Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 11
hafí heimsótt.
Guðmundur þvertekur fyrir að
Atlantsskip hafi fengið flutningana
fyrir varnarliðið með undirboði. Atl-
antsskip flytur 65% af varningi hers-
ins. „Við fáum um 2.400 dollara fyrir
40 feta gám frá Norfolk til íslands
en Eimskip fékk um 1.400 dollara.
Bandaríkjaher er stærsti viðskipta-
vinmnnn á þeirri leið og menn sem
eru í viðskiptum hér vita að þetta er
ágætis verð. Við buðum 38% hærra
en Eimskip var með fyrir þremur ár-
um. Fyrirtækið fékk þá 130 milljónir
á ári, en við fáum 180 milljónir.
Magnið hefur aðeins minnkað síðan
Eimskip sá um þessa flutninga, en í
heild fáum við samt meira.“
Guðmundur kveðst hafa orðið var
við að forráðamenn sumra fyrir-
tækja hérlendis telji hann hafa boðið
mjög lágt í samninginn fyrir herinn
og verði því væntanlega gjaldþrota.
„Eg held að besta sönnun þess að
svo er ekki sé að Eimskip fór í mál.
Þeir telja okkur ekki fara á hausinn.
Eg veit að Eimskip er búið að verja
óhemju fé í þessi málaferli. Þeir hafa
því vafalaust talið sig hafa misst
stóran spón úr aski sínum, enda þótt
þeir hafí haldið því fram að fyrirtæk-
ið hafí haft lítið sem ekkert upp úr
þessum flutningum síðustu þrjú árin.
Við erum með tvö skip í ferðum
milli íslands og Bandaríkjanna, á
tveggja vikna fresti, og bjóðum því
sambærilega þjónustu og Eimskip.
Þar sem Samskip siglir ekki til
Bandaríkjanna lítum við á Eimskip
sem okkar aðal keppinaut. Samskip
selur yfir í Eimskipafélagsskipin og
er því flutningsmiðlun á þessari
leið.“
Það kann að vaxa einhverjum í
augum að stofna eitt stykki skipafé-
lag og hefja siglingar; Guðmundur
var spurður að því hvort það væri
ekkert mál fyrir ungan mann eins og
hann.
„Eg ætlaði alltaf að gera þetta,
eins og ég sagði; að stofna eigið fyr-
irtæki einn góðan veðurdag, og hlut-
irnir æxluðust þannig að ég gerði
það núna. Þar sem ég er búinn að
fást við þetta áður, vissi ég alveg
hvað ég þurfti að gera. Að vísu bjóst
ég ekkert frekar við að bæði félögin,
Atlantsskip og TransAtlantic Lines,
fengju bæði samninga samtímis. En
það kom skemmtilega á óvart. Ætla
mætti að Eimskip gæti boðið lægra
verð þar sem fyrirtækið hefur verið
með alla almenna sjófrakt milli Is-
lands og Bandarikjanna."
Lftil samkeppni í raun
Guðmundur segist vera þeirrar
skoðunar að Eimskip og Samskip
séu í raun ekki að keppa á Ameríku-
markaði, enda sigli Samskip ekki á
þefrri leið heldur kaupi gámapláss af
Eimskipum. „Ef til vill átti Eimskip
ekki von á samkeppni frá Atlants-
skipum,“ segir hann.
Guðmundur segir það ekki tilvilj-
un hvað hann bauð í umræddar sigl-
ingar.
„Ég var búinn að sjá hvernig þetta
hefur gengið fyrir sig. Þegar samn-
ingurinn var boðinn út 1992 hafði
Eimskip verið með hann í talsverðan
tíma. Samskip fékk þá hins vegar ís-
lenska hlutann - á rosalega lágu
verði, því þá kepptu Eimskip og
Samskip hart. Van Ommeren fékk
35% hluta flutninganna; bandaríska
hlutann. Áður en útboðið fór fram
ári síðar hafði Samskip keypt pláss í
skipum Eimskipa og þá hækkaði
verðið mjög aftur. Og Eimskip fékk.
Aftur kepptu fyrirtækin tveimur ár-
um seinna og verðið fór þá mjög nið-
ur á við. Eimskip náði samningnum
og hefur verið með hann síðustu þrjú
árin. En nú er Samskip búið að
kaupa pláss af Eimskipum á nýjan
leik og líklega átti verðið að fara upp
aftur. Ætla mætti að þeir hafí ekki
búist við neinni samkeppni og Eim-
skip bauð talsvert hæiTa en í síðasta
útboði.“
En hvað gerist næst í þessu máli?
Telur Guðmundur að bandaríski her-
inn áfrýji niðurstöðu dómsins?
„Nú leggjast menn undir feld og
hugsa málið. Mín reynsla er að það
eru alltaf margar lausnir á hverju
vandamáli. Listin er að velja þá réttu
°g fylgja henni eftir. Verði þetta
endanleg niðurstaða verður það hinn
almenni neytandi á Islandi sem tap-
ar á endanum með því að greiða
hærra vöruverð, vegna skorts á sam-
keppni á þessari siglingaleið. Eim-
skip og Samskip munu þá njóta
þeiira afskipta stjórnvalda, sem ég
hef nefnt, í formi minni samkeppni.
komist að þeirri niðurstöðu, byggt á
þeim upplýsingum sem liggja fyrir,
að TransAtlantic Lines - Iceland ehf
[TLI] og TransAtlantic Lines LLC
[TLL] séu tengd fyrirtæki undir
sameiginlegri stjórn, í eigu og/eða
undir stjórn íslenskra ríkisborgara,
og að [TLI] skorti nauðsynlega
reynslu, tæknilega getu, fjárhags-
lega ábyrgð og efnisleg tengsl við Is-
land.“ Jafnframt er sagt í bréfinu að
ríkisstjóm Islands túlki samning og
viljayfirlýsingu ríkjanna á þann veg
að Bandaríkjamenn geti ekki gengið
að tilboði svo nátengdra fyrirtækja.
Ég vil benda á að þegar ráðuneytinu
var bréflega skýrt frá því að fyrir-
tækin væru tengd hafði það ekkert
út á það að setja.“
Fer aðeins fram á hlutleysi
„Ég ræddi fyrst við starfsmenn í
utanríkisþjónustunni, sem bentu
mér á að málið væri komið úr þeirra
höndum. Þá spurði ég Jón Baldvin
að þessu og hann benti mér á að
ræða við mann sem réði þessu, ráð-
herrann, fyrst hann væri staddur
þai-na. Og þegar mér var runnin
mesta reiðin ræddi ég við Halldór.“
Guðmundur segir Halldór hafa
játað að vita af bréfínu en sagst ekki
hafa séð það. Hann hefði ætlað að
kanna málið, „en síðan hef ég ekki
heyrt í honum. Ég hef engar skýr-
ingar fengið, þrátt fyrir skriflega
beiðni lögmanns míns þar um, vegna
fullyrðinga ráðuneytisins í bréfinu.“
Guðmundur segist í raun ekki fara
fram á annað en ráðuneytismenn séu
hlutlausir. „Ég er ekki hræddur um
að keppa á markaðnum, en ég á ekki
að þurfa að vera með ráðuneytið á
bakinu líka. Ef ég væri diplómat
myndi ég aldrei skrifa svona hluti.
Þetta er algjörlega óverjandi; hvers
vegna þarf bréf frá þeim að vera
trúnaðarmál? Hvers vegna ekki að
vera stoltur af því sem sent er og
leyfa öllum að sjá það? Sú staðreynd
að svo var ekki held ég segi meira en
mörg orð.“
Hvaða skýringar telurðu á því að
ráðuneytið blandi sér í málið með
þessum hætti?
„Þetta er góð spurning. Banda-
ríski herinn sá ekkert athugavert við
að gera samning við Atlantsskip og
TransAtlantic Lines eins og gert
var. Hann gaf sér langan tíma til að
grandskoða málið. Bandaríska utan-
ríkisráðuneytið gerði engar athuga-
semdir við þau vinnubrögð. Lög-
fræðilegh' ráðgjafar okkai' telja
samninginn einnig fyllilega standast
milliríkjasamninginn. Islenska utan-
ríkisráðuneytið hins vegar hefur
gengið mjög langt í afskiptum sínum
af málinu. Það hefur leyft sér að vera
með fullyrðingar um Atlantsskip
sem það getur ekki staðið við. Getur
verið að utanríkisráðuneytið sé að
láta undan þrýstingi hagsmunaaðila í
þjóðfélaginu?"
Ertu að segja að ráðuneytið sé að
hygla Eimskipafélaginu?
„Blasir það ekki við þegar bréf
ráðuneytisins er lesið? Ráðuneytið
er að minnsta kosti ekki að hygla
okkur.“
Guðmundur segir Atlantsskip hafa
sent utanríkisráðuneytinu spurning-
ar í maí í fyrra, um nokkur atriði
varðandi túlkun samnings og sam-
komulags milli íslands og Bandaríkj-
anna um sjóflutningana fyi-ir varnar-
liðið. Það hefði tekið ráðuneytið tvo
mánuði að svara. „í svari ráðuneytis-
ins kom fram að íslenska fyrirtækið
gæti ekki notað skip sem sigldi undir
bandarískum fána, en að öðru leyti
taldi ráðuneytið sig ekki hafa for-
sendur til að fjalla um spurningarnar
sem fram komu í bréfinu. Eftir að
við höfðum fengið samninginn við
herinn hafði ráðuneytið hins vegar
allt í einu forsendur til að svara hinu
og þessu og sendi þá bandarískum
embættismönnum bréf, dagsett 28.
september 1998, með áliti sínu á
mér, Atlantsskipum og TransAtlant-
ie Lines. Það jaðrar við að þeir segi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
að ég sé ekki góður og gegn íslend-
ingur, sem mér sárnar hvað mest í
þessum bréfum. Utanríkisráðuneytið
hefur svo neitað að gefa blaðamönn-
um afrit af þessum bréfum, ber fyrir
sig að það varði varnir landsins en
afhendir Eimskipum þau á silfurfati
og vitnað hefur verið til þeirra í mál-
flutningi Eimskipa og dómsorði.“
VIII 10% af markaðnum
Guðmundur Kjærnested er bú-
settur vestanhafs, í Greenwich í
Connecticut. Hann er framkvæmda-
stjóri TransAtlantic Lines (LLC),
sem sér um 35% flutninganna.
Framkvæmdastjóri Atlantsskipa
ehf., sem sér um 65% flutninganna,
er Stefán Kjærnested, bróðir hans.
Atlantsskip sér jafnframt um mark-
aðssetningu beggja félaga á almenn-
um markaði hérlendis. Þeir segja
hér skipafélag á ferðinni sem ætli
sér að ná 10% af fraktsiglingum milli
Islands og Bandan'kjanna. „Við er-
um með aukapláss í skipunum til að
taka um það bil einn þriðja af mark-
aðnum, en ætlum okkur að ná um tíu
prósentum. Við byrjuðum siglingar í
nóvember og nú erum við að hefja
markaðssetningu hérlendis af fullum
krafti,“ segir Guðmundur, og bætir
við að sér og Stefáni hafí verið vel
tekið í þeim fyrirtækjum sem þeir