Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ i- ÍÞRÓTTIR Hvaða lið tekur við af MARGT hefur breyst í NBA-deildinni í körfuknattleik frá því að Michael Jordan stal boltanum frá Karl Malone - og skoraði sig- urkörfuna sem tryggði Chicago Bulls sjötta titilinn á tíu árum í júní síðastliðnum. Jordan hefur lagt skóna á hilluna og Chicago hefur verið stokkað upp. Án Jordans verður það hlutverk ein- hvers annars að endurreisa ímynd deildarinnar eftir langt verk- bann. Á meðan besti leikmaður allra tíma spilar golf í rólegheit- unum munu aðrir stjörnuleikmenn og önnur lið reyna að fylla skarð hans og meistaraliðs Bulls. „Við verðum að selja leikinn að nýju til almennings og þótt Jordan hafi verið frábær sendi- herra fyrir deildina munu vinsældir hennar halda áfram. Þeir leikmenn sem spila áfram verða að gera sér grein fyrir hlutverki sínu bæði innan sem utan vallar,“ sagði Lenny Wiikens hjá Atl- anta nýlega en hann er sigursælasti þjálfari allra tíma. Gunnar Valgeirsson skrifarfrá Bandaríkjunum Svipuð orð hafa verið á vörum margra undanfarið. Flestir þeir sem best til þekkja gera sér grein fyrir því að erfitt verður að fylla skarð það sem Jordan skil- ur eftir sig. Ungu stjömurnar í deild- inni verða því að taka sig til í leik innan vallar og hegðun utan hans. Að auki ættu ný tækifæri að opnast hjá liðum sem Bulls hefur rutt úr vegi á undanfórnum árum. Þau munu eflaust halda körfuknatt- leiksaðdáendum við efnið þótt alls- herjargoðinn sé farinn. Fyrsta prófraunin er nú um helg- ina þegar fyrstu deildar leikirnir á keppnistímabilinu fara fram. Liðin byrja keppnistímabilið eftir óvenju- stutt æfíngatímabil og 204 daga verkbann. Búast má við að fyrstu leikir liðanna verði erfiðir fyrir suma að horfa á meðan leikmenn finna sig með nýjum samherjum. Fá lið eru í raun tilbúin í leikina og þeir þeikmenn sem ekki eru í toppæfingu gætu átt á hættu að meiðast. Aðdáendur margra liða munu þó eflaust kætast ef þau byrja vel. Uppstokkun Chicago Bulls, þótt slæm sé fyrir aðdáendur liðsins, gefur nú fjölmörgum öðrum liðum von um að vinna titilinn. Þessi von gæti gert það að verkum að aðdá- endur þeirra fari að fylgjast með af meiri ákafa. „Ég held að að minnsta kosti tólf lið, sem halda að þau eigi raunhæfan möguleika á meistaratitilinum, mæti til keppni. Þetta gæti orðið jafnasta keppnis- tímabil okkar í mörg ár,“ sagði Da- vid Stern, forseti deildarinnar. Vegna styttingar á keppnistíma- bilinu úr 82 í 50 leiki verður hver þeirra mikilvægari en venjulega og liðin munu spila fleiri leiki í viku hverri en ella. Þau munu einnig spila fleiri leiki í röð á útivelli. þetta gerir það að verkum að þjálf- arar liðanna verða að nota „vara- mannabekkinn" meira en áður og sumir af eldri leikmönnunum fá meiri hvfld í leikjunum. Leikað- ferðir gætu einnig þurft að breyt- ast. „Við munum eiga í mun meiri erfiðleikum að stífpressa allan völl- inn en vernjulega þegar við spilum svo marga leiki í röð,“ sagði Rick Pitino, þjálfari Boston. „Það gæti gert út af við suma leikmenn til langframa," bætti hann við. Liðin með bestu varamannabekkina munu því eflaust gera það gott eft- ir því sem lengra líður á keppnis- tímabilið. Það er þó aðdáendum NBA- deildarinnar fyrir mestu að þrátt fyrir allt mun keppnistímabilið halda velli og þeir fá tækifæri til að njóta leiksins að nýju. Þegar litið er á styrkleika liðanna virðast fjögur lið í Vesturdeildinni og tvö í Aust- urdeildinni líklegust að blanda sér í toppbaráttuna. í Vesturdeildinni farnir á brott verður erfitt fyrir Tim Floyd, hinn nýja þjálfara liðs- ins, að koma Bulls svo mikið sem í úrslitakeppnina. Hvaða lið eru þá líklegust til að taka titilinn af Bulls í Austurdeild- inni? Indiana Pacers leikur nú sitt síðasta keppnistímabil í Market Square Arena í Indianapolis. Lairy Bird sneri liðinu alfarið við í fyrra. Pacers komst ekki í úrslitakeppn- ina fyrir tveimur árum, en í fyrra var það fimm stig frá því að slá Chicago út. Ástæðan fyrir bjartsýni margra á gengi liðsins er að það kemur næsta óbreytt til leiks og sennilega best undirbúið til keppni af öllum 29 liðunum í deildinni. A meðan önnur lið gátu ekki æft óformlega (m.a. vegna þess hve margir leikmanna þeirra voru með Reuters SCOTTIE Pippen náði sér ekki á strik í fyrsta leik sínum með Houston Rockets. Hér sækir hann að körfu Los Angeles Lakers, Kobe Bryant er í vörn, Travis Knight horfir á. Reuters BRYON Russel, leikmaður Utah Jazz, er treður knettinum í körfu Chicago Bulls án þess að Andrew Lang komi vörnum við. lausa samninga) æfðu leikmenn Indiana saman í allt haust og í vet- ur og það kann að koma liðinu verulega til góða. Indiana hefur komist í úrslit Austurdeildar þrjú af undanfómum fimm árum og er því sjóað lið í úrslitakeppninni. „Flestir strákarnir í liðinu hafa leikið saman lengi. Þeir eru fullir sjálfstrausts og spila vel saman. Ef einhver á slakan dag þá bætir alltaf einhver upp fyrir það og meira get- m’ maður ekki óskað af leikmönn- um sínum,“ sagði Bird nú á blaða- mannafundi í vikunni. New York Knicks er alltaf með í toppbaráttunni en aldurinn var far- inn að segja til sín hjá liðinu í fyrra. Forráðamenn liðsins tóku af skarið fyrir skemmstu og skiptu á John Starks og Chris Mills til Golden State fyrir Latrell Sprewell, sem hefur verið í keppn- isbanni í rúmt ár eftir að hafa reynt að kyrkja P.J. Carlesimo, þjálfara Golden State, á æfingu. Sprewell stóð sig vel í æfingaleikj- um liðsins og ef hann fellur vel inn í leik þess gæti Knicks veitt Indi- ana harða keppni í Austurdeildinni. Mikið mun velta í Patrick Ewing í miðjunni, en hann er ekki í góðu formi, enda miðjumaðurinn í samn- inganefnd stéttarfélags leikmanna við deildina. Ef Ewing verður ekki fljótur í gang má búast við að New York eigi erfitt uppdráttar. Af öðrum liðum í Austurdeildinni er helst að veðja á Miami Heat, en fyrir utan miðherjann Alonzo Mo- urning og bakvörðinn Tim Har- daway er ekki mikið um skorara hjá liðinu. Dan Majerle á enn við langvarandi bakmeiðsl að stríða og því munu aðrir leikmenn þurfa að taka af skarið. Atlanta Hawks er með gott byrj- unarlið, en veikur varamannabekk- urinn kann að verða liðinu að falli. New Jersey Nets hefur styrkst frá í fyrra og gæti orðið hættulegt í úr- slitakeppninni. Jason Williams verður sem fyix aðalmaðurinn hér, en nýliðinn frá í fyrra, Keith Van Horn, gæti sprungið út. Önnur lið munu sennilega ekki koma til með að bæta sér í toppbaráttuna í Aust- urdeildinni og þá sérstaklega eru Los Angeles Lakers, Utah Jazz, San Antonio Spurs og Hou- ston Rockets sigurstrangleg, en í Austurdeildinni Indiana Pacers og New York Knicks. Lítum nánar á möguleika liða í báðum deildum. Austurdeildin Mörg lið í deildinni eru eflaust í hefndarhug þegar þau mæta Chicago Bulls. Liðið hefur haft svo mikla yfirburði undanfarin ár að erfitt hefur verið fyrir önnur lið að yfirstíga þann hjalla. Liðin í Aust- urdeildinni munu reyna að hefna fyrir ósigra gegn Bulls undanfarin ár og þar sem Jordan, Pippen, Rod- man, Longley og Kerr eru allir Utah lagði meistara Chicago MEISTARAR Chicago Bulls máttu þola tap í sínum fyrsta leik er þeir heimsóttu Utah Jazz, 104:96. Karl Malone skoraði mest fyrir heimamenn, 21 stig, en Jeff Hornacek setti 17 stig. Toni Ku- koc skoraði mest fyrir gestina - hann skoraði 22 af sínum 32 stig- um í seinni hálfleik. í Los Angeles gerðist það að stjörnuleikmennirnir Shaquille O’Neal, Kobe Bryant og Eddie Jones léku vel með Lakers, er þeir mættu Houston Rockets-tríó- inu, Charles Barkley, Hakeem Olajuwon og Scottie Pippen. Heimamenn fögnuðu sigri 97:91. Barkley átti stórleik - skoraði 31 stig og tók 15 ráköst. Olajuwon skoraði 11 stig og tók sjö fráköst. Fyrir heimamenn skoraði O’Neal 30 stig, tók 14 fráköst og átti sex stoðsendingar. Gary Payton skoraði 28 stig fyrir Seattle SuperSonics er liðið færði nýja þjálfaranum Paul Westphal sigur á Dallas Maver- icks, 92:86. Nick Anderson skoraði 19 stig fyrir Orlando og Darrell Arm- strong fimmtán og átti átta stoðsendingar er Magic vann New York Knicks 95:83. Boston tapaði óvænt á heima- velli fyrir Toronto. Kevin Willis skoraði 28 stig fyrir gestina og tók 16 fráköst og Doug Christie skoraði 27 stig. Gugliotta skoraði 24 stig og tók sautján fráköst fyrir Phoenix Suns, sem vann LA Clippers á útivelli, 101:92. Chicago? i i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.