Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
JmfgmWiiiw
VIKAN 31/1 - 6/1
►ARNAR Gunnlaugsson
knattspyrnumaöur hefur
verið seldur frá Bolton til
Leicester City, sem leikur í
ensku úrvalsdeildinni.
Kaupverð Arnars er talið
vera á bilinu 240 til 290
milljónir króna og þar með
er Ijóst að Arnar er dýrasti
leikmaður í sög'u íslenskrar
knattspyrnu.
►KARLMAÐUR vopnaður
dúkahnífi ógnaði sautján ára
gamalli afgreiðslustúlku í
söluturni við Grundarstíg á
miðvikudagskvöld og rændi
nokkrum þúsundum króna
úr peningakassa. Maðurinn
huldi andlitið með lambhús-
hettu þannig að aðeins sást í
augun.
Eimskip vann mál
um skipaflutninga
EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur
unnið mál vegna flutninga fyrir varnar-
liðið fyrir undiiTétti í Bandaríkjunum,
en málið var höfðað á hendur banda-
ríska hernum. Halldór Asgrímsson ut-
anríkisráðherra svarar gagnrýni á af-
skipti stjórnvalda í málinu á þá leið að
þau hafi ekki haft áhrif á þessa niður-
stöðu en það sé skylda íslenskra stjórn-
valda að halda uppi réttum túlkunum á
þeim milliríkjasamningum sem skrifað
hafi verið undir. Ekki er vitað hvort
málinu verður áfrýjað til æðra dóm-
stigs, en niðurstaðan þýðir að bjóða
þarf út flutninga fyrir vamarliðið á nýj-
an leik.
Viðskipti starfsmanns
SÞ rannsökuð
►ALDURSGREINING á sýni
frá írskubúðum á Snæfells-
nesi, norður af Snæfellsjökli,
sýnir að þar var landnáms-
býli. Bjami F. Einarsson
fornleifafræðingur, sem
rannsakað hefur rústimar,
segir að fáir staðir hér á
landi, og jafnvel erlendis,
séu betur fallnir til heildar-
rannsóknar á víkingaaldar-
bæjarstæði.
►HLAUP í Skeiðará í vik-
unni mældist mest 1700
rúmmetrar á sekúndu.
Aukningar í ánni varð fyrst
vart í Skeiðará á mánudag
og á föstudag hafði aftur
minnkað í ánni. Föstudag
fyrir viku var rennsli árinn-
ar tæpir 25 rúmmetrar á
sekúndu. Mcðalhlaup f
Skeiðará er í kringum 2.000
til 3.000 rúmmetrar á sek-
úndu en þegar stóra hlaupið
var í hámarki í nóvember
1996 var rennslið 45 þúsund
rúmmetrar á sekúndu.
Hlaupið nú olli ekki tjóni á
mannvirkjum.
VIÐSKIPTI íslensks fyrirtækis við
Norðmann sem var starfsmaður á skrif-
stofu Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna (UNICEF) í Danmörku em nú í
rannsókn hjá embætti Ríkislögreglu-
stjóra. Dönsk yfirvöld hafa undanfarið
rannsakað umfangsmikil fjársvik og
fjárdrátt mannsins. Hér á landi beinist
rannsóknin að viðskiptum mannsins við
íslenska fyrirtækið í nafni UNICEF en
í eigin þágu. Maðurinn mun hafa keypt
loftpressur af íslenska íyrirtækinu sem
fóm til írak, en einnig jeppa sem hann
tók til eigin nota en lét UNICEF greiða
fyrir.
Vaxtahækkun
viðeigandi
NEFND á vegum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins segir í áliti um efnahagsmál á
Islandi að hækkun vaxta væri viðeig-
andi aðgerð til að skapa fyrirbyggjandi
aðhald í peningamálum. Skynsamleg
efnahagsstjóm reist á stöðugu gengi og
aðhaldi í ríkisfjármálum hefur treyst
uppsveifluna í sessi, segir meðal annars
í álitinu. Hins vegar segir að fjárlög
vegna yfirstandandi árs feli ekki í sér
nægilegt aðhald í ríkisfjármálum.
Hussein Jórdaníu-
konungur helsjúkur
HUSSEIN Jórdaníukonungur lá enn
banaleguna þegar Morgunblaðið fór í
prentun í gær. Hussein, sem er sextíu
og þriggja ára gam-
all, var fluttur með
hraði heim til
Jórdaníu frá Banda-
ríkjunum á fimmtu-
dagskvöld eftir að
ljóst var að bein-
mergsflutningur
hafði ekki haft til-
ætluð áhrif en
Hussein átti í höggi við krabbamein.
Mun konungurinn áður hafa lýst því yfir
að hann vildi deyja í heimalandi sínu.
Hussein hefur ríkt yfir Jórdaníu í 47 ár
og verður minnst sem farsæls leiðtoga
sem stýra þurfti landi sínu á miklum
óróatímum. Mun Abdullah, elsti sonur
Husseins, verða næsti konungur
Jórdaníu en Hussein tilnefndi Abdullah
ríkisarfa í stað Hassans, bróður síns,
fyrir skömmu.
Clinton-málinu
að ljúka?
SAKSÓKNARAR fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings yfirheyrðu þijú vitni í
vikunni vegna málareksturs í öldunga-
deildinni gegn Bill Clinton Bandaríkja-
forseta, sem leitt gæti til embættismiss-
is forsetans verði hann dæmdur hafa
staðið í vegi réttvísinnar og framið mein-
særi. Mun fátt nýtt hafa komið fram í
vitnisburði Monicu Lewinsky, Vemons
Jordans og Sidneys Blumenthals. Var
ákveðið á fimmtudag að ekki myndi
reynast nauðsynlegt að kalla Lewinsky
fyrir öldungadeildina sjálfa en upptökur
af yfirheyrslu yfir henni voru gerðar op-
inberar í gær. Deila þingmenn nú um
hvemig málinu verður fram haldið, en
útilokað er talið að nægilega margir
þeirra greiði atkvæði með embættis-
sviptingu. Vilja repúblikanar tryggja að
forsetinn fái í það minnsta ávítur fyrir
hegðun sína í málinu.
►MIKIL spenna er nú í Aust-
ur-Tímor eftir að indónesísk
stjórnvöld lýstu sig reiðubúin
til að veita landinu sjálfstæði.
í landinu er hins vegar öflug-
ur minnihluti sem ekki vill
heyra á slíkt minnst og liefur
komið til átaka milli strið-
andi fylkinga á síðustu vikum
vegna þess.
►VIÐRÆÐUR um frið í
Kosovo áttu að hefjast í gær í
bænum Rambouillet f Frakk-
landi, skammt frá París.
Babb hafði hins vegar komið
í bátinn á föstudag þegar
Serbar komu í veg fyrir að
fulltrúar Frelsishers Kosovo
(KLA) flygju til Frakklands
og var óvíst hvort viðræðum-
ar hæfust á fyrirhuguðum
tíma. Hafði serbneska þingið
samþykkt á fimmtudag að
taka þátt í viðræðunum en
liðsmenn KLA höfðu fyrr í
vikunni tilkynnt þátttöku.
Gert er ráð fyrir að viðræður
gangi hratt og vel fyrir sig
og að friðarsamningur liggi
fyrir innan fárra vikna en
unnið verður út frá hug-
myndum, sem sáttasemjarinn
Christopher Hill hefur lagt
fram, en þær gera ráð fyrir
að Kosovo fái sjálfstjórn en
verði áfram hluti af Jú-
góslavíu.
►SAMEINUÐU þjóðimar
hafa ákveðið að kalla banda-
ríska og breska starfsmenn
sína í frak heim en þarlend
stjórnvöld hafa ekki fengist
til að lýsa því yfir að þau
myndu tryggja öryggi þeirra.
Skorist hefur í oddayfir
flugbannssvæðinu í Irak í
þessari viku og bandarískar
og breskar herþotur skotið
nokkmm flugskeytum á skot-
mörk á jörðu niðri.
Heiðinn blótstaður í
Laxárdal 1 Nesium?
BJARNI F. Einarsson fornleifa-
fræðingur telur að leifar sem
fundust við kuml í grennd við
víkingaaldarbýlið Hólm í mynni
Laxárdals í Nesjum í Austur-
Skaftafellssýslu bendi til þess að
þar hafi verið blótstaður heið-
inna manna. Ef rétt reynist er
það í fyrsta sinn sem blótstaður
finnst hér á landi. Bjarni segir
frá rannsóknum sinum í nýjasta
hefti tímaritsins Skaftfellings, en
þær voru samstarfsverkefni
Sýslusafns Austur-Skaftafells-
sýslu og Fornleifafræðistofunn-
ar, fyrirtækis Bjarna.
Rannsóknir á staðnum sumrin
1996 og 1997 sýndu að þar væri
að finna áður óþekkt býli frá
landnámsöld sem gefið var nafn-
ið Hólmur eftir kvosinni sem býl-
ið er í. Um tvö hundruð metra
frá býlinu er hóll sem í er kuml
sem gengið hefur undir nafninu
Hólmsfundurinn og er þar einn
heimamanna heygður.
Bjarni ákvað að kanna hólinn
nánar í von um að finna þar fleiri
kuml eða aðrar leifar. Þá fann
hann, aðeins fáeinum metrum frá
greftrunarstaðnum, leifar sem
bentu til athafna í tengslum við
jarðsetningu hins heygða.
Bjarni telur að líklega hafi lé-
reft eða tjald verið reist yfir
~ 343
Ketillaugar- J W
'Oulltea ^ *» ^
~ * f ^Miðfellstindur
Kumlastaðir
Stapi_
u
f-,
Riirui- S, "P
i’jGrund
'u Meðaifellj «
", '^esiahverfi LrÚStÍr
\. Akurnes ^
■ ■ C-,:___iu-'Cií^’
:\sskárð
■ Seljavellir '
Hólar
lláíiindur
Skála-
tindar
,6\
Árnanes ■ . //
"y
Hafnarnes" jf
Horna-
fjörður 8j|
Höfnl
Ósland
....-''''Óýhjandi
’-^Hagi
B //•í'^rænahraun
Sauðanes ■ þjnganes
Flói
Skarðs-
fjörður
Miklcy
(VUSttirf)°rur
5km
_i Homafjarðarós
staðnum og þar hafi farið fram
átveisla. Á staðnum fundust um-
merki um að neytt hafi verið kjöts
af hrossi, svíni og sauðfé eða geit-
um. Að lokinni athöfninni hefur
verið kveikt í mannvirkinu og því
sem eftir var af matföngunum.
Hinum heygða hefur sennilega
verið fært hrossakjöt að fórn en
ekki fundust bein af öðrum dýr-
um í kumlinu. Viðarkolum hefur
verið stráð í kumlið og orpið yfir.
Bjarni segir að ummerki bendi
ennfremur til þess að heimamenn
á bænum hafi komið að staðnum
í einhver ár eftir útförina og fært
forföður sínum fórnir.
Bjarni telur að ummerkin fari
vel saman við það sem vitað er
um fórnarathafnir heiðinna
manna á Norðurlöndum. Hann
segir það líklegt að rannsóknir
við önnur kuml kunni að leiða í
Ijós svipaðar leifar. „Af tæknileg-
um ástæðum höfum við ekki séð
þessi merki annars staðar því
menn hafa verið svo uppteknir
við að tæma sjálf kumlin en ekki
að skoða verksummerki í kring-
um þau,“ segir Bjarni í samtali
við Morgunblaðið.
Bjarni segist þurfa eitt sumar
til viðbótar til að rannsaka
kumlastæðið nánar og fá stað-
festingu á tilgátu sinni. Hann
segist reyndar hafa sótt um styrk
til fjárlaganefndar Alþingis en
fengið afsvar. „Yfirvöld eru ekki
sérstaklega vel upplýst um þessa
hluti og liafa ekki góða ráðgjafa.
Ef ég hefði fundið þetta í Noregi
hefði ég samstundis fengið pen-
inga til áframhaldandi rann-
sókna. Ég býst aftur á móti við
að þann dag sem einhver þykist
hafa fundið paparústir muni
hann ekki eiga í neinum erfið-
leikum með að fá peninga til að
halda þeim rannsóknum áfram.“
ÚTIVINNA að vetri getur
verið erfið. Þetta á ekki síst
við í byggingavinnu þegar
Kuldalegt starf
Morgunblaðið/Kristinn
verið er að koma mann-
virkjunum upp úr jörðinni í
kuldatíð á þorra.
Hugmyndir um að lækn-
ar taki vaktir í verktöku
UMBYLTA þarf vaktaskipulagi
sjúkrahúsa hérlendis í kjölfar samn-
inga lækna um útfærslu á vinnutíma-
tilskipun Evrópusambandsins. Þetta
kemur fram í samtali í nýútkomnu
Læknahluðinu við Amór Víkingsson,
ritara stjórnar Læknafélags Islands,
sem á sæti í nefnd sem er að fjalla
um áhrif vinnutímatilskipunarinnar
á störf og vinnutíma lækna. Stefnt er
að því að ljúka samningum í þessum
mánuði en að því loknu verða niður-
stöður kynntar læknum og bornar
undir atkvæði.
Amór segir meðal annars að þótt
tilskipunin kveði á um 16 stunda há-
marksvinnu á sólarhring, megi læknn-
vera á svokallaðri gæsluvakt ef hann
er ekki kallaður út í átta tíma sam-
fleytt. Þetta eigi sérstaklega við um
sérfræðinga sem gangi gæsluvaktir
að næturlagi og geti þær vaktir hald-
ist óbreyttar. Fyrir aðrar tegundir
sjúkrahúsavakta gangi þetta síður.
Starfsfólki verði íjölgað
Breytingarnar kalli á að fjölgað
verði í þeim hópum sem gangi vaktir.
Þetta þýði að launafólki muni fjölga á
sjúkrahúsunum á næstu árum, sem
muni óhjákvæmilega auka kostnað
sjúkrahúsanna. Hins vegar gæti á
móti komið aukin hagræðing og sam-
ræming á störfum sjúkrahúsanna,
sem yrði til að draga úr kostnaði.
Arnór getur þess í viðtalinu að
sérfræðingar sem reka stofur séu
óbundnir af tilskipuninni og geti því
bætt sér upp skertan vinnutíma á
sjúkrahúsunum með lengri vinnu-
tíma á stofum sínum. Þá hafi sú hug-
mynd kviknað að læknar stofni fyrir-
tæki sem taki að sér vaktirnar og
vinni þær sem verktakar. Með því
móti kæmust þeir framhjá vinnu-
tímatilskipuninni. Hann kveðst per-
sónulega ekki geta tekið undir þetta
sjónarmið.
Sérfræðingar starfi sem
unglæknar?
Arnór segir að nýjar reglur geti
haft veruleg áhrif á tekjumöguleika
lækna, sérstaklega hvað varðar
unglækna. Einnig sé hægt að gera
ráð fyrir að eftirspum eftir unglækn-
um aukist. Nú séu á bilinu 110 og 120
unglæknar í starfi á sjúkrahúsunum
en þegar nýju reglurnar komi til
framkvæmda þurfi að fjölga þeim
upp í um 180. Spurningar vakni um
hvernig brúa megi þetta bil.
„Ein leiðin er að fjölga nemendum í
læknadeild en sú leið gæti verið vara-
söm því það er hæpið að mæta skorti
á unglæknum sem eru að störfum í
tvö til þrjú ár með því að fjölga lækn-
um sem við eigum svo í vandræðum
með að taka við sem sérfræðingum
síðar. Þetta gæti orðið dýr leið fyrir
samfélagið. Onnur leið og fýsilegiá
væri að auka sérfræðinám hér á
landi. Þá myndu unglæknar staldra
lengur við hér að loknu námi. Þetta
hefur verið til umræðu en er flókið
mál og gæti reynst erfitt í fram-
kvæmd. Þriðja leiðin væri sú að fjölga
sérfræðingum sem gætu tekið að sér
störf unglækna að einhverju leyti og
einnig gengið inn í þær sérfræðinga-
stöður sem óhjákvæmilega munu
verða tál,“ segir Ai-nór.
Hann segir gert ráð fyrfr að sett
verði á stofn samráðsnefnd sem
fylgist með framkvæmdinni og að
gerðar verði áætlanir um mönnun
vaktanna.