Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 46
<*46 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
INGA JÓNSDÓTTIR
frá Lunansholti,
Hraunbæ 78,
lést laugardaginn 20. febrúar á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur.
Óðinn Björn Jakobsson,
Guðrún Óðinsdóttir, Þorsteinn Jakobsson,
Jakob Heimir Óðinsson, Sesselía Jóhannsdóttir,
Þóra Hrönn Óðinsdóttir, Óskar Jónsson
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
EYRÚN MARÍUSDÓTTIR,
Vesturbergi 59,
Reykjavík,
andaðist á dvalarheimilinu Blesastöðum mánu-
daginn 18. janúar sl.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Geðhjálp.
Guðbjörg R. Haraldsdóttir,
Haraldur P. Haraldsson,
Eyþór M. Haraldsson
og fjölskyldur.
+
Ástkær sonur, eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR TRYGGVASON,
Lækjarbergi 28,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu föstudaginn 19. febrúar.
Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 26. febrú-
ar kl. 15.00.
Guðlaug Sigurbergsdóttir,
Ásrún Ingadóttir,
Hilmar Harðarson,
Alda Harðardóttir, Jón Sigurðsson
Björgvin Hörður Arnarson, íris Ástráðsdóttir,
Avijaja Tryggvadóttir,
Ásrún Tryggvadóttir,
Jón Viðar Jónsson
og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUNNLAUGUR H.G. ÞORLÁKSSON
bifreiðarstjóri,
Kleppsvegi 118,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 17. febr-
úar. Útför Gunnlaugs verður frá Fossvogs-
kapellu miðvikudaginn 24. febrúar kl. 10.30.
Sigríður Dóra Jónsdóttir,
Jón Þórir Gunnlaugsson,
Halldór Gunnlaugsson, Bára Fjóla Friðfinnsdóttir,
Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Einar Þórir Dagbjartsson,
Sigurður Ingi Gunnlaugsson, Þóra Geirsdóttir,
Hrafnkell Gunnlaugsson,
Þráinn Gunnlaugsson,
Gunnlaugur Einarsson,
Sigurdór Halldórsson,
Skarphéðinn Halldórsson,
Geir Ingi Sigurðsson,
Jón Örn Sigurðsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BÁRA LÝÐSDÓTTIR,
Hrafnistu Reykjavík,
áður til heimilis í Nóatúni 26,
lést á Hrafnistu sunnudaginn 21. febrúar.
Ægir Ferdinandsson, Guðrún Marinósdóttir,
Hallvarður Ferdinandsson, Sesselja Jónsdóttir,
Kristín Ferdinandsdóttir, Oddur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
JÓHANNES HEIÐAR
LÁRUSSON
+ Jóhannes Heið-
ar Lárusson
fæddist á Hvamms-
tanga í Húnavatns-
sýslu 31. ágúst
1935. Hann Iést á
Landspítalanum 11.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Margrét Jó-
hannesdóttir og
Lárus Scheving sem
bæði eru látin. Hálf-
systkin frá móður
eru Matthildur,
Snorri (látinn),
Björk og Jóhanna
Óskarsbörn. Hálfbræður frá
föður eru þrír.
Eftirlifandi eiginkona Jó-
hannesar er Kristrún Guðjóns-
dóttir. Fósturdóttir Jóhannesar
er Sonja Andrésdóttir og er
hún gift Lárusi Kristjánssyni.
Synir þeirra eru Kristján og
Guðmundur sem er látinn. Krist-
ján er kvæntur
Hrönn Waltersdótt-
ur og eiga þau íjög-
ur börn, Lárus
Helga, Rúnar Karl,
Sonju Ósk og Guð-
jón Óskar. Eftirlif-
andi eiginkona
Guðmundar er
Dagný Jónsdóttir.
Þeirra dóttir er
Hera.
Jóhannes fluttist
til Reykjavíkut' á
unglingsárum og
starfaði við liúsa-
viðgerðir í mörg ár.
Einnig var hann við stjórn
vinnuvéla. Hann var um tíma
við vinnu í Svíþjóð en hóf störf
árið 1970 hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og starfaði þar til
dauðadags.
Utför Jóhannesar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Örfá kveðjuorð í minningu vinar.
Við Jói kynntumst fyrir hartnær
fjörutíu árum þá er hann og Didda
móðursystir mín rugluðu saman
reytum eins og sagt var í þá daga.
Síðan þá höfum við verið vmir.
Hvað skal rifja upp við slíka stund
þá kvatt er hinstu kveðju? Mann
skortir orð, hugsanir á reiki, minn-
ingarbrot hlaðast upp. Þetta atvik
eða hitt, þessi dagur eða hinn dag-
urinn, en eitt er víst að af nógu er
að taka úr þeim sjóði minninga
sem tengjast Jóa. Hann er alls
staðar og allt um kring. Ferðalög,
veiðitúrar, spilakvöld, bílaviðgerð-
ir, húsaviðgerðir og byggingar, alls
staðar er Jói á fullu, naut hverrar
stundar, lifði lífinu svo sannarlega
lifandi. Hann hafði feykigaman af
að ferðast og að veiða físk, fékk
alltaf eitthvað þó aðrir fengju ekki
neitt, ótrúlega lunkinn, það þurfti
aldrei að kaupa maðk, hann átti
þann stærsta maðkakassa sem ég
hef séð, mikill búmaður á því sviði
sem og á öðmm, alltaf manna kát-
astur og stutt í grínið í slíkum ferð-
Það var gaman að koma í bíl-
skúrinn hjá Jóa í Heiðargerðinu,
þegar hann var að lagfæra blöðru-
skódann. Eg sagði oft við hann að
umboðið ætti að láta hann fá nýjan
bíl fyrir þann gamla, svo góð var
auglýsingin í öllum þeim ferðum
sem skódinn fór á vegum en þó
mest á vegleysum, um fjöll og firn-
indi.
Næsta minningarbrot er Eilífs-
dalur í Kjós í landi Meðalfells. Við
hjónin höfðum fengið þar lóð til
byggingar sumarbústaðar, hringt í
Jóa og athugað hvort þau Didda
vildu ekki líka taka þama lóð sem
þau og gerðu. Þarna hófst nýr kafli
í lífi okkar allra og þama kynntist
ég nýrri hlið á vini mínum Jóa,
þarna naut hann sín. Hann var svo
sannarlega með græna fingur, mik-
ill ræktunarmaður og ekkert verið
að hanga yfir hlutunum, hann lauk
við allt sem hann tók sér fyrir
hendur.
Eftir að við seldum í dalnum og
vinum fækkaði þar, seldu þau
Didda og Jói nokkrum ámm síðar.
„Nú er ekkert gaman í dalnum
lengur, vantar allt líf eftir að þið
fóruð,“ sagði vinur minn við mig,
MifnjH) omnMJflyífi
WNtm
IIÖTÍLÍOK
MflUMHT • (flft
Upplýsingar í s: 551 1247
en við áttum saman ógleymanleg
ár þarna.
Bíltúr austur að Apavatni, er-
indið að heimsækja Diddu og Jóa,
þau búin að kaupa sér tjaldvagn
og voru þarna í veiðitúr, en það
var fleira á önglinum en fiskur.
Þau vom svo gott sem búin að
festa sér lóð undir bústað í landi
Þóroddsstaða í Grímsnesi. Þarna
skyldi byggt við Stangarlækinn,
landið einstakt til ræktunar, stutt
í veiði, hægt að skreppa í dags-
ferðir um allar sveitir. Allt var
minn maður búinn að spekúlera,
og þau líka búin að finna sér hús
til kaups. Og þá kom spurningin
sem ég vissi að lá í loftinu: „Emð
þið ekki til í að fá ykkur lóð
hérna?“ Minn maður var sniðugur
en ég svaraði neitandi.
Minningarbrot frá liðnu sumri.
Við tveir á rölti með veiðistangir.
Vinur minn var óvenju þungur til
gangs, þurfti að setjast niður og
hvíla sig, það hafði verið einhver
lumbra í honum undanfarnar vik-
ur. Ég spyr því: „Er eitthvað að,
Jói minn?“ „Nei, ekkert, það er
bara svo erfitt að ganga í þessi
þýfí.“ Þetta svar lýsir Jóa vel, það
var ekkert að honum, það vora þúf-
urnar sem vora erfiðar. Ef ég ætti
að lýsa vini mínum í fáeinum orð-
um, þá var hann umfram allt heið-
arlegur. Það þurfti engar undir-
skriftir ef hann lofaði einhverju.
Hann var einlægur, ákveðinn ef því
var að skipta, aldrei ósanngjam,
gekk ekki á rétt neins, gat látið í
sér heyra ef sá gállinn var á hon-
um, en fljótur til sátta. Það var
engin lognmolla umhverfis Jóa,
það var alltaf einhver hreyfing á
loftinu, svona mátulegur andvari
sem hélt manni vakandi.
Jói var mikill fjölskyldumaður
eins og sagt er, tók þátt í öllum
uppákomun bæði í gleði og sorg,
var ætíð gott að hafa hann nálægt
sér þegar eitthvað stóð til og oftast
var hann gefandinn.
Nú þegar leiðir skilja og horft
er yfír liðin ár eru þau Didda og
Jói alls staðar nálæg. Þeirra sam-
búð var mjög náin, og virti hann
Diddu sína mikils, sagði oft við
mig hvað sér þætti vænt um hana,
og hvað hún hefði veitt sér mikla
hamingju.
Við ræddum stundum eilífðar-
málin, og þar var hann með eitt á
hreinu, hann trúði á líf eftir þetta
jarðneska líf, sagðist hafa fengið að
sjá yfir og kviði ekki kallinu þegar
það kæmi, hvenær sem það yrði.
Að leiðarlokum færi ég vini mín-
um þakkir fyrir allar þær stundir
sem hann gaf mér og mínum og að
í öll þessi ár áttum við trúnað hvor
annars og vorum alltaf vinir.
Þá tek ég orð hans mér í munn
og segi: „Þetta er nú svona, við
verðum að halda áfram þótt hann
eða hún sé dáin, við breytum þar
engu um, vissulega satt en erfitt.“
Jói skilur eftir stórt skarð í okk-
ar fjölskyldu en mestur er missir
elsku frænku minnar Diddu og
erfitt verður að venjast þeirri
hugsun og þeirri staðreynd að sjá
þau aldrei saman aftur. Þá sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur
til þeirra sem stóðu honum næst.
Vertu að eilífu kvaddm', elsku
vinur.
Steindór.
Það er svo oft í dauðans skuggadölum,
að dregur myrkva fyrir lífsins sól,
mér sýnist lokað ljóssins gleðisölum,
öll lokin sund og fokið hvert í skjól.
0, Guð, lát enn þó ætíð skína
mér opinn himin þinn að dýrð ég sjái þína.
(V.Briem)
Mig setti hljóðan þegar ég fékk
fréttina um það að Jóhannes, vinur
minn, væri látinn. Þetta var áfall,
því að daginn áður hafði ég rætt
við hann í fullu fjöri. Þá var hann
nýkominn úr skoðun á Vífilsstöðum
og sagði mér að ekkert alvarlegt
hefði fundist að sér.
Jóhannes, eða Jói, eins og ég
kallaði hann ávallt, hóf störf hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið
1970. Við kynntumst þar fljótlega
og með okkur tókst traustur og
góður vinskapur sem hélst alla tíð
síðan. Við vorum trúnaðarvinir og
gátum ávallt rætt saman af fullri
hreinskilni. Jói var alltaf reiðubú-
inn til hjálpar ef aðstoðar var þörf
og þurfti ekki að biðja hann, því að
hann var strax kominn ef á þurfti
að halda. Jói var sannur vinur vina
sinna.
Jói var dagfarsprúður maður og
dugnaðarforkur. Hann og Krist-
rún, konan hans, reistu sér sum-
arbústað í Eilífsdal í Kjós árið
1972. Þar ræktuðu þau landið og
undu sér vel í útiveru. En eftir 17
ára veru þar víxluðu þau um og
byggðu annan bústað fyrir austan
fjall, við Stangarlæk í Þormóðs-
staðalandi. Þar ræktuðu þau fal-
legan skógarlund, sem Jói var
mjög hreykinn af. Jói undi sér
líka tímunum saman við veiðar í
læknum og gleymdi þá bæði stað
og stund. Þetta var þeirra sælu-
reitur og þar voru þau eins oft og
þau gátu. Já, þangað kom ég oft
og þar var glatt á hjalla, við tefld-
um, tókum í spil og skoðuðum ná-
grennið.
Ég kveð nú með söknuði, vinur
minn. Minning þín mun lifa í hjarta
mér. Ég bið Guð að styrkja þig
Kristrún mín, í sorg þinni.
Samúel Guðmundsson.
Elsku vinnufélagi og vinur. Okk-
ur langar að skrifa nokkur kveðju-
orð til þín. Nú þegar þú ert farinn
svo óvænt og snöggt, sitjum við
eftir með söknuð í hjarta en hlýjar
minningar sem við munum ávallt
eiga um þig.
Hann Jói var vinur vina sinna.
Fyrir um það bil tíu árum kynnt-
umst við þeim hjónum mjög vel,
þegar þau fengu land í Grímsnes-
inu, en við áttum land í Laugar-
dalnum. Þau keyptu lítið sumarhús
sem þau fluttu á land sitt. Samhent
voru þau hjónin í að gróðursetja
tré og plöntur og gerðu þennan
stað að paradís. Þau lifðu fyrir
þennan yndislega stað og voru þar
öllum stundum. Jói Lár., eins og
við kölluðum hann, var þúsund-
þjalasmiður og af eljusemi og
dugnaði stækkaði hann sumarhúsið
fyrir um tveimur árum. A sl. sumri
fékk hann sér viðbótarland til þess
að geta haldið áfram ræktun og
gróðursetningu trjáa.
Jói minn, við viljum þakka þér
fyrir vináttu þína og góðvild, alla
hjálpina hér heima og í sumarhúsi
okkar og ekki síst bíltúrana sem þú
tókst okkur með í til að sýna okkur
staði sem við vissum ekki að væru
til. Okkur finnst sárt að geta ekki
fylgt þér síðasta spölinn.
Didda mín, við biðjum Guð að
styrkja þig og fjölskyldu þína á
þessum erfiðu tímum.
Auðunn og Kristín.