Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögreglan í Reykjavík rannsakar eldsupptök í Galleríi Borg Morgunblaðið/Árni Sæberg AÆTLAÐ verðmæti þeirra málverka sein eyðilögðust í brunanum í Galleríi Borg aðfaranótt laugardags er á bilinu 15 til 20 milljónir, sagði Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borgar. Viðvörunarkerfi fór ekki í gang RANNSÓKN á brunanum sem varð í Galleríi Borg aðfaranótt laug- ardags er í fullum gangi, en búist er við að rannsóknardeild lögreglunn- ar fái málið til rannsóknar í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík fór ekkert viðvörunarkerfi í gang þegar kvikn- aði í húsinu í Síðumúla 34, heldur létu gangandi vegfarendur vita af eldinum rétt íyrir klukkan tvö að- faranótt laugardags. Búið var að slökkva eldinn um klukkutíma síð- ar. Að sögn Péturs Þórs Gunnars- sonar, eiganda Gallerís Borgar, skemmdust og eyðilögðust verk eft- ir marga af helstu meisturum ís- lenskrar málaralistar í eldinum. Eldvarnir síðast skoðaðar fyrir 5 árum Síðasta úttekt, sem gerð var af Eldvamaeftirliti Reykjavíkur, á húsnæðinu fór fram 6. október árið 1994, en þá var Gallerí Borg ekki komið með neina starfsemi í húsið, að sögn slökkviliðsins í Reykjavík. Gerðar voru nokkrar athugasemdir eftir þá úttékt og var farið eftir þeim öllum. Gallerí Borg opnaði sýningarsal í húsinu seinna og hefur húsið tekið nokkrum breytinum síð- an þá. Gallerí Borg var með viðvör- unarkerfi frá Securitas í sýningar- salnum en ekki fengust nánari upp- lýsingar um það kerfi. Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borgar, sagðist fyrst hafa farið inn í húsið á sunnudaginn og sagði hann aðkomuna miklu verri en hann hefði ímyndað sér og húsið mjög illa farið. Ljóskastarar bráðn- uðu úr loftunum, allar lagnir og píp- ur fóru í sundur, allir milliveggir eru ónýtir og það þarf því að gera húsið aftur fokhelt, sagði hann og bætti við að farið yrði í að endur- nýja húsið á næstu dögum. Hann kveðst vonast til að geta opnað sýn- ingarsalinn aftur í næsta mánuði. Þrjú verk björguðust fyrir tilviljun Það var fyrir hreina tilviljun að þrjú verk eftir þá Gunnlaug Schev- ing, Jóhann Briem og Jón Stefáns- son, sluppu algerlega heil frá brun- anum, að sögn Péturs. Verkin höfðu verið tekin út úr húsinu fyrir helgi vegna þess að þau voru ljósmynduð fyrir Morgunblaðið. Pétur hafði ekki farið með verkin aftur í sýning- arsalinn og voru þau því heima hjá honum þegar eldurinn kom upp, sagði hann. Ekki er enn alveg ljóst hversu mörg málverk eyðilögðust í eldin- um, en um 100 verk af um 300, sem voru í húsnæðinu, eru líklega alveg ónýt, sagði Pétur. Hann sagði að stór hluti þeirra verka sem ekki væru alveg ónýt væri skemmdur því oft svaraði ekki kostnaði að gera við verk sem hefði farið illa vegna hita og sóts. Meðal málverka sem voru í húsinu þegar kviknaði í voru verk eftir marga af gömlu meistunmum, t.d. Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jón Engilbeits, Jón Stef- ánsson, Jóhann Briem, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving, Mugg og Þórarin B. Þorláksson. Pétur sagði að áætlað verðmæti þeirra málverka sem hefðu eyði- lagst og skemmst væri um 15 til 20 milljónir. Myndirnar voru allar í einkaeign og fá eigendurnir mál- verkin bætt þar sem allt var tryggt hjá Vátryggingafélagi íslands, sagði Pétur. Starfsemi kjötvinnsl- unnar raskaðist Húsið þar sem Gallerí Borg er með starfsemi sína er í eigu Þyrp- ingar. í húsinu er einnig kjöt- vinnslufyrirtækið Ferskar kjötvör- ur og taldi Steinar Guðleifsson, gæðastjóri kjötvinnslunnar, það mikla mildi að eldur skyldi ekki hafa borist þangað inn. Hann sagði að starfsemi kjötvinnslunnar hefði farið úr skorðum vegna brunans, því allt rafmagnskerfi hússins hefði eyðilagst og nota varð vararafstöð á sunnudaginn til að knýja kjöt- vinnsluvélar. Pípulagnir sem lágu í gegnum sýningarsalinn eyðilögðust einnig en gert var við þær strax á laugardaginn, sagði hann. Á skrif- stofu kjötvinnslunnar var mikið sót eftir eldinn og þurfti að skipta um lyklaborð í tölvum og aðra smáhluti, sagði Steinar. Milljónatjón í eldsvoða í húsnæði Bílagarðs á ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson. ALLS stóðu 13 nýir bflar gjörónýtir eftir eldsvoðann í húsnæði Bflagarðs. 13 nýir bflar mikið skemmdir MARGRA milljóna króna tjón varð í eldsvoða í bílasölunni og bílaverkstæðinu Bílagarður á ísafirði aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Isafirði brunnu með- al annars 13 nýir bílar og nýr vélsleði. Þá urðu mjög miklar skemmdir á húsnæði Bílagarðs en hins vegar tókst slökkviliði að verja þann hluta byggingarinnar þar sem starfrækt er steypustöð og dekkjaverkstæði. I gærkvöldi var von á fulltrú- um frá ríkislögreglustjóra til ísafjarðar til að aðstoða lögregl- una og hefst vettvangsrannsókn í dag. Það voru lögreglumenn á eft- irlitsferð sem urðu varir við eld- inn í Bílagarði á laust eftir kl. þrjú á sunnudagsnótt. Slökkvilið kom fljótlega á vettvang og gekk slökkvistarf vel miðað við allar aðstæðui'. Mjög slæmt veður var á ísafirði um nóttina. Þá jók það á erfiðleikana við björgunai'- og slökkvistörf að eldsvoðinn varð á svæði sem var lokað vegna snjó- flóðahættu. ALLT brann seni brunnið gat í þeim hluta byggingarinnar þar seni bflasala og bflaverkstæði eru til húsa. Slökkviliðinu tókst hins vegar að verja þann hluta hússins þar sem starfrækt er steypistöð og dekkjaverkstæði. Sæstrengur slitnaði við Færeyjar CANTAT 3-sasstrengurinn sem tengii' símkerfi íslands við Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku slitnaði um hálffimmleytið á sunnudags- morgun norðan Færeyja. í fi'étt frá Landssímanum segir að símasam- bandi við Evrópulönd hafi verið komið á um varaleiðir um gervi- hnött. Truflanir voru úr sögunni á hádegi á sunnudag þegar búið var að koma sambandinu á um gervihnött. Ekki er vitað hvað olli því að strengurinn slitnaði en Landssíminn gerir ráð fyrir að skipið C.S. Sover- eign verði komið á staðinn 2. mars og viðgerð taki 5-7 daga. Gangi það eftir verður CANTAT kominn í lag milli 7. og 9. mars. Fram að þeim tíma verð- ur notast við gervihnattasambönd fyrir símaumferð til Evrópu. LANDSFRÆGT ÚRVAl viðarklæðning, ásett 2.350.000. Efnn eigandi frá upphafi. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500. opnunartimi: mánud.- föstud. kl. 9-18, laugardagar kl. 12-16. LAUGAVEGI 174 . SlMI 569 5660 - FAX 569 5662 SKCÐÐIÐ ÚRVAUÐ Á HPirTlASÍPU ©KKAR, WWW.HPKI-A.IS Alvarleg bilun í boð- kerfi Landssímans BOÐKERFI Landssímans hefur verið óvii'kt frá því klukkan fimm á sunnudagsmorgun vegna bilunar í móðurtölvu. Bilunin hefur áhrif á alla símboða á landinu og er hvergi hægt að senda eða taka á móti skila- boðum í þeim hérlendis. Landssím- inn hvetur þá, sem notað hafa boð- kerfið til t.d. útkalla lögreglu, slökkviliðs eða björgunarsveita, að gera ráðstafanir til að nota aðrar boðleiðir þar til kerfið kemst í lag. Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að verið væri að bíða eftir varahlutum frá Bandaríkj- unum, þeir ættu að berast síðdegis [í gær] og þá yrði að koma í ljós hvort þeir myndu duga. Einnig væri von á erlendum sérfræðingi frá framleið- anda búnaðarins seint í gærkvöld og unnið yrði að viðgerðum fram á nótt. „Þetta virðist vera mjög alvarleg bilun sem bæði okkar tæknimenn og framleiðandi kerfisins eiga mjög erfitt með að átta sig á,“ sagði Ólafur. Útkallskerfi björgunarsveita, lækna, lögreglu, sjúkraflutninga- manna og slökkviliða byggist á sím- boðakerfinu svo að útkallskerfi þeirra era óvirk. Ólafur segir að Landssíminn hafi áður beint þeim tilmælum til björgunarsveitarmanna og fleiri sem byggja á símboðakerf- inu að notast einnig við símkerfið ásamt símboða. Að sögn Ólafs var Neyðarlínunni tUkynnt um bilunina klukkan átta á sunnudagsmorgun, en nú væri verið að kanna hvort eitthvað hefði farið úrskeiðis í boðleiðum vegna bilunar- innar. „Það er engu líkara en að heldur seint hafi verið farið af stað með að láta vita af biluninni og verið er að kanna það hjá okkur hvort eitt- hvað hafi farið úrskeiðis, og þá hvað, við það að láta þá aðila sem tengjast almannavömum vita af þessari bilun. Það þarf að tryggja þegar svona mal koma upp að þá séu réttir aðiiai látnir vita af þeim sem allra íyrst. Við ætlum okkur að tryggja það og erum þar af leiðandi að skoða hvoi t og þá hvað hafi farið úrskeiðis í boð- leiðinni í gærmorgun,“ sagði Olafur 1 gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.