Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 49
(elandsiiúsíur hf
10? REYKJ*v»K
2 9 .14«. 1999
» GREiTT
Islandspóstur hif
620 DALVlK
i - 1 FEB. 1999 i
47 GREITT 47
FRIMERKI
Verða íslenzk frímerki senn
ónauðsynleg?
í TVEIMUR síðustu frímerkjaþátt-
um hefur Islandspóstur hf. verið til
umræðu og ekki sízt vegna þeirrar
spurningar, hvert hann stefnir í út-
gáfumálum sínum. Frímerkjasafnar-
ar og írímerkjakaupmenn hafa rætt
við mig að undanförnu um þessi mál,
enda virðist enginn skilja, hvaðan á
sig stendur veðrið í málefnum Pósts-
ins. Eru allir jafnhissa og ég á því,
sem þar virðist vera að gerast. Vilja
þeir ekki síður en ég fá skýr og
greinargóð svör við þeim spuming-
um, sem beint er að forráðamönnum
Póstsins.
Eins og fram kom síðast, verður
frímerkjaútgáfa Póstsins með allra
líílegasta móti á þessu ári og það
svo, að mörgum þykir meira en nóg
um. Fulltrúi Póstsins gat þess raun-
ar á oftnefndum fundi í FF í janúar,
að þessi frímerkjafjöldi kæmi ekki
óþægilegar við buddu safnaranna en
oft áður, því að nú væru engin há
verðgildi gefin út. Vissulega má
þetta vera þeim nokkur huggun, en
þá vakna óhjákvæmilega ýmsar
spurningar. Hvers vegna eru engin
há verðgildi á ferðinni? Jú, svarið við
þeirri spurningu er þegar komið
fram. Pósturinn vill einungis nota
gúmmístimpil sem kvittun fyrir
greiðslu verðmikilla sendinga. Og nú
hefur gráu verið bætt ofan á svart,
þar sem ákveðið hefur verið, að allar
póstsendingar skuli fá þessa stimpl-
un, ef ekki er um annað beðið. Eg
hef a.m.k. þegar fengið í hendur
nokkur almenn bréf, bæði frá póst-
húsum hér á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu og utan af landi, með þess konar
stimplun. Að sjálfsögðu verður þetta
til þess, að mestallur póstur fær
smám saman einungis slíka meðferð.
Ekki er mér kunnugt um, hvort
þetta tíðkast í einhverjum mæli með
fslandspóstur hf
' vtviíjavIK
1 6 FEB. 1999
22 GREITT 22
fsiandspóstur hf
540 BLÖNOUÓS
•- 8 FEB. 1999
21 GREITT 2'
póststjórnum annarra landa. Ég
held ekki. En hvort sem heldur er,
er þessi stefna fráleit og hreint
frumhlaup, ef mér leyfist að nota það
orð. Hafa þeir, sem þessu ráða, ann-
ars gert sér fulla grein fyrir afleið-
ingum þessarar ákvörðunar? Ég get
tæplega ímyndað mér það.
En hverjar verða svo afleiðingam-
ar fyrii' frímerkjasöfnun almennt?
Sú spurning hlýtur að brenna á frí-
merkjasöfnurum, þótt hún komi
e.t.v. ekki við forráðamenn Póstsins.
Ég held svarið sé augljóst og ekki
þurfi lengi að velta því fyrir sér. Og
þá er næsta spurning. Til hvers er
verið að gefa út frímerki, þegar
gúmmístimpill virðist nægja Póstin-
um sem kvittun fyrir gi-eitt burðar-
gjald?
Eitt rekur sig á annars horn
Þessi ljóðlína Bægisárskáldsins
kom upp í huga minn, þegar ég
heyrði um þau stefnumál, sem virð-
ast eiga að verða leiðarljós Islands-
pósts hf. í frímerkjamálum inn í
næstu öld, eins og mönnum er tamt
að segja um þessar mundir. Raunar
var tilefni skáldsins allt annað með
orðum sínum, eins og margur veit,
en einhvern veginn finnst mér sam-
líkingin ekki út í hött á þessum stað.
Já, til hvers er verið að gefa áfram
út frímerki og ætla sér um leið að
efla frímerkjasöfnun í landinu, þegar
markvisst er verið að útrýma frí-
merkjum sem burðargjaldskvittun?
Og hverjar verða afleiðingarnar,
jafnvel fyrir Póstinn sjálfan, þegar
fram líða stundir? Er ekki nema von,
að spurt sé?
í skrifum mínum í undanfórnum
tveimur þáttum um stefnu Póstsins
hefur m.a. komið fram, að ein hugg-
un íyrir þá safnara, sem óttast of
mikinn fjölda frímerkja á ári, verði
sú, að engin há verðgildi komi út og
því óþarfi að hafa áhyggjur af of
miklum fjárútlátum á þessu ári og
væntanlega framvegis. Þetta er svo
sem hugulsamt í garð safnaranna.
En þessi tillitssemi hlýtur aftur á
móti óhjákvæmilega að koma niður á
Póstinum sjálfum með öðrum hætti.
Þegar há verðgildi frímerkja hverfa
úr umferð, hlýtur áhugi safnara og
ekki sízt kaupmanna á svonefndri
kílóvöru Póstsins að dvína mjög og
hverfa loks með öllu. Ástæðan er
ósköp einfold. Engin frímerki með
háum verðgildum, sem einkum koma
af fylgibréfum, sem póstyfirvöld
hafa um langan tíma slegið eign
sinni á, þegar slíkar sendingar eru
afhentar, verða í kílóvörunni eftir ör-
fá ár. Hagnaður af sölu kílóvörunnar
mun hafa runnið í sérstakan sjóð,
sem ætlaður var m. a. til að styrkja
póstmenn tU að afla sér þekkingar
erlendis, sem kæmi stofnun þeirra
síðan að notum. Nú hverfur þessi
tekjulind. Og hvai- verða peningar
teknir til þeiiTa verkefna, sem sjóð-
urinn á að styrkja? Ég geri sem sé
ekki ráð fyrir, að hið nýja hlutafélag
ætli með öllu að afrækja menntunar-
þátt starfsmanna þess.
Mikið er rætt um að efla þurfi frí-
merkjasöfnun meðal unglinga og
byrja jafnvel snemma að kenna þeim
frumatriði hennar og jafnframt að
feta sig eitthvað áfram eftir þessari
leið. Astæðan er auðsæ og menn
minnugir þess: Hvað ungur nemur,
gamall temur. A þeirri miklu öld
hraða og alls kyns afþreyinga, góðra
sem lélegra, fer vissulega vel á því að
benda æskulýð okkar á þá fræðslu,
sem mörg frímerki veita um landslag
og staði lands okkar, að ekki sé talað
um sögu þjóðarinnar, bókmenntir
hennar og mannlíf yfirleitt fyrr og
síðar. Hvar sér þessa stað á þeim
gúmmístimplum, sem brátt munu
blasa við á flestum póstsendingum?
Hvergi. Um leið hrynur til grunna sú
stefna, sem menn hafa verið að til-
einka frímerkjaútgáfu almennt og
hefur verið að þróast allt frá fyrsta
frímerki heims 1840, en þó einkum á
síðustu áratugum þessarar aldar
með öllum menningarþjóðum. Hér
er ekki sízt átt við svonefnda mó-
tífsöfnun.
Vel má vera, að forráðamenn ís-
landspósts hf. svari þessum hugleið-
ingum mínum og margra annarra
með því að segja, að frímerki verði
áfram gefin út með alls kyns
myndefni, svo sem gert er á þessu
ári. Þá hljóta menn að spyrja á móti:
Fyrir hverja? Ef ekki er ætlunin að
nota þessar litlu og oft fallegu og
fróðlegu kvittanir, frímerkin, al-
mennt undir burðargjöld, getur í
reynd einungis verið einn tilgangur
með áframhaldandi útgáfu þeirra og
hann ekki skemmtilegur að mínum
dómi. Hann er sá og einungis sá einn
að græða á söfnunargleði frímerkja-
safnara og þá í von um, að þeir haldi
þrátt fyrir allt áfram að kaupa frí-
merki í söfn sín, því að þeir eiga
helzt ekki að nota þau á póstsending-
ar sínar, þótt það sé ekki beinlínis
bannað. Þar held ég forráðamönnum
Póstsins skjátlist hraparlega. Vil ég
því með allri vinsemd biðja þá um að
íhuga þessa nýju stefnu í frímerkja-
málum Póstsins öllu nánar en mér
virðist hafa verið gert. „Vinur er sá,
sem til vamms segir“, segir gamalt
orðtak. Frímerkjasafnarar vilja
áfram eiga sem bezt skipti við póst-
yfirvöld sín.
Jón Aðalsteinn Jónsson
HÉR blasa við hin „nýju frímerki" íslandspósts hf. Fegnrðin leynir
sér ekki - eða hvað?
Frímerki
á krossgötum
INNLENT
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla
Óskað eftir tilnefningu
LANDSSAMTÖK foreldra, Heim-
ili og skóli, veita í vor viðurkenn-
ingu sem hlotið hefur heitið For-
eldraverðlaunin, en þau voru veitt í
fyrsta sinn vorið 1997.
Tilgangur Heimilis og skóla með
þessari viðurkenningu er að vekja
jákvæða eftirtekt á grunnskólan-
um og því gróskumikla starfi sem
þar er unnið á fjölmörgum sviðum.
Litið er sérstaklega til verkefna
sem efla tengsl heimila og skóla og
auka virkni foreldra, kennara og
nemenda í því mikilvæga sam-
starfi.
Fyrsta árið, 1997, voru for-
eldraverðlaunin veitt verkefni
sem bar heitið Tilvera í Grundar-
firði sem var forvarnarstarf án
þess að forvarnir væru þar nefnd-
ar á nafn. Meginmarkmiðið var að
efla sjálfstraust og sjálfsvitund
unglinga og undir merkjum Til-
veru voru haldin ýmis námskeið
og fyrirlestrar fyrir unglinga og
foreldra í Grundarfirði.
Vorið 1998 hlaut Hjálmfríður
Sveinsdóttir skólastjóri og kenn-
aralið hennar í Barnaskóla Vest-
mannaeyja viðurkenningu fyrir
verkefnið Vinahringi. Nemendum í
hverjum bekk var skipt í 4-5 hópa.
Hóparnir hittust til skiptis á heim-
ilum nemenda og foreldrar sáu um
að gera eitthvað skemmtilegt með
þeim. Tilgangurinn með Vina-
hringjum var m.a. að nemendur
kynntust betur innan bekkjarins
og að fá foreldra til að hafa meira
samband sín á milli.
Hver sem er getur sent inn til-
nefningu, t.d. foreldrar, kennarar,
skólamenn, nemendur og sveitar-
stjórnarmenn. Við tilnefningu þarf
eftirfarandi að koma fram:
Nafn/nöfn og heimilisfang þeirra
sem tilnefndir eru, fyrir hvaða
starf/verkefni viðkomandi er til-
nefndur, rökstuðningur og nafn og
heimili sendanda.
Tilnefningar þurfa að vera skrif-
legar en þær má senda á faxi eða í
gegnum tölvupóst. Netfangið er
heimskol á heimskol.is Nánari upp-
lýsingar veitir skrifstofa Heimilis
og skóla, Laugavegi 7, Reykjavík.
Frestur er til 12. apríl nk.
Stórstígar
framfarir
Helga Ass
SKAK
Cappcllc la Crande,
Frakklandl
OPIÐ ALÞJÓÐLEGT
SKÁKMÓT
Norðmaðurinn Simcn Agdestein
var úrskurðaður sigurvegari á
stigum í Cappelle. Helgi Áss náði
4.-10. sæti.
HELGI Áss Grétarsson stór-
meistari hefur tekið stórstígum
framförum að undanfórnu. Síð-
asta afrek hans er að ná fjórða
sæti á afar sterku opnu skák-
móti í Capelle la Grande í
Frakklandi sem lauk á sunnu-
daginn. Helgi Áss var einungis
hálfum vinningi á
eftir sigurvegurun-
um, hlaut sjö vinn-
inga í níu umferð-
um. Stórmeistar-
arnir Hannes Hlíf-
ar Stefánsson og
Helgi Ólafsson
tóku einnig þátt í
mótinu og náðu
sömuleiðis góðum
árangri, hlutu 6
vinninga.
Þátttakendur á
mótinu voru 617,
þar af voru stór-
meistarar á annað
hundrað talsins
auk mikils fjölda
alþjóðlegra meist-
ara. Auk þess að vera í flokki
fjölmennustu móta er Capelle
la Grande því eitt sterkasta
opna skákmótið sem haldið er í
heiminum, en þetta var í 15.
skiptið sem mótið var haldið.
Norðmaðurinn Simen Ag-
destein náði einum sínum besta
árangri á skákferlinum og sigr-
aði á mótinu ásamt þeim Mik-
hail Gurevich og Pavel Tregu-
bov. Stórmeistarar voru í öllum
efstu sætunum og efsti titillausi
keppandinn lenti í 132. sæti.
Röð efstu manna varð sem hér
segir:
1. Simen Agdestein (2550) 7‘A v.
2. Mikhail Gurevich (2627) 7Vz v.
3. Pavel Tregubov (2570) 714 v.
4. Helgi Áss Grétarsson (2459) 7 v.
5. Alexander Volzhin (2548) 7 v.
6. Vladimir Akopian (2640) 7 v.
7. Boris Avrukh (2609) 7 v.
8. Semen Dvoirys (2562) 7 v.
9. Vladimir Malakhov (2557) 7 v.
10. Andrei Kharlov (2600) 7 v.
o.s.frv.
Af þeim sem hlutu 7 vinninga
tefldi Helgi Áss við sterkustu
andstæðingana og fi-ammistaða
hans á mótinu samsvarar 2.715
skákstigum. Þetta er vinningi
meira en þurfti til þess að ná
stórmeistaraárangri. Þess má
geta að á síðasta ári náði Hann-
es Hlífar Stefánsson bestum
árangri íslenskra skákmanna
þegar frammistaða hans mæld-
ist 2.744 stig á Lost Boys skák-
mótinu í Antwerpen. Það er
einhver besti árangur mældur í
stigum sem íslenskur skákmað-
ur hefur náð og Helgi Áss er
ekki fjarri því að jafna hann í
þessu móti. Urslit í viðureign-
um Helga Áss urðu þessi:
Helgi Áss - Vladimir Malakhov
(SM 2.557) 1-0
Helgi Áss - Semen Dvoirys (SM 2.562) 'h-'k
Helgi Áss - Ruth Sheldon (AM 2.265) 1-0
Helgi Áss - Stanislav Savchenko
(SM 2.539) 'kr'h
Helgi Áss - Diogo Fernando (FM 2238) 1-0
Helgi Áss - Victor Mikhalevski
(SM 2.531) 1-0
Helgi Áss - Aleksandr Poluljahov
(SM 2.566) 'h-'k
HelgiÁss-SergeyVolkov(SM 2.587) 1-0
Helgi Áss - Boris Avrukh (SM 2.609) 'h-'h
Frammistaða Helga Áss í
síðustu þremur skákmótum er
vonandi vísbending um hvert
hann stefnir, en árangur hans
hefur mælst þessi:
Rilton Cup, janúar: 2.530 stig
Bermúda, febrúar: 2.637 stig
Capelle la Grande, febrúar: 2.715 stig
Öll þessi skákmót á eftir að
reikna til stiga og
þegar tekið er tillit
til þess að núver-
andi stig Helga Áss
eru 2.459 er alveg
ljóst að Helgi Áss
er í geysilegri
framför.
Lítum á vinn-
ingsskák gegn ein-
um efnilegasta
skákmanni Rússa
um þessar mundir.
Helgi Áss fómar
hrók fyrir hættuleg
frípeð og sýnir frá-
bært stöðumat:
Hvítt: Helgi Áss
Grétarsson
Svart: Malakhov,
Rússlandi 1. d4 _ d5 2. Rf3 _ c6
3. c4 _ e6 4. e3 _ f5 5. Re5 _
Rf6 6. f4 _ Bd6 7. Bd3 _ 0-0 8.
0-0 _ b6 9. b3 _ Bb7 10. cxd5 _
Rxd5 11. e4 _ Bxe5 12. dxe5 _
Rb4
13. Bc4! _ Dxdl 14. Hxdl _ Rc2
15. exf5 _ Rxal 16. fxe6 _ b5
17. e7+ _ bxc4 18. exf8=D+ _
Kxf8 19. bxc4 _ Rc2 20. Hd8+
_ Ke7 21. Hd2 _ Rb4 22. Hb2 _
a5 23. a3 _ c5 24. axb4 _ cxb4
25. Rc3 _ Ke6 26. Rb5 _ Ra6
27. f5+! _ Kxf5 28. Rd6+
Kxe5 29. Rxb7 _ a4 30. Hd2 _
a3 31. Hd5+ _ Ke6 32. Ha5 _
Rc7 33. Hxa8 _ Rxa8 34. Kf2 _
Rc7 35. Rc5+ _ Kd6 36. Rb3 _
Ke5 37. Ke3 _ Ra6 38. Kd3 _
g6 39. Be3 og svartur gafst
upp.
Róleg byijun í Linares
Stórmótið í Linares fór ró-
lega af stað á sunnudaginn. Ur-
slit urðu þessi:
Adams, Michael - Leko, Peter 1-0
Ivanchuk, Vassily - Anand, Viswanathan 'hjh
Kasparov, Gary - Svidler, Peter 'AJA
Kramnik, Vladimir - Topalov, Veselin 'hjh
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
Helgi Áss
Grétarsson
íþróttir á Netinu v§> mbl.is
/KLLrTAf= GITTH\SAÐ AÍÝT7