Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
20 ár liðin frá vaidatöku hreintrúarmanna í Iran
Bylting á
krossgötum
*
Þess er nú minnst í Iran að 20 ár eru liðin frá því
Khomeini erkiklerkur sneri heim úr útlegð og hrein-
trúarmenn tóku völdin. Asgeir Sverrisson stiklar á
stóru í sögu byltingarinnar og fjallar um valdabaráttu
klerkanna sem nú ráða ríkjum.
KLUKKAN 9.33 að morgni 1.
febrúar 1979 steig skeggjaður
og heldur illilegur eldri maður
með svartan túrban á höfði út
úr þotu á Mehrabad-flugvelli í
Teheran, höfuðborg íran. Aya-
tollah Ruhollah Khomeini, hinn útlægi leiðtogi
íranskra bókstafstrúarmanna, var snúinn aftur
eftir 15 ára dvöl í Frakklandi. Hundruð þús-
unda manna fylgdust með í hamslausum fögn-
uði er flugþjónn studdi svartklædda manninn
niður landganginn. 2.500 ára keisaraveldi var á
enda runnið í Iran.
íranir hafa minnst þessa merkisatburðar síð-
ustu dagana en heimkoma Khomeinis 1. febrúar
1979 reyndist síðasti naglinn í líkkistu stjómai'
Mohammad Reza Palavi keisara, sem flúið hafði
land nokkrum dögum áður. Þann 11. febrúar
gafst stjómin, sem Shapur Bakhtiar fór fyrir,
síðan loks upp eftir blóðuga bardaga. Hreintrú-
armennimir tóku völdin og hreinsanimar
hófust. Rúmlega 10.000 manns voru teknir af líí!
er morðóðir fylgismenn tiúai'leiðtogans upp-
rættu raunverulega og ímyndaða andstæðinga
„sannleikans". Um hálf milljón Irana, einkum
vel menntað fólk og auðmenn flúði iand.
Dauðinn og hryllingurinn reyndist eiga eftir
að fylgja byltingunni.
Nokkrir helstu fylgismanna Khomeinis féllu í
ónáð og var oftar en ekki rutt úr vegi. Sadeq
Qotbzadeh, ungur maður sem vai' í fylgdarliði
Khoeminis er hann sneri heim frá Frakklandi
vai' tekinn af lífi árið 1982 er hann gegndi emb-
ætti utanríkisráðherra. Heil 12 ár liðu hins veg-
ar þar til flugumenn byltingarinnar náðu loks
að myrða Shapur Bakhtiai- þar sem hann dvald-
ist í útlegð í París.
Um ein milljón manna féll í stríðinu við
Iraka á árunum 1980-1989 þegar herforingjar
sendu „flóðbylgjur" lítt vopnaðra manna út í
opinn dauðann í endalausum „lokasóknum"
sem minntu helst á herfræði fyrri heimsstyrj-
aldar. Tvær milljónir manna misstu heimili sín.
Heimsbyggðin fylltist síðan hryllingi er
Khomeini erkiklerkur gaf í febrúar 1989 út trú-
arlega tilskipun, svonefnda „fatwa“, þess efnis
að breski rithöfundurinn Salman Rushdie skyldi
teljast réttdræpur vegna niðurlægjandi skrifa
sinna um Múhameð spámann í bókinni „Söngv-
ar satans". Bækur Rushdies voru brenndar og
þýðendum hans hótað lífláti. Rushdie neyddist
til að fara huldu höfði næstu níu árin og getur
enn ekki um frjálst höfuð strokið þó svo ráða-
menn í Iran hafi gefið til kynna að þeir hvetji
ekki lengur til þess að hann verði myrtur. Til-
skipun Khomeinis er enda strangt til tekið óaft-
urkallanleg og víst þykir að ýmsir fylgismanna
hans séu enn þeirrar hyggju að Rushdie beri að
gjalda fyrir guðlastið með lífi sínu.
Hersýningar og skrúðgöngur
Til þessarar sögu er hvergi vísað við hátíða-
höldin vegna 20 ára afmælis byltingarinnar
sem hófust á mánudag með því að blómum var
dreift úr þyrlum í nágrenni við Behesht-e-Za-
hra-grafreitinn í Teheran. Þar flutti Khomeini
fyrstu ræðu sína tO írönsku þjóðarinnar fyrir
20 árum og jarðneskar leifar hans er nú að
finna þar í grafhýsi. Khomeini kvaddi þennan
heim 3. júní 1989 og líða sjónvarpsmyndirnar
seint úr huga þeirra sem fylgdust með harmi
lostnum múgnum bera lík erkiklerksins um
götur Teheran.
Mikil vinna hefur verið lögð í að skreyta höf-
uðborgina í tilefni afmælisins. Víða blasa við
risastórar myndir af Khomeini og arftökum
hans og dagskrá fjölmiðla hefur verið lögð und-
ir hátíðahöldin, m.a. hafa landsmenn getað
fylgst með beinum sjónvarpsútsendingum frá
grafhýsi trúarleiðtogans.
Byltingarafmælið nær síðan hápunkti næsta
miðvikudag er þess verður minnst að 20 ár
verða liðin frá því að stjórn Bakhtiars hrökkl-
aðist frá völdum. Fram munu fara miklar
skrúðgöngur og hersýningar og þykir víst að
milljónir manna taki þátt í þeim.
Því hefur oftlega verið haldið fram að tíminn
hafi veríð „frystur“ í íran er lýst var yfir stofn-
un íslamsks lýðveldis þar árið 1979. Aðrir telja
fremur við hæfi að lýsa ástandinu sem svo að
klukkan hafi verið færð aftur til miðalda er
Khomeini sneri aftur úr sjálfskipaðri útlegð í
Frakklandi.
Geysilega miklar breytingar hafa engu að síð-
ur átt sér stað í landinu á síðustu 20 árum.
Raunar bendir flest tO þess að íslamska bylting-
in sé nú á leið í gegnum mikOvægasta breyf>
ingaskeiðið, sem móta muni alla framtíð hennar.
Harðvítug barátta um völdin fer nú fram í ír-
an þar sem á takast bókstafstrúarmenn er engu
vilja tO hnika og fylking sem kenna má við „um-
bótasinna" og virðist beijast fjTÍr að svigrúm
einstaklingsins og andlegt frelsi verði aukið í
landinu á sama tima og leitað verði eftii' bættum
samskiptum við vesturlönd.
Þar ber hæst Bandaríkin sem enn eru kennd
við „Stóra Satan“ í Iran vegna stuðnings ráða-
manna vestra við stjóm Reza Palavi keisara og
þvinganir gagnvart Khomeini erkiklerki og arf-
tökum hans. Byltingin í íran vai' enda ekki síst
sprottin af þjóðemishyggju því almennt var lit-
ið svo á að keisarinn væri aðeins leppur Banda-
ríkjamanna og stjórn hans bæði spOlt og van-
hæf. Undir forustu Bandaríkjamanna hafa Ir-
anir mátt búa við verulega einangran á alþjóða-
vettvangi, sem þeir hafa svarað með stuðningi
við ýmsa hópa í Mið-Austurlöndum er berjast
gegn bandarískum áhrifum þar með hryðju-
verkastarfsemi og pólitískum þvingunum.
Sögulegt forsetakjör
Sönnun þess að umbóta- eða endurskoð-
unaröfl væra í sókn í Iran fékkst í maímánuði
1997 er Mohammad Khatami var kjörinn for-
seti íslamska lýðveldisins eftir að hafa óvænt
hlotið hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu um-
ferð kosninganna. Khatami kom fram sem full-
trúi hófsamra afla innan klerkaveldisins og
boðaði umbætur á mörgum sviðum þjóðlífsins.
Kannanir reyndust réttar er í ljós kom að
Khatami hafði ekki síst sótt fylgi sitt til ungs
fólks og kvenna. Þetta era enda þeir þjóðfé-
lagshópar, sem mest áttu undir því að frjál-
syndari viðhorf fengju aukið vægi í Iran.
Því var spáð að valdabarátta væri í uppsigl-
ingu og það reyndist rétt.
Fyrir hinni fylkingunni í stjórnmálum
landsins, fylkingu íhaldsmanna, fer trúarleið-
toginn Ayatollah Ali Khameini, arftaki
Khomeinis og valdamesti maður landsins.
Khameini og menn hans telja að uppspretta
valdsins í íslömsku lýðveldi sé Guð sjálfur en
vald sitt fái trúarleiðtoginn, „Hinn æðsti
stjórnandi" beint frá honum. Orð hans og vilja
megi því ekki draga í efa.
Khatami forseti virðist hins vegar telja að
ýmsar vestrænar hugmyndir um lýðræði og
einstaklingsfrelsi eigi erindi við Irani á þessum
miklu breytingatímum. Hann hefur, með var-
færnislegum hætti þó, reynt að tala máli
kvenna í íran en þær eru ofurseldar trúarlegu
eftirliti og þvingunum af ýmsum toga þótt víða
láti þær til sín taka í samfélaginu. Jafnframt
hefur hann lagt áherslu á umbætur á efnahags-
sviðinu og farið heldur vinsamlegum orðum um
Bandaríkin og stjómvöld þar.
Valdabaráttan hefur heldur farið harðnandi
á síðustu mánuðum og spenna hefur aukist í
landinu eftir að harðlínumenn létu til skarar
skríða gegn rithöfundum, blaða- og mennta-
mönnum, sem þóttu um of hallir undir vest-
ræna hugsun. Nokkrir þessara manna voru
myrtir en sú staðreynd að rannsókn var fyrir-
skipuð til að hafa hendur í hári morðingjanna
hefur verið túlkuð á þann veg að Khatami for-
seti standi betur að vígi en Khameini, sem þó
er honum valdameiri, samkvæmt stjórnar-
skránni frá því í desember 1979.
Breytingar í íslamska lýðveldinu era og
verða öldungis bundnar við nýjar kynslóðir.
Fæðingartíðnin er mikil I landinu, hver kona
skilar að meðaltali rúmlega fjórum börnum
Reuters
ÞEIR sem landið munu erfa við risastóra veggmynd af helstu leiðtogum byltingarinnar f
íran: Khatami forseta (t.v), Khomeini erkiklerki (f.m.) og Ayatollah Khameini, núverandi
trúarleiðtoga.
KONUR eru á meðal dyggustu stuðnings-
manna „umbótaaflanna" í fran.
MOHAMMAD Khatami,
forseti íran.
inn í þennan heim. Á síðustu 20 árum hafa því
komið fram fjölmennar kynslóðir, sem enga
reynslu hafa af keisaradæminu en jafnframt
muna ekki Khomeini. I Iran búa um 69 millj-
ónir manna (hér er stuðst við áætlun frá því í
fyrra). Hins vegar eru heilar 30 milljónir
manna undir 20 ára aldri. Þetta unga fólk er
ekki mótað af byltingarandanum með sama
hætti og foreldrar þess. Það hefur skýrari
hugmyndir um umheiminn þótt fjölmiðlun lúti
enn takmörkunum og gerir sér betur grein
fyrir þeim breytingum sem orðið hafa. Þessi
vitneskja getur síðan af sér annað verðmæta-
og hagsmunamat.
Unga kynslóðin reyndist dyggasti banda-
maður Khatamis í forsetakosningunum sögu-
legu 1997. Bundið er enda í lög að kosninga-
rétturinn miðist við 15 ár. Þetta fólk, sem
stundum er nefnt „barnabörn Khomeini", mun
öðram fremur móta framtíð byltingarinnar í ír-
an. Hið sama gildir um ú’anskar konur sem nú
láta til sín taka á mörgum mikilvægum sviðum
þjóðlífsins, í menntamálum, atvinnulífinu og
stjórnmálum. Þótt enn séu aðeins 13 af 270 full-
trúum á þingi konur er sýnt að boðskapur
Khatamis um aukna þátttöku kvenna hefur
fallið í frjóan svörð. Þróunin er alltjent ótvírætt
sú að konur verði ekki jaðarhópur í samfélag-
inu með sama hætti og áður.
Efnahagsörðugleikar
Fæðingartíðnin mikla og þær gífurlega
fjölmennu kynslóðir, sem fram hafa komið á
síðustu tveimur áratugum skapa mikinn
vanda á sviði efnahagsmála. Við blasir að
erfitt verður að skapa störf fyrir allt þetta
unga fólk og í því efni vegur einangrun sú
sem landið hefur sætt á alþjóðavettvangi
þungt. Þessi staðreynd getur aftur af sér
annað hagsmunamat á meðal hinna ungu, sem
síðan leitar farvegs í stjórnmálum landsins.
Mohammad Khatami er sá maður sem þetta
fólk bindur vonir við.
Khatami hefur enda lagt á það ríka áherslu
að landsmenn þurfti að skjóta traustari stoðum
undir afkomu þjóðarinnar en um 80% af út-
flutningsverðmætinu er í formi olíu. Þessi stað-
reynd hefur kallað gifurlegar sveiflur yfir hag-
kerfið. Síðustu tvö árin hefur enn syrt í álinn
vegna lækkandi olíuverðs á heimsmarkaði.
Khatami hefur boðað hófstillt fráhvarf frá
þeirri miðstýringu, sem einkennir flesta mikil-
vægustu þætti efnahagslífsins og sagt að leita
beri leiða til að aukna fjölbreytni í efnahagslíf-
inu. Sama boðskap flutti raunar forveri hans,
Ali Akhbar Hashemi Rafsanjani, sem enn er í
hópi valdamestu manna landsins, án þess þó að
veralegra breytinga gætti.
Þvert á móti hefur efnahagsástandið farið
versnandi og áhrifa þessa gætir víða. Atvinnu-
leysi eykst hröðum skrefum, verðhækkanir
hafa riðið yfir, félagsleg vandamál á borð við
vændi og eiturlyfjaneyslu setja sífellt meiri
svip á samfélagið;trúarhitinn fer minnkandi,
einkum á meðal yngri kynslóðarinnar.
Fyrir opnum tjöldum
Barist hefur verið um völdin í íran allt frá
því að Khomeini sneri aftur. Á hans dögum fór
sú barátta hins vegar ekki hátt því þar áttust
við undirsátar erkiklerksins. Nú takast arftak-
ar hans á meira og minna fyrir opnum tjöldum.
Baráttan snýst um hvort horft skuli fram á við
eða til baka til dagana tíu fyrir 20 árum sem
bundu enda á 2.500 ára þjóðskipulag. Klofning-
urinn gæti tæpast verið djúpstæðari.