Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ HUSSEIN Jórdaníukon- ungur var um margt margslungnari persónu- leiki en vinalegt útlit hans og jafnvel einfeldningslegt gaf til kynna. Hann gat sýnt hörku og ósvífni og skirrðist ekki við að taka áhættu en var einnig úrræðagóður, viðkvæmur og heillandi persónu- leiki, rómantískur og hollur konum eins og mörg hjónabönd hans eru vitnisburður um. Virkaði hlédrægur og einstaklega kurteis Það vakti auðvitað fyrst athygli þegar maður hitti Hussein Jórdan- íukonung hversu lágvaxinn hann var. Því næst hversu lágt hann tal- aði og brosti nær stöðugt, án þess maður vissi af hverju. Þar til að ég áttaði mig á því að hann var þannig tenntur að hann virkaði einlægt brosandi og stundum gat þetta verið hálf óþægilegt. Hann var afar kurt- eis í viðmóti og áhugasamur um Is- land enda hafði hann komið heim og eins er hann með fjölskyldutengsl við Stefaníu Khalifeh, ræðismann íslands í Jórdaníu. Eftir að gengið hafði verið frá um- deildum friðarsamningi Jórdaníu og ísraels, lá beint við að hann væri spurður hvað hefði hrint af stað fundum hans og ráðamanna í Israel mörgum árum fyn' en var aldrei op- inberlega viðurkennt né sagt frá, þó þetta væri á allra vitorði í báðum löndunum. Hann brosti alvörubrosi þá og hnykkti til höfðinu. Sagði að honum hefði skilist það fyrir löngu að raun- sæi væri það sem gilti og það hefði ekki þýtt að loka augunum fyrir því að einhvern tíma hefðu þessi ríki orðið að ná saman á einhvern hátt. Einnig var rifjað upp að Abdullah konungur, afi hans, og Golda Meir héldu sína fyrstu fundi við hinar sér- kennilegustu aðstæður eins og Golda Meir segir írá í ævisögu sinni. Hefði það vafalaust átt sinn þátt í því að Abdullah konungur var myrt- ur. Sjálfum hefði honum hvað eftir annað verið sýnt banatilræði, eink- um á fyrstu stjórnarárum hans. Hvort hann hefði aldrei verið smeykur? „Það væri heimskur maður sem fyndi aldrei til hræðslu, en það er þetta hvernig við virkjum hræðsl- una, náum tökum á henni - hvort við íátum hana brjóta okkur niður - eða beinlínis nýtum okkur þá merkilegu tilfinningu og oft ótta- legu sem skelfingin er. Þá vinnum við einhvern sigur innra með okk- ur,“ sagði hann. Mörgum mislíkaði ákvörðun hans um að víkja Hassan Þegar Hussein kom í örfáa daga til Jórdaníu fyrir nokkrum vikum kunngerði hann þá þegar að hann hefði ýmsar breytingar í huga varð- andi æðstu stjóm ríkisins. Hvers kyns sögur fóru á kreik í Amman og það fór eins og eldur í sinu um land- ið að Hussein hygðist setja Hassan, bróður sinn og krónprins til fjölda ára, af og skipa einhvem sona sinna í staðinn. Mörgum blöskraði þetta og töldu að Hassan krónprins hefði staðið eins og klettur við hiið bróður síns í áratugi og þó svo að Hassan hafi aldrei notið viðlíka almenningshylli og Hussein var mörgum ofboðið. A hinn bóginn hefur aldrei staðið til að Hassan yrði konungur, það hefur verið eitt af opinbem leyndarmálun- um í þessum heimshluta að þegar að því kæmi að Hussein safnaðist til feðra sinna mundi einhver sona hans taka við og Hassan víkja til hliðar. Kom á óvart að Hussein valdi Abdullah Létu ýmsir orð falla um Hussein sem ekki höfðu heyrst áður og ekki öll falleg. En nú er mér nær að halda að Hussein hafi verið ljóst að endirinn væri nærri, og því hafi hann tekið af skarið meðan hann hafði enn orku til, fremur en hætt á að valdabarátta biytist út milli Hassans og sona hans og ef til vill einnig þeirra innbyrðis. En ég held að Jórdanar hafi ekki áttað sig á því hvað konungur átti skammt eftir því hann hefur nú barist við sjúkdóm sinn ámm saman Reuters FRAMLAG Husseins Jórdaníukonungs til friðarumleitana í Mið-Austurlöndum er talið ómetanlegt . Hér lagar hann bindi sitt, ásamt þeim Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, Hosni Mubarak, forseta Egyptalands og Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir undirritun friðarsamkomulags ísra- ela og Palestínumanna í Hvfta húsinu árið 1995. Hinn bindislausi Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, fylgist með. En eftir því sem árin liðu óx kon- ungur að virðingu og vinsældum. Hann sýndi stjómkænsku og hann gerði mistök. Margir töldu hann ábyrgan fyrir því að Israelum tókst að ná Vesturbakkanum í sex daga stríðinu. Stuðningur hans við Saddam Hussein eftir innrásina í Kúveit 1990 dró dilk á eftir sér og hann hefur þurft að kljást við efna- hagsvanda, atvinnuleysi og allt sem nöfnum tjóir að nefna. Eigi að síður slapp hann frá þessu, móður nokkuð en ekki illa sár - og almennir þegnar hans dáðu hann og virtu. Sú þróun í átt til lýðræðis sem hann átti frum- kvæðið að og hefur leitt til mikilla breytinga og umbóta í landinu má hiklaust einnig telja honum til tekna. Hann sýndi margsinnis að hann var reiðubúinn að taka áhættu: hvort heldur var þegar hann réðst gegn Svarta septembersamtökunum á sínum tíma, studdi Saddam 1990 eða gerði friðarsamninga við Israel 1994. Með friðarsamningunum við Israela var hann í rauninni tekinn formlega í sátt af mörgum leiðtog- um Vesturlanda - sem höfðu átt erfitt með að kyngja stuðningi hans við Iraksforseta nokkrum áður áður. Mikil óvissa er óhjákvæmileg í mánaðarritinu Arabia Trends var fyrir tveimur mánuðum grein um erfðamál í Jórdaníu og þar var raunar annaðhvort Ali eða Hamesh spáð titlinum. Þar var einnig vikið að því að í veruleikanum hefði það verið Hussein sem hefði haldið rík- inu saman í öll þessi ár; þar sem til að mynda rösklega helmingur íbúa eru Palestínumenn og þeirri hug- mynd varpað fram að eftir lát Husseins konungs - sem augljóslega var ekki búist við svo skjótt - mundi verða samið um, ekki í grænum hvelli þó - að Palestínumenn fengju bróðurpartinn af Jórdaníu og hyrfu af þeim svæðum sem þeir hafa verið búsettir á, þ.e. Gaza, Vesturbakkan- um og væntanlega líka í Austur-Jer- úsalem. Palestínumenn mundu sætta sig vel við þessa lausn, og Jórdanar - að Hussein gengnum - ekki eiga margra kosta völ. Þessi grein og þær skoðanir sem komu fram í henni vöktu gremju í Jórdaníu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. En hvað sem við tekur er eitt al- veg pottþétt; síðustu kornin í tímaglasi merkilegs leiðtoga hafa sáldrast niður og mikil óvissa mun ríkja á næstunni. Vonandi reynist síðasta ákvörðun Husseins ekki ein af röngu ákvörðununum hans. En nýi konungui-inn í Jórdaníu er ekki öfundsverður — hvemig sem á málin er litið. Sýndi stjórnkænsku og gerði mistök Það var löngum sagt um Hussein Jórdaníu- konung að hann værí í senn helsta tromp Jórdaníu og maður sem tók stundum afdrifarík- ar og rangar ákvarðan- ir, segir Jóhanna Krist- jónsdóttir. A móti hinu verður ekki mælt að hann þótti klókur og snjall og um hugrekki hans efaðist enginn. af einstakri hetjulund og fram til þessa haft betur og Jórdanar virðast hafa trúað því, hvað sem hryggilegu útliti hans leið þegar hann kom heim, að hann mundi einnig hafa sigur nú - að minnsta kosti um stundarsakir. Eftir að konungur sagði að hann hefði að vandlega yfirveguðu máli ákveðið að skipa Abdullah son sinn krónprins, vakti það ekki síður furðu. Um langa hríð var reiknað með að Ali, sonur hans og Aliu, þriðju konu hans, mundi taka við. AIi var yndi og eftirlæti Jórdana - ekki síst meðal hinna mörgu aðdá- enda móður hans og svo er hann eini sonur Husseins sem er hreinn arabi ef svo má að orði komast. Einnig var rætt um Hamesh, elsta son Husseins og Noor drottnignar, en það var augljóst að móðir hans sótti það fast að hann yrði tilnefndur krónprins. Sjaldnar var rætt um synina Abdullah og Fei- sal - sá síðarnefndi kom til íslands fyrir nokkrum árum þegar efnt var til merkilegrar sýningar á mósaíkmyndum og klæðnaði o.fl. - en þá syni átti Hussein með konu númer tvö sem er bresk. Hún tók ÁRIÐ 1952 tók Hussein við sljórn Jórdaníu, einungis átján ára gamall. sett sig í vegna rangi-a ákvarðana. Það ber og að hafa í huga að fáir bjuggust við miklu þegar Hussein tók við í Jórdaníu. Faðir hans var konungur í nokkra mánuði en hann átti við geðrænan kvilla að glíma og Hussein var rétt 17 ára þegar hann tók við völdum. Unglingsdrengui- sem enginn vissi mikil deili á en ríkti á endanum lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi samtímans, í 47 ár. Slapp naumlega frá mörgum banatilræðum Fyrstu stjórnarár Husseins voru þessum unga pilti áreiðanlega mikil og erfíð reynsla. Ólgan í þessum heimshluta var í verunni djúpstæð- ari þá en hún er nú. Baráttan við liðsmenn PLO sem reyndu að ræna völdum í Jórdaníu og stöðugar ill- deilur og stríð við Israel með til- heyrandi tilraunum til að ráða kon- unginn af dögum. Ekki man ég hvað kóngur lenti oft í því að reynt var að skjóta hann, en það var æði títt. Gárungarnir höfðu á orði að ástæðan fyrir því að það hefði aldrei tekist væri að tilræðis- mennirnir hefðu aldrei áttað sig á því að miða nógu lágt. HUSSEIN með soninn Abdullah í fanginu, sem nú hefur tekið við stjórn Jórdaniu. vitaskuld múhameðstrú og hefur verið búsett í Amman allai- götur frá því að Hussein skildi við hana er hann kynntist AIiu og kvæntist henni. Þessir tveir synir, Abdullah og Feisal, hafa vitanlega gegnt ýmsum störfum og komið fram hér og hvar en það hefur löngum verið settur mínus við þá vegna uppruna móður þeirra. Þó Noor drottning sé fædd og uppalin í Bandaríkjunum á hún þó ættir að rekja til Líbanons, svo það hefði ekki verið fráleitt að sonur hennar tæki við. Ali prins hefur þótt heldur mikill glaumgosi en þá hefúr verið bent á að það hafi Hussein sjálfur verið á yngri árum og ekki hafi það haft áhrif á stjóm hans eða vinsældir. Abdullah óskrifað blað - en það var Hussein líka 1952 Og Abdullah sem nú tekur við er því algerlega óskrifað blað, hann hefur aldrei látið mikið fyrir sér fara en þeir, sem eru kunnugir honum, segja hann vitran mann og það sem meira er - hann hafi sjarmann og útgeislunina sem kom fóður hans einatt út úr vanda sem hann hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.