Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Lögregla og björgunarsveitarmenn á þönum við að aðstoða ökumenn Morgunblaðið/Kristján ANNA Dóra Gestsdóttir var aö moka frá bíl sínum í Asveginum í gærmorgun. Allt á kafi í snjó nyrðra „AÐKOMAN var heldur leiðinleg," sagði Heimir Rögnvaldsson hjá byggingafyrirtækinu Spretti á Akur- eyri í gærmorgun, en fyrirtækið varð fyrir nokkru tjóni í stórhríðinni um helgina. Mótauppsláttur í par- húsi sem Sprettur er að byggja við Skessugil fauk um koll, en að sögn Heimis var vitlaust veður í Gilja- hverfí frá fóstudegi og alla helgina. Mikill erill var hjá lögreglu á Akureyri, en margir ökumenn áttu erfítt með að komast leiðar sinnar í kófinu og ófærðinni. Sumir voru svo óheppnir að festa bfla sína í sköflum og kom þá oft til kasta lögreglu, sem hafði í nógu að snúast. Félagar í björgunarsveitum voru í við- bragðsstöðu en að sögn Olafs As- geirssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns þurfti að aðstoða fjölda öku- manna. Umferðin gekk þó óhappa- laust fyrír sig. Kvörtuðu ekki um verkefnaleysi Við utanverðan Eyjafjörð er nú gífurlega mikill snjór, allt á kafí að sögn heimamanna. Búið var að gera göng um aðalgöturnar í Ólafsfirði en að öðru leyti er ófært innanbæjar, nema fyrir þá sem þeysa um á vélsleðum eða fara um fótgangandi. Sömu sögu er að segja frá Dalvík, en þar var búið að ryðja örfáar götu í gærdag og almennt varla fært inn- anbæjar nema vel útbúnum jeppum. Félagar úr björgunarsveitum vora á þönum við að aðstoða fólk að komast á milli staða. „Þeir kvörtuðu ekki YNGSTA kynslóðin kann alltaf jafn vel við sig í sköflunum. Þessar ungu stúlkur í Giljaskóla notuðu frímínúturnar til að leika sér í skafli fyrir framan skólann sinn. „ÞETTA er algjör siyókista," sagði Bjarni Kristinsson, sem var að moka bflinn upp fyrir framan heimili sitt í Síðuhverfi á Akureyri. um verkefnaleysi, strákarnir," sagði Felix Jósafatsson, varðstjóri lög- reglunnar á Dalvík. Eftir að veðrinu slotaði þurftu margir að moka bfla sína upp úr snjósköflum. „Þetta er algjör snjóa- kista,“ sagði Bjarni Kristinsson einn þeirra sem þurfti að grípa til skófl- unnar í gærmorgun, en hann býr í Síðuhverfí. I Asveginum rakst ljós- myndari á Önnu Dóru Gestsdóttur sem líka var sveitt við moksturinn. Krakkarnir í Giljaskóla voru öllu kátari með snjóinn og notuðu frí- mínúturnar til að klífa snjóskaflana fyrir framan skólann. Háskólinn á Akureyri Ahersla á dreif- býlislækningar Námsstaður hefur áhrif á básetu Morgunblaðið/Kristján ÞRÍR finnskir þjálfarar í listhlaupi á skautasvellinu við Krókeyri. F.v. Satu-Maria Hellstén, Leena-Kaisa Viitanen og Marjo Kristinsson, for- maður listhlaupsdeildar SA, en hún hefur verið búsett á Akureyri til ijölda ára. Þrír fínnskir þjálfarar kenna listhlaup hjá SA Skautahöll breytir allri aðstöðu MARJO Kristinsson, formaður listhlaupsdeildar Skautafélags Akureyrar, sagði að bygging skautahallar á Akureyri myndi gjörbreyta allri aðstöðu féiagsins og auk þess lengja skautatímabil- ið til mikilla muna. Einnig myndi iðkendum Qölga í kjölfarið. Marjo sagði jafnframt að með tilkomu ðkautahallarinnar uiyndi öll búningsaðstaða batna mikið. Hún sagöi félagið ha£a mikinn áhuga á aö ná til skólabarna. Það kalli á töluverðan undirbdning sem oftar en ekki hafi farið úr skorðum vegna óhagstæðs veður- fars. „Við þyrftum helst að vera úr gúmmfí, þvi við höfum þurft að vera svo sveigjanleg og end- urskipuleggja allar áætlarnir okkar svo oft.“ Mikil vakning hefur verið hjá ungum stúlkum á listhlaupi og nú æfa hátt í 40 stúlkur þá grein skautaíþróttariuuar og einnig nokkrir ungir drengir. Vegna hins mikia áhuga eru nú þrír finnskir þjálfarar að leiðbeina^ ungu skautafólki i listhlaupi. Leena-Kaisa Viitanen -er að þjálfa hjá félaginu annan vetur.- inn í röð en hún stundar jafn- framt nám í kennaradeild Há- skólans á Akureyri. Maijó er einnig að þjálfa listhlaup Iijá fé- laginu og um helgina bættist þriðji þjálfarinn í hópinn, Satu- María Hellstén, en hún mun halda námskeið á Akureyri næsta hálfa mánuðinn í svokölluðu hóplist- hlaupi. Hún mun einnig halda slík námskeið í Reykjavík. STAÐSETNING náms getur haft mikfl áhrif á val brautskráðra kandídata varðandi búsetu, en meirihluti brautskráðra kandídata frá Háskólanum á Akureyri starfar á svæðum utan höfuðborgarsvæðis- ins. Rúmlega þriðjungur starfandi hjúkrunarfræðinga við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri hefur braut- skráðst frá Háskólanum á Akureyri. Þetta kom fram í erindi Elsu Frið- finnsdóttur, lektors og setts for- stöðumanns heilbrigðisdeildar Há- skólans á Akureyri, á fundi þar sem fjallað var um nám í dreifbýlislækn- ingum/hjúkrun. Á vegum landlækn- isembættisins og Háskólans á Akur- eyri er nú unnið að því að koma á slíku námi við háskólann. Nefndi Elsa að strax við undir- búning náms í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri hefði þess verið gætt að reyna að efla sjálfs- traust nemanna til að gera þeim kleift að starfa sjálfstætt í dreifbýli og koma í veg fyrir það sem kallað væri „lært hjálparleysi", en þess gætti á stundum hjá nemum sem fengju alla sína verklegu þjálfun á stofnun þar sem allt væri til afls og sérfræðingar á hverju strái. Tveir námsáfangar eru kenndir sérstak- lega við háskólann í þessu skyni. Þá iæfur áhersla verið lögá á að hjúkr- unai'nemar stundi verknám á lands- -byggðinni. Einnig befur þess verið gætt í námsskrá iðjuþjálfa að'búa þá undir að starfa í dreifbýli. Elsa sagði að Háskólinn á Akur- eyri hefði einkum fjóra þætti fram að færa varðandi nám í landsbyggð- arlækningum; skipuiag og faglega stjórnun námsins, en háskólinn væri dreifbýlisskóli sem tæki mið af þörf- um og væntingum íbúa þar, kenn- ara, reynslu' af fjarkennslu og end- ur- og símenntunarsvið Rannsókn- arstofnunar Háskólans á Akureyi'i. FSA reiðubúið til samstarfs Þorvaldur Ingvarsson, lækninga- forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, sagði sjúkrahúsið vel í stakk búið til að koma að kennslu lækna í heilsugæslunámi, hann fagn- ar umræðunni sem nú er komin af stað og lýsir FSA tilbúið til samstarfs í þeim efnum. „Við höfum góða möguleika á að koma að kennslu heilsugæslulækna," sagði Þorvaldur og nefndi m.a. að þar væri stunduð almenn læknisfræði á breiðum grunni, samstarf við Heilsugæslu- stöðina á Akureyri væri gott og hvað ýmsar sérgreinar varðaði væri FSA góður kostur til kennslu læknanema og lækna í byrjun sémáms. Þorvaldur sagði að eitt þeirra vandamála sem dreifbýlið ætti við að stríða væri hversu erfitt væri að fá hæft starfsfólk til starfa bæði í heilsugæslu og á sjúkrahúsum. Sjaldan hefði verið möguleiki á að manna þessar stofnanir til framtíðar eða til að mæta aukningu í staif- semi, mönnun hefði tekið mið af verkefnum dagsins. Heilmikið mætti læra af þeim framförum sem urðu á Akureyri og fleiri stöðum á Norðu'r- landi eftir að Háskólinn á Akureyri var stofnaður og námsbraut í hjúkr- un hófst. Það efldi sjúkrahúsið og byggðir norðanlands. Verði umrætt læknanám tekið upp við Háskólann á Akureyri telur Þorvaldur að sjúkrahúsin á Sauðárkróki, Húsa- vík, Siglufirði og Norðfirði eigi að koma sterkt inn í umræðuna auk heilsugæslustöðva á Noður- og Austurlandi. Stórtdnleikar með norðlenskum lista- mönnum Barnið þitt og barnið mitt „BARNIÐ þitt og barnið mitt,“ er yfirski'ift stórtónleika sem Kvenfé- lagið Hlíf á Akureyri efnir tii með norðlensku listafólki laugardaginn 6. mars næstkomandi í Iþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af fyrirhugaðri opnun nýrrar barnadeildar við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Meðal þein-a sem fi-am koma er hljómsveitin PKK, Inga Eydal og Daníel Þorsteinsson, Kii-kjukór Gler- árkirkju, Álftagerðisbræður og Stef- án R. Gíslason, Tjarnarkvartettinn, Kai-lakór Eyjafjarðar, Óskar Péturs- son, Helga Bryndís Magnúsdóttir og Hulda Björg Garðarsdóttir, ung norð- lensk söngkona, nýútskrifuð úr Royal Academy of Music í Lundúnum. Kynnir verðm- Gísli Sigurgeirsson. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til tækjakaupa fyrir barnadeild FSA. Mörg fyrirtæki í bænum hafa heitið stuðningi sínum við tónleikana, en félagið treystir einnig á góða þátt- töku almennings og velunnara bama- deildarinnar. Kvenfélagið Hlíf varð 90 ára nú nýverið og var ákveðið í til- efni af því að efna til þessa stórátaks. Síðastliðinn aldarfjórðung hefur fé- lagið beitt kröftum sínum nær ein- göngu til söfnunar til tækjakaupa fyr- ir barnadeildina og samtals gefið tæki að andvirði 11,2 milljónir króna á nú- virði. Það tæki sem nú er safnað fyrir er svokallað bráðalækningakerfi með einni móðurtölvu á vakt og 4-5 út- stöðvum við ním sjúklinga, en það fyigist með öndun, líkamshita, púls og blóðþrýstingi. ---------------- Bygging skautahallar við Krókeyri Sjö verktak- ar vilja taka þátt í alútboði SJÖ verktakafyrirtæki munu taka þátt í alútboði vegna byggingai' skautahallar á svæði Skautafélags Akureyrar við Rrókeyri, en frestur til að lýsa yfír vilja til þátttöku í út- boðinu rann út í gær. Fyrirtækin sjö eru Verkafl hf., Vermfl- ehf., Armannsfell hf., Svein- björn Sigurðsson ehf. og ístak hf., öll í Reykjavík, og SJS-verktakar ehf. og Arnarfell ehf. á Akureyri. Guðmundur Guðmundsson yfir- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að valdir yrðu úr hópnum fímm verktakar sem fengju í hendur út- boðslýsingu og ættu þeir að skila inn tilboðum innan ákveðins tíma. Um miðja næstu viku á að liggja fyrir hvaða verktakar munu taka þátt í út- boðinu. Gert er ráð fyrir að skautahöllin með öllu sem henni tilheyrir kosti ekki meira en 150 milljónir ki’óna. Samkvæmt áætlun sem gerð hefur verið á að vera hægt að hefja æfingar undir þaki eigi síðar en 15. október næstkomandi, húsið skai fullbúið 30. janúar árið 2000 og verkefnum við lóð, gerð bílastæða og öðrum frágangi á að vera lokið 30. júní árið 2000. SNJÓ kyngdi niður á Akureyi-i um helgina og er víða ógreið- fært heim að húsum. Þeim vin- samlegu tilmælum er því beint til húseigenda að moka snjó heim að dyrum sínum tii að gera blaðberum auðveldar fyrir að koma blaðinu til skila. Húsei^endur moki snjó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.