Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Nei, ég hef ekki heyrt neina
kleinuhringi kalla á þig...kleinu-
hringir geta ekki talað...
Getur vel verið, en ég hef heyrt þá
segja nokkrar all skemmtilegar
sögur.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Allir menn trúa
Frá Konráð Fríðtínnssyni:
MAÐURINN er með þeim ósköp-
um gerður að honum er þörf á að
trúa á eitthvað. Trúin gefur sem
sagt lífinu gildi. Hún heldur mann-
inum uppi. Ber hann á örmum sín-
um þangað sem tníin á hverjum
tíma leiðir hann. An trúar ei fólkið
ekki vel sett.
Eru menn mér annars ekki sam-
mála um þetta? Jú, ég hygg svo
vera.
En ekki er trú og trú hið sama.
Menn geta trúað á eitt og annað í
lífinu. Til að mynda trúir einn á
mátt auðs, annar á sitt eigið sjálf,
stokka, steina, miðla, stjömuspeki.
Að þetta komi þeim til hjálpar og
leiðsagnar í kringumstæðum. Og
svona mætti áfram telja. Að ein-
hver sé trúlaus, eins og stundum
heyrist talað, er fyrir þær sakir
ekíd rétt. Allir menn eiga sér sinn
ákveðna átrúnað. Hvort sem þeir
koma auga á hann sjálfir, eður ei.
En er að tarna þá bara ekki allt
gott og blessað? Úr því að allir
menn trúa er þá ekki liðið í heild á
leið til himna? I hið eilífa sæluríki
Guðs vors?
Nei, ekki er þannig í pottinn
búið. Sannleikurinn er nefnilega sá
einn að leiðin heim (til himins) er
mönnum lokuð. Eða m.ö.o. þangað
er aðeins ein fær leið. Inn á þennan
veg getur þú bara beygt á einum
stað, sem er í gegnum Jesú Krist,
Guðssoninn. Og nú komum við aft-
ur qað þætti trúarinnar. Ógeming-
ur er að þóknast Kristi skorti þig
trúna á hann. Ekki getur þú heldur
fundið þessa braut, sem hann legg-
ur fyrir þig, nema frelsarinn opin-
beri þér hana í eigin persónu.
Drottinn er persónulegur Guð og
sem sættir sig ekki við neitt nema
að vera hluti af þínu eigin sjálfi. Og
ekki getur þú trúað á þetta nafn,
Jesú Kristur, ef trú þín byggist al-
farið á sjálfum þér, getu þinni,
mætti þínum og megni. Maður sem
hefur slíkar hugsanir afneitar í
raun konungi konunganna, krafti
upprisunnar og hins eilífa lífs. En
upprisa Jesú frá dauðanum er sem
kunnugt er þungamiðjan í öllu trú-
arlífi kristinna manna hvar sem er
í heiminum, og það sem raunveru-
lega heldur trúnni vakandi. Og sér
í lagi þegar þrengingar og kvöl
hjartans angra manneskjuna. En
það er hluti af því að ganga með
Jesú. Um það atriði er fjallað í guð-
spjöllunum.
Hvað er rétt trú? Trú sem er þá
fær um að koma fólki inn í hið eilífa
ríki Guðs á himinhæðum? Til dæm-
is eftirfarandi ritningarstaður:
„Kona, sem hafði haft blóðlát í
tólf ár, kom þá að baki honum og
snart fald klæða hans. Hún hugsaði
með sjálfri sér: Ef ég fæ aðeins
snert klæði hans, mun ég heil
verða.
Jesú sneri sér við, og er hann sá
hana, sagði hann: - Vertu hug-
hraust, dóttir, trú þín hefur
bjargað þér. - Og konan varð heil
frá þeirri stundu.“ (Matt: 9.20-22)
Þessi kona átti til trú sem bragð
er að sem getur verið öðrum til eft-
irbreytni.
KONRÁÐ FRIÐFINNSSON,
Vesturgötu 18, Hafnarfirði.
Að mæla tímann
með teygju
Frá Halldórí Erlendssyni:
ENN og aftur gamla tuggan um
aldamótin tvö. Maður fer ósjálfrátt
að hlakka til áranna 2001-2002-
2003 sem engu máli skiptir hvort
Ufs eru eða liðin þegar að þeim
kemur. Þó verður maður að játa á
sig lesningu sumra greina sem
birst hafa um þrætumálið. Einnig
að hafa sperrt eyru við og við þeg-
ar þessa umræðu ber á góma.
Enda verður enginn saddur nema
af áti. Sést hafa mörg rök, góð og
gild, borin upp af talsmönnum
beggja sjónarmiða, það eindregin
að jafn fáfróður maður um
stærðfræði og undirritaður getur
farið að draga ályktanir. Spuming-
in er bara um forsendur? Eigum
við að nota „reglustikuaðferðina"?
Það er ekki með nokkm móti hægt
að taka undir þá útkomu sem
greinarritari einn fékk nýlega með
beitingu þeirrar aðferðar. Reglu-
stikan byrjar nefnilega á núlli og
gagnstætt því sem umræddur
greinarritari komst að leiðir hún
okkur í þann „sannleika" að
aldamótin verða um áramótin
1999-2000. Þegar fingrinum er
rennt frá núlli og upp eftir stóra
reglustikunni og hann kemur að
einum, þá er einn búinn; eitt bil;
eitt ár ef vill. Þegar hann kemur að
tveimur þá era tvö bil að baki
þannig að þegar að 2000 kemur þá
era á sama hátt 2000 bil að baki;
2000 ár liðin; tvö árþúsund búin og
basta - ekki satt?
En spurt er um forsendur og þá
verður spurningin einfaldlega og
augljóslega: Fæddist Jesús eins
árs eða varð hann eins árs eftir að
hafa lifað í eitt ár (1. jan., árið 1 í
hans tilfelli) eins og títt er um
flesta þá sem ég þekki? Umorðun:
Var áiið 0 til? Var e.t.v. skipt beint
úr -1 f.K. í +1 e.K.? Þetta er sagn-
fræðileg spuming og skortir mig
sagnfræðilega þekkingu til að ger-
ast dómari í þessu brennheita deilu-
máli sem svo oft hefur lífgað upp á
samkomur fólks í gegnum tíðina.
Læt ég þá á milli hluta liggja hvort
meta eigi fegurðargildi tölunnar
2000 eður ei eða það hversu miklu
fleiri tölustafir breytast þegar
skiptir úr 1999 í 2000 heldur en úr
2000 í 2001.
HALLDÓR ERLENDSSON,
búfræðingur og rafeindavirki.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.