Morgunblaðið - 11.02.1999, Side 8

Morgunblaðið - 11.02.1999, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EIGUM við ekki bara að nota sama trixið og við hinar gæsirnar, Helgi minn. omu Námstefna umsjónarfélags einhverfra Atferlismeð- ferð eykur sjálfstæði Anna-Lind Pétursdóttir dag, fimmtudaginn 11. febrúar, hefst námstefna á vegum Umsjónarfélags ein- hverfra sem ber yfir- skriftina Atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu. Anna-Lind Pétursdótt- ir er í stjóm Umsjón- arfélags einhverfra og hefur haldið utan um und- irbúning námstefnunnar. „Einhverfa er alvarleg þroskaröskun sem snert- ir félagslegan og tilfinn- ingalegan þroska bama og yfirleitt vitsmunaleg- an þroska þeirra líka. Einhverfan veldur erfið- leikum með eðlileg sam- skipti við aðra. Einnig sýna einhverf böm mikil frávik í hegðun svo sem skerta leikhæfni, mikla íhaldssemi og ósjálfráðar, endur- teknar hreyfingar. Atferlismeð- ferð hefur skilað góðum árangri í að draga úr hegðunareinkenn- um einhverfu og við að auka vitsmunaþroska og aðlögunar- hæfni barna með einhverfu." - Hvað er atferlismeðferð? „Atferlismeðferð er leið til að kenna baminu aðferðir við að læra af umhverfinu og auka sjálfstæði þess. Meðferðin er mjög skipulögð og yfirgripsmik- il og beinist að máli, leik, félags- legum samskiptum og sjálfs- hjálp, jafnframt því að draga úr hegðunarfrávikum." Anna-Lind segir að lögð sé áhersla á að skipta námsefninu upp í nógu lítil skref svo baminu takist það sem ætlast er til af því. „Barnið á að upplifa sem flesta sigra og stór þáttur í með- ferðinni er jákvæð athygli og hrós og áhersla lögð á að veita barninu umbun fyrir vinnu þess og frammistöðu." Hún segir að meðferðin taki mið af eðlilegri þroskafram- vindu báma og markmiðið er að kenna bái-ninu það sem upp á vantar svo það geti nálgast jafn- aldra sína í færni og þroska. -Er talið að atferlismeðferð sé árangursríkasta meðferðar- foi-mið fyrir einhverfa? „Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á árangri atferlismeð- ferðar mörkuðu tímamót því þær kollvörpuðu hugmyndum um batahorfur einhverfra. Tæp- lega helmingur þátttakanda í rannsókn Lovaas tók það mikl- um framföram að félagslegur og vitsmunalegur þroski þeirra varð innan eðlilegra marka.“ Anna-Lind bendir á að fyrri dag ráðstefnunnar tali Cathy Tissor sem er sérkennari og for- maður foreldrasamtaka um at- ferlismeðferð í Bret- landi. „Hún ætlar að tala um hvemig sam- tökunum þar hefur tekist á mjög skömm- um tíma að gefa mörgum börnum í Bretlandi kost á atferlismeðferð. Hún mun fjalla um sýn foreldra á atferlis- meðferð og kynna meðferðina. Cathy á einhverft bam og hefur haldið utan um meðferð þess. Hún mun miðla af þeirri reynslu sinni. Þá fáum við líka til okkar dr. Svein Eikeseth. Hann er sál- fræðingur sem stýrir alþjóðlegri ►Anna-Lind Pétursdóttir er fædd á Akureyri árið 1971. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla íslands árið 1996 og starfaði sem þjálfari og síð- ar ráðgjafi í atferlismeðferð frá vorinu 1995-1997. Hún er nú ráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og sinnir þar ráðgjöf varðandi ofvirk börn. Anna-Lind situr í stjórn Umsjónarfélags ein- hverfra. Eiginmaður Onnu-Lindar er Skúli Helgason sljórnmála- fræðingur og eiga þau soninn Teit Helga en Skúli á auk þess soninn Darra. rannsókn á árangri atferlismeð- ferðar í Noregi. Hann hefur sér- hæft sig í meðferð bama sem byrja á aldrinum 4-7 ára í atferl- ismeðferð. Yfirleitt er talið árangursríkast að atferlismeð- ferð hefjist sem fyrst eða þegar bömin eru 2-3 ára. Það hefur hins vegar sýnt sig í rannsókn- um Eikeseth að jafnvel þótt böm byrji ekki fyrr en um 7 ára aldur í meðferð geta þau tekið miklum framfómm." Anna-Lind segir að Eikeseth muni fjalla um þessar rannsókn- ir sínar og kynna niðurstöður þeirra auk þess sem hann sýnir myndbandsupptökur af þjálfun og tekur dæmi úr kennslu barna sem eiga auðvelt með að nema heyrðar upplýsingar og hins vegar barna sem eiga auðveld- ara með að læra sjónrænt. - Er boðið upp á atferlismeð- ferð hér á iandi? Anna-Lind segir að sér- kennsla hafi verið nálgun sem mikið hefur verið notuð hérlend- is. Hún bendir á að ekki liggi jafn ítarlegar rannsóknir að baki þeirri meðferð og atferlismeð- ferð. „Árið 1995 byrjuðu fyrstu börnin í atferlismeðferð hér á landi í tengslum við rannsókn Sigríðar Lóu Jónsdóttur sál- fræðings. Staðan er á hinn bóginn sú að færri komast að en vilja. Námstefnan er liður í að bjóða íræðslu um meðferðina og vonandi getur hún aukið skilning stjómvalda á nauðsyn þess að sem flest börn geti átt þess kost að hefja atferlismeðferð snemma á ævinni.“ Námstefnan stendur yfir í Gerðubergi í dag, fimmtudaginn 11. febrúar, og á morgun, föstu- daginn 12. febrúar. Barnið á að upplifa sem flesta sigra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.