Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 37 SKOÐUN EES- SAMNINGURINN - FIMM ÁR í FRAMKVÆMD UM þessar mundir eru fimm ár liðin frá gildistöku samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Hann tók gildi hinn 1. janúar 1994. Eins og haft var á orði í umræðum um samningsgerðina á sínum tíma er þessi samningur umfangsmestur og mikilvægastur allra samninga sem Island og reyndar öll önnur aðildarríki EFTA hafa gert á seinni tímum. Fimm ára afmælið má vera tilefni til að líta yfir hvern- ig til hafi tekist. Rétt er að rifja upp að endanleg niðurstaða varð sú að þrjú EFTA- landanna, þ.e.a.s. Island, Liechten- stein og Noregur, gerðust með samningnum þátttakendur í innri markaði ESB-landanna 15. Sömu ákvæði, réttindi, skyldur og tæki- færi eru því í gildi á flestum gi'und- vallarsviðum viðskipta, atvinnurétt- ar og margra annarra samskipta í öllum EES-löndunum 18. Fólk og fyrirtæki á öllu efnahagssvæðinu eru þannig jafningjar. Samanlagð- ur íbúafjöldi landanna á evrópska efnahagssvæðinu er rneiri en 370 milljónir og þau standa fyrir yfir 40% alþjóðaviðskipta. Evrópska efnahagssvæðið er því stærsta við- skiptasvæði heims. Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra sagði nýlega í blaðagi’ein að Evrópusamvinnan hefði gefið Islendingum tækifæri á fjölmörg- um sviðum, sem mikilvægt væri að einstaklingar, fyrirtæki og samtök nýttu sér. Þetta verður aldrei of oft áréttað og jafnframt er ljóst að áhrif samningsins eni þegar harla mikil. Umræðan á Islandi um kosti þess að ganga inn í EES snerist á sínum tíma fyrst og fremst um toll- frjálsan aðgang að evrópska mark- aðnum fyrir fisk. Gamli fríverslun- arsamningurinn við það sem við nú köllum Evrópusambandið var ófullkominn á því sviði, þótt vel væri séð fyrir iðnaðai'vörum. Með EES-samningnum opnaðist mögu- leiki til úrbóta fyrir fiskafurðir, sem ágætlega rættist úr í niður- stöðum samninganna. Til þess að tryggja jafna aðstöðu einstaklinga og fyrirtækja innan alls EES tóku EFTA-löndin upp viðeigandi hluta laga og reglna ESB, svokallaðar ESB-gerðir, um innri markaðinn. Þessar gerðir varða að mestum hluta fjórfrelsið svokallaða, þ.e. frjáls og hindrun- arlaus viðskipti með vörur og þjón- ustu, fullt frelsi í fjánnagnsvið- skiptum og frjálsa för fólks, og mynda þessi atriði grunn samn- ingsins. Stöðugleiki og hagræðing Fjórfrelsið á EES- svæðinu hefur leitt til meiri samkeppni. Tækifærum til við- skipta hefur fjölgað og hindrunum fækk- að. Sameiginlegar reglur gilda nú á öllu svæðinu. Samningur- inn minnkar einnig veralega eða jafnvel fellir niður ýmsar hindranir í vegi viðskipta vegna skriffínnsku; hindranir, sem kosta bæði fjármuni og tíma þegar vörur era fluttar á milli landa. Tollafgreiðsla og flutn- Ahrif samningsins, seg- ir Kjartan Jóhannsson, eru þegar harla mikil. ingur varnings yfir landamæri eru nú einfaldari en áður. Samningurinn hefur vissulega sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. En þessi gagnrýni hefur farið minnkandi eftir því sem reynsla af EES hefur aukist. Margir forvígis- menn í atvinnulífi telja samninginn ótvírætt hafa verið Islendingum til gagns í viðskiptum svo og á fjöl- mörgum öðram sviðum. Greiður aðgangur að stærsta markaðinum fyrir innlenda framleiðslu og þjón- ustu verður seint ofmetinn, sagði Kolbeinn Kristinsson, formaður Verzlunarráðs, nýlega í Morgun- blaðinu og fullyrti um leið að allar efasemdarraddir um mikilvægi EES fyrir atvinnu- og efnahagslíf í landinu væru löngu þagnaðar. Fyrir utan beinan viðskipta- hagnað sem ísland og EFTA-lönd- in hafa haft af EES-samningnum hefur ýmis annar ávinningur verið ekki síður mikilvægur. Nefna má að Island býr nú við samskonar löggjöf um banka- og fjármála- starfsemi og keppinautar þess, sem er grundvöllur hagræðingar og öflugrar nýsköpunar á sviðinu innanlands. Þær breytingar hafa styrkt íslenskt atvinnulíf og bætt samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja út á við. Samkeppnislöggjöf- in er annað dæmi um nútímalega löggjöf sem er forsenda fram- fara. Þar kemur opin og frjáls samkeppni í stað miðstýringar og reistar era hömlur gegn einokun, hvort tveggja með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Iðja, félag verk- smiðjufólks, gaf í vetur út fræðslurit sem heit- ir Aukinn réttur fyrir íslenskt launafólk og taldi útgefandi það bæta úr brýnni þörf fyrir upplýsingar um réttindi sem þátttaka íslands í EES færði launafólki. í grein í rit- inu telur Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, að almennt hafi EES-reglur styi'kt stöðu launa- fólks á vinnumarkaði og skapað því aukinn rétt. Þannig hefur EES-aðildin á fjöl- mörgum sviðum mótað lagaum- hverfi sem stuðlar að framsækni í atvinnulífi og veitir neytendum og launaþegum um leið nauðsynlega vernd. Þessar umbætur eru vafa- laust mikilvægur þáttur í stöðug- leika og efnahagslegum uppgangi tíunda áratugarins. Réttarbæturn- ar veita einstaklingum og fyrir- tækjum aukið öryggi og svigrúm í rekstri og fjárfestingum. I heild má segja að aðildin að EES hafi gert Islendingum kleift á undra- skömmum tíma að laga sig að og taka öflugan þátt í alþjóðlegu við- skipta- og atvinnulífi. Rannsóknir og þróun En EES varðar fleira en við- skipti. Þar er einnig um að ræða aukna samvinnu á mikilvægum sviðum svo sem í félags-, umhverf- is—, upplýsinga-, ferða- og menn- ingarmálum svo og menntun, rann- sóknum og þróun. EFTA/EES- löndin þrjú starfa með ESB-ríkj- unum í 28 framkvæmdaáætlunum ESB, einkum á ofangreindum svið- um. EFTA-löndin leggja fjánnagn til þessara verkefna og hafa áhrif á stjórnun og stefnumörkun, og njóta góðs af fjárveitingum til áætlananna. Björn Bjamason menntamála- ráðherra hefur lagt á þetta áherslu og haldið því fram að á fáum ein- stökum sviðum hafi aðildin að EES skipt okkur meiru en að því er varð- ar menntun, rannsóknir og vísindi. Þörf slíkrar samvinnu er talin bi-ýn í Evrópu til að bæta sam- keppnisstöðu ESB-ríkjanna gagn- vart öðrum iðnaðarríkjum. Mark- miðið var fyrst í stað að auka fjár- festingu í rannsóknum og þróun og að koma árangri af vísindastarfí til skila út í atvinnulífið. Undanfarið hefur ESB líka lagt áherslu á það að rannsóknir eigi að stuðla að aukinni atvinnu. Það fellur vel að íslenskum hugsunarhætti, enda hafa íslenskar stofnanir og fyrir- tæki tekið þátt í þessu samstarfi af miklum krafti og verulegir fjár- munir hafa runnið til þeirra úr rannsóknasjóðum ESB. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs Islands, taldi í nóvember sl. íslendinga hafa greitt um 810 milljónir króna í framlög til Evrópsku rannsóknarsjóðanna samkvæmt EES-samningnum, en fengið til baka um 1,4 milljarða. Aukin alþjóðatengsl og áhrif Þessar tölur segja hins vegar ekki nær alla söguna. I gegnum 145-150 samstarfsverkefni í rann- sóknum og þróunarvinnu eru ís- lendingar í tengslum við um 500 aðila í einum 30 löndum og hafa þannig öðlast þekkingu og sam- bönd. Og þegar ESB áformar nýjar gerðir sem gilda eiga á innri mark- aðinum gefst sérfræðingum frá EFTA-löndunum kostur á að taka þátt í undirbúningi tillagna. Þannig eiga íslenskir vísinda- og embætt- ismenn náið samstarf við kollega sína frá sautján Evrópulöndum, læra af þeim og koma á framfæri reynslu og sjónai-miðum íslend- inga. í umræðum um eftirlauna- kerfi sem hófust fyrir u.þ.b. tveim- ur árum kom til að mynda í ljós að íslenska kerfið er að mörgu leyti til fyrirmyndar og ESB-löndin gætu ýmislegt af okkur lært. Samningurinn er í senn geir- negldur og í stöðugri þróun. Það sem er fast fyrir í honum eru meg- inreglurnar um innri markaðinn, fjórfrelsið, svo og stofnanirnar sem sjá um rekstur samningsins. En það sem er í þróun er hins vegar innri markaðurinn sjálfur. Nýjar ESB-gerðir varðandi hann eru teknar upp reglulega í samninginn að undangengnum viðræðum milli EFTA-landanna og ESB. Heimur- inn breytist og markaðurinn með. Hann þarf t.d. að lagast að nýrri tækni. Nú er farið að stunda við- Kjartan Jóhannsson skipti á Internetinu og setja þarf reglur til að gæta öryggis neyt- enda. En breytingarnar á Evrópusam- bandinu eru ekki síður stjómmála- legar. Nýir sáttmálar sambandsins útvíkka samvinnuna innan þess til fleiri málaflokka, svo sem utanrík- is- og öryggismála. Evi'ópuþingið fær aukið hlutverk við almenna stefnumótun og setningu reglna innri markaðarins. Evrópska myntbandalagið er orðið að veru- leika. Spáð er að það muni þrýsta á um enn aukið samstarf ESB-ríkj- anna og samræmingu á ýmsum mikilvægum sviðum innri markað- arins, svo sem skattamálum. Stækkun sambandsins er líklega mesta pólitíska átak sem gert hef- ur verið í Evrópu á okkar dögum. Austur- og Mið-Evrópulöndin end- urskipuleggja nú atvinnuvegi sína, aðlaga löggjöf, og endumýja stjórnkerfi og koma á eðlilegum samskiptum aðila vinnumarkaðar- ins. Innri markaðurinn mun stækka verulega þegar ríkin bæt- ast í hópinn og þau verða öll aðilar að EES-samningnum. EFTA-ríkin fylgjast því náið með samningum um stækkunina til austurs. Þau era vel í sveit sett til að nýta sér þá miklu möguleika sem þar opnast. EFTA-löndin eru öll vel samkeppnisfær eftir 20 ára frjálsa og harða samkeppni í Vest- ur-Evrópu og 5 ára aðild að EES. Þau era háþróuð og tæknivædd og búin að ganga í gegnum þá miklu aðlögun sem nú er að eiga sér stað í löndum Austur-Evrópu. Það er ljóst að Evrópusamband- ið mun bæði stækka og styrkjast. EFTA-ríkin verða að fylgjast náið með öllum þessum breytingum. Á grundveUi EES-samningins eiga þau reglubundin samskipti við stofnanir og forystumenn sam- bandsins, fá upplýsingar og koma sjónarmiðum sínum til skila. Bæði saman og hvert um sig verða þau sífellt að meta það hvemig hags- munum þeirra sjálfra er best borg- ið og hvernig þau geta lagt sitt af mörkum tU að gera Evrópu alla að betri bústað í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri EFTA. Upplýsingakerfi KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun VERSLUNIN HÆTTIR SÍÐASTI DAGUR Opið í dag kl. 12-18. SPORTHÚS REYKJAVÍKUR Laugavegi 44 ALLT Á AÐ SELJAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.