Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 34

Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LITUM OKKUR NÆR BRETAR gerðu flugvöll í Vatnsmýrinni í síðari heims- styrjöldinni og þar er hann enn. Vissulega hefði byggð þróast öðruvísi, ef herinn hefði ekki valið honum stað þar sem hann er nú og fórnað Rauðhólunum. Allt er það rétt, sem menn segja um nálægð hans við byggð höf- uðborgarinnar, flugvöllurinn tekur upp dýrmæt bygg- ingasvæði, flugvallarsvæðið tekur 142 ha lands og ámóta svæði umhverfis hann nýtist illa vegna flugumferðar, hann heftir uppbyggingu stofnbrautakerfisins vestur Sel- tjarnarnes og af honum stafar bæði loft- og hávaðameng- un. Nú hafa íslenzkir aðalverktakar komið fram með þá til- lögu að fyllt verði upp undirstaða undir nýjan Reykjavík- urflugvöll á grunnsævi í miðjum Skerjafirði og akbraut lögð út á uppfyllinguna. Náttúrufræðingar hafa bent á að þrátt fyrir ýmist óhagræði af nærveru Reykjavíkurflugvallar við byggðina í miðborg Reykjavíkur, hefur völlurinn samt haft jákvæð áhrif. Vatnsmýrin, þar sem hann stendur, tilheyrir t.d. vatnasvæði Tjarnarinnar í Reykjavík og fyrir tilstuðlan mýrarinnar endurnýjast vatnið í Tjörninni um það bil 25 sinnum á ári. I Vatnsmýrinni eru einnig varplönd fugla og við það að reisa mikla verzlunar- og íbúðabyggð í Vatns- mýrinni er ekki vitað hver áhrif á Tjörnina og annað líf- ríki umhvefis hana, yrðu. Uppfylling á grunnsævi í Skerjafirði er stórmál. Hvaða áhrif hafa t.d. slíkar uppfyllingar á strauma í Skerjafirði, þar sem er auðugt dýralíf og eina náttúrulega ströndin í höfuðborginni, ef frá er talinn stuttur spotti í Laugarnesi, allt annað eru uppfyllingar af mannavöldum. Ströndin frá Gróttu austur með Skerjafirði, upp Fossvogsdal, Elliða- árdal og upp að Elliðavatni er vinsæl gönguleið sem eng- inn mundi vilja missa. Þannig eru hættur við hvert fót- mál, ef farið væri í stórframkvæmdir á þessu svæði. Heillavænlegast væri að hrófla sem minnstu við því úr því sem komið er. Flugvöllur og autt svæði í Vatnsmýrinni er betri kostur en eyðilegging náttúruperlunnar. Við gerð Reykjavíkurflugvallar á sínum tíma varð ákveðið náttúruslys. Stórslys að margra mati. Það var þegar Rauðhólarnir norðanvestan við Elliðavatn voru grafnir upp og settir í uppfyllingu undir flugvöllinn. Þess- ir gervigígar eru nú vart svipur hjá sjón og aðeins örfáir eftir. Slíkt umhverfisslys má ekki endurtaka sig. Nýlega skrifaði Örn Sigurðsson arkitekt grein í Morg- unblaðið um Reykjavíkurflugvöll og framtíð hans. Hann er einn þeirra, sem lagt hefur til breytingar á stæði fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem ráðgert er að víki fyrr eða síðar vegna skipulagsmála. Hann segir: „Líklega eru þegar fæddir allmargir Islendingar sem munu lifa aldamótin 2100. Þegar litið er yfír sögu Reykjavíkur á þessari öld virðist hún ekki mjög fjarlæg en íbúafjöldi þar árið 1900 var 5.600 og hefur því nærri tuttugfaldast á hundrað ár- um. Um aldamótin 2100 verða íbúar á höfuðborgarsvæð- inu 500 til 800 þúsund og því brýnt að horfa langt inn í framtíðina þegar unnið er að skipulagi. Flestar borgir eiga sér langa sögu og byggingarhefð sem eru þeim bæði menningarleg kjölfesta og vegvísir til framtíðar. Ekki er slíku til að dreifa í Reykjavík og því mikilvægara en ella að móta hér mjög öfluga framtíðarstefnu í skipulagsmál- um.“ Hvers vegna sjá menn aðeins þá lausn, að Reykjavíkur- flugvöllur verði fluttur út á miðjan Skerjafjörð? Það er nægilegt landrými annað fyrir hann í þessu strjálbýla landi okkar. Við leggjum mikla áherslu á verndun hálend- isins. En væri ekki eins ástæða til að líta sér nær? Á fyrrnefndri gönguleið eru óflekkaðar strendur með dýrmætu fuglalífí allt árið, en á vorin vaknar fjaran af löngum dvala og þá hópast í hana farfuglar og göngufólk getur notið þess með einstæðum hætti, hvernig fuglaklið- urinn fylgir því eftir. Marglitur gróður vex með göngu- stígunum, trjágróður við skógræktarstöð Reykjavíkur, Fossvogurinn hlýlegt dalverpi og Elliðaárdalur kliðar af vatnanið og skóglendi. Er ástæða til að þrengja að þessari paradís? Snjóflóð féllu á Flateyri, SNJÓFLÓÐ féll úr Skollahvilft ofan við Flateyri, á sama stað og 1995. Flóðið féll að innri hlið snjóflóðavaniargarðsi við smábátahöfnina sem sést á myndinni. Efst í gilinu, uppi undir fjallsbrún, sést brotið í snjónum, þar s Garðarnir stó( fyrstu prófra Snjóflóð sem vitað er að fallið ha -Bolungarvik, 20. feb., v. Geirastaði Bolungarvik, 20. feb., v. hesthúsahverfi Bolungarvik, 21. feb., nokkurflóð úr gíljum I Erninum Oshlið, 17. feb. Óshtíð, 19. feb. Súgandafjörður, 20. feb., nokkur smáflóð stfðúi Flateyri, 20. feb., 4 flóð:- Úr Skollahvilft,,, Innra-Bæjargili, Ytra-Bæjargili og vestan þessytrá: Hnifsdalur, 21. feb., Búðargil og Traðagil Hnifsdalsvegur, 20. feb. Eyrarhlið, Hnifsdalsvegur, 21. feb. Súðavikurhlíð, 17. feb. Súðavikurhlíð, 19. feb., 3 flóð. Súðavík,3.feb. Isafjörður, 20. feb., v.'Grænagarð isafjörður, 21. feb., Seljaiandshlið ... , - Után v. Bíldudal Tal|nafjorður. BjW,aa|ur . 20.feb. Patreksfíðfðut,. 'ÍJ ÍAi'—\ . -Isafjörður, 21. feb., v. sorpbr. Funa v/\ 50 km Reykholar Flateyringar eru ánægð- ir með þá prófraun snjó- flóðagarða staðarins sem fékkst á sunnudag og telja sig öruggari en áður þótt snjóflóðið hafí ekki verið stórt. Sýslu- maðurinn á Isafirði telur að snjóflóðin sýni að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á Flateyri og í Hnífsdal hafí verið réttar. Helgi Bjarnason ræddi við fólk fyrir vestan. IBÚAR Flateyrar, yfu-menn al- mannavarna í Isafjarðarbæ og hönnuðir snjóflóðavarnanna eru ánægðir með þá prófraun sem snjóflóðið á sunnudag var á snjóflóða- garðana ofan við þorpið. Akveðið var að ýta upp görðum eftir snjóflóðin mannskæðu sem runnu yftr hluta þorpsins árið 1995. Lokið var við verk- ið á síðasta ári og er þetta fyrsti vetur- inn sem reynir á þá fullgerða. Snjóflóð- ið um helgina var þó mun minna en flóðin 1995, meira en helmingi minna að sögn heimamanna, en snjóflóðasér- fræðingar Veðurstofunnar vildu ekki fullyrða um stærð þess fyrr en að lokn- um mælingum sem unnið var að í gær. Með fyrstu prófraunum „Við efuðumst aldrei um vii’kni garðanna og hefðum sofíð rólegir þótt þetta próf hefði ekki komið fyrr en síð- ar. Þetta er með allra fyrstu prófraun- um sem mannvirki af þessu tagi hafa fengið vegna þess að sjaldnast falla snjóflóð eftir að varnirnar eru komn- ar,“ sagði einn af hönnuðum snjóflóða- garðanna á Flateyri, Gunnar Guðni Tómasson verkfræðingur hjá VST, þegar hann skoðaði snjóflóðið í gær. Hann var að vonum ánægður með það hvað varnargarðarnir höfðu tekið vel við flóðinu og beint því frá byggðinni. Virðist snjóflóðið hafa komið á innri garðinn og flotið með honum í sjó fram. Aðstæður voru þannig í gær að snjóflóðið sást vel neðan úr þorpinu og ekki að sjá annað en garðarnir geti tekið við mun stærra flóði. Gunnar sagði að erfítt væri að meta áhrif garðanna, til dæmis hvort snjó- flóðið hefði farið á hús í þorpinu ef garðanna hefði ekki notið við. Sagði þó að flóð með þessari skinðlengd hefðu yfirleitt haft stefnu á byggðina. Hann benti jafnframt á að ekki mætti van- meta þær breytingar sem gerðar hefðu verið á landinu utan við garðana, með- fram þeim væri nú braut sem beindi snjónum í sjó fram. „Það bendir allt til þess að varnirnar virki eins og til var ætlast og ég vona að snjóflóðið verði til þess að íbúar hér á Flateyri öðlist fulla trú á vamargörðunum,“ sagði hann. Vfsindalegur tilgangur Snjóflóðasérfræðingai- frá Veður- stofu Islands, Tómas Jóhannesson og' Jón Egill Egilsson, voru í gær að skoða snjóflóðið og mæla ásamt Gunnari Guðna og verkfræðingum sem vinria að hönnun snjóflóðavama í Bolungarvík og á Isaflrði. Sögðust þeir lítið geta sagt um stærð flóðsins í samanburði við snjóflóðið 1995, fyrr en að loknum mælingum. Jón Egill sagði að snjóflóð- ið hefði aðallega vísindalegan tilgang og þeirra hlutverk væri að þessu sinni að mæla sem best mörk flóðsins og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.