Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIBS91100, SÍMBRÉF6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Landsbankinn í viðræðum við lífeyrissjóði um samstarf um íbuðalán Innanlandsflug Vextir íbúða- lána um 5,6% HORFUR eru á að vextir á íbúða- lánum Landsbankans verði 5,55- 5,65%. Jafnframt hefur bankinn til skoðunar að lánshlutfall verði allt y.ð 75%. Bankinn hefur m.a. átt í viðræðum við lífeyrissjóðina um samstarf á þessu sviði og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er stefnt að því að ganga frá því í byrjun næstu viku. Málið verður í kjölfarið kynnt með formlegum hætti hvort heldur bankinn gerir þetta sjálfur eða í samstarfi við til- tekna lífeyrissjóði. Ef af samstarfi við lífeyrissjóðina verður snýst það um svokallaða verðbréfun, sem gengur út á að þeir eignist ákveðið safn bréfa á móti Landsbankanum. Fyrirmynd að þessu samstarfi er að finna í Banda- ríkjunum og á Norðurlöndunum þar sem viðskipti af þessum toga eru vel þekkt. Með samstarfinu telur bankinn mögulegt að fara með vext- ina niður í 5,55-5,65%. Að mati bankans verða þessi kjör sambæri- leg þeim sem Ibúðalánasjóður býð- ur með tilliti til 30 ára greiðslubyrði og vaxtabóta. Landsbankinn mun einnig áforma að tengja þessi lán annarri fjármálaþjónustu sem bankinn býðm- með sveigjanleika í huga. Avinningur lífeyrissjóðanna af þessu samstarfi er m.a. sá að þetta gefur þeim færi á að fjárfesta í langtíma verðbréfum með fóstum vöxtum, en fram að þessu hefur rík- ið verið ráðandi aðilinn á þessum markaði. Ríkið er hins vegar að minnka hlut á þessum markaði. Lán til 30 ára Landsbankinn áformar að bjóða hefðbundin íbúðalán til 30 ára. Einnig ætlar banldnn að bjóða 30 ára íbúðalán samtengd við söfnun- arlíftryggingu Lífís, en þeim er sér- staklega ætlað að höfða til yngri íbúðakaupenda. Áhugi mun einnig vera innan bankans á að bjóða íbúðalán í evrum. Vegna gengis- áhættu fyrir lántakendur er talið að einungis 10-20% af hverju láni verði í evrum. Ákvörðun um lán í evrum verður tekin í vor í ljósi reynslu og eftirspurnar eftir íbúðalánum bank- ans. t'-i. .,.... Him- í Skaftafelli skrapp á hestbak í vikunni ásamt foreldrum sínum, Ragnari og Ullu. Áhersla í Skaftafelli á fræðslu fyrir ferðamenn Morgunblaðið/RAX ÍRIS ÁFORMAÐ er að gera talsverð- ar breytingar á þjónustu við ferðamenn í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Stefnt er að því að koma á fót gestastofu þar sem ferðamenn geta fræðst um nátt- úru og sögu Skaftafells. Um áramót tók nýr þjóð- garðsvörður, Ragnar Frank Kristjánsson, við störfum í þjóð- garðinum í Skaftafelli og vinnur hann að þessum breytingum í samvinnu við heimamenn og Náttúruvernd ríkisins. Um 70-80 þúsund manns koma árlega í þjóðgarðinn í Skaftafelli og sagði Ragnar að mikil þörf væri fyrir að auka þjónustu við ferðamenn. Þeir kölluðu eftir meiri fræðslu um staðinn, bæði náttúru hans og sögu. Fyrirhugað væri að breyta starfsemi þjónustumið- stöðvarinnar og koma þar fyrir margvíslegu fræðsluefni um Skaftafell. Mikið væri til af slíku efni, en koma þyrfti því á að- gengilegt form þannig að ferða- menn gætu notið þess. Ragnar sagðist hafa mikinn áhuga á að reyna að koma til skila sögu mannlífs í Skafta- felli. Ragnar, sem er ekkert skyldur Ragnari Stefánssyni, sem var þjóðgarðsvörður í ára- tugi, flutti í Skaftafell um ára- mót ásamt íjölskyldu sinni. Kona hans er Ulla Pedersen og eiga þau þrjár dætur, Önnu, Irisi og Freyju. Fjölgun um 21 þúsund farþega FARÞEGUM í innanlandsflugi árið 1998 fjölgaði um 21 þúsund frá ár- inu 1997. Er það fjölgun um tæp 7% á milli ára og voru farþegarnir alls 467 þúsund á árinu. Samsvarar þessi fjölgun farþega um 420 ferð- um á ári eða rúmlega einni flugferð á dag með fullsetinni 50 sæta flug- vél. I frétt frá Flugmálastjóm segir að helstu skýringarnar á þessum vexti séu aukin samkeppni á flug- markaði innanlands, sem leitt hafi af sér verulega lægri fargjöld, auk jákvæðrar efnahagsþróunar, sem einkennist af öflugum hagvexti og vaxandi einkaneyslu. Árið 1998 var fyrsta heila árið síðan snemma á sjötta áratugnum, sem samkeppni milli flugfélaga var frjáls, en öll sérleyfi í flugi voru af- numin 1. júlí 1997. Frá árinu 1996 til 1997 fjölgaði farþegum innan- lands hins vegar enn meira en á milli áranna 1997 og 1998, um 31 þúsund eða 8%. Hvalijarðargöngin haft lítil áhrif „Þótt enn sé of snemmt að full- yrða nokkuð um áhrif nýju Hval- fjarðarganganna, sem opnuð voru um mitt ár 1998, virðast þau hafa haft lítil áhrif á farþegaflutninga í innanlandsflugi enn sem komið er,“ segir í fréttinni. Á síðari hluta árs- ins fækkaði farþegum samt sem áð- ur á Sauðárkrók um 21% og á Bíldudal um 12%. Farþegum fjölg- aði hins vegar um tæp 4% á Ákur- eyri en heildarfarþegaflutningar á síðustu sex mánuðum ársins 1998 drógust saman um 1%. Innanlandsfarþegum á árinu 1998 fjölgaði á fimm af sjö stærstu flugvöllum landsins. Farþegum til Vestmannaeyja fjölgaði um 19%, eða 13.600, til Akureyrar um 16%, 25.100, til Húsavíkur um 11%, 1.700, til Egilsstaða um 8% eða 4.600 og til Reykjavíkur um 6%, 25.200. Farþegum fækkaði hins vegar á ísafirði um 7%, 4.200, og á Hornafirði um 4% eða um 800 far- þega. Þess má geta að samkeppni ríkir ekki á þremur af stærstu flug- völlunum sjö, þ.e. Húsavík, ísafirði og Hornafirði. Leiffuverð á þorskkvdta í fyrsta skipti yfír 100 krónur í vikunni Kvótaverð aldrei hærra Loðnu- frysting hafin FJÖLDI skipa var á loðnuveið- um á hádegi í gær. Klukkan 13 voru 24 loðnuskip á miðunum, einhver voru á landleið og þrjú á útleið. Níu bátar voru austan við Ingólfshöfða og var þar mokveiði af fallegri loðnu. Húnaröstin var á leið í land með fullfermi um eittleytið, og hafði verið við veiðar frá því snemma um morguninn. Jón Axelsson skipstjóri sagði að loðnan færi til frystingar. Byrj- að var að frysta loðnu á Höfn i n eftir hádegi á fóstudag. LEIGUVERÐ á þorskkvóta á Kvótaþingi Islands fór í vikulokin í 100,78 krónur og hefur aldrei verið hærra. Verðið fór í fyrsta skipti í 100 krónur á fimmtudag. Alls voru seld rúm 224 tonn af þorski á Kvótaþingi á föstudag en fyrir lágu kauptilboð í 1.200 tonn, það hæsta 101,55 krónur. Verð á þorskafla- marki var á sama tíma í fyrra 79 krónur. Verð á þorskaflamarki hefur farið stöðugt hækkandi síðustu vikur og mánuði, enda er mikil spurn eftir þorskkvóta. Hækkandi verð á þorskkvóta má meðal annars rekja til hækkandi fiskverðs á fískmörk- uðum en síðustu daga hafa fengist allt upp í 190 krónur fyrir þorsk- kílóið á mörkuðunum. Bjöm Jónsson, fulltrúi hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna, segir leiguverð á þorski reyndar einu sinni áður hafa farið í 100 krónur en þá hafi aðeins verið um eitt tilvik að ræða og sáralítið magn, aðeins um 3 tonn. Hann segir leiguverð aldrei áður hafa hækkað í janúar. Vanalega hafi það lækkað lítillega eða staðið í stað og jafnan lítið um viðskipti. Björn segir kvótaverðið nú með ólíkindum hátt, en engu að síður sé enn mikil eftirspurn og margir greinilega tilbúnir til að borga svo hátt verð. „Þetta er seljendamark- aður og nú er skortur á heimildum. Því hlýtur verðið að hækka. Það vantar alla kvóta því veiðigeta flot- ans er mun meiri en sá kvóti sem er í boði. Það eru að langmestu leyti hefðbundnir vertíðarbátar sem eru að leigja sér kvóta og margir eru að reyna að tryggja sér aflamark áður en vertíðin nær hámarki." Bjöm segir mun minna af þorsk- kvóta í boði en verið hefur. Það helgist meðal annars af því að víða hafa útgerðir sameinað aflaheimildir sínar til að losna undan Kvótaþingi. „Það er allt öðmvísi íyrirkomulag á kvótamarkaðnum með tilkomu Kvótaþings. Ef menn lentu í vand- ræðum áður gátu þeir bjargað sér á tiltölulega auðveldan hátt. Nú verða menn að kaupa kvóta á þinginu á uppsettu verði. Þannig skrúfast verðið smám saman upp. Það á ekki aðeins við um þorsk, heldur flestar aðrar tegundir," segir Björn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.