Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGLÝSINGAR
SMITH & NORLAND
TÆKNIFRÆÐINGUR/
RAFEINDAVIRKI
Smith & Norland vill ráða
tæknifræðing eða rafeindavirkja
til starfa í tæknideild fyrirtækisins.
Starfið felur í sér kynningu og sölu á
lækningatækjum (röntgenbúnaði, tann-
læknatækjum o. fl.), samband við erlenda
samstarfsaðila og fleiri tengd störf.
Umsækjandi þarf að hafa gott vald á ensku
og nokkur þýskukunnátta er æskileg.
Leitað er að röskum einstaklingi með
góða tækniþekkingu og áhuga á þjónustu,
viðskiptum og mannlegum samskiptum.
Um er að ræða gott framtíðarstarf í
notalegu umhverfi hjá traustu og virtu
fyrirtæki sem selur gæðavörur.
Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi
eru vinsamlega beðnir að senda okkur
eiginhandarumsókn með upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf fyrir
þriðjudaginn 2. mars.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4
105 Reykjavík
Sími 520 3000
www.sminor.is
Förðun — áhugafólk
Vantar áhugafólk um allt land strax.
IN/ljög spennandi verkefni framundan.
Upplýsingar í síma 699 2011.
Blaðbera
vantar í Sörlaskjól.
| Upplýsingar gefnar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Einstætt, nýtt
viðskiptatækifæri
fyrir traust fólk. Ekki sölustarf, heldur markaðs-
setning. Hafið samband við Nínu frá Noregi,
sem verður í Reykjavík frá 5. til 8. febrúar.
Farsími (00) 4791 395051, Bjern. Frá
23.-27. febrúar farsími 898 9197, Unnur.
í Reykjavík
Starfsfólk óskast
í borðsali. Um er að ræða dag- og kvöldvaktir.
Upplýsingar gefur Björn í síma 568 9323.
Blómaverslun
Óskum eftir starfskrafti í hlutastarf.
Reynsla æskileg.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
26. febrúar, merktar: „Blóm — 7682".
Hjálp
Vegna sívaxandi eftirspurnar vantar nokkra
kraftmikla aðila í fullt starf og hlutastarf.
Góðartekjur, ferðalög, fríðindi og þjálfun.
Upplýsingar gefur Sverrir í síma 878 1949.
SMITH & NORLAND
RAFVIRKI
Smith & Norland óskar að
ráða rafvirkja í þjónustudeild
fyrirtækisins sem fyrst.
Starfið felur í sér viðgerðir
á Siemens heimilistækjum og
ýmsum öðrum raftækjum.
Leitað er að laghentum, röskum og
þjónustuliprum manni sem hefur
áhuga á góðum mannlegum
samskiptum.
Þeir sem áhuga hafa á þessu
starfi eru vinsamlega beðnir að
senda inn eiginhandarumsókn
með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf fyrir
þriðjudaginn 2. mars.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4
105 Reykjavík
Sími 520 3000
www.sminor.is
é
Starfsmaður
í íþróttahús
Starfsmaður óskast strax til almennra starfa,
s.s. baðvörslu í búningsklefum kvenna o.fl.,
í íþróttahúsi Breiðabliks. 50% starf.
Nánari upplýsingar veita Ólafur og Kristján
í síma 564 1990 milli kl. 10 og 15 virka daga.
RAOAUGLVSIIMGAR
TILEQÐ / ÚTBOÐ
HITAVEITA SUÐURNESJA
Útboð
Eftirtalið útboð er til sýnis og sölu á skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, 260 Njarð-
vík, Reykjanesbæ.
HS-991069, Power and Control Cables
(Afl- og stýristrengir).
Um er að ræða ýmsar tegundir
og stærðir af 1 kV aflstrengjum
og stýristrengjum vegna Orku-
vers 5 í Svartsengi.
Opnun mánudaginn 29. mars
1999 kl. 11.00.
Gögn eru seld á kr. 1.868.- m/vsk.
Hitaveita Suðurnesja,
Brekkustíg 36,
260 Njarðvík, Reykjanesbæ,
sími 422 5200, bréfsími 421 4727.
HÚ5NÆÐI OSKAST
íbúð óskast
Hjúkrunarfræðingur með 7 ára barn óskar eftir
2-3 herbergja íbúð til leigu miðsvæðis í borg-
inni. Upplýsingar í síma 551 8837.
TIL SÖLU
Borgarnes
Til sölu erfasteignin á Egilsgötu 19, Borgarnesi.
Til margra ára hefur þar m.a. verið brauðgerð
Kaupfélags Borgfirðinga. Eignin erá þremur
hæðum, samtals um 500 fm. Fast-
eignamat kr. 15.000.000 og brunabótamat kr.
32.000.000. Á 1. hæð hefur verið verslun, á 2.
hæð brauðgerð og á 3. hæð skrifstofa og íbúð.
Auðvelt er að breyta allri eigninni í íbúðir en út-
sýni er mikið og faliegt. Ásett verð kr. 20 millj.
Allar nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum.
Ingi Tryggvason hdl.,
löggiltur fasteigna- og skipasali,
Borgarbraut 61, Borgarnesi,
sími 437 1700, fax 437 1017.
Pallanet
Þrælsterkt og
meðfærilegt.
Rúllur 3x50 m —150 fm.
Verð á rúllu kr. 14.940.
HELLAS,
Suðurlandsbraut 22,
s. 551 5328, 568 8988
og 852 1570.
Gegnsæi samfélags
og umhverfis ásamt tjáningarfrelsi ræðurtilurð
hugmynda og gilda, meginverðmæta samfél-
agsins.
Skýrsla um samfélag lýsir stjórnarháttum
leyndar og þagnar og fæst í Leshúsi, Reykjavík.
SUMARHÚS/LÓÐIR
Heilsárssumarhús til leigu
Stéttarfélög — starfsmannafélög
Til leigu nýtt, glæsilegt sumarhús í Grímsnesi,
68 km akstur frá Rvík. í húsinu er hitaveita, 8
manna heitur pottur, rafmagn, 3 svefnherbergi,
sængurfatnaður fyrir 8 manns, borðbúnaður
fyrir 12 manns, sjónvarp og allur húsbúnaður.
Áhugasamir sendi nöfn og símanúmer til af-
greiðslu Mbl., merkt: „H — 7681", fyrir 1. mars.
LISTMUNAUPPBOQ
Listaverk
Getum enn bætt við nokkrum góð-
um verkum á næsta listmunaupp-
boð. Fyrir viðskiptavini leitum við
að góðum verkum eftir Þórarin B.
Þorláksson, Gunnlaug Scheving,
Jón Stefánsson, Nínu Tryggva-
dóttur og Gunnlaug Blöndal.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14,
sími 551 0400.