Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 43 nafna minn, með djúpri virðingu og einlægri þökk fyrir allt. Far vel frændi, hittumst aftur á öðru sviði. Bjarni. Dr. Bjai-ni Jónsson móðurbróðir minn skrifaði minningargrein fyrir rösku hálfu ári um nánasta sam- starfsmann sinn á Landakoti þá tæpu fjóra áratugi sem hann starf- aði þar. Þetta var systir Gabriella sem stýrði skurðstofu Landakots áratugum saman. Um systir Ga- briellu, sem þúsundir Islendingar minnást, segir dr. Bjarni: „Systir Gabriella var heilsteypt; það var engin feyi-a í steypunni og efnið var gull.“ Eg kann ekki að lýsa dr. Bjarna Jónssyni betur en að segja um hann: Bjarni Jónsson var heil- steyptur; það var engin feyra í steypunni og efnið var gull. Dr. Bjarni var með hávöxnustu mönnum, afburða karlmannlegur að vallarsýn, fremur dökkur yfirlitum, svipmikill og bar höfðinglegt yfir- bragð. Þessum mikia glæsileik hélt hann til hinstu stundar og átti því láni að fagna að njóta bestu heilsu og heilbrigðis allt þar til hann lagð- ist banaleguna fyrir fáum vikum. Dr. Bjarni Jónsson átti langan og merkan starfsferil að baki sem læknir og forystumaður í lækninga- og heilbrigðismálum. Hann stund- aði lækningastarf á Landakoti frá 1941 að afloknu fimm ára fram- haldsnámi í Þýskalandi og Dan- mörku. A starfsævi sinni á Landa- koti átti hann hlut að öllum framför- um í læknisþjónustu þar og víða annars staðar. Hann var óþreytandi við að afla sér nýrrar þekkingar og reynslu. Til marks um það má nefna að tæplega fimmtugur að aldri fór hann til langrar námsdvalar í Dan- mörku til að kynna sér meðferð heilaslysa og var síðan um 14 ára skeið eini íslenski læknirinn sem sinnti slíkum slysum á landinu öllu, alla daga ársins. Geta má nærri hvers konar starfsálag þar var um að ræða. En hann var einnig fyrsti viðurkenndi sérfræðingurinn í bæklunarlækningum hér á landi og á því sviði lauk hann doktorsprófi frá Háskóla íslands 1954. I bók dr. Bjarna „A Landakoti", sem kom út 1988, kemur vel fram hversu miklu Grettistaki frumherj- ar íslenskrar læknastéttar lyftu í störfum sínum. Ekki átti þetta síst við þá sem störfuðu á Landakoti, spítalanum sem hinar kaþólsku St. Jósefssystur reistu hér í upphafi aldarinnar. Fyrstu umræðurnar um þann spítala á Alþingi eru þeim sem þar tóku þátt ekki til mikils sóma. Alþingismenn sumir hverjir óttuð- ust „leynitrúboð kaþólskra hér á landi“. Þá var trúfrelsi á Islandi að- eins rúmlega tveggja áratuga gam- alt. í bók dr. Bjarna kemur fram að lengi hafi eimt eftir af tortryggni í garð Landakots og verkin þar ekki notið sannmælis ráðamanna og spít- alinn goldið fyrir og notið óeðlilega lítillar fjárhagslegrar fyrirgreiðslu ríkisvaldsins. En sjúklingar og læknar greiddu atkvæði með fótun- um. Landakot hafði ávallt á að skipa úrvals læknum og starfsfólki og aldrei varð lát á straumi sjúklinga sem sóttu þangað líkn. Dr. Bjarni Jónsson stýrði þessum merka spítala í 20 ár frá 1959 til 1979. Hygg ég að það sé ekki of- mælt að þann tíma og lengur, bæði fyrr og síðar, hafi Landakot og dr. Bjarni verið eitt í hugum flestra sem til þekktu. Helgun hans að starfi sínu var takmarkalaus og óskiptanleg. Hann var vakinn og sofinn yfir nýjungum í spítala- rekstri og þjónustu við sjúklinga. Hann hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig standa ætti að rekstri spít- ala og með hvaða hætti best yrði hlynnt að sjúkum. Hann gerði sér vel grein fyrir takmörkunum lækn- isfræðinnar en lækninum bæri að líkna og draga úr þrautum. Hygg ég þó að hann hafi með mikilli kunnáttusemi og fádæma góðu handverki læknað fleiri menn en nokkur hefur tölu á. Bjarni var framsýnn og áhugasamur um fram- farir í spítalarekstri og starfshátt- um lækna. Arið 1948 lagði hann fram tillögur um verkaskiptingu sjúkrahúsanna í Reykjavík og 1950 tillögur um stofnun læknamiðstöðv- ar við Landakot, svipað því og nú er orðið algengt hjá bæði sjálfstætt starfandi sérfræðingum og sjúkra- húslæknum. Verkaskipting sjúkra- húsanna er enn á dagskrá eftir ára- tuga deilur. En mín kynni af frænda mínum dr. Bjarna voni sem betur fer flest utan sjúkrahúss. Eg minnist hans allt frá frumbernsku sem þess manns sem ég leit mest upp til og vildi eflaust helst sækja til um fyrir- mynd. Ég bar mikla virðingu fyrir dr. Bjama alla ævi en þó aldrei óttablandna virðingu. Því þrátt fyr- ir það sem stundum sýndist vera hrjúft yfirborð skein mýkt og nær- færni úr svipmiklum augunum þannig að enginn, sem ekki hafði misboðið honum, þurfti neitt að ótt- ast. En ekki hefði ég viljað skila til hans illa unnu verki eða hálfköruðu. Hann mátti líka gera kröfur til ann- arra því þær kröfur komust aldrei nærri þeim kröfum sem hann gerði til sjálfs sín og reis undir með glæsibrag. Dr. Bjarni flutti með sér framandlegt andrúmsloft útlanda og heimsmenningar inn í einfalda tilveru mína, móður minnar og ömmu, móður þeirra dr. Bjarna og móður minnar. Mér verður líka æv- inlega minnisstætt stolt þeirra og hinna systkina hans yfir árangri dr. Bjarna. Það var fylgst með honum og verkum hans skref fyrir skref og sjálfsagt hefði litla heimilið í Þing- holtsstræti helst viljað miða tímatal sitt við atburði í lífi hans. Hið glæsilega fagurkeraheimili hans og hans ágætu eiginkonu, Þóru heitinnar Árnadóttur, sem lést 1996, var uppvaxtarár mín hinn eðlilegi miðpunktur móðurfjöl- skyldu minnar. Þau voru samhent hjón svo af bai1 og samvalin. Mátti vart á milli sjá um glæsileik þeiiTa, atorku og lífshæfni. Þóra studdi dr. Bjama af einlægni í störfum hans á Landakoti og bjó honum griðastað á fógru menningarheimili. Eg held að dr. Bjarni Jónsson hafi talið sig mikinn gæfumann. Hann braust úr fátækt til góðra mennta, hann helg- aði líf sitt líknar- og mannúðarstörf- um og var ungur kvaddur til mikill- ar ábyrgðar og forystu á starfsvett- vangi sínum. Hann stuðlaði að framförum á starfssviði sínu og naut þar ótvíræðrar virðingar og trúnaðar. Hann var hreinn og beinn og átti ekki til undirferli og fals, en var fljótur að koma auga á slíka þætti í fari þeirra sem slíkar klyfjar bera. Honum vafðist ekki tunga um tönn og gat verið hvassyrtur og snjallyrtur ef hann tók til sóknar og vamar fyrir þann málstað sem hann trúði á. Bók hans, A Landakoti, er góður vitnisburður um skýrleika í hugsun og ritfærni. Bréf hans sum sem þar eru birt um málefni Landa- kots eru einstök að efni og stíl og svo tær að alveg ókunnugum manni er fært að skilja til fulls hin flókn- ustu viðfangsefni spítalarekstrar- ins. Hann hafði afar þroskaða og ríka réttlætiskennd og hann var alger- lega ófeiminn við að fylgja henni gagnvart háum sem lágum. Hann talaði aldrei eins og halda mætti að viðmælandinn vildi heyra, hann sagði bara sína skoðun og framhald- ið varð að ráðast. Hann kunni ekki að hræðast, varð ekki beygður, laut aðeins sannleikanum. Hann naut farsældar í einkalífi, átti ást góðrar konu og tveggja barna og dóttur- dóttur. Hún, Þóra Gunnarsdóttir, var afa sínum undurgóð og hjúkraði honum til hinstu stundar. Raunar var afar sterkt samfélag með þeim öllum, dr. Bjarna, Þóru og börnun- um Jóni Erni og Vilborgu og Þóru dóttur hennar. Við Sigríður Ásdís vottum þeim frændsystkinum mín- um okkar dýpstu samúð. Dr. Bjarni Jónsson var heilsteyptur; það var engin feyra í steypunni og efnið var gull. Kjartan Gunnarsson. Á þeim tíma sem St. Jósefssystur ráku spítala í Landakoti þróaðist þar all sérstakt mannlíf, sem ég er ekki viss um að aðrir en þeir, sem þar tóku þátt, skilji. Aðferðir St. Jósefssystra við rekstur spítalans voru öðruvísi en tíðkaðist á sam- bærilegum stofnunum hér á landi. Skuldbinding þein'a við starfið var algjör og ekkert utanaðkomandi truflaði þær í starfi sínu, sem grundvallaðist á trú þeirra. Með þessu móti tókst þeim að reka stóra stofnun á sérlega hagkvæman hátt, nokkuð sem stjórnvöld landsins á hverjum tíma hafa ekki alltaf kunn- að að meta. Skipulag læknisþjón- ustu var með talsvert öðrum hætti en tíðkaðist annars staðar hér á landi en hentaði vel starfseminni sem þar fór fram. Það er því ekki óeðlilegt að þegar forsendur fyrir rekstri spítalans brugðust vegna ut- anaðkomandi aðstæðna hafi sitt sýnst hverjum hvernig við átti að bregðast. Dr. Bjarni Jónsson tók mikinn þátt í starfsemi spítalans allt frá því að hann hóf þar störf sem aðstoðar- læknir um miðjan fjórða áratuginn og þar til hann lét af störfum, sem yfirlæknir 1980. Eins og hann sjálf- ur sagði í bók sinni „Á Landakoti": „Hafa götur mínar og systranna legið saman í nær hálfa öld.“ Vart er þó hægt að hugsa sér aðila með ólíkari gi-undvallarlífsskoðun en þessa. Samstarf þeirra gekk hins vegar með miklum ágætum og byggðist á djúpri gagnkvæmri virð- ingu. Eitt það eftirminnilegasta frá þessum árum á Landakoti var að fylgjast með samskiptum dr. Bjama og systur Gabrielu á skurð- stofunni. Þar fóru þær tvær persón- ur sem þeir sem þeim kynntust munu aldrei gleyma. Dr. Bjarni varð landskunnur fyr- ir störf sín. Hann stundaði starf sitt á tímum mikilla breytinga og fram- fara í læknisfræði. Sjálfur fylgdist hann vel með í fræðum sínum og eftfr að hafa stundað nám í Þýska- landi og nokkru síðar í Bandaríkj- unum, fór hann á miðjum aldri til Danmerkur til að kynna sér með- ferð höfuðslysa. I vel á annan ára- tug sinnti hann þessum mikilvæga þætti heilbrigðisþjónustunnar al- einn og var á vakt alla daga og næt- ur vegna þess. Minnisstætt er þeg- ar við tveir til þrír tugir starfs- manna á Landakoti vorum eitt laug- ardagskvöld fyrir nær 30 ámm í kvöldboði hjá Þóru og dr. Bjama, að húsbóndinn var kallaður upp á Landakot til að sinna alvarlegu höf- uðslysi. Því var tekið af miklu æðru- leysi og byrðar gestgjafanna lentu á Þóru einni. Það stóð á endum að við gestirnir mættum dr. Bjarna um miðja nótt þegar við vomm að fara heim. Þó svo að Landakotsspítali hafi fengið annað hlutverk og ekki ómerkara en áður, standa bygging- amar á Landakotshæð sem óbrot- gjarn minnisvarði um það þrekvirki sem St. Jósefssystur unnu í heil- brigðismálum hér á landi. Dr. Bjarni var í fremsta flokki þeirra sem unnu með systrunum og studdi þær með miklum ágætum. Jafnan þegar mikið lá við var hann tilbúinn að beita penna sínum og nýta sér yfirburða vald sitt á íslenskri tungu í þágu spítalans. Þegar St. Jósefs- systur ákváðu að hætta spítala- rekstri 1976 átti hann stærsta þátt- inn í að Sjálfseignarstofnun St. Jós- efsspítala tók við rekstrinum og sat í fulltmaráði hennar þar til yfir lauk. Það þurfti einn illvígasta sjúk- dóm sem til þekkist til að leggja dr. Bjarna að velli á 90. aldursári. Við hjónin sendum börnum hans og dótturdóttur innilegai’ samúðar- kveðjur. Ólafur Örn Arnarson. Þegar ég heyrði að dr. Bjami Jónsson væri látinn var fyrsta hugsun mín sú að hvíldin hafi senni- lega verið honum kærkomin, eftir erfiða baráttu hans við þungbæran sjúkdóm, sem hann vissi að einung- is gat endað á einn veg. Á eftir fylgdi söknuður og það rann upp fyrir mér sú fullvissa að ég myndi aldrei framar hitta Bjarna. Bjami átti óvenju langa starfsævi. Hann lauk gifturíku starfi sem bæklunarskurðlæknir og sinnti raunar um árabil einnig heila- og taugaskurðlækningum, áður en hingað til lands komu læknar sem sérmenntað höfðu sig í þeirri grein læknisfræðinnar. Fyrir þetta var Bjarni nýlega heiðraður sérstak- lega, af Félagi heila- og taugaskurð- lækna. Sem læknakandidat ræddi ég við Bjama um að ég hefði hug á að leggja fyrir mig sérfræðinám í heila- og taugasjúkdómafræði. Hann sagði mér þá að þegar hann hefði sem ungur maður verið að velja sér sérgrein hefði hann haft mikinn áhuga á þeirri gi’ein, en að gallinn við hana hefði verið að á þeim tíma hefðu sérfræðingar í greininni ekkert getað gert fyrir sjúklinga sína og því hefði hann val- ið sér bæklunarskurðlækningar. Hins vegar varð áhugi Bjarna á sjúkdómum í taugakerfinu síðar til þess að hann tók að sér heila- og taugaskurðaðgerðir. Eg kynntist Bjarna fyrst þegar ég var læknanemi og síðan lækna- kandidat á Landakotsspítalanum fyrir tveimur áratugum. Bjarni var SJÁ NÆSTU SÍÐU LEGSTEINAR A TILBOÐI 15 - 30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af letri og skrauti. Qraníí Helluhraun 14 HafnarQörður Sími: 565 2707
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.