Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 43
SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 43 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR .; vinnulífið - sjávarútvegurinn - gengi, fólkinu og þjóðfélaginu til hagsbóta. Sá sem þessar línur skrif- ar, man eftir því að langt fram á átt- unda áratuginn áttu ísfirðingar tak- markaðan aðgang að lánum til húsa- kaupa hjá ísfirsku bankaútibúunum. Hins vegar var ólíkt ástand í þess- um málum í kauptúnunum í kring. Sparifé Isfirðinga í útibúum ríkis- ,;i bankanna fór að mestu í atvinnulífið á Vestfjörðum en hins vegar hafði f| hvert kauptún sinn eigin sparisjóð sem lánuðu nær eingöngu til hús- bygginga í sinni heimabyggð. Það þurfti því sterk bein til að vinna við þessar aðstæður, réttsýni og lipurð, því margh- fóru bónleiðir til búðar þegar bankar voru heimsóttir á þessum áram. Starf lánveitandans reyndi því oft á hinn innri mann. ,,, Við þessar erfiðu og oft andlega :i| slítandi aðstæður starfaði Bjarni all- |j an sinn starfstíma á ísafirði. En sem j betur fór skánaði ástandið hægt og bítandi með áranum og með lipurð og dugnaði tókst Bjarna að aðstoða við stofnun nýrra fyrirtækja sem skutu sterkari stoðum undir mann- lífið á svæðinu. Á þessum árum urðu m.a. til á ísafirði lyrirtæki, sem með tíð og tíma komust í fremstu röð í sinni grein. Má þar m.a. nefna út- gerðir togaranna Guðbjargar, Júlí- í| usar Geirmundssonar og Páls Páls- ;j sonar, fyi'ii’tæki sem síðar urðu || landsþekkt fyrir góðan rekstur og sterkan efnahag. Sjálfur heyrði ég menn úr röðum eigenda þessara fyr- irtækja fullyrða, að það hefði ekki síst verið vegna áhuga Bjarna á að efla atvinnustarfsemi á Isafirði, að þessi fyrirtæki urðu til, þótt erfitt hafi verið með peninga á þessum ár- um. Bjami var mikill félagsmálamað- ur og sem slíkur lagði hann víða hönd á plóginn. Sem ungur maður tók hann ríkan þátt í íþróttum og síðar í félagsstörfum íþróttahreyf- ingarinnar. Hann fylgdi Framsókn- arflokknum að málum og sat fyrir hans hönd 15 ár í bæjarstjóm Isa- fjarðar, þar af 4 ár sem forseti bæj- arstjórnar. Hann varð þingmaður flokksins í Vestfjarðakjördæmi og sat á níu þingum. Atvinnumál vora honum hugleikin og efa ég ekki að sá áhugi hafi öðru fremur orðið til vegna starfa hans sem bankamanns í 42 ár og þess skilnings sem hann hafði á þessum undirstöðumálum. Ég var einungis fjögurra ára gamall þegar Bjami kom til starfa á Isafirði. Síðar, þegai- ég óx upp og fór að veita umhverfinu athygli, fór ekki hjá því að ég veitti þessum ís- firska forystumanni athygli. Það var ekki einungis vegna þeirra ábyrgð- armiklu starfa sem hann gegndi í sinni heimabyggð og vissulega beindu athyglinni að honum, heldur ekki síður vegna mannsins sjálfs. Bjami var fríður sýnum, frekar lág- vaxinn og snaggai-alegur og alla tíð unglegur í útliti. Hann hafði létta lund, átti gott með að umgangast fólk og var hvers manns hugljúfi. Ég hafði þó alltaf á tilfinningunni að þrátt fyrir allt væri maðurinn innst inni feiminn. Með Bjama og konu hans, Gunnþórunni Bjömsdóttur, og foreldram mínum var góður vin- skapur og störfuðu faðir minn og Bjarni náið saman að ýmsum félags- málum á ísafjarðaráram hans. Síðar á lífsleiðinni höguðu örlögin því svo að ég réðst til starfa sem útibús- stjóri Útvegsbankans í Vestmanna- eyjum. Bjami var þá útibússtjóri bankans í Kópavogi. Síðar, þegar hann tók við stöðu bankastjóra bankans, starfaði ég undir stjórn hans bæði í Eyjum og Reykjavík og var samstarf okkar á tíðum náið. Einn fagran aprílmorgun árið 1983, hringdi Bjarni til mín í Al- þýðubankann, en þangað hafði ég ráðist sem aðstoðarbankastjóri árið 1981. Hann spurði mig að því hvort ég hefði ekki áhuga á að koma aftur í Útvegsbankann því hann hefði aldrei verið sáttur við að ég flutti mig um set. Aðspurður hvað hann væri að bjóða mér svaraði hann; „Ekkert." Hann sagðist ætla að láta af störfum innan skamms og hvatti mig mjög til að sækjast eftir stöðu sinni. Þessi var ástæðan fyrir því að ég tók síðar við stöðu Bjama þegar hann lét af störfum. Að leiðarlokum kveð ég þennan vin minn sem nú er horfinn á vit ei- lífðarinnar. Ég þakka honum sam- fylgdina, vináttu og stuðning í gegn- um tíðina. Megi minning hans lifa. Við Steinunn sendum Gunnþóranni og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrrum starfsmenn Útvegsbanka íslands kveðja látinn stai-fsbróður með virð- ingu og þakklæti. Halldór Guðbjarnason. í dag kveðjum við Bjarna Guð- björnsson, fyrrverandi bankastjóra og alþingismann. Hann var eigin- maður, faðir, tengdafaðir og afi en það sem er mest um vert, hann var góður maður. Hann var hlýr, blíður, fullur af ást og umhyggju og vildi allt fyrir alla gera. Sérstaklega fyrir okkur sem stóðum honum næst. Hann var einnig heiðarlegur, ákveð- inn og fastur fyrir og ætlaðist til þess sama af öðram. Þessi blanda gerði hann að þeim einstaka manni sem hann var. Þegar ég kem til sögunnar fyrir tæpum þrjátíu áram hafði afi lifað í meira en hálfa öld. Hann var giftur ömmu Dúdú og þau áttu þrjú böm, Bjöm Ragnar, Gunnar Þór og Þór- dísi móður mína. Afi og amma bjuggu á ísafirði en þegar þau fluttu til Reykjavíkur eignaðist ég hjá þeim mitt annað heimili. Hvergi var betra að vera en hjá þeim. Eg skynjaði fljótt að ég hafði eignast minn besta vin skömmu eftir fæð- ingu, það var afí Bjarni. Hann var mér í senn vinur, afi og faðir. Til hans var alltaf hægt að leita, jafnt í gleði sem sorg. Hann var ekki há- vaxinn en samt svo stór, það fór ekki mikið fyrir honum en samt fyllti hann svo vel upp í allt. Hann var minn besti vinur, hann var afi Bjarni. Gunnþórunn. Látinn er í Reykjavík í hárri elli Bjarni Guðbjörnsson, fyrrum bankastjóri og alþingismaður. Með honum horfir knattspyrnufélagið Valur á bak gömlum og dyggum fé- laga. Bjarni var ári yngri en félagið, fæddur 1912. Hann ólst upp í Reykjavík og byrjaði snemma að sparka bolta. Ungur gekk hann í Val og lék knattspymu með yngri flokkum félagsins og síðar í meist- araflokki í nokkur ár. Bjarni vann til margra titla með félaginu á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Þá r tók hann þátt í fyrstu keppnisferð til útlanda, sem íslenskt knatt- spymufélag réðst í, en það var fræg ferð meistaraflokks Vals, þáverandi íslandsmeistara, til Danmerkur sumarið 1931. Er keppnisferlinum lauk gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Auk þess að sitja í stjóm- um og nefndum innan þess var hann um nokkurt skeið fulltrúi fé- lagsins í Knattspyrnuráði Reykja- víkur. Þá sat hann um áratuga- skeið í fulltrúaráði Vals. Bjarni ^ gegndi starfi útibússtjóra Útvegs- banka íslands á ísafirði frá 1950 til 1973 er hann flutti til Reykjavíkur á ný. Þrátt fyrir erilsöm störf í öðr- um landshluta rauf hann aldrei tengslin við Val. Alla tíð og þrátt fyrir háan aldur fylgdist hann af áhuga og elju með gamla félaginu sínu, sótti leiki þess ef þess var kostur og bar hag þess fyrir brjósti. Hann var t.d. styrktarmeð- limur í Lollapotti frá stofnun sjóðs- ins til dauðadags. Með Bjama er genginn góður fé- lagi, sem unni Val af heilum hug. Að leiðarlokum þakkar félagið honum fyrir störf í þess þágu og óbilandi stuðning alla tíð. Valur sendir eftir- lifandi eiginkonu hans, Gunnþór- unni Bjömsdóttur, sonum þeirra og öðram aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Knattspymufélagið Valur. JONF. ARNDAL + Jón Hjaltalín Finnbogason Arndal fæddist í Hafnarfirði 17. maí 1930. Hann lést á sjúkradeild Hrafn- istu í Hafnarfirði 30. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 5. febrúar. í dag verður til mold- ar borinn vinur okkar og félagi Jón Amdal. Það fór ekki framhjá okkur félögum hans í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, að Jón átti við alvarlegan sjúkdóm að stríða. Síðustu misseri voru honum mjög erfið, en samt sem áður sótti hann fundi, allt undir það síðasja og lagði alltaf gott til allra mála. Ávallt var vel hlustað á það sem Jón sagði, enda mikils virtur meðal félaganna. Ég átti þess kost að starfa með Jóni í yfirstjóm Lionshreyfingarinn- ar, þar sem hann starfaði sem gjald- keri. Það kom strax í ljós að gjald- kerastarfinu sinnti hann af þeirri al- úð og trúmennsku sem honum var lagið og hann var þekktur fyiTi-, allt var samviskusamlega fært og upp- gjör lagt fyrir á réttum tíma. Jón var formaður Lionsklúbbs Hafnarfjarðar þegar ég gekk í hann og allt frá þeirri stundu var hann sú fyrirmynd, sem ég hafði, enda litu allir upp til hans. Það hefur verið gæfa Lionshreyf- ingarinnar að hafa haft á að skipa slíkum manni. Nærvera Jóns, ein sér, varð oft á tíðum til þess að mál fengu yfirvegaða umfjöllun og leiddi til niðurstöðu sem allir gátu verið sæmdir af. Á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar, en á erfiðari stundum þegar störf okkar lutu að þeim sem í erfiðleikum áttu, eða höfðu um sárt að binda, þá litu allir til Jóns, því frá honum var von á orðum sem voru bæði skynsamleg og fallega hugsuð. Hæverska vai- áberandi þáttur í fari Jóns, það var sama hversu mikið hann hafði lagt af mörkum til ein- stakra mála, aldi'ei hafði hann orð á því sjálfur, sama var uppi á teningn- um þegar honum voru veittar viður- kenningar af einhverju tagi, eða þá að honum væri hrósað, þá sagði Jón alltaf að fleiri hefðu nú komið þar nærri, en hann. Þau Gréta voru af- skaplega samhent hjón og undu sér vel í góðra vina hópi. Það er ekki síst samneyti við slíkt fólk sem eflir mann í trúnni á að heimur batnandi fari. Elsku Gréta, við fé- lagamir í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, vottum þér og fjölskyldu þinni, okkar dýpstu samúð. Megi guð geyma ykkur öll. Halldór Svavarsson, Lions- klúbbi Hafnarfjai-ðar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt (S. Egilsson.) Mig langar í fáum orðum að minn- ast vinar míns og Lionsfélaga Jóns F. Arndal, sem lést á Hrafnistu 30. janúai- sl. eftir erfið veikindi. Að leiðarlokum er margs að minn- ast og margt að þakka. Ég kynntist Jóni í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar árið 1973 en við geng- um í klúbbinn um svipað leyti. Það kom fljótt í ljós hversu tryggur og áreiðanlegur hann var og gott að leita til hans alveg sama hvað það var. Þegar ég var í ábyrgðarstöðu hjá Lions fékk ég alltaf góð ráð hjá honum. Hann reyndist mér ætíð sem besti vinur sem ég gat treyst á. í Lionshreyfingunni var hann alltaf boðinn og búinn að leggja fram krafta sína og leggja þeim lið sem minna mega sín. Hann var einn af þessum mönnum sem alltaf eru já- kvæðir um þau málefni sem tekin era fyrir. Hann vildi einnig hafa allt á hreinu. Þótt hann hafi átt við 61410 veik- indi að stríða í nokkur ár var hugur hans alltaf hjá Lions og hann reyndi að koma á fundi eins oft og hann gat þótt það hefði verið erfitt. Manni hlýnaði um hjartaræturnar að sjá hann koma á fundi og taka þátt í þessum góða félagsskap. Ekki má gleyma konu hans Mar- gréti, hún tók mikinn þátt í Lions- starfinu og hefur stutt mann sinn í einu og öllu og nú síðast í veikindum hans. Við Elna og Inga, dóttir okkar, eigum ógleymanlegar minningar um öll ferðalögin sem við höfum farið með Lions. Þau hjón Margrét og Jón áttu stóran þátt í því hve gaman var og glatt á hjalla í þessum ferðum. Þau voru svo skemmtilegir og ljúfu- ferðafélagar og alltaf hress og kát. Þau létu sig aldrei vanta í Lionsferð- irnar og aðrar skemmtanir. Við þökkum þeim innilega fyrir þein-a góðu samfylgd í gegnum árin. Elsku Margrét og fjölskylda. Við vottum ykkur dýpstu samúð og biðj- um Guð að styrkja ykkur í sorg ykk- ar. Kæri vinur Jón Arndal, við þökk- um þér fyrir hlýleika þinn og góða samveru alla tíð. Fai- þú í friði, friður Guðs þig blessi. Baldvin og Elna. t Hjartans þakkir sendum við öilum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR M. KLEMENSSONAR kennara, Bólstaðarhlíð, Austur-Húnavatnssýslu. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Fjórð- ! ungssjúkrahúss Akureyrar, Héraðshælisins á Blönduósi og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Aðstandendur. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfínu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt tO þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Útfararstofa íslands - Suðurhlfð 35 - 105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenaer sólarhrings sem er. Útfarar- stofa (slands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti, er hafa ber I huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu Islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar t samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað i likhús. Aðstoða við val á kistu og likklæðum. Undirbúa lík hins látna i kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstað i kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoöar við val á sálmum. Ukbrennsluheimild. Duftker ef likbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Rutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Elnarsson, útfararstjóri Svenir Olsen, útfararstjóri 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.