Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir sex árum komu til landsins pólsku tónlistarhjónin Jacek og Ewa Tosik Warsawiak ásamt ungum syni til að vinna sér inn peninga í eitt ár. Þau fengu vinnu í Borgarnesi en örlögin höguðu þvi þannig að þau settust hér að og hyggjast nú sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Jacek er í röð fremstu píanóleikara Pólverja og Ewa gamalreyndur fiðluleikari. Sigríður Dögg Auðunsdóttir fræddist af þeim um lífið á Islandi, aðstæður í Póllandi, tónlistina og tungumálaerfíðleika. Heppin með allt nema tungumálið HANN er píanóleikari sem hefur haldið 360 tónleika um allan heim á síðasta ára- tug og er með æðstu menntun í píanóleik sem hægt er að ná. Hann var í einu af tuttugu efstu sætunum af tvöhundruð í alþjóðlegu Chopin-keppninni í Vai-- sjá. Hann hefur leikið með Diddú á tónleikum og á ári hveiju leikur hann undir fyrir 25 fiðlu- og sellóleikara á alþjóðlegu námskeiði fyrir framúr- skarandi tónlistarfólk. Hún er fiðluleikari með sautján ára nám að baki og hefur í fjölda ára leikið með sinfóníuhljómsveitum víðs vegar um heiminn og leikur nú öðru hvoru með Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands. Hún hefur lagt stund á Suzuki kennsluaðferðirnar og notar þær í kennslu sinni. Þau eru pólsk hjón, rétt yfir fertugu, Jacek og Ewa Tosik- Warszawiak, sem búa í Borgarnesi ásamt sextán ára syni sínum þar sem þau kenna við tónlistarskólann og stjóma hvort sínum kórnum. Þau búa í raðhúsi á einni hæð og hafa komið sér þar vel fyrir. Heimilið líkist hverju öðru íslensku heimili en ber þess þó merki að þar búi tónlistarfólk. Litlum hljóðfærum og smáum styttum af þekktum tónskáldum er stillt upp hér og hvar um stofuna. Jacek og Ewa hafa búið hér á landi í sex ár. Þau eru farin að tala nokkuð góða íslensku og ákveða að viðtalið fari fram á íslensku. Ewa er þó örlítið gjarnari á að bregða fyrir sig ensku enda ekki orðin eins örugg í íslenskunni og Jacek. Hérlendis dvelja þau þó einungis níu mánuði á ári vegna þess að hverju sumri eyða þau í Póllandi til þess að sinna fjölskyldunni ásamt því að Jacek heldur fjölmarga tónleika og kennir á námskeiðum. „Við fórum á hveiju ári til Póllands þessa þrjá mánuði á sumrin. Þá er ekki mikil heimþrá, bara hina níu mánuðina," segir Jacek á nokkuð góðri íslensku en með sterkum pólskum hreimi. Ewa segir að heimþráin aukist með árunum og Jacek bætir við: „Meiri heimþrá fyrir jól og minni eftir jól því þá erum við farin að hlakka til að fara aftur til Póllands.“ Þau brosa bæði. „Það var ævintýramennskan sem dró okkur hingað," segir Jacek. „Pólskt vinafólk okkar sem hefur búið á Akureyri í níu ár og kennt þar í tónlistarskólanum útvegaði okkur þessa vinnu. Við fengum vinnu í einn vetur og ætluðum þá aftur til Póllands með alla peningana sem við værum búin að safna okkur. Þessi fyrsti vetur var bara mjög erfiður, við að kaupa allt í íbúðina, þannig að við áttum engan afgang og ákváðum að vera einn vetur enn. Það ár breyttist ýmislegt, Ewa fékk fullt starf í staðinn fýrir hálft og við gátum leyft okkur að kaupa húsgögn og sjónvarp og fleira þannig að eftir annan veturinn áttum við heldur engan afgang. Þetta er endalaus saga þangað til í dag,“ segir Jacek og þau hlæja bæði. „Við lifum eins og venjulegt fólk,“ segir hann brosandi, „með nýtt heimili þar sem við eigum loksins allt sjálf og svo vinnum við bara áfram.“ Þau halda þó nokkuð í pólskar venjur. Þegar viðtalið fer fram eru þau nýkomin úr kaþólskri messu sem þau segjast reyna að stunda nokkuð reglulega. Ewa býður upp á súrkálssúpu með pylsubitum en Jacek segir íslensku pylsurnai- ekki vera hálfdrætting á við þær pólsku. Inni í stofu er kveikt á sjónvarpinu og stillt á pólska sjónvarpsstöð sem þau ná með gervihnattamóttökudiski sem þau keyptu í síðustu Póllandsferð. Betra líf á íslandi „Það er miklu betra líf á íslandi,“ segir Ewa, kveikir sér í sígarettu og heldur svo áfram: „Fyrir tónlistarfólk og kennara hefur ekkert breyst í Póllandi síðan við komum tO Islands." Jacek bætir við: „Það eru u.þ.b. fjórum sinnum hærri laun hér. Grunnskóla- og menntaskólakennarar í Póllandi fá 20-30.000 íslenskar krónur á mánuði en á móti er margfalt ódýrara að lifa þar. Á íslandi er hægt að lifa á einum launum og ef bæði hjónin vinna úti eiga þau möguleika á mjög góðu lífi. í Póllandi er ekki mögulegt að lifa af einum launum. Þú þarft þrenn tU fern laun tO viðbótar.“ Hann stendur upp, hellir gini í lítið staup á fæti, býður með sér en fær engar undirtektir. Þau segjast alltaf hafa unnið bæði úti og að Jacek hafi alltaf verið í tvöfaldri stöðu. Ewa var í fullu starfi í Sinfóníuhljómsveit Krakowborgar þar sem þau hafa aUtaf búið. Einnig hafi hún kennt við menntaskólann og stundum leikið í óperunni í Krakow. Jacek kenndi í akademíunni í Krakow og í menntaskólanum ásamt því að halda tónleika. „Þetta var samtals næstum fimmfóld staða og það var auðvitað enginn frítími. Launin rétt nægðu til að geta lifað ágætislífi, geta átt bfl og íbúð og húsgögn,“ segir hann. Þau segja lífsmáta fólks vera mjög svipaðan í löndunum en fólk verði bara að vinna meira í PóUandi tfl að geta haft efni á því sem það langar í. „Það er hægt að kaupa allt núorðið í Póllandi, það er stærsta breytingin eftir 1989,“ segir Jacek. Engin rússnesk mafía „Það sem mér finnst best við Island er að hér er miklu minna stress en í Póllandi," segir Jacek. „Hér er meiri tími til alls. I Póllandi fer mikill tími í að fara á mflli staða,“ heldur hann áfram og bendir á að í Póllandi sé algengt að fólk sé fjörutíu mínútur að komast í vinnuna. „Veistu hvað er best?“ segir Ewa og tekur sér góða pásu, „Þetta lúft... nei loft. Hreint loft, það er best.“ Hún hugsar sig aðeins um og segir síðan alvarleg: „Þér finnst þetta kannski heimskulegt svar, mér finnst það bara svo merkilegt. Það er allt öðruvísi að borða íslenskan fisk og kjöt af dýri sem nærist á grasinu héma. Það er miklu betra fyrir fólk. í Póllandi em margar verksmiðjur og mikil mengun.“ „Hér er líka frábært hvað fólk er opið gagnvart útlendingum og svo miklir vinir,“ segir Jacek. Þetta segist hann ekki hafa gert sér í hugarlund áður vegna þess hve lítið hann vissi um fólkið í landinu. „Við fengum upplýsingar um landið fyrst úr alfræðiorðabók og bókum um Norðrið sem ég las sem krakki. Þær sögðu þó ekki neitt um fólkið. Þetta vora mjög faUegar bækur og þegar ég kom hingað sá ég að þær vora alveg sannar.“ Hann segir að þau hafi verið frekar kvíðafuU áður en þau komu því hann geti ekki lifað án samskipta við annað fólk. „Við eignuðumst afskaplega fljótt vini og á hveiju ári stækkar vinahópurinn," segir hann ennfremur og Ewa bætir við: „Þetta er orðið okkar annað heimfli.“ „Lífið héma er líka miklu auðveldara,“ heldur Ewa áfram. „Hér er engin rússnesk mafía eins og í Póllandi og ekki glæpir og morð. Ekki mikið að minnsta kosti.“ Jacek samsinnir þessu og segir að hér treysti fólk hvað öðru. „Við ætlum að verða Islendingar bráðum, kannski bara á næsta ári.“ Hann segir að þau ætli að sækja um íslenskan ríkisborgararétt á næsta ári þvi þá era þau búin að búa hér í sjö ár og lögin segi að þá megi þau sækja um ríkisborgararétt. „Það er miklu betra að vera íslendingur á íslandi lagalega séð og bestu pólsku vinir okkar hér eru allir orðnir Islendingar." íslenskan er tunguvandamál ,A hverju ári eigum við meira og meira heima hér,“ segir Jacek, „ég vona bara að við fáum betri tilfinningu fyrir íslenskunni með árunum." Ewa bætir við: yÉg er haldin fullkomnunaráráttu. Ég þarf alltaf að hafa allt fullkomið í kringum mig, alltaf allt tandurhreint og þarf að vera viss um að mennirnir mínir fái öragglega nóg að borða og það sé öragglega allt í lagi með þá. Ég er ekki ánægð nema allt sé í lagi. Við erum mjög heppin með vini hérna í Borgamesi, eina sem við eram ekki heppin með er íslenska tungumálið. Það er allt of erfitt. Ég heyrði af indónesískri konu sem vinnur í fiski í Olafsvík og umgengst pólskar konur. Hún sagði að það væri miklu auðveldara fyrir sig að læra pólsku af vinkonum sínum en íslenskuna.“ Ewa talar hægt og vandar sig og tekur sér oft málhlé þegar hún er að hugsa um næsta orð. Hún talar mikið með höndunum og þegar hún lendir í vandræðum með íslenskuna beitir hún fýrir sig enskunni eða pólskunni og Jacek þýðir yfir á íslensku. „Ég var í fimmtugsafmæli í gær,“ segir Jacek og fær sér aftur í staupið, „og þar var maður að syngja skemmtivísur um fólk. Allir grétu úr hlátri en ég skildi ekki orð.“ „Þó við skiljum orðin,“ segir Ewa, „er það samt ekki fyndið því við skiljum ekki húmorinn.“ „Það er líka mjög sérstakur húmor í svona vísum, mjög erfitt að skilja hann,“ segir Jacek. Ewa segir að þau komi aldrei til með að komast inn í hann. „Kannski eftir tuttugu ár,“ svarar Jacek. „Nei,“ segir Ewa og kveikir sér í annarri sígarettu, „þá verðurðu kominn með heflabilun vegna öldrunar!" Jacek segir að þegar talað er um tungumál hugsi maður „ekkert mál“ og meini: „ekkert vandamál". „En tungumál er tunguvandamál," segir hann og bendir á að aðalvandamálið hjá þeim sé að þau hafi ekki verið leiðrétt strax í upphafi. Þau hafi byrjað að tala mjög vitlaust og þegar enginn hafi sagt neitt hafi þau haldið áfram með sumar vitleysumar. „Það eru margar svona vitleysur," segir Ewa, „kökur og kokkur til dæmis, það hljómar alveg eins. Til að byrja með raglaði ég alltaf saman „flygill," „fífl“ og „fiU“. Þegar ég bað einhvern í Kveldúlfskómum eftir æfingu að hjálpa mér að færa fífl sögðu allir „allt í lagi“ og hjálpuðu mér að færa flygilinn." Þau hlæja bæði. „Fólk var auðvitað að reyna að vera kurteist en kurteisin hjálpar ekki við að læra tungumálið." Kennarinn þarf að vekja áhuga krakkanna Ewa segist vera að fara með Kveldúlfskórinn í tíu daga ferð til Póllands næsta sumar. Þar ætlar þessi blandaði kór úr Borgarnesi að halda þrenna tónleika, m.a. niðri í mörg hundrað ára gömlum saltnámum suður af Krakow. Ewa stjómar kórnum auk þess að kenna á fiðlu í tónlistarskólanum. Hún kennir 25 nemendum og flestir era á aldrinum sjö til átta ára. Hún notar kennsluaðferðir kenndar við Suzuki sem hún segir gjörólíkar því sem hún eigi að venjast í Póllandi. „Um hvert tónlistarskólapláss í Póllandi sitja fimm til tíu krakkar, þannig að ef einhver lærir ekki heima, æfir sig ekki eða fær ekki góða einkunn, er hann látinn skipta um skóla. Allir krakkar verða því að æfa sig. Hér er þetta allt öðravísi. Kennarinn þarf að vekja áhuga krakkanna á náminu. Þarf að útskýra fyrir þeim að það sé skylda að æfa sig á hverjum degi.“ Hún segir að í Póllandi sé tónlistarkennslan innifalin í skólagöngu þeirra sem vilja en hér þurfi foreldrar að kaupa tíma kennaranna. „Ég hef það á tilfinningunni að þó krakkarnir séu ekki undirbúnir fyrir tíma, hafi ekki æft sig eða séu ókurteisir í tíma, megi ég ekki reka þá út vegna þess að foreldrarnir hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.