Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 48
^8 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens A£> H£//M/NUsH A/Ó T/L PASS * --- þA& £(W É&C/ HÖ6Ó' A'lA&GA köfztvr 1 HF/A1//JUA4 Grettir Hundalíf ÉG BR AE> UTBÖA. SAAAUOKU HAN04 | R _-„ _•---v' N ta. isis I (þa/S erskammt l/ð/ð'' V JÍrn 7n///m.., _____ Þl.ESS, 6Ó&1 . , ...ag enn / ] / - _ N Ljóska Smáfólk Ansans! Ég hélt að þeir væru að gefa ókeypis fótbolta. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Si'mi 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tal - Landssíminn og kröfurnar Frá Guðbimi Jónssyni: LINUR þessar eru settar á blað vegna athyglisverðra krafna á hendur Landssímanum, ýmist frá forystumönnum Tals hf. eða ein- stökum notendum að þjónustu þeirra. Það er að vísu ekki svo að ég haldi að starfsmenn Landssímans geti ekki svarað fyrir sig. Þeir verða hins vegar að gæta ákveðinna kurt- eisisreglna og eiga því ekki gott með beina gagnrýni á framsetningu órökrænna krafna. Astæður þess eru dregnar fram hér að framan. Tvennt langar mig til að draga fram hérna sem dæmi um þessar órök- rænu kröfur. Fyrra tilfellið er að Tal hf. gerði kröfur til að Landssíminn hf. inn- heimti fyrir það gjöld vegna hluta af starfsemi þess. - Síðara tilfellið er beinar og óbeinar kröfur á Lands- símann hf. um að birta símanúmer Tals hf. í símaskrá sinni. - Afar at- hyglisverðar kröfur frá fyrirtæki sem er í beinni samkeppni við Landssímann hf. Rökrænt séð gengur hvorug þessara krafna upp í eðlilegu við- skiptaumhverfi. Bæði fyrii'tækin eru sjálfstæð hlutafélög sem selja þjónustu sína á sama markaði og keppa um fjölda viðskiptavina með verðlagningu og magni þjónustu. Því á það sér engar rökrænar for- sendur að annað fyrirtækið geti gert kröfur á hendur hinu vegna þjónustu sinnar við viðskiptamenn sína. Allt sem annað fyrirtækið læt- ur hinu í té til aukningar á þjónustu þess við viðskiptamenn sína, hlýtur að vera samkomulagsatriði gegn eðlilegu gjaldi, þannig að þjónustan við hitt fyrirtækið valdi ekki kostn- aðarauka í rekstri þess fyrirtækis sem veitir þjónustuna. Slíkt mundi hækka þjónustugjöld þess gagnvart viðskiptamönnum sínum en slíkt er andstætt markmiðum um eðlilega viðskiptahætti og samkeppni á jafn- ræðisgrundvelli. Jafnræðisgrunnur getur að vísu verið tvíræður þegar fyrirtækin eru mjög mismunandi að stærð en Samkeppnisstofnun á að geta metið jafnræði fyrirtækja í að- gangi að markaðnum, eða verðlagn- ingu á sölu nnars fyrirtækisins á þjónustu til mns. Ekki verður farið frekar út í rökstuðning þessara þátta hér, þótt mörg fleiri sjónar- hom megi hafa á þessum tilvikum. Ekki er heldur verið að telja sam- keppni Tals óæskilega, hún hefur þegar sannað gildi sitt. Ætlunin með þessum skrifum er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að vanda vel röksemdafærslur að baki krafna sinna. Við höfum því miður of mörg dæmi um óraunhæf- ar kröfur. Afleiðingar þeirra eru um allt samfélagið. Segja má að þessar afleiðingar, ásamt afleiðingum þess er stjórnvöld hverju sinni ganga til móts við óraunhæfar kröfur þrýsti- hópa, séu ein af meginástæðum fyr- ir bágri lífsafkomu stórs hluta þjóð- arinnar og skorti á raunveru- leikamati í fjármálum. Sívaxandi skuldastaða heimilanna í landinu bendir einmitt í þá átt. GUÐBJÖRN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Þáttur fjölmiðlanna Frá Hrafni Sæmundssyni: FJÖLMIÐLAR eru farnir að fjalla um Ár aldraðra. Það var haldinn ágætur fundur í Reykjavík 20. janúar, en þá hófst fundaröð um land allt á vegum heil- brigðis- og tryggingaráðuneytisins og fleiri. Allt fundarefnið var vandað. Tal- að var um fjármál aldraðra. Um tölvukennslu aldraðra. Prýðilega fram sett. Og Jón Helgason, fyrr- verandi ráðherra, flutti góða ræðu í upphafi og skýrði boðskap Samein- uðu þjóðanna „þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri“. Og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri flutti að lokum mjög góða ræðu um sína framtíðarsýn. En fjölmiðlafólkið skildi greini- lega ekki þennan boðskap. Ingi- björg og Jón töluðu um þá framtíð- arsýn að aldraðir sitji þjóðfélags- lega við sama borð og aðrir þjóðfé- lagshópar. Að aldraðir hafi eðlilegt þjóðfélagslegt jafnrétti á við aðra aldurshópa. Jón sagði: „Það á að vinna með öldruðum en ekki fyrir aldraða", Ingibjörg sá fyrir sér eldri kynslóðina með frumkvæði og sem sjálfstæðan og eðlilegan hluta af þjóðfélaginu. Þetta fannst fjölmiðlafólkinu ekki fréttnæmt. Það byrjar féttaflutning á Ári aldraðra eins og fréttir frá Al- þingi þar sem alþingismenn eru að skipta kökunni. Hjakka eins og skemmd grammófónplata á sömu gömlu lummunum. Spumingin er þessi: Á þetta Ár aldraðra að snúast um það hvort fólk sem er komið á viss- an aldur, orðið „löggild gamal- menni“ eigi að fá tölvukennslu eins og aðrir aldurshópar? Á þetta Ár aldraðra að snúast um það hvort „löggild gamalmenni" eigi að fá almenna heilsugæslu og heil- brigðisþjónustu eins og aðrir ald- urshópar? Á þetta Ár aldraðra að snúast um það hvort „löggild" gamalmenni eigi að fá húsnæði og umönnun á síðasta skeiði ævinnar? Og svo framvegis. Eða á þetta Ár aldraðra að snúast um þau mannréttindi fullorðins fólks að vera eðlilegur hluti og virk- ir þátttakendur í þjóðfélaginu en ekki á sér básum þar sem „góð- hjartað" fólk og frammámenn taka málið á dagskrá á tyllidögum og á Árum aldraðra og vilja þá allt í einu fara að gera eitthvað „fyrir“ gamla fólkið? Hefur fullorðið fólk sjálft ekkert um þetta að segja? Eða aðrir? Eða hefur hálfrar aldar stöðnun tekið allt frumkvæði frá þessu fólki? Og hvar eru þjóðfélagsfræðingarnir okkar? HRAFN SÆMUNDSSON, Bræðratungu 10, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.