Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 17 LISTIR Nýtt íslenskt leikrit frumsýnt í Kaffíleikhúsinu í kvöld Að bresta í ljóðatrans Hótel Hekla er nýtt íslenskt leikrit eftir Anton Helga Jónsson og Lindu Vilhjálms- dóttur, sem frumsýnt verður í Kaffileik- húsinu í kvöld kl. 21. Margrét Sveinbjörns- dóttir leit inn á æfíngu og átti stutt spjall við annan höfundanna, leikarana tvo og leikstjórann. LEIKARARNIR tveir eru þau Þórey Sigþórsdóttir, sem leikur flugfreyju, og farþeginn Hinrik Ólafsson. Leikurinn gerist um borð í flugvél á leið til útlanda og á hótelherbergi. Ljóðum er fléttað inn í leiktextann líkt og söng í söngleikjum - eða eins og Linda Vilhjálmsdóttir, annar höf- undanna, orðar það: „Persónur leik- ritsins bresta annaðhvort fyrirvara- laust í nokkurs konar ljóðatrans eða þær fara með Ijóðin eins og hvurn annan texta.“ Leikurinn segir frá flugfreyju sem þarf að kijást við „óþægilegan" far- þega á leið til útlanda. Hún verður að taka afstöðu til þess hvort hann sé hættulegur eða hvort hún sjálf geti haft hag af samskiptum við hann. Mikið meira vilja leikaramir eigin- lega ekki láta hafa eftir sér um fram- vindu verksins. Linda upplýsir þó að átök flugfreyjunnar og farþegans á milli snúist um handfarangur sem hann neiti að skilja við sig og sé því afar grunsamlegur í hennar augum. Fantasía karlkyns farþega En hvers konar persónur eru hér á ferð og hvemig er samskiptum þeirra háttað? „Hún er fantasía karl- kyns farþega um hina fullkomnu flugfreyju," segir Þórey. „Og það hvernig flugferðalag getur orðið sem þægilegast," bætir leikstjórinn Hlín Agnarsdóttir við. „Toppurinn er svo náttúrlega að geta endað með flug- freyjunni á hótelherbergi á erlendri grund,“ segir Hinrik. „Hann er að fara að gegna mjög ákveðnu og mik- ilvægu erindi og er með mjög mikil- vægan hlut með sér. Það er lífs- spursmál, ekki bara fyrir hann, held- ur fyrir marga aðra, að hann komist með þennan hlut á leiðarenda," segir Hinrik. Linda rekur upphaf leikritsins Hótels Heklu til hugmyndar sem Þórey fékk fyrir nokkrum árum og var í því fólgin að setja ljóð í hvers- dagslegt samhengi. Sú hugmynd varð að veruleika og hafa sjónvarps- áhorfendur að undanförnu getað séð hana sem „Ljóð vikunnar“ í upp- færslu Þóreyjar. „Svo datt henni í hug að prófa hvort þetta væri hægt í leikhúsi og kallaði í okkur; mig og Hlín og Anton Helga, en við höfðum öll unnið saman í höfundasmiðju Borgarleikhússins og hún hafði unn- ið mikið með Hlín áður. Okkur leist ofsalega vel á þessa hugmynd og vorum alveg til í að prófa hana en eftir að við vorum komin með bygg- ingu leikritsins, söguþráðinn og per- sónurnar, þá fóru ljóðin að vefjast fyrir okkur. Við sáum ekki hvernig okkur tækist að koma þeim á spenn- andi hátt inn í leikrit. Það stóð held- ur aldrei til af okkar hálfu að fara að skrifa ný ljóð í leikritið. Þetta vafðist Námskeid ifebrúar Þriðjudaginn 9. febrúar Keramikmálun (frjálst val) Trémálun (fuglahúsalampi) Fimmtudaginn 11. februar Trémálun (gluggahlerar) Silkimálun Þriðjudaginn 16. febrúar Keramikmálun (frjálst val) Grænlenskur perlusaumur Fimmtudaginn 18. febrúar "Antiquemálun" með Duncan litum og olíum Trölladeig (par) Þriðjudaginn 23. febrúar Keramikmálun (frjálst val) Kransagerð (trémálun o.fl.) Fimmtudaginn 25. febrúar Trémálun (dagatal) Tusku- og trédúkkugerð Öll námskeið hefjast kl. 19.00. Staðfestingagjald kr. 1.000,- Mörkinni 1 sími 588 9505 Morgunblaðið/Árni Sæberg FLUGFREYJAN Þórey Sigþórsdóttir og farþeginn dularfulli, Hinrik Ólafsson, á fljúgandi ferð. mikið fyrir okkur og það endaði með því að við vorum næstum því búin að gefa hugmyndina upp á bátinn en þá ákváðum við að fara í spunavinnu og þar komu fram skemmtilega skýrir og fínir drættir," segir Linda. Gott að grípa til Ijóða þegar ókyrrð er í lofti Ljóðin eru eftir skáldin Diddu, Braga Ólafsson, Sjón, Elísabetu Jök- ulsdóttur, Birgi Svan Símonarson, Steinunni Sigurðardóttur, Geirlaug Magnússon, Tómas Guðmundsson og Sigfús Daðason, auk þeirra Lindu og Antons Helga. Linda leggur áherslu á að ljóðin hafí verið valin með hliðsjón af söguþræðinum en ekki öfugt, eins og algengara er þeg- ar ljóð eru notuð í leikhúsi, þ.e. að leikritið sé smíðað kringum Ijóðin. Linda gefur sýnishorn af því hvemig ljóðin eru yfir og allt um kring í leikritinu: „Flugfreyjan kem- ur til dæmis með matarbakka og far- þeginn segir: „Hvað er þetta? Á ég að borða þetta?“ Þá segir hún: „Þetta eru ljóð. Það er andleg nær- ing.“ Og hann spyr: „Eru þau ekki tormelt?" Þau tala sem sagt um ljóð eins og hvern annan hlut,“ segir ljóð- og leikritaskáldið Linda. Og í staðinn fyrir að útbýta dagblöðum í flugvél- inni er dreift Ijóðabókum. „Fyrst þegar hún gengur um og spyr far- þega hvort hún megi bjóða þeim ljóð segir hann einmitt: „Ha, ljóð? Að lesa?“ „Já, að lesa. Það lyftir manni svo upp að lesa ljóð á flugi,“ segir hún. Þá segir hann: „Eruð þið ekki með Morgunblaðið?" og spyr síðan, þegar hún er búin að halda smáræðu um það hvað það sé gott að grípa til ljóða þegar það er ókyrrð í lofti, hvort þetta sé ekki örugglega reglu- bundið áætlunarflug,“ segir Linda. Sýningin er samstarfsverkefni Kaffileikhússins og leikhópsins Fljúgandi fiska og er styrkt af Nor- ræna menningarsjóðnum. Auk þeirra sem þegar eru nefndir koma að sýningunni þau Áslaug Leifsdótt- ir, sem hannar leikmynd og búninga, og Ævar Gunnarsson, sem sér um ljósahönnun. Verkið var forsýnt í Norræna húsinu sumarið 1997 og þá í sænskri þýðingu Ylvu Hellerud. Á næstunni heldur leikhópurinn til Finnlands og Svíþjóðar, þar sem sýnt verður í Svenska teater í Turku 23. og 24. mars og í Teater Pero í Stokkhólmi 27. og 28. mars. Eins og venja er í Kaffileikhúsinu verður boðið upp á kvöldverð fyrir sýningar og ber matseðillinn keim af viðfangsefni kvöldsins. VIÐSKIPTAÞIN G Grand Hótel 10. febrúar 1999 ALÞJOÐAVÆÐING ATVINNUHFSINS DAGSKRA: 13:00 Skráning á Grand Hótel Reykjavík VIÐSKIPTAÞING 13:30 Ræða formanns Verslunarráös íslands Kolbeinn Kristinsson, formaöur VÍ 14:00 Alþjóðavæðing atvinnulífsins Davíö Oddsson, forsœtisráðherra 14:30 Fyrirspurnir og umræður 14:45 Kaffihlé 15:15 Fyrirtæki mitt og alþjóðavæðing atvinnulífsins Höröur Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags ísiands hf Róbert Guöfinnsson, stj.form. Þormóðs ramma - Sœbergs hf. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO hf. Siguröur Einarsson, forstjóri Kaupþings hf. Skúli Mogensen, framkvœmdastjóri Oz hf. 16:45 Fyrirspurnir og umræður 17:15 Móttaka í boði Verslunarráðs íslands Þinggjald er kr. 7.500 fyrir félagsmenn en kr. 9.500 fyrir aöra. Ef fyrirtæki, stofnun eða samtök senda fleiri en tvo þátttakendur fær þriðji þátttakandi 50% afslátt. Vinsamlegast skráiö þátttöku fyrir kl. 16:00, 9. febrúar nk. i síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ÍSLANDS 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.