Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Nýtt hlutafélag á lyfjamarkaði tekur við rekstri og eignum tólf apóteka
AKUREYRARAPÓTEK, Stjörnu-
apótek og Sunnuapótek á Akur-
eyiú; Isrann ehf., sem rekur apótek
á Selfossi og í Hveragerði og lyfja-
útibú i Þorlákshöfn, á Eyrarbakka
og Stokkseyri, ásamt sjö apótekum
á höfuðborgarsvæðinu: Apóteki
Austurbæjar, Breiðholtsapóteki,
Holtsapóteki, Hraunbergsapóteki,
Vesturbæjarapóteki, Ingólfsapó-
teki og Lyfjabúðinni Kringlunni,
hafa stofnað hlutafélagið Hagræði
hf. um eignir og rekstur nefndra
apóteka.
Hið nýstofnaða félag mun yfir-
taka eignir og rekstur apótekanna
12 um næstu mánaðamót en að því
er fram kom á blaðamannafundi
sem boðað var til í gær af þessu til-
efni, er með sameiningu stefnt að
hagkvæmari rekstri útibúanna sem
tryggt geti eðlilega samkeppni á
lyfjamarkaði í framtíðinni.
Samanlögð velta apótekanna er
um 1,2 milljarðar króna en til sam-
anburðar er áætluð velta eins
helsta samkeppnisaðilans, Lyfju
hf., á þessu ári, 1 milljarður króna.
Svar við þróuninni
Samkvæmt forsvarsmönnum fé-
lagsins er stofnun félagsins svar
við þeirri þróun sem verið hefur á
lyfjamarkaði þar sem keðjur hafa
myndast sem gera samkeppnis-
stöðu hefðbundinna apóteka erfiða.
Þegar hafa tvær keðjur, Lyfjabúð-
ir og Lyfja, fest sig í sessi á mark-
aðnum með um 30-35% markaðs-
hlutdeild í lyfsölu á landinu.
Forsvarsmenn fyrirtækisins sjá
fyrir sér að rekstur apótekanna í
keðjunni í framtíðinni verði hag-
kvæmari, innkaupaleiðir verði
betri og samlegðaráhrif vegna
sameiningar verði mikil. „Með
þessu móti munu apótekin geta
boðið samkeppnishæf verð til neyt-
enda og tryggt eðiiiega samkeppni
á lyfjamarkaði í framtíðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
DANÍEL Helgason, Sigmundur Ófeigsson og Karl Wernersson kynntu Hagræði hf. á blaðamannafundi í
gær en hinu nýja hlutafélagi er ætlað að taka við rekstri og eignum tólf lyfjaverslana á næstunni.
Samanlögð ársvelta
1.200 milljónir
Einnig mun þjónusta batna því
ljóst er að afgreiðslustöðum verður
fjölgað frá því sem nú er,“ sagði
Sigmundur Ofeigsson frá Akureyr-
arapóteki, stjórnarformaður hins
nýja félags.
Með honum í stjórn eru þeir
Þorsteinn Pálsson frá Isrann ehf.
og Daníel Helgason frá Breiðholts-
apóteki.
Sigmundur segir að áformað sé
að opnuð verði lyfjaútibú í verslun-
um KEA og Nettó í framtíðinni og
t.d. er að hans sögn gert ráð fyrir
lyfjaverslun í fyrirhugaðri verslun
Nettó í Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík.
Forsvarsmennirnir segja að
ákvörðun um stofnun félagsins hafi
verið tekin með skömmum fyrir-
vara og því væru ýmis mál ófrá-
gengin, eins og með skiptingu
hlutafjái- og annað. Daníel Helga-
son sagði þó ljóst að um dreifða
eignaraðild yrði að ræða, einhverj-
ir hluthafar myndu þó fara með 20-
25% hlut og aðrir minna.
Hver rekstraraðilanna sem
gengur inn í hið nýja félag mun
eiga hlut í félaginu og verða apó-
tekarar sem hér um ræðir starfs-
menn félagsins eftir mánaðamótin.
„Þetta eru 8 sjálfstætt starfandi
hlutafélög undir sama hattinum,"
sagði Daníel.
Stefnt að skráningu á VÞI
Ráða á framkvæmdastjóra til fé-
lagsins á næstunni. Þeir segja að
eitt af markmiðum félagsins sé að
gera það að almenningshlutafélagi
pg fá það skráð á Verðbréfaþing
Islands hf.
Aðspurðir hvort apótek á
smærri stöðum úti á landi, sem
mörg hver búa við erfið rekstrar-
skilyrði í ljósi aukinnar sam-
keppni, myndu fá inni í hinu nýja
félagi sagði Sigmundur að ekki
væri ólíklegt að einhver þeirra
leituðu eftir samstarfi við Hagræði
hf. og ef svo færi yrði það skoðað
sérstaklega.
Þeir segja að nauðsynlegt sé fyr-
ir hið nýja félag að stefna að auknu
vöruúrvali, að búið verði til öflugt
innkaupanet og tölvukerfí til að
geta boðið upp á samkeppnishæft
verð og þjónustu í samkeppninni
sem ríkir á markaðnum.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvort öll apótekin í félaginu muni
taka upp samhæft útlit og merki.
Sigmundur sagði vaxtarmögu-
leika félagsins góða enda hafi lyfja-
markaðurinn stækkað ört á undan-
fórnum árum og ekkert lát væri
þar á, að hans mati.
Hagnaður Granda hf. nam 403 milljónum 1 fyrra
Bætt framlegð þrátt
fyrir minnkandi veltu
GRANDI
. Úr samstæðu 1998
hf
an.-des. jan.-des.
Rekstrarreikningur Mnijónir króna 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur 3.491 3.914 -10,8%
Rekstrargjöld -2.583 -3.045 -15,2%
Hreinn fjármagnskostnaður -234 -34 588,2%
Hagnaður af reglulegri starfsemi 266 384 -30,7%
Aðrar tekjur oq qjöld 137 132 3,8%
Hagnaður tímabílsins 403 516 -21,9%
Efnahagsreikningur Ninijónir króna 31/12 '98 31/12 '97 Breyting
I Eianir: \
Veltufjármunir 798 913 -12,6%
Fastafjármunir 7.410 5.358 38,3%
Eignir samtals 8.208 6.271 30,9%
r Skuhiir og eioiOTé:
Skammtímaskuldir 655 535 22,4%
Langtímaskuldir 4.181 2.664 56,9%
Eigið fé 3.372 3.072 9.8%
Skuldir og eigið fé samtals 8.208 6.271 30,9%
Kennitölur 1998 1997
Eiginfjárhlutfall 41 % 49 %
Veltufjárhlutfall 1,22 1,71
VeltUfé frá rekstri Milljónir króna 793 686 15,6%
HAGNAÐUR Granda hf. og dótt-
urfyrirtækisins Faxamjöls hf. nam
403 milljónum króna í fyrra, sam-
anborið við 516 milljónir árið 1997,
og minnkar því um 22% á milli ára.
Rekstrartekjur samstæðunnar
námu 3.491 milljón króna í fyrra,
samanborið við 3.914 milljónir árið
áður og drógust því saman um
10,8% á milli ára.
Veltufé frá rekstri nam 793
milljónum króna eða 23% af
rekstrartekjum og hækkaði um
107 milljónir króna eða 16% frá
fyrra ári.
Miklar fjárfestingar
Heildarafli togara Granda var
27.200 tonn í fyrra en var 29.300
árið áður. Til landvinnslu fóru um
13.600 tonn á móti 17.100 tonnum á
árinu 1997. Heildarafli Faxa, nóta-
skips Faxamjöls hf., var 23.200
Veltufé frá
rekstri jókst
um 16%
tonn, samanborið við 29.300 tonn
árið áður.
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri
Granda, segir afkomu fyrirtækis-
ins vera viðunandi miðað við að-
stæður. „Velta samstæðunnar
minnkaði nokkuð á milli ára, m.a.
vegna sjómannaverkfallsins og
breytinga á frystitogaranum
Örfirisey. Þá var aðeins tekið á
móti um 31 þúsund tonnum af
hráefni í verksmiðjum dótturfé-
lags okkar, Faxamjöls, borið sam-
an við 53.500 tonn árið áður. Eg
tel þetta vera ágætan árangur
miðað við minni veltu og samdrátt
í afla.“
Síðasta ár einkenndist af mikl-
um fjárfestingum hjá Granda. Fé-
lagið keypti t.d. öll hlutabréfín í
Mel hf., sem átti nótaskipið Kap
VE 4, en það heitir nú Faxi RE 9.
Frystitogarinn Örfirisey var
lengdur um tíu metra, lausfrystir
settur um borð og skipið lengt um
tíu metra. Er áætlað að þessar
endurbætur og kaup á tækjabún-
aði hafi kostað um 250 milljónir
króna. Einnig var sett upp ný
vinnslulína og annar búnaður í
fiskiðjuverið í Norðurgarði fyrir
um 100 milljónir króna. Þá keypti
Grandi hlutabréf í Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar hf. og Haraldi
Böðvarssyni hf. fyrir tæplega 900
milljónir króna.
Sæmilegar horfur
framundan
Brynjólfur segir að rekstrar-
horfur Granda á þessu ári séu
sæmilegar ef ekki verði breytingar
á aflaheimildum. „Þetta lítur ágæt-
lega út. Markaðsverð sjávarafurða
hefur látið aðeins undan frá því
sem var en við því var að búast.
Það er alltaf ákveðin óvissa í geng-
ismálum en þar höfum við dregið
úr áhættu með margvíslegum
hætti. Við gerum ráð fyrir að veiða
svipað magn af ísfiski og munum
endurvinna frosin flök úr Örfirisey
í vinnslunni. Veiðiheimildir í loðnu
hafa minnkað en við munum reyna
að auka magnið."
Eigið fé Granda er nú 3.372
milljónir króna og hefur það aukist
um 300 milljónir frá ársbyrjun
1998. Eiginfjárhlutfall var 41% um
síðustu áramót og veltufjárhlutfall
1,22. Gengi hlutabréfa félagsins
var í upphafi sl. árs skráð á 3,58 en
hafði hækkað í 5,00 um síðustu ára-
mót eða um tæp 40%.
Góður fjárfestingar-
kostur
í gær urðu alls 20 viðskipti með
hlutabréf í Granda á Verðbréfa-
þingi fyrir tæpar 38 milljónir
króna. Hækkaði gengi þeirra um
3,4% eða í 5,41.
Þorsteinn Víglundsson, deildar-
stjóri greiningardeildar Kaup-
þings, segir uppgjör Granda vera
mjög gott og bendir á að félagið nái
að skila góðum hagnaði þrátt fyrir
nokkurn samdrátt á milli ára. Þrátt
fyrir samdrátt í rekstrartekjum
aukist veltufé frá rekstri um 16%.
„Það er greinilegt að hagræðingar-
aðgerðir hafa skilað sér vel hjá fé-
laginu. Fjármagnsliðir hækka
verulega vegna fjárfestinga og
gengisliðir eru óhagstæðari en árið
áður. Það skiptir hins vegar megin-
máli að veltufé eykst verulega á
milli mála og framlegð sömuleiðis
þrátt fyrir samdrátt í rekstrartekj-
um. Þetta er gott uppgjör og við
teljum að Grandi sé einn besti fjár-
festingarkosturinn af sjávarút-
vegsfyrirtækjum í dag,“ segir Þor-
steinn.
Armúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033
SELTJARNARNES - EINBÝLISHÚS
Skrifstofa okkar hefur kaupanda að góðu
einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. í húsinu þurfa að
vera minnst 4 góð svefnherbergi. Afhending mætti
vera eftir 6 til 9 mánuði. Skipti á glæsilegu stærra
einbýlishúsi á Seltjarnarnesi koma til greina. 2856