Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hetjumar okkar allra Hvers vegna skipti Kristinn urn þjálfara? Er eðlilegt að maður, sem tvívegis lendir í öðru sæti á heimsbikarmóti, hætti undir stjórn þjálfara sem hann hejur lýst mikilli ánægju með opinberlega? / Islendingum þykir ákaf- lega vænt um hetjur sín- ar, ekki síst hinar látnu. Allir þekkja Laxness og Þórberg og Huseby. Eða Gunnar og Njál. Og Jónas. Is- lendingum þykir reyndar líka ákaflega vænt um þær hetjur sínar sem enn eru á lífi, en bara stundum. Þegar hetjumar gera það gott, ekki síst í útlandinu, eigum við í þeim hvert bein. „Strákarnir okkar“ eru mjög gott dæmi um það. Stundum, til dæmis þessa dagana, ganga þeir undir nafninu Landsliðið í handbolta. Þeim hefur nefnilega ekki gengið alveg nógu vel upp á síðkastið. En „strákarnir okk- ar“ tóku þátt í heimsmeistara- mótinu í VIÐHORF Kumamoto Eftir Skapta fyrirhálfu Hallgrímsson Öðru án. Hetjur eru nauðsynlegar fyrir margra hluta sakir. Til dæmis ómissandi sem fyrirmyndir. Björk er gott dæmi um það; allir þekkja sögu henn- ar og nú virðist annar hver ís- lendingur, að minnsta kosti ann- ar hver Islendingur sem kann að syngja og spila, hyggja á strand- högg á erlendri grundu á því sviði. Iþróttamenn hafa löngum verið í hetjuhlutverkinu og um leið fyrirmyndir íslenskrar æsku. Það er hollt að stunda íþróttir, bæði andlega og Ukam- lega og hollt hverri þjóð að eiga góðar fyrirmyndir. Pistilshöf- undur sagði (sem formaður Samtaka íþróttafréttamanna) í ávarpi við útnefningu Iþrótta- manns ársins 1997: „Mikið hefur verið talað um mikilvægi ís- lenskunnar - okkar stórmerki- legu tungu, sem gerir okkur í raun að þjóð. Að sama skapi hlýtur það að vera afar mikil- vægt að eiga fyrirmyndir sem mæla á þessa tungu. Nóg er til af fyrirmyndum annars staðar; Michael Jordan, Ronaldo, Al- berto Tomba og Marion Jones eru góðra gjalda verð en Krist- inn, Jón Amar, Geir og Guðrún - svo einhver séu nefnd - hljóta að vera æsku þessa lands enn mikilvægari fyrirmyndir ef grannt er skoðað. Að afreks- menn skuli vera til sem tala tungu hennar hlýtur að styrkja þau enn frekar en ella í þeirri trú að þau geti einnig náð langt; geti náð markmiðum á sviði af- reksíþrótta eða á öðrum sviðum lífsins í leik og starfi." Því er þetta rifjað upp að einn afreksmanna íslensku þjóðarinn- ar á íþróttasviðinu hefur átt í einkennilegum vandræðum upp á síðkastið. Þeir sem fylgjast með hafa orðið varir við hversu Kristinn Bjömsson skíðamaður hefur dalað. Hann náði þeim frá- bæra árangri í fyrravetur að verða tvívegis í öðra sæti á heimsbikarmótum auk þess sem hann náði nokkram sinnum bestum brautartíma á sama vettvangi. Rétt er að taka fram að Kristinn náði ekki að ljúka nema mótunum tveimur, þegar hann varð í öðra sæti - en hon- um skaut engu að síður upp á hinn erlenda skíðastjömuhimin. Herbragð Kristins hefur jafnan verið það að taka áhættu; hefur rennt sér eins hratt og hann möguiega getur og stefnt að því að verða eins framarlega og nokkur kostur er. Hann vill frekar detta en verða aftarlega á merinni. Hann er mikill keppnis- maður, og shkan hugsunarhátt ber að virða. I vetur hefur hins vegar borið svo við að Kristinn hefur alls ekki náð sér á strik. Og það sem meira er: ekld verð- ur betur séð en hann færi mun hægar yfir en áður. Á síðasta móti fór hann til að mynda löt- urhægt, að því er virtist af sjón- varpsútsendingu, en datt engu að síður - á sama hátt og áður. Fyrir þetta keppnistímabil skipti Kristinn um þjálfara, hætti hjá Austurríkismanninum Christian Leitner, landsliðs- þjálfara Finna, og æfir nú undir stjóm íslensks þjálfara með sænska landsliðinu. Skýringar á því hafa ekki fengist. Leitner kvaðst t.d., í samtali við Morg- unblaðið um síðustu helgi, hafa verið farinn að gera áætlanir fyrir þennan vetur þegar honum var tilkynnt að Kristinn hyrfi á brott. „Eg hélt að Kristinn hefði verið mjög ánægður með sam- starfið síðasta vetur og ég var það líka. Það kom mér því vera- lega á óvart þegar hann ákvað að ganga til samstarfs við Sví- ana. Hann hafði lýst ánægju sinni með okkar samstarf og ég bjóst við að það myndi halda áfram, enda stóð hann sig frá- bærlega síðasta tímabil," segir Leitner í Morgunblaðinu. Við þetta vakna spurningar sem aldrei hefur verið svarað opinberlega. Hvers vegna skipti Kristinn um þjálfara? Er eðli- legt að maður, sem tvívegis lendir í öðra sæti á heimsbikar- móti, hætti undir stjóm þjálfara sem hann hefur sjálfur lýst mik- illi ánægju með opinberlega? Er það rétt mat, að herbragðinu hafi verið breytt - að hann fari nú hægar yfir en áður? íslenska þjóðin fylgdist grannt með Kristni í fyrravetur og gladdist yfir velgengni hans. Nú heyrast æ fleiri raddir þess efnis að árangurinn í fyrra hafi verið heppni, Ólafsfirðingurinn sé ekki eins góður og almenn- ingur heldur og þar fram eftir götunum. Kristinn er einn þeirra sem njóta styrkja úr Af- reksmannasjóði íþrótta- og Ólympíusambandsins. Hluti fjárins kemur frá hinu opinbera og því er ekki óeðlilegt að fólk fái að vita hvað er að gerast. Kristni er óskað alls hins besta. Mitt mat er að hann sé mjög góður skíðamaður, sem eigi að geta mun betur en hing- að til í vetur. En hann virðist kominn í eitthvert öngstræti. Þegar skíðamaður dettur jafn oft í keppni og Kristinn hefur gert í vetur, er vandamálið ber- sýnilega orðið andlegt. Það þarf að hjálpa honum; oft hefur verið haft á orði að andlega hliðin skipti afreksmenn í íþróttum ekki minna máli en annað og því er augljóst að veita þarf Kristni slíka aðstoð. Sem fyrst. GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON + Guðbjörn Guð- mundsson fædd- ist á Ketilvöllum í Laugardal í Árnes- sýslu 16. júní 1920. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 27. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 5. febrúar. Sem barn og ung- lingur heyrði ég mikið talað um afrek Guð- bjöms móðurbróður míns á mörgum sviðum, einkum hvað varðaði hverskyns veiðiskap. Guðbjöm er fæddur á Ketilvöllum í Laugardal en fljótlega keyptu for- eldrar hans Böðmóðsstaði í sömu sveit og hófu búskap þar. Guðbjörn var elstur fjórtán systkina sem upp komust og voru strax á barnsaldri lagðar á hann miklar byrðar og ábyrgð sem hann varð að standa undir. Ásamt því að standa í hefðbundnum búskap á unlingsaldri með foreldrum fór hann snemma að ganga til rjúpna og liggja á grenjum ásamt fóður sínum sem var annáluð grenja- skytta. Þá stundaði hann með föður sínum lax- og silungsveiði í Hagaósi og Brúará sem skapaði drjúgar tekjur og mat til heim- ilisins. Á þessum tíma var þetta ekkert sport heldur eins og hver önnur vinna sem þurfti að framkvæma og oft við slæmar aðstæður miðað við það sem þekkist í dag. Snemma tókst Guðbirni að til- einka sér mikla leikni í veiðiskap og m.a. var víðfrægt hve auðveld- lega honum tókst að kalla til sín tófur. Þess- ir hæfileikar Guð- björns frænda míns og veiðisögur sem af honum fóru vöktu mikinn áhuga og aðdáun mína á honum sem leiddu til þess að ég fékk tækifæri til að kynnast honum náið og stunda með honum ýmiss konar veiðiskap. Þótt tæp 40 ár væru á milli okkar tókst með okkur mikill og góður vinskapur enda áttum við margt sameiginlegt og sömu áhugamál. Það var ómetanlegt fyrir mig með ólæknandi veiðibakteríu að fá að vera með og læra af manni með slíka hæfileika og reynslu. Á mörg- um rjúpnaveiðiferðum og í grenja- leitum miðlaði hann mér af reynslu sinni frá öðru sjónarhorni en gjarn- an tíðkast meðal sportveiðimanna nútímans. Það er eitt að vera góður veiðimaður og annað að kunna að segja frá, og hafði Guðbjörn mikla frásagnarhæfileika sem fullkomn- uðu veiðiferðirnar. Guðbjörn var umsvifamikill bygg- ingameistari hér í borg. Unnum við saman við margar húsbyggingar og var því hægt að spjalla og spekúlera í veiðiskap árið um ki-ing. Margar góðar minningar á ég frá samveru- stundum okkar frænda í sumarbú- stað hans á Böðmóðsstöðum og var Guðbjöm höfðingi heim að sækja og hrókur alls fagnaðar. Þá kom það ósjaldan fyi-ir að hann lánaði mér bústaðinn fyrir mig og kunningja mína. Það var gott að leita til Guðbjörns og mörgum hjálpaði hann sem áttu í erfiðleikum og virtist hann eiga auðvelt með að setja sig í spor ann- arra, enda hafði hann sjálfur upplif- að fátækt og erfiðleika. I sumar þegar við vorum við veið- ar á Böðmóðsstöðum fór ekki leynt að Guðbjörn gekk ekki heill til skógar þótt ekki óraði mig fyrir að hann væri þá kominn með sjúkdóm þann er leiddi hann til dauða. Af einstöku æðraleysi tók hann örlögum sínum er hann fann að þau urðu ekki umflúin. Þegar ég læt hugann reika er svo margs að minnast en með þessum fáu orðum vil ég þakka frænda mín- um, sem mér þótti svo vænt um, fyrir allar samverustundirnar. Öllum ástvinum votta ég samúð mína. Hvíl í friði. Flosi Ólafsson. EINAR JÓSEFSSON + Einar Jósefsson var fæddur 12. júní 1930 á Borgum á Skógarströnd. Hann lést á Vífils- staðaspítala 23. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jósep Einars- son og Guðbjörg Eysteinsdóttir. Systkini hans eru Eysteinn Jóhann og Elsa Borg. Einar kvæntist Kristínu Jónsdóttur, f. 22. Kveðja frá eiginkonu M varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja. Eg geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. júlí 1932. Dætur þeirra eru: 1) Guð- björg Nanna, f. 14.10. 1955, maki Heiðar Snær Engil- bertsson. 2) Krist- jana, f. 13.12. 1956, maki Brian Martin Herzog. 3) Jóna Gréta, f. 7.11. 1964, maki Lárus Milan Bulat. Barnabörnin eru 6. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Af öllum fúndum okkai’ slær ævintýraljóma. Og þó mér auðnist aldrei neinn óskastein að finna, þá verða ástir okkar og eldur brjósta þinna ljósávegummínum oglampifótaminna. (Dav. Stef.) Kristín Jónsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Elsku afi, hér er lítil kveðja frá mér til þín. Regnboginn er himinhár, gulur, rauóur, grænn og blár. Regnboginn er sáttmáh milli Guðs og mín. Regnboginn er himinhár, gulur, rauður, grænn og blár. Til himnanna nær miskunn þín, Guð, til skýjanna trúfesti þín. (H.J.) Eg sakna þín sárt. Minning þín mun ávallt lifa hjá mér. Þín Herdís. Elsku afi. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ég hlakka til að hitta þig aftur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þinn Markús Karl. Vinur okkar og spilafélagi, Guð- björn Guðmundsson, er látinn eftir stutta og harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann barðist eins og hetja til síðustu stundar eins og honum einum var lagið. Það skarð sem hann skilur eftir í spilaklúbbnum okkar verður vand- fyllt, því hann var alveg sérstakur maður I alla staði, þéttur á velli og léttur í lund og sá alltaf spaugilegu hliðarnar á öllum málum. Á sl. 14 árum, sem við höfum spil- að saman, hefur margt verið brallað og gert sér til skemmtunar og era sérlega minnisstæðar jeppaferðirn- ar um landið og heimsóknir í sum- arhöllina hans á Böðmóðsstöðum og þar dvalið heilu helgarnar. Þar var oft glatt á hjalla, mikið spilað og rabbað um landsins gagn og nauð- synjar og kræsingar yfirleitt ekki af verri endanum hjá honum og Unni enda þau höfðingjar heim að sækja og oft var lax og silungur á borðum sem hann hafði sjálfur veitt í Brúará enda veiðimaður góður. Guðbjöm var mikill áhugamaður um garðrækt og sýnir umhverfi heimilis og sumarhúss það mjög vel. Aðdáunarvert fannst okkur að fylgjast með umhyggju og nær- gætni Unnar í veikindum hans. Að lokum vottum við Unni, börn- um hans og fjölskyldum þeirra inni- legustu samúð. Guðbirni þökkum við samfylgdina. Guð veri með hon- um. Spilafélagar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.