Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ + Katrín B. Sól- bjartsdóttir fæddist í Bjarneyj- um 20. júní 1905. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eir, 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólbjartur Júl- íusson og Sigríður Gestsína Gestsdótt- ir. Systkini Katrín- ar voru: Júlíus, Kri- stján, Gestur, Svan- fríður, Guðrún Jóna, Helgi, Salóm- on og Helga. Þau eru öll látin. Eiginmaður Katrínar var Friðjón Jónasson frá Sflalæk, f. 15. maí 1899, d. 2. október 1946. Þau bjuggju á Sflalæk þar til Friðjón lést en þá flutti Katrín til Akureyrar með börnin, en 1953 flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar þar til hún lést. Þau eignuðust fjög- Katrín Sólbjartsdóttir yfirgaf þetta tilverustig klukkan tólf mín- útur yfir átta að kveldi 29. janúar. Það eina sem ég bað um þegar ég kyssti hana kvöldið áður en hún fór, var að faðir/móðir alheimsins myndu bera hana öruggum hönd- um hinum megin. Hún missti manninn sinn í blóma lífsins. Hún og börnin henn- ar fjögur misstu mikið, bæði heim- ilisföðurinn og heimilið. Aldrei fann ég þó fyrir biturleika, sjálfs- vorkunn eða neikvæði hjá þessari dásamlegu konu sem aldrei aftur átti sitt eigið heimili og var hún gift honum afa mínum, Friðjóni Jónassyni, í hjarta sínu alla ævi. Eg minnist ömmu Katrínar sem óeigingjarni persónu sem lifði fyrir að hjálpa öðrum og var næm á að finna hvar hennar var þöif. Oft varð ég aðnjótandi þess í gegnum tíðina og þakka ég mikið fyrir. A meðan ég ólst upp bæði í Banda- ríkjunum og á Islandi naut ég næiveru hennar, hjálpsemi, ást og umhyggju beggja megin Atlants- hafsins. ur börn: 1) Falur, f. 1.12. 1926, kona hans var Guðrún Lovísa Marinósdótt- ir, f. 20.9. 1930, d. 16.3. 1980, og áttu þau fjögur börn. 2) Sigríður F. Pollock, f. 21.2. 1928, gift Frances Lee Poll- ock, f. 20.9. 1927, og eiga þau fjögur börn. 3) Þórunn, f. 20.4. 1930, gift Birni Inga Þor- valdssyni, f. 15.10. 1929, og eiga þau Ijögur börn. 4) Halldór, f. 7.6. 1939, kvæntur Unni Jónsdóttur, f. 15.5. 1942. Þau skildu. Ömmubörnin eru orðin þrjátíu og átta. Utför Katrínar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 8. febrúar og hefst athöfnin klukkan 15. Eg sé hana skælbrosandi í huga mínum og heyri hlátur hennar á meðan ég skrifa þessi orð. Ég mun minnast hennar í hjarta mínu alla mína ævidaga. Ég vil fá að þakka Bjössa, Tótu og starfsfólkinu á hjúkrunarheim- ilinu Eiri fyrir frábæra umönnun og umhyggju fyrir henni ömmu minni. Michael Dean Óðinn Pollock og ljölskylda, Daniel Allen Pollock og fjölskylda. Mig langar í örfáum orðum að minnast þín, elsku frænka. Kæja frænka eins og ég kallaði hana var búin að dvelja á Hjúkrunarheimil- inu Eir í eitt og hálft ár þegar hún kvaddi þennan heim að kveldi 30. janúar síðastliðinn. Hún frænka mín var alla tíð heilsuhraust kona, og var hún vel hress andlega, þó líkaminn væri farinn að gefa sig. Enda ekki nema von, kona komin á tíræðisaldur. Ég dáðist að því að alveg fram á það síðasta sat hún á stól við rúmið sitt og las í bók, og MINNINGAR notaði ekki einu sinni gleraugu. Kæja frænka mín var eins og mín önnur móðir, og þegar mamma mín dó, það verða tvö ár núna í febrúar, þá átti ég þig enn eftir, en nú hefur þú líka kvatt. Þá eruð þið systkinin öll farin, níu að tölu. Ég man þegar við Jón vorum að fara til útlanda á sumrin, þá var mamma oftast hjá þér á meðan og tók hún líka hundinn okkar með sér. Þá sátuð þið systurnar oftast og saumuðu út, bæði myndir og púða. Oft minntist þú á þetta þeg- ar ég var að heimsækja þig á Eir. Elsku Kæja mín, það á eftir að verða tómlegt að geta aldrei aftur komið til þín, séð þig og spjallað við þig. Nú ylja ég mér bara við minn- ingarnar, því þær getur enginn tekið frá okkur. Starfsfólki á Eir, 4. hæð og núna síðast á 2. hæð, þakka ég fyrir yndislega umönnun frænku minnar, hún hefði ekki getað haft það betra. Elsku Tóta, hún mamma þín átti góða dóttur þar sem þú varst, og tengdason, hann Bjössa, alltaf svo blíður og góður við tengdamóður sína. Elsku Tóta og Bjössi, ég votta ykkur og öðrum aðstandendum mína innilegustu hluttekningu og bið Guð að blessa ykkur. Að end- ingu, elsku Kæja mín, ætla ég að láta fylgja sálm sem ég las oft fyrir þig síðasta daginn, og heitir í þjónustu englanna. Peir koma frá kærleikans heimi þeir koma frá friðarins geimi. Ur ljósheimi líða þeir niður og líknsemi er með þeim og friður. Þeir vaka yfir veraldar mönnum sem velkjast í tímans hrönnum. 0, farið þið frá okkur eigi en fetið guðs miskunnar vegi. En einkum við jarðlífsins enda þeir ástar kveðjuna senda og hvísla frá himneksu sviði: Far héðan til drottins í friði. (Höf.ók.) Hafðu þökk fyrir allt og allt, ég veit að þín hefur verið beðið, elsku frænka mín. Guð geymi þig og varðveiti. Þín systurdóttir, Guðrún M. (Gunna). KATRIN B. SÓLBJARTSDÓTTIR + Þórhallur Frið- riksson fæddist á Rauðhálsi í Mýr- dal 4. nóvember 1913. Hann lést á Ljósheimum á Sel- fossi 29. janúar síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Selfosskirkju 5. febrúar. + Með virðingu og þökk vil ég minnast Þórhalls frá Skógum, velgjörðarmanns okk- ar og fjölskylduvinar frá okkar fyrstu kynnum. Halli, eins og okkur var tamast að kalla hann, vann að byggingu Skógaskóla og réðst í framhaldi af því sem húsvörður skólans. Hann vann auk þess við nýsmíðar á staðnum og sá um allt viðhald með- an heilsan entist. Jafniramt byggði hann sitt eigið hús sem fjölskyldan bjó í og lifði í góðu samfélagi við nági'anna sína og aðra sveitunga okkur öllum til hagsbóta, uns þau fluttu á Selfoss fyrir 4-5 árum og síðan til dætra sinna. Hvar sem Halli fór vakti hann athygli fyrir glæsileika og hressilega fram- komu. Hann fór ekki í launkofa með skoðanir sínar en var raun- hæfur og sanngjarn. Mín fyrstu kynni af Halla voru daginn sem ég flutti hingað að Steinum. Hann birtist þá með eld- húsborð og stóla, sem hann hafði sjálfur smíðað með sínu snilldar hand- bragði sem aldrei brást. Þær urðu fleiri ferðirnar í svipuðum erindagjörðum til okk- ar og alltaf voru heim- sóknir hans jafn skemmtilegar. Hressi- legar umræður, gam- ansemi og glettni ásamt þjóðmálaum- ræðum, einkum þá nær dró kosningum, hvort sem var til sveit- arstjórna eða Alþingis. Þá naut hann sín full- komlega, sérstaklega ef málin snérust okkur í hag en hinu varð að taka og sjá jákvæðu hliðarnar á þeim málum í þeim trú að betur gengi næst. Halli var svo lánsamur að fá tækifæri til að hafa nokkrar kindur í góðri samvinnu við ábúendur. Þetta veitti honum ómælda gleði og ekki síður hann Þórhalls-Blesi með sínum glæsta ferli í samspili við eigandann og því gagnkvæma trausti sem þeir báru hvor til ann- ars. Þegar börnin okkar hófu nám við Héraðsskólann í Skógum kom ekki annað til gi’eina en að þau borðuðu í hádeginu hjá Ellu og Halla, frá þeim fyrstu til hins síðasta, sem stóð yfir í ansi mörg ár og jafnvel þrjú í einu. Ellu munaði nú ekki um það og hefði oft mátt halda að þetta væri fyrir þau gert en ekki okkur. Þannig var viðmótið og allur viður- gemingur við hópinn öll þessi ár. Halli kenndi líka flestum þeirra á bfl sem var jafn hagkvæmt og öll önnur viðskipti við þau og reyndar naut ég þeirra hlunninda líka. Enn til margs mátti bregða Halla. Innan kvenfélagsins kvikn- aði áhugi á að læra brids og var þá auðvitað leitað til hans. Engum hefði sjálfsagt gengið betur en honum að koma því til skila sem möguleiki var að láta okkur taka við. Hann var enda vanur að takast á við að kenna fólki á bfl, á öllum aldri og báðum kynjum, sem alltaf gekk upp hjá honum. Stolt Halla var hans glæsilegi kvennaskari. Eiginkonan Elín sem aldrei brást í sinni rólegu fegurð og dætumar fjórar, Jóhanna, Þórann, Iða Brá og Margrét, hver annarri glæsilegri. Við leiðarlok þökkum við fjöl- skyldan Halla allt sem hann var okkur og biðjum honum og allri fjölskyldunni friðar guðs. Elsku Ella, dætur og aðrir aðstandendur, ykkur vottum við okkar dýpstu samúð. Vilborg Sigurjónsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÞORHALLUR FRIÐRIKSSON SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 39 . + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN ÞÓRÐARSON, Boðahlein 13, Garðabæ, áður Garðaveg 10, Keflavík, lést föstudaginn 5. febrúar. María Sigurðardóttir, Kjartan Kjartansson, Ásþór Kjartansson, Hildur Ásmundsdóttir, Sigurður Kjartansson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, SIGURÐUR ÁSMUNDSSON sendifulltrúi, Kleppsvegi 142, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 5. febrúar. Karí Karolína Eiríksdóttir. + Ástkæra eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLA BJÖRG BERGÞÓRSDÓTTIR HERSIR, Rauðarárstíg 32, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 9. febrúar ki. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á StBS eða aðrar líknarstofnanir. Gunnar Hersir, Hávarður Emilsson, Fríður Hlín Sæmundsdóttir, Þórunn Kristín Emilsdóttir, Kristinn Eymundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN B. SÓLBJARTSDÓTTIR, Fannafold 158, Reykjavík, áður húsmóðir Sílalæk, Aðaldal, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 8. febrúar kl. 15.00. Þórunn Friðjónsdóttir, Björn Ingi Þorvaldsson, Falur Friðjónsson, Sigríður F. Pollock, Francis Lee Pollock, Halldór Friðjónsson og aðrir vandamenn. + Innilegar hjartans þakkir til allra vina og vandamanna, er sýndu mér hlýju og ástúð við fráfall mannsins míns, GEOFFREYS LIONELS MATTHEWMAN. Guð blessi ykkur öll og leiði ykkur á gæfuvegum. Herdís Ásgeirsdóttir Matthewman. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug, vináttu og styrk við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar og afa, JÓNS HALLDÓRSSONAR, Tryggvagötu 28, Selfossi, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 31. janúar. Hann var jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 6. febrúar í kyrrþey að ósk hins látna. Margrét Óskarsdóttir, Óskar G. Jónsson, Guðrún Ágústsdóttir, Jónína Halldóra Jónsdóttir, Pétur Birkisson, Rósa Sif Jónsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Margrét, Nína Dóra, Anna ír og Birkir. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.