Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ STEFNUBREYTING HJÁ DÓMSTÓLUM í KYNFERÐISBROTAMÁLUM? mennt höfð í heiðri gæti ekki talist réttairíki og væri brotlegt til dæm- is við stofnsáttmála Evrópuráðsins og 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasátt- mála Evrópu. Mörgum þykir þessi regia held- ur nöturleg og lítt viðeigandi þegar kynferðisbrot eiga í hlut. Eðli málsins samkvæmt er sönnun sekt- ar oft erfíð ef sakbomingur neitar sök. Því hefur öðm hvom verið vakið máls á því hér á landi hvort ekki sé rétt að snúa sönnunarbyrð- inni við í slíkum málum, þannig að ef sannað sé að kynmök hafi farið fram þá verði karlmaðurinn að sanna að samþykki konunnar hafí legið fyrir. I sumum ríkjum Banda- ríkjanna og í Kanada hafa verið sett lög sem miða í þessa átt. Einnig þekkist það að bannað sé með lögum að leggja fram í máli gögn um fortíð kæranda. Mjög skiptar skoðanir em um hvort óhætt sé út frá réttarörygg- issjónarmiðum að slaka á sönnun- arreglum í málum af þessu tagi. Bent hefur verið á að fyrir vikið verði karlmenn varnarlausir gagn- vart tilefnislausum kæram. Slíkar kærar geti átt sér ýmsar orsakir, til dæmis hefnigirni, þörf á athygli og jafnvel leit að afsökun (ef við- komandi þarf til dæmis að réttlæta hliðarspor fyrir sambýlismanni). Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir afleiðingunum fyrir þá sem fyrir verða; missir mannorðs, at- vinnu, hugsanlega eiginkonu og dýrmæts tíma úr lífi sínu. Hörðustu feminístar segja hins vegar á móti að það þekkist ekki að konur kæri nauðganir að tilefnis- lausu, í raun séu nauðganir miklu algengari heldur en kærur beri vott um. Fimmtudaginn 28. janúar síðast- liðinn féllu í Hæstarétti tveir dóm- ar í kynferðisbrotamálum sem era mjög athyglisverðir frá almennu sjónarmiði. Þeir vekja alvarlegar spurningar um hvort dómstólar séu á góðri leið með að snúa sönn- unarbyrði við í kynferðisbrotamál- um. Eins fer ekki á milli mála að refsingarnar sem dæmdar era eru þyngri en búast mátti við. Spurn- ingar vakna um hvort dómstólar hafi þar orðið fyrir áhrifum af gagnrýni á of væga dóma í kyn- ferðisbrotamálum. I öðra málinu var þrítugur karl- maður dæmdur í tveggja ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir að Morgunblaðið/Rristinn nauðga konu á salerni vínveitinga; staðarins Rárinnar í Keflavík. I hinu tilfellinu hlaut þrítugur karl- maður eins árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að notfæra sér ölv- unarástand 16 ára stúlku og hafa við hana samræði í bíl sínum. Neitaði samneyti Konan á Ránni bar á eftirfarandi veg fyrir lögreglu samkvæmt því sem segir í héraðsdómi: „I þessari fyrstu skýrslu hjá lögreglu kemur fram að X hafi farið ó veitingahúsið Rána ásamt vinum sínum B og L. Henni hafi þar á staðnum fundist eins og ákærði væri að fylgjast með henni. Hún hafi þá talað við hann. Mundi hún ekki nema lítið af því sem þeim fór á milli, en maður- inn hefði beðið sig að koma með sér niður stigann. Hún hafi farið niður með honum. Hún hafi ætlað að snúa við er hún hafi séð að ákærði ætlaði inn á klósettið. Þá hafi hann tekið í hendur hennar og dregið hana inn á karlaklósettið og lokað hurðinni. Hann hafi þá spurt hvort hún vildi gera eitthvað með honum, en hún neitað. Síðan hafi ákærði byrjað að klæða hana úr skyrtunni. Hún hafi sagst ekki vilja það og reynt að komast út, en ákærði hafi komið í veg fyrir það. Þá hafi ákærði kippt niður um hana bux- unum. Er hún reyndi að ná þeim upp aftur hafi ákærði snúið henni við. Hafi hann þá staðið fyrir aftan hana, dregið niður um hana nær- buxurnar og haft samfarir við hana um leggöng. Samfarirnar hafi stað- ið stutt, hún vissi ekki hvort hann fékk sáðlát eða nánar hvernig hann bar sig til.“ Þessi frásögn hennar hélst óbreytt í meginatriðum. H neitaði öllu samneyti við kon- una en þó hefði hún verið eitthvað að áreita hann þetta kvöld án þess það leiddi til annars en að hann hreytti í hana einhverjum orðum. Bæði vora með vinum sínum að skemmta sér á Ránni þetta kvöld. Þar var fjöldi fólks, tónlist glumdi og erfitt að henda reiður á því eftir á hver var nákvæmlega hvar á hverjum tíma. Enginn óháður vitn- isburður kom fram um samskipti kæranda við H nema hvað B, vinur hennar, sagðist hafa séð þau fara saman inn á klósett. H hefði eins og togað í hana án þess þó að um eitthvert ofbeldi hefði verið að ræða líkt og hann þyrfti að ræða eitthvað nánar við hana. er Tveir hæstaréttardómar í kynferðisbrota- málum sem féllu á fimmtudag í síðustu viku eru að mörgu leyti eftirtektarverðir. Virðast þeir þyngri heldur en eldri dómar í sams konar málum. Það er þó kannski enn meira umhugsunarefni að mati Páls Þór- hallssonar, hve öllum vafa um sekt sak- borninga er ýtt fyrirhafnarlaust til hliðar. Þættir sem stuðla að sakfellingu fýrir kynferðisbrot. Hvernig á að halda sig réttu megin við strikið? Geðshræring konu eftir atburð (vitnisburður þeirra sem koma að, t.d. leigubílstjóra, vegfarenda, vina eða lögreglu). Ganga úr skugga um að rekkjunautur sé vakandi og áreiðanlega samþykkur, helst að fá skriflegt samþykki. Kona kærir verknað strax. Láta mikið yngri konur eiga sig. Læknisskoðun leiðir í Ijós merki um ofbeldi. Taka neitun alvarlega. Kona samkvæm sjálfri sér í framburði hjá lögreglu og fyrir dómi. Halda áfengisneyslu og kynlífi aðskildu. Enginn samdráttur verið áður með aðiljum. Beita öðrum aðferðum en hótunum til að fá konur til fylgilags. OHÆTT mun að full- yrða að kynferðisbrot era einhver erfiðustu mál sem koma til kasta dómskerfisins, ekki síst vegna þess hve alvarleg þau era, en sönnunarstaðan um leið erfið vegna þess að oftast era einungis tveir til frásagnar. Jafnframt hefur meðhöndlun þeiiTa og þau sjónar- mið, sem hafa á til viðmiðunar, víða skírskotun sem varðar stöðu kynj- anna í þjóðfélaginu og samspil þein-a og togstreitu. Vinnubrögð lögreglu og dómara á hverjum tíma ráðast af ríkjandi viðhorfum til stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Og þótt tiltölulega fáir einstaklingar lendi í því að dragast inn í dómsmál af þessu tagi þá hafa niðurstöður i dómum af þessu tagi og þau sjón- armið sem þar era lögð til grand- vallar öragglega áhrif á kynhegðun og almenn samskipti fólks. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á lögum og réttarfram- kvæmd í þessum efnum á undan- fómum áram, flestar í því skyni að bæta réttarstöðu þeirra sem fyrir kynferðisbrotum verða. Þá hafa ákvæði hegningarlaganna um þetta efni verið færð í nútímalegra horf, með lagabreytingum árið 1992. Yfirskrift XXII. kafla hegningar- laganna er nú ekki lengur „skírlíf- isbrot“ heldur „kynferðisbrot". Ekki er lengur notað orðalagið að „komast yfir kvenmann“ o.s.frv. Skilgreiningu á hugtakinu „nauðg- un“ var breytt lítillega þannig að til ofbeldis teljist svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða sam- bærilegum hætti. Þá var kynferðis- leg áreitni lýst refsiverð, ákvæði sem á öragglega eftir að reyna á í auknum mæli. Mikið var um það talað á sínum tíma að konur sem kærðu nauðgun þyrftu að ganga í gegnum óviðun- andi ferli þar sem þær sættu niður- lægjandi spurningum um fortíð sína og samskipti við hitt kynið og væru allt að því meðhöndlaðar sem granaðar. Vinnubrögð við rannsókn nauðg- unarmála og aðhlynningu fómar- lamba kynferðisbrota hafa verið stórbætt til dæmis með tilkomu neyðarmóttöku á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og sérþjálfun lög- reglumanna. Ný rannsóknartækni eins og DNA-rannsóknir hefur gerbylt möguleikum lögreglu og ákæravalds til að leiða hið sanna í ljós. Sett hafa verið lög um ábyrgð ríkissjóðs á greiðslu bóta til fórnar- lamba ofbeldisverka þannig að það skiptir ekki lengur máli fyrir kær- andann hvort dæmdi er borgunar- maður eða ekki. Grundvallarregla í réttarríki Þrátt fyrir þessar umbætur hef- ur ekki verið hróflað við einni veigamestu reglunni sem gildir um meðferð sakamála á þessu sviði líkt og öðrum og hún er sú að sönnun- arbyrði um sök hvílir á ákæruvald- inu. Það þýðir að allan skynsam- legan vafa um sekt sakbornings verður að túlka honum í vil. Þessi regla er einhver mikilvægasta grandvallarregla réttarríkisins og endurspeglar það sjónarmið að rík- ið megi ekki grípa til þeirrar viður- hlutamiklu skerðingar á frelsi og persónuhelgi að beita valdi sínu til að refsa þegnum sínum nema öll- um vafa um sök þeirra hafi verið eytt. Viðhorfið er það að betra sé að níu sakamenn gangi lausir vegna vafans heldur en að einn saklaus sé settur í steininn. Ríki þar sem þessi regla væri ekki al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.