og þrekið þraut, fluttist hann á Hrafnistu og naut umhyggju og hlýju starfsmanna þar. Gestur var alla tíð hagsýnn og kunni vel með fjármuni að fara. Umframeyðsla og bruðl var honum ekki að skapi. Síðast er eg hitti hann á Hrafnistu ræddum við um liðna daga og þá miklu breytingu sem orðið hefur á sveitinni hans á skömmum tíma og líkja má við byltingu. Fúamýrar og melar eru nú gróin tún og má segja að Landeyjarnar séu með blómlegustu sveitum landsins. Enginn vafi er á því að Gestur hefði viljað vera beinn þátttakandi í uppbyggingu sveitar sinnar, en örlögin völdu honum annað hlut- skipti. Ahuga sínum á velferð lands og þjóðar duldi hann engum. Hann gagnrýndi af eldmóði það sem honum þótti miður fara hjá ráðandi öflum og fannst oft skorta á hyggindi og ráðdeild. Það var sannarlega upplífgandi að ræða við hann um dægurmálin. Hann var heill til orðs og æðis. Nú þegar leiðin er á enda gengin, kveð eg þig, frændi minn, með orðum séra Matthíasar. Svanaljóð í sjálfum dauða syngja skal með guðlegt þor, þá er búið bölið nauða byrjað lífsins nýja vor. Guðni B. Guðnason. GESTUR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.