Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 48
'48 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
stkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
frá Gemlufalli,
Heimahaga 8,
Selfossi,
er lést miðvikudaginn 17. febrúar verður jarð-
sungin frá Selfosskirkju laugardaginn 27. febrú-
ar kl. 13.30. Jarðsett verður á Eyrarbakka.
Aðalsteinn Eiríksson,
Jón Eiríksson,
Hildur Eiríksdóttir,
Ágústa Eiríksdóttir,
Jónína Eiríksdóttir,
Magnús Eiríksson,
Guðmundur Eiríksson,
Ásmundur Eiríksson,
Aldís Eiríksdóttir,
Ingveldur Eiríksdóttir,
barnabörn og
Guðrún Larsen,
Sjöfn Kristjánsdóttir,
Hreggviður Heiðarsson,
Snorri Björn Sigurðsson,
Guðlaugur Óskarsson,
Ástþóra Kristinsdóttir,
Dagmar Hrönn Guðnadóttir,
Jón Kristieifsson,
Páll Skaftason,
barnabarnabörn.
SIGURÐUR ÓSKAR
BÁRÐARSON
+ Sigurður Óskar
Bárðarson
fæddist í Reykjavík
19. september 1915.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
hinn 14. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Bárður J. Sigurðs-
son, sjómaður, f. 24.
mars 1886, d. 22.
desember 1921, og
Guðbjörg Ó Magn-
úsdóttir, f. 14. febr-
úar 1890, d. 4. októ-
ber 1971. Sigurður
var þriðji í röð sjö systkina. Af
þeim eru tveir bræður á lífi,
Jón Helgi, f. 1921, og Þor-
steinn, f. 1926. Látin eru:
Magný Guðrún, f.
1911, d. 1993; Odd-
geir, f. 1913, d. 1992;
Salome, f. 1917, d.
1998; Bárður Sigurð-
ur, f. 1918, d. 1974;
Sigurður var tví-
kvæntur, fyrri kona
hans var Gerður Ein-
arsdóttir, f. 7.7. 1917,
d. 11.04. 1956. Börn
þeirra: 1) Erna Guð-
björg, f. 26.7. 1938,
gift Steinþóri K. Þor-
leifssyni, f. 19.8.
1930. Börn þeirra:
Sigurður Garðar,
Kristján Þór, Þorleifur og Gerð-
ur Ólína. 2) Bárður, f. 19. júlí
1942, d. 18. október 1989, kona
hans var Guðný Hulda Lúðvíks-
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
JÓHANN G. BJÖRNSSON,
Lindarflöt 32,
Garðabæ,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudag-
inn 16. febrúar, verður jarðsunginn frá Vída-
línskirkju f Garðabæ á morgun, miðvikudaginn
24. febrúar, kl. 15.00.
íslaug Aðalsteinsdóttir,
Sigríður Jóhannsdóttir,
Björn Jóhannsson.
+
Okkar ástkæra móðir, systir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR ERLA JÓNSDÓTTIR,
Efstalandi 4,
Reykjavík,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku-
daginn 17. febrúar verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. febrúar
kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Arnheiður Ragnarsdóttir.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR KRISTRÚNAR
GUÐJÓNSDÓTTUR,
Vitastíg 23,
Bolungarvík.
Svanfríður Kristjánsdóttir,
Ingunn Kristjánsdóttir, Jóhann Ágústsson,
Ásgeir G. Kristjánsson, Bergljót Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur afi okkar og frændi,
RAGNAR JÓHANNSSON
frá Skálum á Langanesi,
áður til heimilis
á Faxastíg 27,
Áshóli, Vestmannaeyjum,
lést á Flraunbúðum mánudaginn 1. febrúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ástarþakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir góða umönnun og alúð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Eiríksdóttir og fjölskylda,
Jóhann Friðriksson og fjölskylda.
Lokað
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur verður lokuð frá kl. 13 á morgun, mið-
vikudaginn 24/2, vegna jarðarfarar JÓHANNS G. BJÖRNSSONAR.
Fyrir rúmum fjörutíu árum bund-
umst við Siggi fjölskylduböndum
þegar hann og móðir mín hófu bú-
skap saman. Þá hafði Siggi verið
ekkjumaður um tíma og hélt heimili
með bömum sínum Bárði og Emu.
Það hefur vafalaust ekki verið létt
verk að taka að sér konu með fjóra
unga syni en hlutverki sínu skilaði
Siggi eins vel og hann gat. Hann
reyndist mér góður stjúpfaðir og bar
aldrei skugga á samband okkar. Við
vomm alla tíð miklir vinir og rædd-
um öll heimsins mál en við voram
ekki alltaf sammála og þá var skotið
fóstum skotum á báða bóga.
Græskulaus glettni hans og orð-
heppni urðu til þess að oftast enduðu
samtöl okkar með miklum hlátri.
Sigurður Bárðarson var glæsi-
menni, litríkur persónuleiki og mað-
ur sem sópaði að þó ekki gengi hann
um sali með hávaða og látum.
Smekkmaður var hann með afbrigð-
um, alltaf flottur í tauinu og virðu-
legur. Hvort sem hann var spari-
klæddur eða í vinnufatnaði. Fór
aldrei á milli mála hvenær hann var
mættur á staðinn. Heimilið var
glæsilegt og ríkmannlega búið og
gerði Siggi kröfur til okkar strák-
anna um góða umgengni án þess þó
að skerða athafnafrelsi okkar. Var
oft líf og fjör á heimilinu eins og
vænta má þegar sex strákar búa
undir sama þaki. Siggi sýndi okkur
mikla þolinmæði en stundum fannst
honum nóg um lætin í okkur og
hafði þá orð á því.
Pólitík ræddum við oft. Siggi var
pólitískur og hafði skoðun á flestum
málum. Hann var flokksbundinn
sjálfstæðismaður og treysti Sjálf-
stæðisflokknum best allra flokka til
að tryggja jafnan rétt þjóðfélags-
þegnanna.
Siggi var bifreiðarstjóri mestan
hluta ævi sinnar. Fyrst hjá þeim
Thors-bræðram, Kjartani og Olafi,
þar sem hann sinnti garðyrkjustörf-
um, sem var mikið áhugamál hans,
jafnhliða því sem hann ók þeim
bræðram vítt og breitt um landið í
kosninga- og skemmtiferðum. Árið
1955 keypti hann sér vörubifreið og
fékk stöðvarleyfí á Vörabílastöðinni
Þrótti. Ók hann á fullkomnustu bfl-
um þess tíma og vora bílar hans
ætíð í toppstandi, vel þvegnir og
bónaðir svo að vel mátti spegla sig í
þeim. Þeir voru stolt hans og lagði
hann metnað sinn í að hafa bfla sína
þannig útlítandi að menn væru
ánægðir með að eiga viðskipti sín
við hann. Ekki er hægt að minnast á
bílana hans Sigga án þess að nefna
fjölskyldubflana. Alltaf voru keyptir
„bestu bflarnir“ en stundum kom í
ljós að sumir þeirra reyndust
„skröltormar" og þá var þeim snar-
lega skilað í umboðin með tilheyr-
andi umsögn. Síðustu árin átti hann
sér þann draum að eignast Skoda
en gat ekki með nokkru móti fengið
leyfi hjá frúnni til að láta þann
draum rætast.
Siggi var mikill gleðimaður og
hafði gaman af að skemmta sér. Er
það mér minnisstætt þegar frænd-
urnir að vestan komu í heimsókn.
Var þá oft líf og fjör og Siggi hrókur
alls fagnaðar og taldi það ekki eftir
sér að gerast leiðsögumaður þeiiTa
um vandrataða refilstigu Reykjavík-
urborgar. Alltaf var hægt að gera
sér dagamun ef tækifæri buðust og
var hann eftirsóttur félagi og vinur.
Siggi hafði gaman af ferðalögum
og ferðuðust þau hjónin talsvert til
annarra landa. Oftast lá leiðin til
Kanaríeyja en þar áttu þau sína
paradís þar til að heilsu Sigga hrak-
aði svo að hann treysti sér ekki til
að fara út í hitann. Mér hlotnaðist
sá heiður að fara með þeim í tvær
ferðir eftir að ég varð fullorðinn.
Vora það ógleymanlegar ferðir,
ekki síst vegna félagsskapar Sigga
og Kristjáns, móðurbróður míns.
Þetta voru karlar sem saman voru
óborganlegir skemmtiki-aftar, orð-
heppnir og gerðu óspart grín af
sjálfum sér og hvor öðrum. Ogleym-
anlegt er þegar þeir félagar voru að
reyna að bjarga sér á ensku þarna
úti, hver málfræðingur gæti verið
stoltur af að hafa það hugmynda-
flug sem þeir höfðu til að sjóða sam-
an orð og orðatiltæki til að gera sig
skiljanlega. Allt hafðist það á end-
anum, þeir fengu það sem þeir vildu
fá og hlógu óspart af svipbrigðum
viðmælenda sinna.
Þegar þau hjónin hættu að ferð-
ast utanlands byggðu þau sér fal-
legan sumarbústað við Þingvalla-
vatn. Vörðu þau tíma sínum í að búa
hann sem best úr garði, með góðri
hjálp Jónasar og Sigga. Þarna var
þeirra sælureitur og dvöldu þau þar
langtímum saman. Þau höfðu yndi
af að rækta land sitt og nutu þeirrar
kyrrðar og friðsældar sem þar er að
finna. Gaman var að heimsækja þau
í bústaðinn og fylgjast með þeim
breytingum sem urðu á milli heim-
sókna. Síðustu árin var Siggi bund-
inn við hjólastól en kona hans vildi
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð við andlát og útför eigin-
manns míns og föður,
ARA GUÐJÓNS JÓHANNESSONAR,
Jökulgrunni 2.
Anna Ingunn Björnsdóttir,
Viggó Jóhannesson.
dóttir. Börn þeirra: Lúðvík,
Gerður, Sigurður Óskar og Ró-
bert, sem lést á fyrsta ári. Eftir-
lifandi eiginkona Sigurðar er
Ingunn Jónasdóttir, f. 3.12.
1926. Barn þeirra: Sigurður, f.
18.10. 1961, kvæntur Önnu
Maríu Guðmundsdóttur, f.
27.11. 1963. Börn þeirra: Vikt-
oría, Guðmundur og Alexander.
Fyrir átti Ingunn synina: Þrá-
inn Arthúrsson, f. 10.11. 1945,
Magnús Jónsson, f. 29.7. 1949,
Bergmund Bæring Jónsson, f.
9.9. 1953, d. 8.2. 1974 og Jónas
Hafstein Jónsson, f. 19.9. 1956.
Sigurður var bflsfjóri mestan
hluta starfsævi sinnar, fyrst hjá
Kveldúlfi og síðar á Vörubif-
reiðastöðinni Þrótti. Síðustu níu
ár starfsævi sinnar starfaði Sig-
urður hjá Búnaðarbanka Is-
lands, aðalbanka, er hann Iét af
störfum fyrir aldursakir.
títför Sigurðar fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
allt á sig leggja til að koma honum
austur í bústað. A þessum stað leið
honum vel og þama gat hann end-
urnýjað krafta sína og hlaðið batt-
eríin að nýju.
Síðustu ár hafa verið Sigga erfið.
Illvígir sjúkdómar og sorgir settu
mark sitt á þennan annars sterka
mann. En hann lagði ekki árar í bát,
heldur hélt ótrauður áfram meðan
stætt var, með góðum stuðningi
konu sinnar. Aðdáunarvert var að
fylgjast með hvað hún lagði sig
fram um að aðstoða Sigga og gera
honum lífið léttbærara. Fyrir það
var hann henni þakklátur.
Með Sigurði, stjúpföður mínum,
er genginn mikill sómamaður og
drengur góður. Hann skilur eftir sig
tómarúm sem ekki verður fyllt en
fyrst og siðast skilur hann eftir sig
margar og góðar minningar. Guð-
rún og börn okkar þakka Sigga vin-
áttu liðinna ára.
Eg sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umveíji blessun og bænir
ég bið að þú sofír rótt
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þ.S.)
Blessuð veri minning Sigurðar
Bárðarsonar.
Magnús Jónsson.
Elsku afi. Mig langar að_ rita
nokkur kveðjuorð til þín. Eg á
margar hlýjar minningar um þig og
ég mun varðveita þær mjög vel. Þú
hefur reynst mér vel og verið mér
meira en afi. Þegar ég fór að kynn-
ast þér sem einstaklingi haustið
1992 urðum við vinir. Þá leiddi
drottinn okkur saman og var það
mjög dýrmæt gjöf frá honum því þá
fékk ég að kynnast þér. Eg var
stödd á Selfossi í námi þegar þú
dvaldir á Nlf. í Hveragerði. Ég fór
til þín í svokallaða afaheimsókn en
þá kynntist ég einstaklingi sem
hafði svo mikið að bera að ég dróst
að honum. Meðan þú dvaldir þar og
síðar ræddum við um allt milli him-
ins og jarðar og kom það mér á
óvart hvað við áttum margt sameig-
inlegt. Þegar við voram orðin of
sammála breyttir þú um stfl og and-
mæltir mér og urðu samræðurnar
oft fjörugar út frá því og fóru út fyr-
ir svokallað afa- og dótturdóttur-
spjall. Afi, ég man þig sem virðuleg-
an, áreiðanlegan og mjög góðan
mann sem reyndist mér vel. Ég á
eftir að sakna samverustunda okkar
en ég veit að þér líður mun betur
núna og gleðst ég yfir því að hafa
fengið að kynnast þér, afa mínum.
Við eigum eftir að hittast aftur, þá
kem ég til þín, þar sem þú ert, til
Guðs. Minn kæri afi, mér þykir
vænt um þig.
Vertuyfir
og allt um kring,
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín
Gerður Ólína.