Morgunblaðið - 23.02.1999, Page 41

Morgunblaðið - 23.02.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 41 UMRÆÐAN Fer staða kvenna á vinnumarkaði versnandi? STAÐA kvenna á vinnumarkaði er veik. Atvinnuleysi er algeng- ara og langvinnara meðal kvenna en karla, sér í lagi ófaglærðra. Þá búa konur í mun fleiri tilvikum en karlar við atvinnuóöiyggi, þær komast til miklu mun minni metorða og störf þeirra eru verr launuð en hjá körlum. Kynbundinn launamun- m- eykst með hverju ári, þvert á allar vænt- ingar. Aukið launamisrétti þvert á væntingar Margir hafa spui't sig hverju þessi þróun sæti og það í miðju góðæri. Bæði reynslan og fræði- kenningarnar segja okkur að staða Launamisrétti Kynbundið launamis- rétti er ekki einungis ólöglegt, segir Helga Guðrún Jónasdóttir, heldur einnig þjóðhags- lega óhagkvæmt. kvenna á vinnumarkaði eigi að styrkjast þegar efnahagsmálin ganga vel! Ymislegt bendir hins vegar til að skýringa sé einmitt að leita í frumforsendu góðærisins: Aukinni samkeppni. Veislugleði góðærisins Hlutirnir hafa verið að gerast hratt innan íslenska hagkerfísins á undaförnum 10 til 15 árum, eða ailt frá því að samkeppni hætti að vera skammaryrði. Þetta breytta rekstr- arumhveríi, hefur síður en svo verið dans á rósum fyrir fyrirtækin í landinu. Erfiðasti hjallinn, sam- dráttar- og stöðnunartímabilið 1988 til 1994, er óræk sönnun þess. Menn mega hins vegar ekki horfa fram hjá því, í allri veislugleði góðæris- ins, að samfara hraðri og erfíðri aðlögun fyrirtækja að breyttu rekstrarumhverfi og harðnandi samkeppni hefur vinnumarkaðurinn verið að breytast verulega. Það lýs- ir sér fyrst og fremst í versnandi stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, ^NOHA Brunaslöngur frá Noregi Viðurkennd brunavöm Fáanlegar með og án skáps auk þess sem staða ófaglærðra/lítið menntaðra og ungs fólks virðist einnig hafa versnað. Þjóðhagslega óhag- kvæm þróun Kynbundið launa- misrétti er ekki ein- ungis ólöglegt heldur einnig þjóðhagslega óhagkvæmt. Heimilin tapa á því, ríkissjóður og síðast en ekki síst fyrirtækin sjálf. Lang- Helga Guðrún tímatap fyiirtækjanna Jónasdóttir f Þessu sambandi er efni í lærða bók. Það má m.a. rekja til þess að jafnréttis- sinnuð starfsmannastefna getur haft verulegan ávinning í för með sér, s.s. bætta rekstrarafkomu, hærra þjónustustig og aukna launþegatryggð. Þessum ávinningi verða þau fyrirtæki af sem sinna ekki jafnréttismálum innan vébanda sinna með faglegum hætti. Hvað er til ráða? Rannsóknir sýna að einfaldasta og greiðfærasta leiðin til að vinna bug á kynbundnu misrétti vinnumarkaðar- ins er að stjórnvöld setji í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins heild- stæða fjölskyldustefnu sem miðar með hraðvirkum hætti að því að samrýma ólík hlutverk og skyldur kvenna jafnt sem karia hvað varðar annars vegar fjölskyldulíf og hins vegar og atvinnuþátttöku þeirra. Samkeppnishæfara atvinnulíf Fæðingarorlof feðra, sveigjanlegt fæðingarorlof og sveigjanlegur vinnutími eru dæmi um hagnýta þætti vel heppnaðrar fjölskyldu- stefnu og um leið fjölskylduvæns þjóðfélags. Með því að styrkja stöðu fjölskyldunnar og með því að hvetja fyrirtæki til að taka upp jafnréttis- sinnaða starfsmannastefnu, styrkj- um við ekki aðeins stöðu kvenna á vinnumarkaði heldur búum við í haginn fyrir samkeppnishæfara at- vinnulíf og aukinn hagvöxt á næstu öld. Höfundur er sljórnmálafræðingur og sUirfur á skrifstofu jafnrótt.is- mála. Heildsöludreifing: Smiðjuvegi 11. Kópavogi sími564 1088Jax564 1089 Fást í byggingauöruverslunum um land allt. Borgarstjóri óttast íbúafjölgun! FRÆG ER sagan af kaupmanninum sem kvartaði undan því að ekkert þýddi að kaupa ákveðna vörategund þar sem að hún seldist alltaf strax! Svipuð viðhorf komu fram í ræðu borg- arstjóra við framlagn- ingu síðustu fjár- hagsáætlunar. Þar held- ur borgarstjóri því fram að Reykjavíkurborg hafi tapað á því að fjölga íbú- um! Orðrétt segir borg- arstjóri: „Nýjum íbúum fylgja vissulega tekjur, bæði beinar og óbeinar, en ég er næsta sann- færð um að ef dæmið væri gert upp þá kæmi í ljós að þær vega ekki upp á móti þeim tilkostnaði sem sveitarfélögin hafa af útþenslu sinni.“ Þetta era vægast sagt mikil Lóðamál Ekkert nýbygginga- svæði hefur verið skipu- lagt o g gert byggingar- hæft, segir Guðlaugnr Þór Þórðarson. Hann Guðlaugur Þór Þórðarson þeim þá þýddi það ein- ungis fjái-útlát og skuldasöfnun eða skattahækkanir á íbúana sem fyi-ir eru. Sömuleiðis verða vald- hafar Evrópusambands- ins í Brassel öragglega glaðir að vita til þess að ekki er lengur þörf fyrir byggðastyrki þar sem frekar ætti að styrkja þéttbýlið, það tapar svo á því að fólk flytur þangað. Borgarstjórinn telur að borgin tapi á nýj- um íbúum! telur að markmið Ingi- bjargar Sólrúnar sé lóðaskortur! tíðindi. Nú er það þekkt, ekki einung- is á Islandi heldur einnig víðsvegai’ um heiminn, að fólk flytm- í miklum mæli úr dreifbýli í þéttbýli, úr sveit í borg. Við þessa flutninga hefur skap- ast mikið misvægi. Borgirnar hafa orðið ríkari af fólki og fjármunum en dreifbýlið að sama skapi fátækara. Mikið hefur verið gert til að draga úr þessari þróun og miklum fjármunum varið bæði hjá þjóðrílqum sem og alþjóðastofnunum til að sporna við henni. En nú er borgarstjórinn í Reykjavík búinn að komast að því að þetta er allt saman misskilningur. Borgirnar tapa á því að stækka! Þessi stórkostlega uppgötvun borgarstjóra hlýtur að vera mikið fagnaðarefni fyr- ir landsbyggðina sem fram til þessa hefur kvartað sáran yfir því að fólks- fjöldi hafí ýmist dregist saman eða staðið í stað. Þeir ættu í raun að gleðjast því ef íbúum fjölgaði hjá Að öllu gríni slepptu þá er rpjög alvarlegt að borgarstjór- inn í Reykjavík hafi bitið það í sig að borgin tapi á því að stækka. Það skýrir hinsvegar stefnu borgaryfir- valda í skipulagsmálum fíá því að R- listinn tók við. Ekkert nýbygginga- svæði hefur verið skipulagt og gert byggingarhæft. Nær helmingi færri lóðum hefur verið úthlutað en á und- anfömum kjörtímabilum. Besta íbúð- arbyggingasvæðið á höfuðborgai-- svæðinu, Geldinganesið, hefur verið tekið undir gi-jótnám og skipulagt sem stórskipahöfn og atvinnusvæði. Afleiðingarnai- eru fyrst og fremst þær að Reykjavík er ekki í forystu á þessu sviði eins og áður. Uppbygging í Kópavogi, landakaup í Blikastaða- landi og Gai’ðabæ era glögg merki þess að ekki er litið til Reykjavíkur þegar hugað er að byggingu íbúðar- húsnæðis. Nú er svo komið að flutn- ingar úr Reykjavík í Kópavog hafa aukist ár frá ári frá því að R-listinn tók við. Arið 1994 vora Kópavogsfar- amir 990 en á síðasta ári var talan 1891. Kópavogsförunum íjölgar í tíð R-Iistans Ef skoðað er aftur í tímann blasfr við enn dekkri mynd og fluttu til dæmis 249% fleiri ft-á Reykjavík til Kópavogs árið 1998 heldur en tíu ár- um áður. Fleiri mælistikur er hægt að tína til. Nær 60% af þeim lóðum sem úthlutað var til einbýlishúsa á síðasta kjörtímabili í Kópavogi fóra til Reykvíkinga og ef skoðuð er þróun útsvarstekna í þessum tveim sveitarfélögum kemur í ljós að hún hefur vaxið hlutfallslega meira í Kópavogi en í Reykjavík frá því að R-listinn tók við. Borgarstjóri hefur í viðtölum und- anfarið reynt að víkja sér undan sinni eigin stefnu og sínum eigin orðum. Alveg eins og hún reyndi að gera þegai’ upp komst að hún sagði ósatt um fjármál borgarinnar fyrir kosn- ingar og ætlun sína að hækka skatta á borgarbúa. Staðreyndimai’ tala hins vegar sínu máli, allar mælistikur sýna að Reykjavíkurborg hefur ekki nægt framboð af lóðum og það stend- ur skýrt í ræðu borgarstjóra að hún telur að Reykjavíkurborg tapi á því að stækka. Frá sínum eigin orðum og gjörðum getur hún ekki flúið. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fákafeni 9 Reykjavík Sími 568 2866 AÐALFUNDUR JARÐBORANA HF. Aöalfundur Jarðborana hf. verður haldinn þriðjudaginn 9. mars 1999 í Þingsal A, á Radisson SAS Saga Hótel og hefst kl. 16.00. Dagskrá 1. Vertjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 45 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa hluti ífélaginu skv. 55. gr. hlutafjórlaga nr. 2/1995. 3. Breytingar á samþykktum félagsins um upptöku rafrœnnar skráningar hluta ífélaginu. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hiuthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Skipholti 50 d, 4. hæð, frá og með 2. mars 1999, og á fundarstað við upphaf aðalfundar. Stjóm Jarðborana hf. f/ JARÐBORANIR HF SKIPHOLTI 50d, SÍMI 511 3800, BRÉFSÍMl 511 3801

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.