Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 17

Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 17 LANDIÐ Morgunblaðið/KVM SLOKKVILIÐIÐ berst við eld í útihúsum og hlöðu á hænum Höfða í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Eldsvoði á Höfða í Eyrarsveit Grundarfirði - Fimm ær, þrjú lömb, einn hrútur og 17 kanínur drápust er útihús og hlaða brunnu til kaldra kola á bænum Höfða í Eyrarsveit á Snæfellsnesi að morgni laugardags. Þá brann einnig lítil saumastofa og lager sem Jónína Gestsdóttir, ábú- andi á Búlandshöfða, hafði komið sér upp sl. haust til að framfleyta sér. Vegagerðarmenn í Búlandshöfða, sem voru þarna á ferð upp úr kl. sjö urðu eldsins varir og létu vita. Þeg- ar slökkviliðið kom á staðinn voru húsin alelda. I íyrstu var ógerlegt að ráða við eldinn því erfítt reyndist að komast í vatn þar eð töluvert brim var í fjörunni og lítið rennsli er í lækjum vegna kulda. Að lokum fundu menn vök í bæjarlæknum. Talið er að kviknað hafi í út frá raf- magni. Námskeið í fjar- kennslu vel sótt Neskaupstað - Dagana fímmta og sjötta febrúar síðastliðinn var haldið hér námskeið í meðhöndl- un gigtarsjúkdóma á vegum end- urmenntunarstofnunar Háskóla Islands og Fræðslunets Austur- lands. Námskeiðið sóttu um 25 aðilar hér fyrir austan en alls voru þátttakendur 147 á landinu öllu. 20 sóttu námskeiðið í Neskaup- stað og var kennt í gegn um fjar- kennslubúnaðinn í Verkmennta- skóla Austurlands. Auk þess voru 3 nemendur á Vopnafirði og tveir á Egilsstöðum. Að sögn forsvarsmanna Fræðslunets Austurlands komu kostir fjarkennslubúnaðarins mjög vel í ljós á þessu námskeiði, því að lauslega áætlað hefði kostnaður við hvern nemanda af Austurlandi verið um 40 þúsund krónur ef hann hefði þurft að sækja námskeiðið til Reykjavík- ur eða um ein milljón króna, auk þess að trúlega hefðu miklu færri sótt námskeiðið suður. Morgunblaðið/Sig. Jóns NEMENDUR 4. bekkjar sungu hressilega fyrir áheyrendur. SAMLESTUR úr verkum Ármanns. Nemendur bíða fyrir aftan eftir að röðin komi að þeim. Bókmenntahátíð í Sólvallaskóla á Selfossi Selfossi - Nemendur Ijórða bekkjar Sólvallaskóla héldu bók- menntahátíð síðast liðinn fimmtu- dag og buðu til sín foreldrum og aðstandendum. Á hátíðinni kynntu þeir verk Ármanns Kr. Einarssonar og höfundinn sjálf- an. Höfundurinn hugðist mæta til hátíðarinnar en infiúensan setti strik í reikninginn og hann komst ekki. Dagskrá nemendanna var hin líflegasta og greinilegt að þeir höfðu unnið vel að verkefn- inu og þekktu verk höfundarins. Nemendur komu efninu til skila með upplestri, leikþáttum, ljóða- lestri, viðtalsþáttum og söng. Veggir samkomusalarins voru skreyttir myndum af verkefnum nemendanna sem þeir hafa unnið í skólanum undanfarnar vikur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.