Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 13
rnmr’"
OCTAVIA heitír þessi glæsilegi bíll, sem SKODA
framleiðir í samvinnu við VOLKSWAGEN i einni
tæknivæddustu bílaverksmiðju Evrópu. OCTAVIA
er nýtt andlit SKODA og stendur fyrir bestu gæði,
hæstu öryggiskröfur og mikil þægindi.
Stýrishjól er stillanlegt að og frá, upp og niður með einu
handtaki. Bak við létt og nákvæmt aflstýrið á SKODA
OCTAVIA liður ökumanni einstaklega \el og hann finnur
til öryggis, þar sem öllum stjórntækjum er fyrir komið
þar sem auðvelt er að grípa til þeirra. Allar nauðsynlegar
uppýsingar varðandi aksturinn eru á mælum, gaumljósum
og aksturstölvu beint fyrir framan ökumann.
Hástætt hemlaljósker eykur öryggi gegn aftanákeyrslu,
en laesivarðir hemlar (ABS ) gera ökumanni kleift að
forðast það sem kann að verða óvænt á vegi hans, þar
sem hjólin læsast ekki og því er hægt að stýra frá og
stöðva. Hliðarspeglar eru stillanlegir með rofa í
bílstjórahurð og hitunin sér um að halda hrými og snjó
í skef|um, en rafeindastýrð spólvörn ( EDS ) gerir það
létt að taka af stað I snjó og hálku.
Fullkomið rafeindakerfi vakir yfir ökumanni og farþega
í framsæti. Komi til árekstrar ræsir þessi hátæknibúnaður
líknarbelgina, auk þess að strekkja á öryggisbeltum. Hjá
SKODA er öryggið í fyrirrúmi.
Sprækur og sparneytinn 1,6 lítra bensínhreyfill, með
rafeindastýrðri fjölinnsprautun, 101 hestafl úr smiðju
Volkswagen, gefur gott viðbragð og kemur ekki illa við
pyngjuna.
HEKLA
-í forystu á nýrri öld J
www.hekla.is
Sími 569 5500
S28 lítra farangursrými. Ef aftursætisbak er fellt niður er
1328 lítra pláss til staðar Rými sem fæst aðeins í góðum
langbak. Vegna þess hve nett og tæknileg útfærslan á
afturfjöðrunarkerfinu er, fæst fúllur metri á milli hjólaskála.
Afturhurð er stór og nær niður að stuðara svo mjög
auðvelt er að hlaða fyrirferðarmildum farangri inn í bílinn.
Atsinkhúðuð yfirbygging OCTAVIA er einstaklega sterk,
enda framleidd eftir ströngustu kröfum með gæði og
nákvæmni að leiðarljósi. Ábyrgð er veitt í 10 ár gagnvart
gegnumryði. Aflögunarsvið með stigverkandi
viðnámsstyrk að framan og aftan auk sérstakra bita i
hurðum og öflugs styrktarbúrs um farþegarýmið gera
OCTAVIA einn öruggasta kostinn í sínum stærðarflokki.
EINSTAKT VERÐ!
SKODA OCTAVIA GLX 1,6 kostar aðeins
1328.000
Alfelgur á mynd kosta 76.000.-