Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 27 DNA-rannsókn skipti sköpum Norsk DNA-rannsókn leiddi í ljós að yfírgnæfandi líkur væru á að sæði úr leggöngum konunnar og úr nærbuxum hennar væri úr H. H var ekki sáttur við það og kostaði sjálfur nýja rannsókn sem gerð var í Bretlandi. Hún staðfesti niður- stöður norsku rannsóknarinnar. Um sök ákærða segir í héraðs- dómi sem staðfestur var í Hæsta- rétti: „Framburðir vitna og skýrsla neyðarmóttökunnar um ástand X renna stoðum undir þá frásögn hennar að henni hafí verið nauðgað þarna á veitingahúsinu ... Fram- burður X hefur verið staðfastur og ósamræmi hefur ekki komið fram hjá henni sem orð er á gerandi. Skýrsla hennar fyrir dómi var mjög stuttaraleg. Kann það að skýrast af því hversu langur tími er nú liðinn frá því að atburðir þeir urðu sem íjallað er hér um ... Akærði hefur neitað sök frá byrjun og verið staðfastur í þeirri neitun ... Niðurstöður DNA-rannsókn- anna eru báðar á þann veg að sæði úr ákærða hafí fundist í nærbuxum X. Rettsmedisinsk Institutt kemst einnig óyggjandi að þeirri niður- stöðu að í leggöngum hennar hafi fundist sæði úr ákærða. Þessar niðurstöður studdar framburði X, sem kærði atburðinn strax, fram- burði B er sá ákærða og X á þeim stað er X segir að ákærði hafí nauðgað sér, og þeirra er ræddu við hana um nóttina, fela í sér fulla sönnun þess að ákærði hafi framið það brot sem í ákæru er lýst. Vafi sem neitun ákærða, þröngar að- stæður á vettvangi og framburðir vitna um að ákærði hafí allan tím- ann verið uppi á veitingastaðnum, er svo lítill að hann verður ekki tal- inn marktækur gagnvart þeim gögnum sem benda mjög eindregið til sektar ákærða. Verður hann sakfelldur fyrir brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga eins og krafist er í ákæru.“ Ekki marktækur vafi? Þessi röksemdafærsla virkar nokkuð sannfærandi við fyrstu sýn. En þegar málsgögn eru skoðuð koma í ljós nokkur atriði sem valda vafa. ISDN slmstöðvar Síðumúls 37 < 108 S 688-2600 • Fmt 588-: 1. Sá fyrirvari var gerður í DNA- rannsókninni að ef X hefði haft samfarir við skyldmenni H þá væri áreiðanleiki rannsóknar- innar minni. Fram kom £ málinu að X hafði um skeið verið í tygj- um við frænda H, ekki var þó fengin blóðprufa úr honum til samanburðar. 2. Tíðnitölumar sem fram koma í DNA-rannsóknunum miðast við erfðasamsetningu norsku eða bresku þjóðarinnar. Eru þær yf- irfæranlegar á íslendinga og er þá haft í huga það sem Kári Stefánsson heldur fram að Is- lendingar séu svo einsleitir? Ef Islendingar eru meira og minna með sömu erfðasamsetninguna eru DNA-rannsóknir, sem not- aðar era til að staðfesta að grun- aður eigi í hlut, eins áreiðanleg- ar hér og annars staðar? 3. Líkamsrannsókn á X á neyðar- móttöku skömmu eftir hinn meinta atburð leiddi ekki ljós neina áverka eða nein merki um ofbeldi. 4. Það má deila um hvort frásögn X er jafn trúverðug og látið er í veðri vaka. Þannig áttu allir sem að rannsókn og meðferð málsins komu erfítt með að fá hana til að tjá sig um það sem gerðist. Það kann auðvitað að skýrast af því hversu mikiu áfalli hún hafi orð- ið fyrir en breytir því ekki að hennar framburður er aðalsönn- unargagnið og málið stendur og fellur með honum. Það hlýtur einnig að koma til skoðunar við mat á trúverðugleikanum hvers vegna hún fór sjálfviljug með ókunnum karlmanni inn á kló- sett. Er þá haft í huga að hún var ekki mjög ölvuð, samkvæmt vottorði neyðarmóttöku. 5. Jafnvel þótt framburður hennar væri alfarið lagður til grundvall- ar eins og dómstólar gerðu, þ.e.a.s. að hún skyldi hafa upplif- að atburðinn sem nauðgun, þá vakna spumingar um hvort hon- um mátti vera það ljóst. Hún var að því er virðist hvorki beitt of- beldi né hótunum um ofbeldi en lét þetta yfir sig ganga. Getur þá ásetningui- H talist nægilega sannaður? Mátti honum vera ljóst að hún væri andvíg samfór- unum? Þegar þessi vafaatriði eru nefnd er erfitt að skýra dóminn öðru vísi en svo að slakað sé á hefðbundnum sönnunarkröfum og hugtakið nauðgun skilið rýmra en hingað til. Margir velta því sjálfsagt íyrir sér hvort það hafi ekki komið H í koll að neita samförunum þrátt fyrir DNA-rannsókn. Ekki er ósennilegt að það hafi haft sín sálrænu áhrif á dómstóla, þótt svo eigi ekki að vera, samanber rétt sakaðra manna til að svara ekki spurning- um og til að vera ekki knúinn til að láta í té sönnunargögn sem eru honum óvilhöll. Eins kunna auðvit- að að vera einfaldar skýringar á neitun H, sem var á veitingastaðn- um með eiginkonu sinni, sem geri það að verkum að ekki sé hægt að draga þá ályktun af neitun hans að hann viti upp á sig alla skömmina. Þáði far eftir bali I misneytingarmálinu er sönnun- arstaðan jafnvel enn tæpari. Fyrir lá að stúlkan var á skemmtistaðn- um Astro í Reykjavík en þar var dansleikur á vegum Flensborgar- skóla. Hún var þar til klukkan tvö en þá sinnaðist henni við kunningja sinn og ákvað að fara ein heim. Stúlkan hélt því fram að hún hefði veifað bíl niðri í bæ, þegið far af ókunnugum manni, sagt honum hvar hún byggi í Hafnarfirði, en sofnað á leiðinni þangað án þess þau ræddu meira saman. Hefði hún vaknað ein í bifreiðinni fyrir utan bæinn og var þá búið að breiða yfir hana teppi og setja kodda undir höfuð henni. Akærði hefði þá kom- ið inn og sagst hafa verið hjá vini sínum. Hann hefði svo lagt aftur af stað og hún sofnað á ný. Svo hefði hún vaknað aftur við að ákærði var að hafa við hana samfarir, búinn að klæða hana úr að neðan. Hún hefði barist um og hlaupið út úr bílnum og kallað á hjálp. Akærði hélt því hins vegar fram að hann hefði um tvöleytið um nóttina keypt sér gos í sjoppunni Læk. Þar hefði X verið og hann rætt stuttlega við hana. Hann hefði svo farið einn rúnt og komið aftur. Þá hefði hún staðið í götunni GDK isdn símstöðvar Fullkomín síma- og santðlá afsláttur IRUSSELL ►Columbia Sportswcar Coinpany < Oplðídag 12-18 HREYSTI .. spmi vomiíi iis Fosshálsi 1 - Sími 577-5858 Tillaga að nýju hegningar- lagaákvæði til að festa réttarþróun í sessi! HVER SÁ sem hefur sam- ræði eða önnur kynmök við konu skal sæta að lágmarki tveggja ára fangelsi nema hann sýni fram á að óþvingað, upp- lýst og afdráttarlaust samþykki hennar hafi legið fyrir. Sá sem brýtur gegn þessu ákvæði skal greiða konunni miskabætur að fjárhæð 400.000 kr. nema sýnt sé fram á að tjónið sé meira. Fylgi ofbeldi verknaði skal þyngja refsinguna um allt að helming. Fella skal refsingu niður ef karlmaður mátti svo sem vegna hjónabands eða undan- farins ástarsambands ætla að samþykki lægi fyrir enda hafi ofbeldi, hótunum um ofbeldi eða annarri ólögmætri nauð- ung ekki verið beitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.