Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 44
t 44 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
■ý
*
JÓHANN
BENEDIKTSSON
"T" Jóhann Bene-
* diktsson var
fæddur í Kambhól í
Víðidal 15. janúar
1919. Hann lést á
Landakotsspitala 31.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Sigríður Frið-
riksdóttir og Bene-
dikt Benónýsson.
Var hann yngstur
sex alsystkina en
eldri voru tvö hálf-
systkini samfeðra.
Þriggja nátta gamall
fór Jóhann í fóstur
að Neðri-Fitjum í sömu sveit til
hjónanna Sigríðar Guðmunds-
dóttur og Árna V. Gíslasonar.
Sjálf höfðu þau eignast tíu börn
og misst tvö en tóku auk þess að
sér fósturdóttur síðar.
Árið 1954 kvæntist Jóhann
Auði Guðmundsdóttur frá Stóru-
Borg, f. 16. mars 1926, og lifir
hún mann sinn. Börn þeirra eru
fjögur: 1) Sigr/ður, f. 1954,
menntaskólakennari. 2) Olafur, f.
1959, sóknarprestur, kvæntur
Þóru Harðardóttur
kennara, f. 1959.
Börn þeirra eru Jó-
hann, f. 1988, og
Auður, f. 1991. 3)
Haraldur, f. 1961,
læknir, kvæntur
Margréti Jóhannes-
dóttur hjúkrunar-
fræðingi, f. 1965.
Börn þeirra eru Da-
víð, f. 1989, Áslaug,
f. 1991, og Ingunn, f.
1995. 4) Guðmundur,
f. 1963, viðskipta-
fræðingur, kvæntur
Önnu Magnúsdóttur
tannlækni, f. 1970. Sonur þeirra
er Helgi, f. 1997.
Jóhann ólst upp á Fitjum og
var þar við bústörf til ársins 1957
en fluttist þá til Reykjavíkur og
bjó þar æ síðan. Frá 1962 var
heimili hans á Melhaga 7. Lengst
af var hann verkstjóri hjá
Reykjavíkurborg.
IJtför Jóhanus verður gerð frá
Neskirkju á morgun, mánudag-
inn 8. febrúar, og hefst athöfnin
klukkan 15.
■y „Sælir eru hógværir, því að þeir
munu jörðina erfa. Sælir eru hjarta-
hreinir, því að þeir munu Guð sjá.“
(Matteus 5.5 og 8.)
Á fyrra mánudag töluðum við
pabbi saman í síðasta sinn. Þegar
við kvöddumst þrýsti hann mér
lengi að sér, faðmaði mig og kyssti.
Hönd hans var hlý og mjúk, faðm-
lagið innilegt og kossinn staðfesti
kærleika hans og hlýju.
Þannig var pabbi alltaf. Þannig
man ég hann frá fyrstu tíð til hinstu
k stundar.
Núna lá hann í sjúkrarúmi, farinn
að heilsu. Eg gerði mér undireins
grein fyrir því að hann var að kveðja
mig í síðasta sinn hér á jörð. Eftir
þetta sá ég hann aðeins sofandi.
Að lokum vafði hann mig sömu
örmum og báru mig áður, þegar ég
var lítill drengur. Þá vildi ég skil-
yrðislaust að hann tæki mig í fangið
þegar hann kom heim úr vinnunni -
og það gerði hann með glöðu geði
og sönnum kærleika. Ekki taldi
hann heldur eftir sér að ganga um
gólf að næturlagi tl að sefa og róa
veikt og pirrað barn sitt sem hvíldi í
sterkum og hlýjum föðurörmum.
Og vel man ég gamlárskvöldið þeg-
^ ar hann var heima hjá mér fárveik-
um, sjö ára gömlum, meðan aðrir í
fjölskyldunni fögnuðu áramótum
með nánustu vinum okkar.
Þannig streyma fram í hugann
minningar um hamingjudaga
bemskunnar í skjóli ástríkra for-
eldra.
Pabbi og mamma voru vissulega
ólík um margt en fullkomlega sam-
einuð í ást og umhyggju gagnvart
okkur systkinunum. Við vorum víst
ekki rík af veraldarauði en nægju-
semi pabba og jákvætt lífsviðhorf
mömmu gerði að verkum að það
kom aldrei að sök.
Pabbi talaði minnst um eigin líð-
an en hugsaði mest um aðra og gaf
öðrum örlátlega þótt hann veitti
sjálfum sér ekki margt. Mér hefur
t.d. alltaf þótt stórkostlegt að minn-
ast þess að hafa fengið reiðhjól á
sex ára afmæli mínu og alvöru úr á
sjö ára afmælinu.
í augum pabba var ekkert of gott
handa þeim sem honum voru kærir.
Og þótt við byggjum þröngt var
gott að vera þar því hjartarýmið var
ótakmarkað, umhyggjan og þolin-
mæðin óendanleg.
Úr uppvextinum á ég einungis
bjartar og ylríkar minningar um
góða foreldra sem létu sér í sann-
leika annt um bömin sín. Það var
alveg á hreinu að við höfðum for-
gang hjá þeim. Líf þeirra snerist
um að ala okkur upp og búa okkur
undir lífið. Þeim mun einlægari var
gleðin þegar lokapróf voru tekin
eða framtíðarstöður fengnar.
Því eftir að við systkinin
komumst upp hefur líf pabba og
mömmu áfram að verulegu leyti
snúist um að taka þátt í lífi okkar,
styðja okkur á allan mögulegan hátt
og gleðjast með okkur yfir stórá-
föngum á lífsleiðinni. Eiginkonur
okkar bræðranna urðu sem þeirra
eigin dætur. Bömin okkar vora
hjartfólgin börn þeirra.
Ymsir drauamr þeirra rættust í
okkur og það, sem þau gátu ekki
veitt okkur á sínum tíma, hafa þau
gefið bömum okkar af sama ein-
læga örlætinu. Síðustu árin lifði
pabbi fyrir barnabörnin og hugsaði
helst og mest um velferð þeirra.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengih, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali
era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og
^ Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
í foreldrahúsum lærðum við
systkinin að elska og tilbiðja Guð.
Það og annað kenndu pabbi og
mamma okkur fyrst og fremst með
góðri fyrirmynd sinni. Þau töluðu
aldrei illa um neinn og viðhöfðu
hvorki blótsyrði né annan ljótan
munnsöfnuð. Áfengis neyttu þau
ekki.
Pabbi var fyrirvinna heimilisins
og kom oft þreyttur heim eftir erf-
iðan vinnudag. En hann kvartaði
ekki. Hann var að vinna fyrir fjöl-
skyldunni sinni sem hann vildi allt
það besta.
Heima þurfti hann næði og ró en
gaf sig líka að okkur. Ég naut þess
ríkulega þegar hann miðlaði lesnum
fróðleik um fjarlæg lönd, sagði frá
lífinu í sveitinni á uppvaxtarárunum
þar eða fræddi mig um uppbygg-
ingu Reykjavíkur frá því á stríðsár-
unum.
Pabbi var mjög yfirvegaður og
æðrulaus að eðlisfari. Hann var
bæði heiðarlegur og réttsýnn. Hon-
um var illa við að skulda en vildi
vera frjáls og sjálfstæður. Hann var
orðheldinn, trúr og áreiðanlegur.
Hann var laginn í mannlegum sam-
skiptum, skynsamur og orðheppinn.
Þakklátur er ég fyrir allt það
góða sem hann gaf mér í óeigin-
gjörnum kærleika sínum.
Sjálfur hafði pabbi notið þeirrar
óendanlegu gæfu að alast upp hjá
kærleiksríkum fósturforeldrum.
Þau komu fyllilega fram við hann
sem sitt eigið barn svo að hann naut
öryggis og alúðar í hvívetna. Til
hinstu stundar héldust samskipti
hans við börn þeirra og afkomendur
þeirra. Sú ævilanga samfylgd skal
þökkuð nú að leiðarlokum.
Auk þessara góðu uppeldisáhrifa
bjó pabbi yfir góðum gáfum á ýms-
um sviðum. Hann var lengst af
stálminnugur; kunni t.d. flestar ís-
lendingasögurnar nánast utan að og
var vel að sér í ættfræði sem um
árabil var eitt helsta hugðarefni
hans. Hann var músíkalskur og líka
hagmæltur en flíkaði því ekki.
Síðasta vor hófst sjúkraganga
pabba. Hann fékk heilablóðfall og
náði sér aldrei á strik eftir það.
Snemma í haust fór hann á öldrun-
arlækningadeild L-1 á Landakots-
spítala og naut þar bestu hugsan-
legu umönnunar, sem nú er þökkuð.
Hann gat verið heima yfir jólin en
upp úr áramótum fór að halla undan
fæti. Það er gott að hann þurfti ekki
að berjast lengur eða líða meira
heldur fékk að fara.
Ég er Guði þakklátur fyrir pabba
og minninguna um hann. Frá hon-
um hefi ég notið svo óendanlega
mikils.
Ég þakka Drottni líka fyrir viss-
una um að pabbi hefur nú fengið að
sjá Guð og erfa jörðina því hann var
vissulega bæði hjartahreinn og hóg-
vær og átti hlutdeild í von eilífs lífs.
I dauðanum mætti honum hlýr kær-
leiksfaðmur Guðs föður sem þrýsti
honum að sér og bar hann inn í eilíft
ríki dýrðarinnar.
Lof sé guði fyrir það!
Olafur Jóhannsson.
Ég minnist Jóhanns afa. Ég man
þegar ég kom til afa og ömmu í 1.,
2., 3., og 4. bekk. Þá lærði ég heima-
lærdóminn sem hann hjálpaði mér
stundum með og líka amma. Til
þeirra var alltaf gott að koma og
hvíla sig.
Hann var alltaf góður við alla og
hugsaði meira um aðra en sjálfan
sig. Hann gaf alltaf mjög stórar
gjafir í t.d. afmælis- og jólagjöf. Ég
man líka þegar hann leigði sumar-
bústað fyrir okkur. Þannig var
hann, hugsaði næstum bara um
aðra en sjálfan sig!
Ég man að hann tók mjög lengi í
nefið. Við frændsystkinin voram
stundum að reyna að fela tóbaks-
dósina sem hann átti, en það tókst
ekki.
Mér þótti mjög gott að geta hald-
ið upp á áttatíu ára afmæli hans 15.
janúar síðastliðinn.
Á kvöldin græt ég. Ég sakna
hans, því hann var svo góður. Á af-
mælinu mínu 2. febrúar um kvöldið
saknaði ég hans mjög mikið. Hann
var veikur í tæpt ár áður en hann
dó. Hann var á Landakoti síðustu
mánuði lífsins. Það var honum fyrir
bestu að hvíla hjá Guði um alla ei-
lífð.
Ég vil þakka afa fyrir það þegar
hann var að hjálpa mér að læra, og
þegar hann kenndi mér reikning.
Ég vil líka þakka honum fyrir allar
góðu stundimar sem við áttum sam-
an og allar gjafir sem hann gaf mér.
Þitt afabarn,
Jóhann Olafsson.
Ég mun alltaf minnast afa. Ég
mun alltaf minnast hversu góður
hann var. Það var gott fyrir hann að
fá að hvíla hjá Guði.
Hann leigði einu sinni sumarbú-
stað fyrir okkur. Þar var gaman.
Hann var aldrei eigingjarn og hann
vildi alltaf gefa stórar gjafir.
Ég man þegar ég kom til ömmu
og afa eftir skóla í 1. bekk. Þar
lærði ég og borðaði.
Ég sakna hans mjög mikið.
Stundum græt ég á kvöldin þegar
ég hugsa um afa eða skoða myndir.
Ég þakka fyrir afa.
Þitt afabarn,
Auður Ólafsdóttir.
Þegar ég frétti um andlát Jó-
hanns Benediktssonar, sem kallað-
ur var Hanni á mínum yngri árum,
þá rifjuðust upp minningar frá
æskuárum mínum, þegar ég sem
drengur heimsótti Hanna og ömmu
mína, Sigríði, á baðstofuloftinu á
Efri-Fitjum í Víðidal. Þótt baðstofu-
loftið væri lítið og undir súð voru
móttökurnar hjá ömmu minni og
Hanna hlýjar og notalegar. Borðað-
ar voru lummur og annað heima-
bakað góðgæti og drukkið kakó.
Hanni dró fram harmonikuna
sína, sem var töfraverkfæri í mínum
augum, og spilaði svo að maður sat
hugfanginn og óskaði sér, að ef
maður gæti nú bara spilað eins vel
og hann. Hanni var sjálfmenntaður
harmonikuleikari, en hafði þann
hæfileika að spila vel og gat náð til
áheyrandans. Hanni spilaði opin-
berlega á harmonikuna á yngri ár-
um sínum, og var eftirsóttur til að
spila á dansleikjum í sveitinni fyrir
norðan. Hann hafði líka gaman af að
tala um harmonikur, og var manna
fróðastur að þekkja hinar ýmsu teg-
undir þeirra. Þessi áhugi hans
fylgdi honum alla tíð. Hann var
fróður og vel lesinn um hin ýmsu
mál. Ritaði hann greinar um ýmis
konar fróðleik, til dæmis grein um
hljóðfæraeign og hljóðfæraleikara í
Vestur-Húnavatnssýslu á fyrri
hluta aldarinnar, sem birtist í tíma-
ritinu Húnvetningi.
Leiðir okkar lágu síðar saman,
þegar hann flutti með fjölskyldu
sína til Reykjavíkur og bjuggu þau
fyrstu árin á Birkimel 6 í íbúðinni
þar sem ég og foreldrar mínir
bjuggu. Ég minnist með virðingu og
lotningu þeirrar tillitssemi og um-
burðarlyndis sem þá var sýnt á
báða bóga. Ibúðin á Birkimel var
ekki svo stór, að hún gæti rúmað á
tvær fjölskyldur. Eldhúsið lítið,
baðherbergið lítið, en persónurnar
sem þar bjuggu saman áttu það
samlyndi, sem nútíminn gæti tekið
sér til fyrirmyndar. Einkum var það
móðir mín, Margrét, og Auður kona
Jóhanns, sem sýndu einstaka sam-
vinnulipurð í litla eldhúsinu á Birki-
mel. Síðar fluttust Jóhann og fjöl-
skylda á Melhaga, þar sem Jóhann
og Auður hafa búið síðan.
Alltaf var gott og náið samband
milli foreldra minna og Jóhanns og
Auðar. í mörg ár var það fastur lið-
ur, að þau komu í heimsókn á hverj-
um laugardegi á Birkimel 6.
Eftir að foreldrar mínir fluttu af
Birkimel upp í Seljahlíð, vistheimili
aldraðra, þá komu Jóhann og Auður
reglulega í heimsókn til þeirra og
oftast með eitthvað góðgæti með
sér. Vora þessar heimsóknir for-
eldram mínum mikils virði. Eins
hafa börn þeirra sinnt föður mínum
eftir að hann varð einn hin síðustu
ár, og er það þakkað hér.
Með Jóhanni er genginn góður
og mætur maður, og er hans sakn-
að. Ég votta Auði og fjölskyldunni
samúð mína og bið Guð að styrkja
þau.
Árni Arinbjarnarson.
Góður vinur og uppeldisbróðir
hefur kvatt þennan heim. Það er
margs að minnast og margt að
þakka eftir margra áratuga vináttu
við Jóhann og fjölskyldu hans. Hlýtt
verður mér um hjartarætur ef ég
læt hugann reika allt aftur til þess
tíma þegar ég var smástelpa á
Neðri-Fitjum þar sem við ólumst
upp. Jóhann var yngstur sex systk-
ina. Strax eftir fæðingu var honum
komið í fóstur til hjónanna Árna V.
Gíslasonar og Sigríðar Guðmunds-
dóttur á Neðri-Fitjum.
Mér er minnisstætt þegar hann
spilaði á harmoniku á Fitjum. Hann
hlustaði fyrst á lögin leikin í útvarp-
inu og síðan fór hann að spila þau.
Það var ótrúlegt hvað það gekk vel
hjá honum, því ekki var nú kennslan
mikil í þá daga. Þegar hann var
sextán ára byrjaði hann að spila á
dansleikjum í sýslunni. Á þeim tíma
vora bflar ekki á hverju býli en Jó-
hann hafði ráð við því. Hann batt
nikkuna sína á sleðann og ég fékk
að sitja með smá spöl út með á. Það
voru oft skemmtilegar stundir.
Jóhann hafði mjög gott minni.
Sérstaklega var hann minnugur á
ártöl og afmælisdaga. Kom það sér
oft vel fyrir vini og vandamenn.
Jóhann var fyrirmyndar fjöl-
skyldufaðir og hann átti mjög góða
konu sem var örugglega hans
stærsta gæfa í lífinu. Þau eignuðust
fjögur börn.
Ég þakka þér fyrir öll árin sem
við erum búin að þekkjast og alla
hlýjuna, Jóhann minn.
Elsku Auður mín og fjölskylda,
ég bið algóðan guð að styrkja ykkur
og hugga í þessari sorg.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V.Briem.)
Álfheiður Björnsdóttir.
Ég vil minnast Jóhanns tengda-
fóður míns í nokkram orðum. Ég
kemst ekki hjá því að nefna einnig
Auði, tengdamóður mína, sem nú
syrgir eiginmann sinn. Þau hjónin
tóku mér strax eins og dóttur og
opnuðu faðm sinn móti mér þegar
ég kom með Óla mínum tilvonandi á
Melhaga 7. Ég naut alls hins besta
frá þeim. Þau áttu gnægð af kær-
leika, tryggð, hlýju og örlæti sem
þau spöruðu ekki. Þá fékk ég að
heyra frásögnina af því þegar
langamma mín, Petrea Ijósmóðir,
tók á móti Jóhanni í heiminn og fór
svo með hann þriggja daga gamlan í
fóstur að Neðri-Fitjum. Mér þótti
strax vænt um þennan mann.
Jóhann var mörgum gáfum
gæddur. Hnn var mjög hnyttinn í
tilsvörum og gat rakið ætt mína
fram og til baka. Þótt hann hafi ekki
ferðast mikið og aldrei komið til út-
landa var hann vel lesinn og fróður
um heim og lönd.
Jóhann lét sér annt um mig og
síðar börnin okkar Óla. Hann var
svo næmur á hvort okkur vanhagaði
ekki um eitthvað og var stórhuga í
gjafmildi sinni. Fyrir ein jólin vildi
hann að ég veldi mér sparikápu eins
og hann orðaði það og lét mig strax
hafa peninga. Þannig var Jóhann,
gjafmildur, heilsteyptur og óeigin-
gjarn.
Hann var alltaf til staðar og gaf
óspart af tíma sínum. Ósköp var
notalegt að koma inn á Melhaga 7
og hlusta á frásagnir um gamla tím-
ann og spjalla saman. Það var áfall
fyrir okkur þegar Jóhann fékk
heilablóðfall sl. vor. Og ekki var von
um bata. Það að deyja var lausn frá
vanlíðan og hvíld fyrir elskulegan
tengdaföður minn.
Að lokum vil ég þakka tengdafor-
eldrum mínum innilega fyrir að
annast börnin okkar, Óla, Jóhann
og Auði, sem gátu alltaf komið að
opnum dyram og notið samvista við
afa sinn og ömmu. Ég vil einnig
þakka tryggðina.
Ég bið góðan Guð að blessa Jó-
hann og styrkja þig, elsku Auður, í
söknuðinum.
Ykkar,
Þóra.