Morgunblaðið - 23.02.1999, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BJARNIJÓNSSON
+ Bjarni Jónsson
fæddist á ísafirði
21. maí 1909, sonur
Jóns Jóhannesar
Bjarnasonar, f. 27. des-
ember 1875, d. 7. aprfl
1964, skipstjóra frá
Tannanesi í Önundar-
firði og konu hans Kar-
ítasar Magnúsdóttur, f.
30. júlí 1885, d. 7. maí
1968, frá Eyri í Seyðis-
firði við Isafjarðardjúp.
Hann Iést á heimili sínu
hinn 15. febrúar síðast-
liðinn. Alsystkini
Bjarna voru fjögur, og
ei-u þau öll látin: 1)
Guðmunda Sigríður, f.
5. desember 1905, d. 12.
ágúst 1987; 2) Karítas
Gissurína, f. 19. sept-
ember 1907, d. 13. maí
1911; 3) Kjartan Gissur,
f. 10. ágúst 1912, d. 20. febrúar
1991; 4) Guðrún, f. 9. júní 1922,
d. 3. júlí 1980. Hálfsystkini
Bjarna, samfeðra, eru tvö:
Högni, f. 16. ágúst 1938, og
Sigurborg, f. 28. febrúar 1943.
Bjarni kvæntist 14. maí 1940
Þóru Árnadóttur, f. 2. aprfl
1914, d. 28. október 1996, en
' hún var dóttir Árna Eiríksson-
ar, f. 26. janúar 1868, d. 10.
desember 1917, kaupmanns og
leikara í Reykjavík og seinni
konu hans Vilborgar Runólfs-
dóttur, f. 23. ágúst 1884, d. 28.
september 1965. Börn þeirra
eru tvö: Vilborg, f. 28. janúar
1944, fulltrúi hjá Flugleiðum
og dr. Jón Örn, f. 10. nóvember
1950, eðlisefnafræðingur hjá
Orkustofnun. Dóttir Vilborgar
er Þóra Gunnarsdóttir, f. 16.
mars 1965, háskólanemi.
Bjarni ólst upp í Reykjavík frá
þriggja ára aldri og lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1929 og læknaprófi
frá Háskóla Islands 1935. Hann
lagði stund á sérnám í bæklunar-
lækningum í Hamborg og Berlín
frá 1936 til 1938 og í- Kaup-
mannahöfn frá 1938 til 1940. Al-
mennt Iækningaleyfi fékk hann
1939 og sérfræðingsviðurkenn-
ingu í bæklunarskurðlækningum
1941, hina fyrstu í þeirri grein
hérlendis. Á árunum 1947 til
1949 var hann við frekara sér-
nám og rannsóknir í New York,
en 1954 varði hann doktorsrit-
gerð sína uni hryggspengingar
við Háskóla Islands. Bjarni var
í Kaupmannahöfn frá 1956 til
1957 með sérstökum styrk frá
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
uninni til að kynna sér meðferð
höfuðslysa, en þeim sinnti hann
einn hérlendis næstu fjórtán
ár. Bjarni starfaði sem læknir í
Reykjavík frá 1941 og var jafn-
framt starfsmaður Rauða kross
íslands frá 1941 til 1945. Hann
var heimilislæknir frá 1941 til
1967, sérfræðilæknir á St. Jós-
efsspítala í Landakoti frá 1941
til 1979 og jafnframt yfirlækn-
ir spítalans frá 1959 til 1979.
Eftir að hann hætti spítala-
störfum sinnti hann örorku-
mati hjá Tryggingastofnun rík-
isins nokkuð á annan áratug.
Bjarni starfaði á Landakots-
spítala í nærri 40 ár, en tengsl
hans við spítalann spönnuðu þó
meira en hálfa öld. Bjarni sat í
stjórn Læknafélags Reykjavík-
ur, Læknafélagsins Eirar,
Rauða kross Islands og Hjúkr-
unarskóla Islands, og um tima í
ritstjórn Læknablaðsins. Hann
skrifaði greinar í innlend og
erlend læknarit og önnur tíma-
rit og blöð. Árið 1990 kom út
eftir hann bókin Á Landakoti
þar sem stiklað er á stóru í
sögu spitalans. Bjarni var heið-
ursfélagi Skurðlæknafélags ís-
lands, Læknafélags Reykjavík-
ur og Heilaj og taugaskurð-
læknafélags íslands.
Utför Bjarna verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
v Það er margs að minnast og af
mörgu að taka þegar skrifa skal um
dr. Bjarna Jónsson látinn. Þrjátíu
og fímm ára vinátta og samstarf í
nær aldarfjórðung við jafn sterkan
persónuleika skilja eftir sjóð minn-
inga og vissan söknuð eftir beztu
starfsárum beggja.
Bjarni varð öllum minnisstæður
er honum kynntust, bæði vegna
andlegra og líkamlegra yfirburða.
Hann skar sig úr fjöldanum, svip-
mikill og karlmannlegur. Hann
hafði ákveðnar skoðanir og stóð við
þær. Honum varð hins vegar ekki
tíðrætt um sjálfan sig og það kom
mörgum á óvart, er bók hans Á
Landakoti reyndist ekki vera ævi-
saga í hefðbundnum stfl, heldur
saga þeirrar stofnunar er hann
helgaði ævistarf sitt.
Sem ég er að setja þessar línur á
blað er mér ljóst að ekki er svigrúm
til að rekja æviferil hans og hygg að
honum sé bezt lýst með orðum hans
sjálfs. Því hef ég tekið inn í þessa
grein nokkrar glefsur úr ávarpi,
sem hann gaf mér og hafði flutt
ungum læknanemum, en þá voru
um tíu ár liðin frá hildarleik siðari
heimsstyrjaldarinnar og kalda
strjðið í fullum gangi.
Ég hygg að þessar glefsur lýsi
betur ýmsum þáttum í persónuleika
og skapferli þessa mæta manns en
nokkuð annað.
Bjarni var víðforull maður og
fjöllesinn. Hann var alls staðar
heima í bókmenntum, ekki sízt ís-
lenzkum, sögu og listum. Það var
engu líkara en að hann kynni fom-
sögurnar utan að og hafði gaman af
að vitna í þær. Skömmu áður en
hann lézt sagði ég honum fréttir
símleiðis. Hann svaraði með tilvitn-
un í Njálu. Gamlir vinir hans kímdu
er ég sagði þeim frá því.
Hann hafði yndi af að rökræða
við og fræða unga stúdenta og að-
stoðarlækna er störfuðu á spítalan-
... um. Sumum þótti þessi stóri, svip-
mikli maður ekki árennilegur, en
það breyttist fljótt. Hann talaði
aldrei niður til þeirra, en hann þoldi
ekki jábræður. Honum féll vel
gagnrýni þeirra eða byltingar-
kenndar hugsanir, en ef honum
þótti skorta á skýra hugsun talaði
hann til þeirra um mannkynssögu,
, um fom-Grikki: „Það er undravert
hvað þessi fámenna þjóð færði
heíminum af skýrri hugsun. Þeir
voru einstaklingar sem bjuggu í
samfélagi, en ekki iðandi kös af
múgmennum, voru lausir við
trúaráþján og hleypidóma og þorðu
að hugsa hverja hugsun til enda. En
það er aðaismerki hvers manns að
hugsa sjálfur og mynda sér skoðun
eftir því sem þekking hans nær og
láta sér í léttu rúmi liggja hvað aðr-
ir segja - og þá er sama hver í hlut
á - ef það stríðir á móti þeirri sann-
færingu, sem hann hefur öðlast af
sjálfum sér.“
Kaffistofuumræður á Landakoti
voru á háu plani og ógleymanlegar
þeim sem þar vora.
Bjarna var fullkunnugt um kunn-
áttu sína og fæmi en ofmetnaðist
aldrei. Hann hlóð ekki lofi á aðstoð-
arlækna sína fyrir það eitt að sýna
skyldurækni, en það var auðvelt
fyrir þá að vita hvort Bjarna líkaði
störf þeirra vel eða illa. Osjálfrátt
varð hann þeim fyrinnynd. Bjarni
gerði sér öðrum betur grein fýrir
mannlegum takmörkunum. Við
læknanema sagði hann: „Sá er far-
sælastur læknir sem kemur mörg-
um sjúklinga sinna til heilsu en þok-
ar um leið fræðum sínum nokkuð
áfram og miðlar öðrum af þekkingu
sinni. “
Hann fagnaði framþróun: „Tækn-
in teygir sig inn á öll svið mannlífs
og læknar hafa ekki farið varhluta
af því. Þeir hafa tekið í sína þjón-
ustu margvíslega tækni og gera það
í æ ríkara mæli sjálfum sér til
ánægju og sjúklingum sínum til
góðs, og það er gott.“ En hann var-
aði unga fólkið við afleiðingunum og
að hætta að hugsa. „Það er enn svo
einsog fyrrum, að sjúkdómsgrein-
ingin er gerð við sjúkrabeðinn.
Munurinn er aðeins sá, að nú höfum
við fleiri hjálpartæki og betri, til
þess að sanna eða afsanna diagnos-
una, sem þar er fengin." Tæknin er
ekki óskeikul og maðurinn ekki
heldur, en „ef á milli ber um það,
sem læknirinn, fínnur og það, sem
rannsóknarskýrslur segja, þá verð-
ur hann ætíð að trúa sjálfum sér,
hann getur aldrei skotið sér á bak
við aðra, eða látið tækin bera af sér
blak".
Bjarni hafði kynnst náið læknis-
fræði í þremur löndum. Honum
féllu aðferðir Bandaríkjamanna,
teymisvinnan, vel við lausn vanda-
mála, en hún Iosar ekki lækninn
undan ábyrgð. „Hann á að leita
ráðuneytis, þar sem hann getur
fengið það, en ákvörðunina verður
hann einn að taka og hann verður
einn og óstuddur að bera ábyigð-
ina... Þegar á að fara að lækna
mig eftir nefndaráliti eða skera mig
upp eftir fundarsamþykkt, þá vil ég
heldur verða sjálfdauður."
Slík voru skilaboð Bjama til
ungra lækna.
Ævistarf Bjarna var á Landa-
kotsspítala og með því og bók sinni
Á Landakoti hefur hann lagt stein í
þann minnisvarða, sem St. Jósefs-
systur reistu sér í huga almennings
ef ekki kerfisins. Bjarni var
autokrat. Hann aðhylltist menntað
einveldi og stjómaði á þann hátt.
Með því er ekki sagt að stjómað
væri með geðþóttaákvörðunum,
öðra nær. Bjarni studdi dyggilega
stofnun læknaráðs á Landakoti,
sem var það fyrsta, sem stofnað var
á íslenzkum spítala. Honum var vel
Ijóst, að þótt hver læknir yrði að
bera ábyrgð á sínum sjúklingi, þá
yrðu þeir sameiginlega að axla
ábyrgð á gæðastaðli spítalans og
leysa þau verkefni, er til þess þurfti.
En hann hlustaði, komst að kjarna
málsins og stýrði. Bjarna var full-
ljóst að þótt menntað einveldi í hans
dúr og Friðriks mikla væri ef til vill
bezta stjómarfyrirkomulag, sem
hugsast gat, þá væri ekki sjálfgefið
að af einum slíkum einvaldi tæki
annar við, sem hefði sömu burði, og
hann vissi vel að vald spillir. En
þótt hann vissi betur hafði hann
leyfi til að vona að læknaráð og
stjórnendur Landakots mundu
halda uppi merki hans og St. Jós-
efssystra: Að Landakot yrði áfram í
fremstu röð faglega, bezt rekið fjár-
hagslega, afkastamest miðað við
stærð og þó, umfram allt, mest
rækt lögð við mannleg samskipti en
minnst við stofnanaanda. Honum
varð því raun að verða vitni að því,
hvernig sú stofnun hrundi innan
frá.
Það var í framhaldi af því að ég
átti minnisstæðan fund með Bjarna.
Við hittumst sólbjartan októberdag
1993 fyrir utan Reykjalund, sett-
umst á bekk og nutum blíðunnar og
útsýnisins. Við ræddum um heima
og geima, og eins og gjarnan vildi
verða barst talið að Landakoti. Ég
gerði einhverja athugasemd. Bjarni
horfði þá hvasst á mig, „Nei, Guð-
jón, þetta verður ekki svona. Athug-
aðu mannkynssöguna." Þessu fylgdi
útlistun Bjarna á mannlegu eðli
með tilheyrandi tilvitnunum í mann-
kynssöguna. Ég sat einn í þessari
ógleymanlegu kennslustund. Niður-
staða Bjarna var hvorki frumleg né
ný: Menn uppskera eins og þeir sá.
I huga mér hef ég síðan kallað þetta
Bjarnalögmálið.
Bjarni hafði ákveðnar skoðanir á
þjóðfélagsmálum, sem öðru. Vafa-
laust hafa þær mótast af skapferli
hans, upprana og æsku. Hann var
af vestfirzkum sjósóknurum kominn
um aldamótin síðustu. Faðir hans
hafði barizt íyrir bættum kjöram
sjómanna og fékk því um tíma
hvergi skiprúm. Lífsbaráttan var
hörð. Bjarni skrifar: „Þegar ég var
ungur, var fátæktin það þjóðfélags-
vandamál, sem skyggði á öll önnur.
Sá sem hafði örugga afkomu, hann
var ríkur, en áhyggja flestra var
það, hvað yrði haft í næsta mál. Þá
voru menn þess fullvissir, að yrði
örbirgðinni útrýmt, ef tryggja
mætti fjárhagslegt öryggi allra, þá
værí þúsundáraríkið komið, og allir
myndu verða sælir þaðan í frá, og
syngja Hósíanna um aldir alda.
Stoðirnar hi-undu líka undan þess-
um sannleika. Nú er þetta þúsund-
áraríki komið á laggimar á Norður-
löndum, en fáir eru sælli en þeir
voru og margir vansælli.“
Hvernig má þetta vera? „Barátt-
an er normal ástand, þar sem hún
er tekin frá fólkinu, þar fer illa. Því
að þótt glórulaus örbirgð sé slæm,
þá er fullkomin alsæld enn þá verri,
þá er ekkert lengur að keppa eftir,
ekkert að berjast við. Örbirgðamað-
urinn getur haft takmark, hann get-
ur rifíð sig upp, hann hefur eitthvað
að stefna að, hann á eitthvað
framundan, og þó hann komist
aldrei til fyrirheitna landsins, þá er
hann alltaf á leiðinni, og þó hann
hungri og þyrsti ogsé kaunum hlað-
inn, þá hefur hann baráttuvilja,
hann hefur von og hann hefur trú,
honum líður vel. Hinn, sem allt hef-
ur, hann hefur ekkert meira að fá.
Hann á ekkert framundan, hann er
vonlaus. Eg held að mætti skrifa yf-
ir gullið hlið velferðarríkisins full-
komna, orð Dantes: „Þeir, sem fara
hérinn, skilja vonina eftir."
Hvað er maðurínn að fara?!
Hann er að reyna að segja, að allt
sé afstætt, menntun og trú alveg
eins og siðgæði og réttarfar. Allt fer
eftir auganu, sem skoðar."
Bjarni fékk stundum meira en
nóg af lýðræðistali mínu, þó hann
sýndi því þolinmæði. Starf hans sem
læknis var í því fólgið að taka
ákvarðanir og framkvæma sam-
kvæmt þeim. Hann gat ekki svæft
mál eða drepið á dreif með því að
setja það í nefnd: „Afhverju er ekki
skotið á nefndarfundum í sjávar-
háska? Af hverju er ekki efnt til at-
kvæðagreiðslu á vígvöllum?" Virð-
ing hans fyrir stjórnmálamönnum
var því takmörkuð. Hann vissi að
ábyrgðarlaus gylliboð og fagur-
klæddar hugsjónir voru oft ekki
annað en umbúðir um framagimi
einstakra manna. Hann hafði of oft
séð kosningaloforð svikin. Hann
hafði líka séð hvað kennisetningar
gátu verið fallvaltar, jafnvel hættu-
legar. Við læknanemana sagði
hann: „Menn hafa trúað á margt um
dagana og ætíð á eitthvað. Menn
hafa skapað sér guði stundum í
sinni mynd, en ætíð eftir sínu höfði.
Á miðöldum voru menn svo heittrú-
aðir, að þeir kepptust við að farga
náunga sínum, ef þeir héldu að hon-
um værí að verða fótaskortur á hálli
götu trúarinnar, ekki af illum vilja,
heldur af umhyggju. Þeir vildu
forða honum frá eilífri glötun. Þá
var aIlt miðað við eilífðina og nokk-
uð leggjandi á sig fyrír eilífa sælu.
Það var þeirra kapall. Síðan tóku
við hugsjónir og þjóðerni og síðast
kerfí og eru þau trúarbrögð öll við
lýði enn. „Öreigar allra landa sam-
einist" sagði Engels í ávarpi sínu,
„þá eignumst við allan heiminn."
Hann hélt að heimskra manna ráð
væru því betrí, sem þeirkæmu fleiri
saman, og við höfum þessa tni enn í
dag.“
Ég hef hér reynt að lýsa persónu-
leika Bjarna Jónssonar, að nokkra
með hans eigin orðum, frekar en að
tíunda menntun hans eða telja hve
mörgum hann kom til heilsu eða all-
ar þær vökunætur, sem hann var á
skurðstofu eða við sjúkrabeð. Far-
sæld hans sem læknis var aldrei
dregin í efa af almenningi eða kol-
legum hans.
Það vora mikil forréttindi að fá
að starfa við hlið hans, njóta ráða
hans, reynslu og vizku og vera ráð-
gjafi hans, þegar það átti við. Þá
ekki síður sú vinátta, sem við Auður
höfðum af þeim hjónum báðum,
Þóru og Bjarna. Okkur þótti góð.til-
fínning að vera treyst af Bjarna
Jónssyni.
Bömum þeirra og barnabarni og
öðram aðstandendum færum við
samúðarkveðjur.
Síðustu orð Bjama til læknanem-
anna fyrir 33 árum lýsa bezt öllum
hans ferli. „Það er ekki alltaf létt að
taka ákvörðun og þarf stundum
bakfísk til. Það er ekki ætíð svo, að
auðveldasta leiðin fyrir lækninn sé
sú bezta fyrir sjúklinginn. Þá reynir
á manninn.
Bjargar þá engum bóknámsdraugur,
birgðir af tölum né staðreyndahaugur
heldur það eitt sem hann er.“
Guðjón Lárussou.
Látinn er í Reykjavík, aldinn
brautryðjandi í lækningum Islend-
inga. Bjarni Jónsson var einn þeirra
lækna sem hófu starfsferil sinn um
og eftir stríð, við þær tiltölulega
frumstæðu aðstæður sem þá voru
búnar starfsmönnum í heilbrigðis-
stétt. Liklega munu aðrir tíunda
hve mjög Bjarni var framsýnn og
djarfur í rekstri spítala St. Jósefs-
systra á Landakoti. Einnig er við
því búið, að menn verði minnugir
þess, að hann rak spítalann á veru-
lega skertum daggjöldum en þó
með þeirri reisn, að margir best
menntuðu læknar landsins sóttust
eftir starfsvettvangi við þá stofnun.
Mannval var gott við spítalann og til
þess tekið hérlendis sem erlendis,
þótti jafnvel skrýtið að við svona til-
tölulega litla stofnun væru svona
margir sem menntast höfðu við eft-
irsóttustu læknaskóla ytra. Ekki
ætla ég að tíunda um starfsferil
nafna, hann þekkja flestir sem
komnir era á miðjan aldur. Heldur
ætla ég að þakka honum ljúf-
mennsku og sérstaka ræktarsemi
við mig og mína.
Pabbi og hann voru bræður, ég
nefndur í höfuðið á honum. Var í
þessa veru öll samskipti þeirra
bræðra, ungum var mér ljós merk-
ing orðsins „bræðralag" þeir lifðu
þá hina bestu merkingu þess orðs.
Ekki uppáþrengjandi eða krefjandi,
heldur ljúf, áreynslulaus og horn-
rétt. Mér er í minni hve fallega þeir
bræður báru sig. Það var tekið eftir
þessum fallegu mönnum hvar sem
þeir komu. Tryggari mann en
Bjarna Jónsson þekki ég ekki og
mun líklega ekki kynnast úr þessu,
það var sama á hverju gekk, ævin-
lega var Bjarni gegnheill og fastur
fyrir. Hann lagði lið sitt, hverju því
sem hann taldi rétt og dró ekki af
sér í atfylgi. Mér fannst oft að svona
hljóti þeir hinir fornu kappar að
hafa verið sem lögðu grunn að þjóð-
skipulagi okkar á þjóðveldisöld.
Okkur væri borgið til langframa Is-
lendingum, bærum við til þess
gæfu, að hafa slíka menn sem við-
miðun í stjórnun, stjórnmálum og
dagfari. Vingulsháttur og þýgirni,
sem um of einkennir marga sem í
stafni telja sér réttskipað rúm, var
eitur í beinum Bjarna. Virðing bar
þeim sem réttsýnir og heiðarlegir
voru, gull og titlar vora aldeilis ekki
grunnur að mati á manngildi.
Þegar mætir falla frá, er skarð
fyrir skildi og rúm þeirra vandfyllt.
Því verðum við sem eftir erum að
leitast við að sýna virðingu okkar í
verki með þrí að bregða í sem fæstu
frá þeim gildum sem lögð voru okk-
ur til fyrirmyndar. Er það ærið
dagsverk flestum en ég bið að okk-
ur farnist það vel. Þannig kveð ég