Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR _1_ Bjarni Guð- I björnsson var fæddur í Reykjavík 29. nóvember 1912. Hann lést 29. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðbjörn Guð- brandsson prentari og bókbindari í Reykjavík, f. í Miklagarði í Saur- bæ 9.7. 1875, d. 26.7. 1927, og Jens- ína Jensdóttir, f. 25.3. 1879 á Hóli í Hvammssveit, d. 25.12. 1930. Börn þeirra, auk Bjarna, voru Sigríður, f. 4.10. 1901, d. 27.7. 1930, Jens bók- bandsmeistari og íþróttafröm- uður, f. 30.8. 1903, d. 1.5. 1978, Friðjón vélstjóri og síðar sund- hallarvörður, f. 23.10. 1905, d. 29.3. 1982, Torfi, starfsmaður hjá tollstjóra, f. 5.12. 1907, d. 18.3. 1983, Þórdís, f. 30.4. 1910, d. 17.6. 1923, og Ásgerður Jens- ína, f. 31.8. 1914, d. 24.10. 1930. Hinn 1. nóvember 1941 kvæntist Bjarni Gunnþórunni Björnsdóttur, f. 14.11. 1919. Hún er dóttir Björns Kristjánssonar, kaupfélagsstjóra á Kópaskeri og alþing- ismanns, f. 22.2. 1880, d. 10.7. 1973, og Rannveigar Gunnarsdóttur, f. 6.11. 1901, d. 29.1. 1991. Börn Bjarna og Gunnþórunnar eru: 1) Björn Ragnar, við- skiptafræðingur og framkvæmdastjóri, f. 15.5. 1943, kvæntur Jóhönnu Brynjólfs- dóttur lyfjatækni, f. 22.5. 1946, börn þeirra: Brynjólf- ur, f. 28.12. 1970, og Guðrún Arna, f. 7.4. 1972, gift Ólafi Erni Jónssyni, f. 18.8. 1966. 2) Þórdís hárgreiðslu- og skrifstofumaður, f. 25.4. 1948, d. 5.10. 1995, gift Henrik G. Thorarensen, f. 1.5. 1950, barn þeirra: Hulda, f. 17.12. 1987; barn Þórdísar og Arnars Haukssonar læknis, f. 9.11. 1947: Gunnþórunn, f. 29.6. 1969. 3) Gunnar Þór, sagnfræð- ingur og framhaldsskólakennari, f. 8.4. 1957, kvæntur Jóhönnu Einarsdóttur talmeinafræðingi, f. 8.6. 1958, synir þeirra: Bjarni Þór, f. 18.4.1980, Einar, f. 9.12. 1986, og Jóhann Helgi, f. 3.11. 1994. Bjarni lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1930 og kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1941. Hann var bifreiðastjóri í Reykjavík 1933- 1939 en hóf 1941 störf við Utvegsbanka Islands. Hann var við bankastörf í Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi 1946-47. Hann var útibússtjóri við Út- vegsbankann á Isafirði 1950-1973 og útibússtjóri í Kópavogi 1973-1974. Bjarni var aðalbankastjóri við títvegs- bankann í Reykjavík 1974-1983, bæjarfulltriíi á ísa- firði fyrir Framsóknarflokkinn 1955-1970, þar af forseti bæjar- stjórnar 1962-1966. Hann var í miðstjórn Framsóknarflokksins og alþingismaður fyrir Vestfirði 1967-1974, varaþingmaður tvö kjörtimabilin þar á undan. Bjarni gegndi mörgum trúnað- arstörfum og sat í stjórn fjölda stofnana og fyrirtækja. Hann var lengi norskur ræðismaður á Isafírði og starfaði fyrir Knatt- spyrnufélagið Val í Reykjavík. títför Bjarna fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 8. febr- úar, og hefst athöfnin klukkan 15. BJARNI GUÐBJÖRNSSON Það er alltaf sárt að kveðja þó að aðdragandi hafi verið allnokkui-. Tengdafaðir minn Bjarni Guð- björnsson er látinn eftir langvinn veikindi. Bjarni var einstakur maður og sérlega yndislegur tengdafaðir. Frá honum stafaði óumræðilega mikilli hlýju og einkenndust samskipti hans við unga sem aldna af ást, um- hyggju, auðmýkt og voru laus við allan hroka. Hann var þó vandur að virðingu sinni og gat verið fastur fyrir. Ekki mátti hann til þess vita að einhver í fjölskyldunni hefði ekki nægt fé eða ætti einhverja óupp- fyllta ósk án þess að hann reyndi af fyllsta mætti að láta hana rætast. Og alltaf var hann jafn kátur þegar honum hafði tekist að gleðja aðra með einum eða öðrum hætti. Bjarni var mikill fjölskyldumaður Blómnstofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. UTFARARSTOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRÍNGINN AÐALSl'RÆTI 4B • 101 RKVKJAVÍK LÍK KISTU VIN N USTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR og fannst gott að vera heima hjá sér, dunda sér við eitt og annað, lesa, dytta að eða lagfæra og ávallt straujaði hann buxurnar sínar sjálf- ur. Ég man hvað ég var hissa þegar ég kom fyrst inn í fjölskylduna og sá Bjama, sem þá gegndi ábyrgðar- stöðum í þjóðfélaginu, skælbrosandi við eldhúsborðið að hlusta á útvarp- ið og smyrja nesti ofan í son sinn tvítugan og raðaði því af mikilli að- lúð og nákvæmni ofan í nestisboxið. Bjarni reyndist mér sérstaklega vel þegar ég kom heim úr námi á undan Gunnari manni mínum og var ein með drengina okkar. Oft fannst mér eins og ég þyrfti ekki að orða hvaða hjálpar ég þarfnaðist. Bjarni var mættur, alltaf jafn kátur, hvort sem það var að vera heima hjá veikum bömum eða verða á ein- hvem annan hátt að liði. Þá var Í3i ómabúðí n öauðskom v/ l*ossvogsUii*kju0ar*ð Sími: 554 0500 Skreytingar við öll tœkifœri Alvöru skreytinga- verkstaði § wfflMsmmjjt HILDU 587 9300 Kransar Rauðihvammur Kistuskreytingar v/Suðurlandsveg, llORvik. Brúðarvendir Crfisdrykkjur Veftingohú/ið GDPi-mn Sími 555 4477 Bjarni 76 ára gamall, hann skipti á barnabarninu sínu árs gömlu og annaðist það af stakri ástúð. Hann reyndist nafna sínum Bjarna Þór traustur bakhjarl í því umróti sem fylgir því að flytja milli landa. Alltaf gat nafni leitað til afa síns, sem tók þátt í tilveru hans af einstöku næmi. Þeir vora miklir félagar og vinir. Bjarni uppfræddi nafna sinn, þeir fóru saman á náttúrugripasafnið og í göngutúra um Oskjuhlíð þar sem hann sagði honum frá Pereatinu. Þeir útréttuðu og keyptu eitt og annað sem þá vanhagaði um og keyrðu um bæinn. Enda var Bjarni, þá sjö ára gamall, ákveðinn í að verða eins og afi, annað hvort bfl- stjóri eða bankastjóri. Blessuð sé minning Bjarna Guðbjörnssonar. Jóhanna Einarsdóttir. Ég hef líklega ekki verið nema fjöguma til fimm ára gamall en samt sé ég það svo vel fyrir mér þegar afi kom að taka á móti okkur. Við vorum að koma frá Þýskalandi og ég man hvað mér þótti skrýtið að sjá hann bíða þama brosandi bak við einhverja glerplötu. Ég man líka hvað mér þótti gott að sjá hann þeg- ar út var komið, fara í rauða bílinn hans afa míns sem var mér alltaf svo hlýr og góður. Þegar við fluttum heim stuttu síð- ar urðum við afi góðir vinir. Á næst- um því hverjum degi kom afi og sótti mig eftir skólann og fór með mig á Grenimelinn þar sem hann og amma áttu heima. Þar dvajdi ég mikið og þótti gott að vera. Ég var mikið með afa og er margt minnis- stætt frá þeim tíma. Ég man eftir öllum ferðum okkar hvort sem það var ég sem fór með honum eða hann með mér. Ég leit alltaf upp til hans og draumur minn var að verða bankastjóri eins og hann. Mig lang- aði líka til að vera knattspyrnumað- ur eins og hann var og ég æfði með sama liði og hann hafði gert, knatt- spymufélaginu Val. Afi vildi alltaf að fólkinu í kring- um sig liði vel. Hann var ávallt reiðubúinn að gera hvað sem er til þess, og þannig var hann ánægðast- ur. Hann vildi alltaf sýna mér og segja mér frá því sem ég hafði áhuga á, hvort sem það var sædýra- safnið eða Oskjuhlíðin eða íþróttir. Mér eru mjög minnisstæðar ferð- irnar okkar til Lýðs rakara eða sumarbústaðarferðirnar á sumrin. Þangað vildi ég alltaf fara með þeim afa og ömmu. Ég man eftir því þeg- ar við afí flögguðum saman, þegar hann sýndi mér sveitina og bæinn þar sem hann hafði verið í sveit sem krakki. Mér þótti gaman að heyra hann segja frá og minnist ég þess er afi sýndi mér húsið þar sem hann ólst upp, myndir af sér þegar hann var í Val eða frímerkjasafnið sitt sem hann var mjög stoltur af. Alltaf leið okkur afa vel saman og þótti mér mjög vænt um hann. Hann var mér ætíð mjög góður og reyndist mér sannur vinur fyrstu árin eftir að við komum heim. Mér þótti líka alltaf þægilegt að tala við hann og hélt ég áfram að fara heim til hans og ömmu eftir skólann langt fram á unglingsárin. Oft fannst mér erfitt að heim- sækja hann afa þegar hann var orð- inn veikur, jafnvel þótt hann bæri sig alltaf vel. Honum þótti alltaf gaman að sjá mig og fjölskylduna og ég gat séð ánægjuna úr andliti hans. Friður hvíldi yfir honum og ég er viss um að hann hefur kvatt okkur öll og þetta líf í sátt. Bjarni Þór Gunnarsson. Ágætismaðurinn Bjarni er nýlát- inn. Ég held að hann hafi verið orð- inn saddur lífdaga eftir erfið veik- indi og fráfall kærrar dóttur. Eftir það var hann lítt fús til samskipta við aðra en sína allra nánustu. Bjarni var glæsimenni, meðal há- vaxinn á síns tíma vísu, andlitið frítt með festudráttum og yfir fagurt lið- að hár. Hann var sterklega vaxinn og til allra hluta knár. M.a. lék hann knattspyrnu með Val og gerði þar oft góða, jafnvel ógleymanlega hluti. Hann hefði með sæmd getað gert sér að lífsstarfi, flest, sem mér hugkvæmist, en aðaleinkenni hans voru lítillæti og góðvild, sem ýmsir nutu. Ég kynntist honum fyrst þegar þau fóðursystir mín Gunnþórunn komu norður á Kópasker, þá nýgift. Fljótt varð ég hrifinn af þessum nýja meðlimi stórfjölskyldunnar. Einkum þótti mér aðdáunarvert að á örskotsstund náði hann tökum á heyskaparaðferðum okkar og held þó að hann hafi varla verið vanur slíku frá æsku. Svo vildi til, líklega 1948, að ég varð að fara til lækninga suður til Reykjavíkur og gerðist þá tíður gestur á heimili þeirra á Grenimel 13 og var ævinlega vel tekið. Eitt kvöld bauð Bjarni mér á „völlinn“, en þar áttust við KR og Fram. Við héldum svo sem með hvorugu lið- inu. En þegar Gunnar Guðmanns- son, kornungur vinstri útherji KR, langbesti maður vallarins, var bor- inn út af eftir fólskulega árás fann ég djúpa gremju í huga Bjama. Prúðmennska og drengskapur í leik vora honum í blóð borin. Margt fleira hefði mig langað að segja um vin, sem aldrei brást mér. En læt hér staðar numið. Með mikilli og djúpri virðingu kveð ég góðan vin og votta jafn- framt frænku minni og öllum af- komendum innilegustu samúð. Ef til er gott og vont, þá veit ég að Bjarni fær góðar viðtökur hinum megin. Björn Þórhallsson. Vinátta er mikilvæg í samskipt- um fólks. Vinarþelið lýsir og léttir okkur gönguna í lífi og störfum. Henni má líkja við lind, sem sprett- ur fram í fjallshlíð, ryður sér braut til að komast í réttan farveg og rennur aldrei til baka. Á skólaárum mínum syðra fyrir hálfum sjötta áratug varð ég þeirr- ar gæfu aðnjótandi, að velgjörðar- fólk við Tjarnargötu, hjónin Arn- heiður Jónsdóttir og Guðjón H. Sæ- mundsson, opnuðu mér velbúið heimili sitt, til að ég gæti notið að- stöðu til náms í Verzlunarskólanum. Á því heimili urðu fyrstu kynni okkar Bjarna Guðbjörnssonar og hans mætu eiginkonu Gunnþórunn- ar Björnsdóttur. Þar með var lagður hornsteinn að vináttuböndum okkar, sem styrkt- ust enn frekar, þegar þau fluttust vestur. Bjarni var ráðinn útibús- stjóri Útvegsbankans á Isafirði. Heimili Gunnþórunnar og Bjarna stóð á ísafirði sem næst í aldar- fjórðung. Myndarlegt menningar- heimili, þar sem gestum og gang- andi var vel fagnað. Hann var borg- arbarn frá frambernsku, og hún orðin tengd þeim aðstæðum, þó að sporin hefðu áður legið á öðru landshorni. Bjarni var fljótur að skynja að- stæður og umhverfi hér vestra, gang atvinnuvega og mannlífs. Bankinn naut að sjálfsögðu góðs af því. Bjami var slíkum mannkostum búinn, að honum voru falin margvís- leg, veigamikil trúnaðarstörf um langt árabil fyrir bæjarfélagið, vest- firzkar byggðir og ýmsar stofnanir atvinnuveganna. Þau hjónin féllu vel inn í samfélagið hér vestra og tóku virkan þátt í menningar- og fé- lagsstörfum. Nutu vinsældar og urðu vinamörg. Bjarni var lipur- menni, léttur á fæti og snar í snún- ingum. Hugsun skýr og fyldist vel með malefnum, sem efst vora á baugi. Á yngri árum var hann virk- ur þátttakandi í íþróttafélögum syðra. Var jafnan mikill áhugamað- ur um knattspyrnu og tileinkaði sér heilbrigða lífshætti. Á ísafjarðaráranum var mikill samgangur á milli heimila þeirra hjóna og barna og okkar Hildar, konu minnar, og barna okkar í Bol- ungarvík. Bjarni gaf sér ávallt tíma til að ræða við börnin okkar, sem urðu góðir félagar hans. Ljúft er að minnast hátíða- og gleðistundanna frá þessum árum, og einnig stunda sorgar, vináttutengslin voru náin. Bjarni var gæfumaður í fjöl- skyldulífi, kvongaðist vænni konu, sem stýrði heimili þeirra af miklum myndarskap. Þau eignuðust þrjú efnileg börn, en urðu fyrir þeirri sára sorg að missa einkadóttur sína fyrir þremur áram í blóma lífsins. Bjarni lifði langa og farsæla ævi, þó að hin síðari árin reyndust hon- um og fjölskyldu hans erfið. Einlægar samúðarkveðjur send- um við Hildur Gunnþóranni, vin- konu okkar, börnum hennar og fjöl- skyldum. Vikið var að gildi vináttunnar í upphafi þessara orða, en hún er dýrmætur fjársjóður. Nú þegar Bjarni hefur lokið göngu sinni þessa heims, minnumst við Hildur þakklátum huga langrar og góðrar samfylgdar. Blessun fylgi góðum, tryggum vini á nýrri veg- ferð. Benedikt Bjarnason. Að morgni fóstudagsins 29. janú- ar sl. lést Bjami Guðbjörnsson, fv. bankastjóri Útvegsbanka íslands, á 87. aldursári. Síðustu árin átti hann við vaxandi vanheilsu að stríða og segja má að hann hafi verið hvfldinni feginn þegar hún kom. Árið 1941, þá 28 ára gamall, réðst Bjarni til starfa í aðalbanka Útvegs- banka íslands. Þar starfaði hann fyrstu níu ár sín í bankanum að und- anskildu árs hléi vegna starfsþjálf- unar í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi. Árið 1950 var Bjarni ráðinn útibússtjóri bankans á ísafirði, 38 ára að aldri. Þar starfaði hann næstu 23 árin eða þar til hann tók við stjórn útibús bankans í Kópa- vogi. Hann var ráðinn bankastjóri bankans 1975 og gegndi því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 1983. Ungt fólk í dag, sem ekki þekkir íslenska peninga- og fyrirtækja- markaðinn nema síðustu 5-15 árin, á áreiðanlega erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig ástand þessara mála var um miðja öldina og langt fram á níunda áratuginn. Ekki segi ég þetta af lítilli tiltrú á ungt fólk heldur hafa svo miklar breytingar átt sér stað í þessum málum síðasta einn og hálfan áratuginn, að réttar væri að nota orðið bylting í stað breytingar og því ómögulegt að bera nútíðina saman við fortíðina. Árið 1950, þegar Bjarni kom til ísafjarðar, beið hans erfitt starf. Ólíkt því sem nú er, var eftirspurn eftir peningum þessi ár langt um- fram framboð og almennt voru fyr- irtæki þá ekki fjárhagslega byggð upp eins og nú er krafist. Peningar voru takmarkaðir í þjóðfélaginu og aðgangur að erlendum peninga- markaði ekki frjáls. Hins vegar var nóg af áræði og dugnaði hjá fólkinu. Bankar urðu að skammta lán, svo óskemmtilegt sem það nú var og fyrst og fremst var hugsað um að at-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.