Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LÁRUSINGI
GUÐMUNDSSON
+ Lárus Ingi Guð-
mundsson fædd-
ist í Reykjavík 23.
júli 1944. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspitalans 18.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 27. janúar.
Þá hefur Lalli minn
fengið hvfldina, sem
hann þráði. Við höfum
þekkst í mörg ár og
unnið með Sjálfsbjörg
á höfuðborgarsvæðinu.
Það sem er minnisstæðast við Lalla
er brosið hans, hann var mjög
brosmildur og lítið þurfti til, til að
framkalla brosið. Hann seldi happ-
drættismiða Sjálfsbjargar, félags
fatlaðra, í mörg ár og gerði það af
mikilli gleði, því hann vildi vinna fé-
laginu allt það sem hann gat. Það
veitti honum mikið að geta verið
innan um fólk og geta framfleytt sér
að hluta til. Þeir voru margir vinim-
ir sem Lalli eignaðist við þessa iðju
sína. Ég held að segja megi að eng-
inn hafí slegið met hans til margra
ára í sölunni á happdrættismiðum
Sjálfsbjargar.
Eitt var það umfram annað sem
veitti Lalla mikla ánægju og það var
bíllin hans, Volvóinn eða Volvóarnir,
því þeir urðu nokkrir sem hann
eignaðist.
Lalli var mikið hreyfihamlaður og
átti mjög erfítt með að komast um.
Fyrir hann var kennsla á bifreið
ekkert auðvelt mál. Það var ekki
hægt að kenna jionum
hér heima á Islandi,
hann varð að komast út
fyrir landsteinana til
þess. Það eru auðvitað
breyttir tímar núna, en
svona var þetta hjá
Lalla.
Hægt er að ímynda
sér þá miklu frelsisþörf
sem myndaðist við það
að geta komist hreint
um allt og ferðast hvert
á land sem var, enda
hafði hann mikla
ánægju af því að ferð-
ast og gerði mikið af
því. Hann hafði líka gaman af því að
skemmta sér með félögunum og há-
punkturinn var að dansa. Lalli hafði
búið hjá foreldrum sínum allt fram
að því að hann fluttist í Sjálfsbjarg-
arhúsið ‘91 eða ‘92 og svo flutti hann
yfir í Sjálfsbjargarheimilið þegar
heilsan fór að versna. Þegar Lalli
hætti að geta keyrt var eins og líf-
sneisti hans slokknaði og erfitt var
orðið að laða fram fallega brosið
hans. Hann fór samt í ferðalag til
Danmerkur í sumar er leið með fé-
lögum sínum í Sjálfsbjargarheimil-
inu, þar sem heimsótt var samskon-
ar heimili og ferðast eitthvað um
landið.
Ég þakka Lalla mínum fyrir góð
og ánægjuleg samskipti í gegnum
árin og samhryggist öldruðum föður
hans, bræðrum og fjölskyldum
þeirra.
Sigurrós M. Siguijónsdóttir,
formaður Sjálfsbjargar
á höfuðborgarsvæðinu.
STEFÁN JÓHANNES
SIG URÐSSON
+ Stefán Jóhannes Sigurðsson
fæddist í Reykjavfk 12. febrú-
ar 1953. Hann lést 23. janúar síð-
astliðinn og fór útför hans fram
frá íþróttahúsi Tálknafjarðar 30.
janúar. Jarðsett var í Stóra-Laug-
ardalskirkjugarði.
Hvert eitt lítið skref og hvert eitt
andartak virðist svo sjálfsagt að
maður leiðir ekki hugann að því
hvað lífið er stutt og þegar dagur rís
að morgni veit enginn hver leggst til
svefns að kveldi.
Mig skorti orð og mig skortir
hugsun svo brátt bar það að að Jói
vinur minn lést af slysförum á besta
aldri, en það vekur okkur aftur til
umhugsunai’ um að enginn veit
hvenær ævin er öll eða hver er
næstur.
Ég var svo lánsamur að eiga Jóa
fyrir vin í rúmlega 30 ár. Sú vinaátta
hófst þegar ég var á erfiðum tíma-
mótum í lífi mínu. Kynnin voi-u svo
áhrifamikil, traust og góð að okkar
ævarandi vinátta hefur staðið síðan.
Margt kemur upp í hugann hvað
við „brölluðum“ á æskuárum og
hversu traustur og trúr þú varst
alltaf, sama hvernig stóð á og hvað
bjátaði á. Hvort sem var að degi eða
nóttu, virkum degi eða stórhátíð gat
ég treyst því að ef mér lægi við þá
þyrfti ég ekki nema að hringja eða
hafa samband og þú kæmir.
Jói vinur minn var allt í senn
heimspekingur, töffari og listamaður
sem gat gripið gítarinn, verið hrókur
alls fagnaðar í partýum, eða rætt af
innsæi og einlægni við mann um
hvað sem manni stóð hjartanu næst.
Máltækið segir „maður kemur í
manns stað“ en þitt skarð verður
aldrei fyllt. Ég kveð þig með harmi,
en fyrst og fremst þakklæti fyrir
vináttuna, tryggðina og traustið
þessi ár.
Kristínu, eftirlifandi eiginkonu,
börnum, ættingjum og vinum votta
ég mína dýpstu samúð.
Hvíl þú í friði.
Þinn vinur,
Smári Vilhjálmsson.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali
eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 45^
Frábær árangur
Helga Ass á Bermúda
SKAK
ISermúda
21. janúar—
4. febrúar
ALÞJÓÐLEGA
MERMAID-MÓTIÐ
Ungi Frakkinn Eticnne Bacrot
sigraði á alþjóðlega mótinu á
Bermúda, en Helgi Ass Grétarsson
náði öðru sæti.
STORMEISTARINN Helgi
Áss Grétarsson náði afar góðum
árangri á lokuðu alþjóðlegu skák-
móti sem haldið var á
Bermúda dagana 21.
janúar til 3. febrúar.
Hann hlaut 8% vinn-
ing í 12 skákum og
lenti í öðra sæti, hálf-
um vinningi á eftir
sigurvegaranum, 16
ára gamla franska
stórmeistaranum
Etienne __ Bacrot.
Helgi Ass tapaði
engri skák á mótinu,
vann 5 skákir og
gerði 7 jafntefli. Með-
alstigin á mótinu
voru 2.479, sem þýðir
að það var í 10. styrk-
leikaflokki. Sam-
kvæmt því þurfti 8
vinninga til stórmeistaraárangurs,
þannig að Helgi Ass var hálfum
vinningi ofan við þau mörk. Þessi
frammistaða hans svarar til styrk-
leika upp á 2.637 stig. Það er því
ekki ólíklegt að þetta sé einn besti
árangur sem Helgi Áss hefur náð
á skákferlinum. Urslit í einstökum
umferðum urðu þessi:
1. Helgi - Igor-Alexandre Nataf
2485 SM ka- >/2
2. Helgi - Murray Chandler 2520
SM 1-0
3. Helgi - Julen L.A Martinez
2440 AM 1-0
4. Helgi - Þröstur Þórhallsson
2495 SM >/2-'/2
5. Helgi - Etienne Bacrot 2555
SM /2-/2
6. Helgi - Yannick Pelletier 2525
AMl-0
7. Helgi - Yan Teplitsky 2460 AM
Y2-1/2
8. Helgi sat hjá
9. Helgi - Maurice Ashley 2490
AM 1-0
10. Helgi - Joshua Waitzkin 2480
AM V2-V2
11. Helgi - Jacques Elbilia 2360
FM Vz—Vz
12. Helgi - Aiik Gershon 2460 AM
>/2-/2
13. Helgi - Richard Forster 2475
AMl-0
Það skal tekið fram að stigin
sem eru tilgreind hér eru frá júlí
1998, þar sem enn er ekki búið að
birta opinberlega FIDE-stigin í
janúar. Miðað við þennan kepp-
endalista þá verða breytingarnar
á janúarlistanum frekar til hækk-
unar en lækkunar.
Þröstur Þórhallsson tefldi
einnig í mótinu og lenti í 7.-10.
sæti með 5/2 vinning. Þessi árang-
ur er töluvert lakari en búast
mátti við hjá Þresti, enda var
hann fjórði stigahæsti keppandinn
á mótinu. Lokaröð keppenda á
mótinu varð þessi:
1. Etienne Bacrot 9 v.
2. Helgi Áss Grétarsson 8V2 v.
3. ^. Alik Gershon 7 v.
3.-4. Joshua Waitzkin 7 v.
5.-6. Maurice Ashley 6 v.
5. -6. Murray Chandler 6 v.
7.-10. Þröstur Þórhallsson 554 v.
7.-10. Julen L. A. Martinez 5!4 v.
7.-10. Igor-Alexandre Nataf 5/2 v.
7.-10. Yannick Pelletier 5!4 v.
11. Richard Forster 5 v.
12. Yan Teplitsky 4 v.
13. Jacques Elbilia 3Vi v.
Jón Viktor með vinnings
forskot á Skákþingi Rvk.
Áttunda umferð á
Skákþingi Reykja-
víkur var tefid á mið-
vikudaginn. Helstu
úrslit urðu þessi:
Jón Viktor Gunnars-
son - Róbert Harðar-
son 1:0
Kristján Eðvarðsson
- Sigurbjöm
Björnss. 0:1
Sigurður D. Sigfús-
son - Bragi Þorfinns-
son 0:1
Þorvarður F. Ólafs-
son - Hrafn Loftsson
Á:Á
Helgi Áss Árni H. Kristjánsson
Grétarsson - Tómas Björnsson
0:1
Amar E. Gunnarsson - Davíð
Kjartansson Á:Á
Einar K. Einarsson - Bergsteinn
Einarss. 1:0
Jóhann H. Ragnarsson - Páll A.
Þórarinsson Á:A
Dan Hansson - Hjalti R. Ómars-
son 1:0
Jón Árni Halldórsson - Torfí Le-
ósson 0:1
Jón Viktor Gunnarsson heldur
því enn eins vinnings forystu þeg-
ar þrjár umferðir eru eftir á mót-
inu. Staða efstu manna er þessi:
1. Jón Viktor Gunnarsson 7!4 v.
2. Sigurbjöm Bjömsson 7 v.
3. Bragi Þorfinnsson 6/2 v.
4. -5. Tómas Bjömsson, Einar K. Ein-
arsson 6 v.
6. -12. Davíð Kjartansson, Kristján
Eðvarðsson, Hrafn Loftsson, Dan
Hansson, Arnar E. Gunnarsson, Torfi
Leósson, Þorvarður F. Ólafsson 5/2 v.
13.-22. Páll Agnar Þórarinsson, Róbert
Harðarson, Bjarni Magnússon, Jóhann
H. Ragnarsson, Sigurður Daði Sigfús-
son, Helgi E. Jónatansson, Stefán Kri-
stjánsson, Ámi H. Kristjánsson, Ólafur
I. Hannesson, Guðni S. Pétursson 5 v.
o.s.frv.
Fimm efstu sætin á mótinu
dreifast skemmtilega á milli tafl-
félaga, en þau skipa skákmenn úr
fjórum félögum: TR, Skákfélagi
Hafnarfjarðar, Taflfélaginu Helli
og Grand Rokk.
Níunda umferð var tefld í gær-
kvöldi, en tíunda umferð verður
tefld á morgun, sunnudag, og
hefst klukkan 14.
Skákþing Akureyrar
Skákþing Akureyrar 1999
stendur nú yfir. Keppendur era 7.
Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi:
Þór Valtýss. - Ólafur Kristjánss.
1-0
Rúnar Sigurpálss. - Haukur
Jónss. 1-0
Halldór B. Halldórss. - Sigurður
Eiríkss. 1-0
Stefán Bergsson sat yfir.
Fyrsta kvennamót Hellis
fer fram í dag
Fyrsta kvennamót Taflfélags-
ins Hellis verður haldið í dag,
laugardaginn 6. febrúar, og hefst
kl. 13. Tefldar verða 7 umferðir
eftir Monrad-kei-fi með 10 mín-
útna umhugsunartíma.
Þátttaka er ókeypis og góð
verðlaun verða veitt fyrir þrjú
efstu sætin á mótinu.
Ekkert aldurstakmark er á
mótinu og vonast er til að sjá sem
flesta þátttakendur, bæði þær
stúlkur sem era virkastar svo og
aðrar sem ekki hafa teflt í
nokkurn tíma.
Mótið er haldið í Hellisheimil-
inu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Sami
inngangur og hjá Bridssamband-
inu og Keilu í Mjódd.
Skákmenn Hellis 1998
Taflfélagið Hellir mun nú fyrsta
sinni verðlauna þrjá skákmenn
fyrir góðan árangur á síðasta ári.
Veittar verða viðurkenningar í
þremur flokkum:
Skákmaður Hellis 1998
Skákkona Hellis 1998
Efnilegasti skákmaður Hellis 1998
í verðlaun era farandgripir og
jafnframt eignarbikarar. Verð-
launin verða afhent við upphaf at-
kvölds Hellis á mánudaginn
klukkan 20. Verðlaunaafhendingin
fer fram í Hellisheimilinu, Þöngla-
bakka 1.
Eimskip gefur öll verðlaun
vegna skákmanna Hellis 1998.
Hellir mun nú í dag hefja kvenna-
starf sitt og að ári er stefnt að því
að verðlauna einnig efnilegustu
skákkonu Hellis.
Atkvöld og verðlaunaafhend-
ing á mánudag
Annað atkvöld ársins verður
haldið hjá Taflfélaginu Helli
mánudaginn 8. febrúar. Fyrst eru
tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor
keppandi hefur 5 mínútur til að
ljúka skákinni og síðan þrjár at-
skákir, með tuttugu mínútna um-
hugsunartíma. Mótið hefst kl. 20
og fer fram í Hellisheimilinu,
Þönglabakka 1 í Mjódd, efstu
hæð.
Þátttökugjald er kr. 300 fyrir
félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára
og yngri), en kr. 500 fyrir aðra
(kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Sigurvegarinn fær máltíð fyrir
tvo hjá Pizzahúsinu. Þá verður
dreginn út annar keppandi af
handahófi, sem einnig fær máltíð
fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga
allir jafna möguleika, án tillits til
árangurs á mótinu.
Auk hefðbundinnar dagskrár
verður þetta atkvöld sérstakt að
því leyti, að veittar verða viður-
kenningar til skákmanna Hellis
1998, en ekki verður ljóstrað upp
hverjir þeir era fyrr en við upphaf
atkvöldsins. Einnig verða veitt
verðlaun fyrir íslandsmótið í net-
skák 1998 og Meistaramót Hellis
1998.
Daði Orn Jónsson
Margeir Pétursson
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörtlustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
HUGBUNAÐUR
FYRIRWINDOWS
Frábær þjónusta
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun