Morgunblaðið - 11.02.1999, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eimskip um varnarliðsflutninga
Vísa á bug að
verið sé að
hygla félaginu
EFTIRFARANDI athugasemd
hefur borist frá Eimskipafélagi ís-
lands hf. vegna viðtals við Guð-
mund Kjærnested, sem birtist í
Morgunblaðinu á sunnudag:
„Eins og fram hefur komið í
fréttum tók Eimskip þátt í útboði á
vegum Bandaríkjahers um flutn-
inga milli Islands og Bandaríkj-
anna.
I viðtali við Guðmund Kjæme-
sted, forsvarsmann Transatlantic
Lines-fyrirtækjanna, undir yfir-
skriftinni „Kapteinn Kjærnested" í
sunnudagsblaði Morgunblaðsins
þann 7. febrúar sl. er látið að því
liggja, að verið sé með einhverjum
hætti að hygla Eimskipafélaginu
vai-ðandi þetta mál. Eimskip vísar
öllum slíkum ásökunum á bug.
Nokkrir aðilar buðu í þessa
flutninga og skv. útboðsskilmálum
þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til
þess að útboð sé fullgilt, og taka
þarf tillit til laga og milliríkjasamn-
inga milli Islands og Bandaríkj-
anna. Jafnframt þarf að sýna fram
á að bjóðendur geti tekið að sér
verkefnið með tilliti til skipakosts
og fleiri þátta.
Tilboð Eimskipafélagsins upp-
fyllti þessi ákvæði, en það tilboð,
sem tekið var, uppfyllti ekki þau
skilyrði sem sett voru í útboðslýs-
ingu. Eimskip hafði löngu fyrir
þetta útboð fengið lögfræðilegt álit
um það að hvorki íslenskt eða
bandarískt fyrirtæki gæti náð und-
ir sig öllum flutningunum með
þeim hætti sem þarna var gerð til-
raun til. Milliríkjasamningurinn er
mjög skýr í þessum efnum og aðal-
tilgangur hans er að tryggja þátt-
töku tveggja óháðra aðila frá sitt
hvoru landinu í þessum flutning-
um. Niðurstaða þeirra sem unnu
að þessu máli hjá flutningadeild
bandaríska hersins kom því Eim-
skip verulega á óvart og kann að
stafa að einhverju leyti af því að
nýtt fólk er komið þar til starfa
sem þekkir ekki forsögu málsins
og þann milliiTkjasamning sem
gerður var á sínum tíma. Eimskip
mótmælti þessari niðurstöðu. TO
að fá úr því skorið hvort úthlutun
þessi stæðist lög og reglur, ákvað
Eimskip að kanna fyrir dómstólum
í Bandaríkjunum hvort skilningur
félagsins á útboðslýsingunni væri
réttur. Nú hefur gengið dómur í
málinu þar sem fram kemur að út-
hlutun flutninganna til Transatl-
antic Lines Iceland ehf. og
Transatlantic Lines LLC. var ólög-
leg og að skilningur Eimskips á út-
boðsgögnum er réttur. Dómstóll-
inn staðfestir túlkun sama dóm-
stóls frá 1988 um að þessa flutn-
inga skuli bjóða út í einni sam-
keppni milli bandarískra og ís-
lenskra skipafélaga. Stjórnvöld í
Bandaríkjunum þurfa því sam-
kvæmt þessum dómi að bjóða
þessa flutninga út aftur, og þannig
endurskoða fyrri ákvörðun um ráð-
stöfun þessara flutninga.
Þessar upplýsingar og niður-
stöður dómsins hafa áður réttilega
komið fram, en vegna viðtals við
Guðmund Kjæmested í Morgun-
blaðinu, taldi Eimskipafélagið
nauðsynlegt að draga hér fram á
ný þessar staðreyndir málsins."
Morgunblaðið/Árni Sæberg
NEMENDUR Kennaraháskóla Islands fá saltfisk í boði Patreksskóla.
Saltfiskur notaður
til að lokka kennara
GUÐBRANDUR S. Ágústsson,
skólastjóri Patreksskóla, notaði í
gær saltfisk til að reyna að lokka
nemendur Kennaraháskóla ís-
lands vestur á Firði.
Gangar Kennaraháskólans ilm-
uðu af saltfisklykt í hádeginu í
gær, því Guðbrandur bauð nem-
endum skólans í mat, svona rétt
til að reyna að koma þeim á
bragðið. „Það hefur verið erfítt
að ná í faglærða kennara en við
ætlum okkur að reyna að ná í
þetta fjóra til fimm nýja, þá erum
við í góðum málum,“ sagði Guð-
brandur. „Við vonum að svona
átak eins og við erum í hérna og
svona framsetning skili okkur
metnaðarfullu, góðu starfsfólki."
Auk þess að bjóða nemendum í
mat fengu allir nemendur á
þriðja ári, um 120 manns, senda
sérmerkta öskju, sem í var salt-
fiskur frá Patreksfirði, upp-
skriftir og síðast en ekki síst
upplýsingar um Patreksskóla og
eyðublað til að sækja um starf
þar árið 1999 til 2000.
Guðbrandur, sem hefur verið
skólastjóri á Patreksfirði í fjögur
ár, hefur á hveiju ári síðan hann
hóf störf, reynt að tæla til sín
verðandi kennara. „Fyrsta árið
komum við með grjót úr Látra-
bjargi, annað árið harðfísk, í
fyrra bol sérmerktan Patreks-
skóla og það lá beinast við að
taka saltfiskinn í ár,“ sagði Guð-
brandur. Hann sagði að þetta
hefði skilað góðum árangri í
gegnum árin, t.d. hefðu sjö nýir
kennarar komið vestur þegar
gijótið var sent. Þetta margborg-
ar sig sagði Guðbrandur en að-
spurður um kostnað sagði hann
þetta aðeins kosta smáhug-
myndaflug og vinnu.
„Þetta er ljúffengt, alveg rosa-
lega gott,“ sagði Inga Hrönn
Grétarsdóttir, nemandi á þriðja
ári í Kennaraháskólanum, um
saltfiskinn. Ingu fannst framtak
þeirra Patreksfirðinga mjög gott
en í fyrstu hélt hún að askjan
sem hún fékk hefði verið eitt-
livert grín. Inga sagðist ekki ætla
að fara að kenna í haust en sagð-
ist hins vegar hafa trú á því að
margir nemendur myndu íhuga
vel þann kost að fara til Patreks-
fjarðar að kenna, enda örugg-
lega gaman að vera í kringum
jafn hugmyndaríkan mann og
Guðbrand.
Elísu Dögg Helgadóttur, sem
er í öðrum bekk, leist sömuleiðis
rnjög vel á saltfiskinn. Hún sagð-
ist samt halda að hún færi ekki
vestur en sagðist þó hafa heyrt
um nokkra sem hefðu áhuga og
væru að skoða möguleikann á að
kenna vestur á Fjörðum.
í vetur eru 132 nemendur í
Patreksskóla og 15 kennarar en
þeim ljölgar á næsta ári því þá
bætist við skólann framhalds-
deild, þ.e., fyrsta ár í framhalds-
skóla.
Athugasemd frá Van Qmmeren- skipafélaginu vegna viðtals við Guðmund Kjærnested
Segir skip hans
óhæf til siglinga
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Van
Ommeren-skipafélaginu, vegna við-
tals við Guðmund Kjæmested, sem
birtist í blaðinu sl. sunnudag:
„Kæru herrar:
Eg er stjórnarmaður hjá Van
Ommeren Shipping (USA) LLC, og
vinn við fyrirtækið sem sérfræðing-
ur í sjóflutningum og lögfræðilegur
ráðunautur. Meðeigandi minn,
Niekel van Reesema, var sá sem
hratt í framkvæmd árið 1985 sigl-
ingum til íslands undir bandarísk-
um fána á vegum Rainbow Na-
vigation, Inc. Eg var þá fram-
kvæmdastjóri hjá American Ship
Management, og annaðist fyi-stu ár-
in tæknilega stjórnun íyrir fyrsta
skipið, RAINBOW HOPE. Við höf-
um því verið þátttakendur í sigling-
um til íslands undir bandarískum
fána frá byrjun, frá þeim tíma sem
Guðmundur Kjærnested var ennþá
á unglingsaldri, og við urðum því
óneitanlega vel varir við hve íslensk
stjómvöld voru staðráðin í því að ís-
lensk skipafélög fengju að taka þátt
í þessum flutningum.
Sú staðreynd er rétt að Guðmund-
ur hóf störf hjá okkur árið 1992, þar
sem hann var deildarstjóri siglinga-
leiðar undir stjóm og handleiðslu
Mr. Van Reesema. Við vörðum sann-
arlega stómm upphæðum í menntun
hans, og leyfðum honum jafnframt
að nota vinnutímann til náms. Einnig
er það rétt að gengið hafði verið frá
ráðningu hans til Parísar við olíu-
flutningasvið Royal Van Ommeren
um leið og hann útskrifaðist. Með
hliðsjón af framansögðu, getið þið
vel ímyndað ykkur að það kom okk-
ur á óvart þegar hann gekk út,
einmitt á þeim tíma þegar herinn var
að taka við tilboðum vegna verkefna
sem hann hafði undirbúið fyrir Van
Ommeren, og Guðmundur var nú að
bjóða í á eigin vegum. Eins vakti það
undran okkar að hann skyldi játa
þessu, jafnvel stæra sig af því, í við-
tali við blaðið ykkar 7. febrúar, án
þess að blikna.
Þetta er allt liðið, og enginn hér
hefur grátið hann. Varðandi mikil-
vægari mál hefur Guðmundi láðst að
geta óþægilegra staðreynda. í viðtal-
inu segir hann að hann hafi ekki
fengið fyi'sta samninginn við herinn
sem hann bauð í strax eftir að hann
hætti hjá Van Ommeren, samning-
inn um siglingar til Ascension eyju.
Þriðji aðili hafi fengið samninginn,
og að hann sé því feginn, vegna þess
að hann hafi ekki verið tilbúinn.
Raunveraleikinn er annar. Til þess
að eiga möguleika á að bjóða í sigl-
ingar undir bandarískum fána fyrir
hvaða samning sem er um herflutn-
inga, hefði fyrirtækið, TransAtlantic
Lines (TLL), orðið að undirrita svo-
kallað Voluntary Intermodal Sealift
Agreement (VISA). Til þess að ger-
ast aðili að VISA, hélt Guðmundur
því fram við bandarísku siglinga-
málastofnunina (U.S. Maritime Ad-
ministration) að TLL væri með skip
á þurrleigu, og réði því yfir dráttar-
bát og pramma undir bandarískum
fána. Þessi þurrleiga þótti gransam-
leg, svo ekki sé meira sagt. Þegai-
siglingamálstofnunin fór fram á
frekari skýringar frá Guðmundi, dró
hann sig í hlé frá VISA, með þeiiri
aumu afsökun að hann hefði „mis-
skilið kröfumar“. Án aðildar að
VISA hafði TLL ekki lengur rétt á
að bjóða í Ascension-verkefnið.
Guðmundur sendi siglingamála-
stofnuninni bréf f.h. TLL, þar sem
fyrirtækið segir sig úr VISA-
prógramminu í júní 1998. Banda-
ríska siglingamálastofnunin, til-
kynnti þá varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna ski-iflega: „Með
þessu bréfi til hinna ýmsu skrifstofa
vamarmálaráðuneytis (DoD) til-
kynnum við að TransAtlantic Lines,
LLC (TLL) hefur sagt sig úr VISA-
áætluninni og má því ekki bjóða í
verkefni þar sem krafist er aðildar
að VISA varðandi verkefni á vegum
varnarmálaráðuneytis." Aðild Guð-
mundar að VISA, vegna útboðs í
herflutningana til Islands, var loks-
ins fengin með því að afsala meiri-
hlutaeign í fyrirtækinu til aðila sem
hafði þegar aðild að VISA og segir
Guðmundur í viðtalinu að þetta fyr-
irtæki sé American Automar.
Skoðun mín er sú, að TLI sýni ís-
lenska hluta milliríkjasamningsins
ennþá meiri vanvirðu en TLL þeim
bandaríska (TLI á að heita íslenskt
fyrirtæki). Samkvæmt því sem Guð-
mundur segir eiga bandarískir aðil-
ar 50% í TLI. Bandarískur alríkis-
dómstóll hefur úrskurðað að, á
grandvelli gagna á þeim tíma sem
tilboð vora gerð, hafi 74% af TLI
verið í eigu bandarískra aðila. Eign-
arhald íyrirtækjanna var því ekki
einungis í Bandaríkjunum, heldur
og einnig framkvæmdastjórn. Við
nánari skoðun á TLI var reynt að
fela hversu óíslenskt það var og
gefa því íslenskara yfirbragð, en ís-
lensk stjómvöld létu ekki blekkjast.
Þegar Rainbow Navigation hóf
viðskipti árið 1985 með skip undir
bandarískum fána, fékk félagið alla
herflutningana. íslensk skipafélög
fengu það sem Rainbow gat ekki
annast. Eftir að milliríkjasamning-
urinn var gerður, hafði bandaríska
félagið aðeins 35%. Áram saman
íhuguðum við að stofna íslenskt
dótturfélag, og bjóða í báða hluta
verkefnisins. Við reyndum meira að
segja einu sinnu að gera það, en
hættum við það, þar sem það hefði
augljóslega brotið í bága við samn-
inginn, og hvorki íslensk stjórnvöld
né íslenska þjóðin sjálf hefði fallist á
það. Þessu höfum við fulla vissu fyr-
ir, með tilliti til þeirrar hörðu bar-
áttu sem utanríkisráðuneytið ís-
lenska háði til að ná af Rainbow Na-
vigation réttinum til að flytja 100%
af bandaríski'i herfrakt til Islands.
Þetta sögðum við Guðmundi í hvert
skipti sem hann nefndi málið við
okkur hjá Van Ommeren.
Það sem nú á undan er gengið í
baráttu íslenskra stjómvalda er tví-
mælalaust aðeins aukaatriði. Alríkis-
dómstóllinn bandaríski dæmdi gegn
TLL/TLI á lagalegum forsendum
(samkeppni var ekki haldin eins og
samningurinn gerir ráð íyrir) og á
staðreyndum (TLI var ekki fjá-
rhagslega sjálfstætt og TLL réð
ekki yfir skipi undir bandarískum
fána eins og útboðsgögn gera ráð
fyrir). Guðmundur ofmetur sjálfan
sig með því að halda því fram að ut-
anríksiráðuneytið íslenska hafi
bragðið fyrir hann fæti. íslensk
stjómvöld era ekki aðilar að málinu,
en það þarf ekki að þýða að þetta
hafi ekki farið fyrir brjóstið á þeim
(skiljanlega). Guðmundur segist
bjóða svipaða þjónustu og Eimskip.
Hvílík fjarstæða! Að mínu mati era
skip hans óhæf til siglinga á Norður-
Atlantshafi að vetrarlagi. í sinni
fyrstu ferð var skip TLI 21 dag á
leiðinni frá íslandi til Norfolk, og
skip TLL náði að vera mettíma, 24
daga, frá Norfolk til íslands. Allir
þeir sem ganga niður á hafnarbakk-
ann þar sem SLY FOX er núna að
afferma, munu undrast staðhæfingai'
hans. Menn munu spyrja sig hvað
þetta skip er yfir höíúð að gera yfír
Atlantshafið að vetrarlagi. Sjálfur
Kjæmested skiphema yrði orðlaus.
Virðingarfyllst,
John P. Love.“