Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNB LAÐIÐ
Aukning á öllum sviðum hjá Opnum kerfum á síðasta ári
Hagnaðurinn nam
tæpum 90 milljónum
HAGNAÐUR Opinna kerfa hf. og
dótturfélaga nam tæpum 90 milljón-
um króna á síðasta ári, samanborið
við 37,7 milljónir árið áður og jókst
því um 137% á milli ára. Rekstrar-
tekjur samstæðunnar námu 2,7
milljörðum í fyrra, samanborið við
2,1 milljarð árið áður, og jukust því
um 27,5% á milli ára. Velta móður-
félagsins nam 1.690 milljónum í
fyrra og jókst um rúm 35% á milli
ára.
Þessi árangur er umfram áætlan-
ir en í þeim var gert ráð fyrir 70
mUljóna króna hagnaði. Frosti
Bergsson, forstjóri Opinna kerfa,
segist vera mjög sáttur við niður-
stöðuna og segir hana að mestu
leyti skýrast af aukinni eftirspurn.
„Við gerðum ráð fyrir að veltan yrði
Aðalfundur ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti,
verður hatdinn í dag, þriðjudaginn 23. febrúar, kl. 15.00,
í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún.
Rétt til fundarsetu eiga aðilar að nefndinni og/eða fulltrúar þeirra.
DAGSKRÁ
• ICEPRO í áratug.
Ávarp Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
■ EDI-bikarinn 1999.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhendir bikarinn.
> Hefðbundin aðalfundarstörf, sbr. 9. gr. samþykkta nefndarinnar.
> Önnur mál.
lUefndarmenn eru
hwattir til að fjölmenna.
Kaffiveitingar.
ICEPRO nefnd um rafræn viðskipti
MINOLTA
SKÝR MYND-SKÝR HUGSUN
Ljósritunarvélar
Faxtæki
MIN0LTA Color PogePro L
litalaserprentari á góðu verði:
196.000.-
m/vsk
KJARAN
TÆKNIBUNAOUR
um 1.500 miUjónir króna en hún varð
alls 1.640 mUljónii-. Ég er sáttur við
þennan árangur og ég tel hann sýna
að við höfum markað okkur rétta
stefnu á markaðnum. Við njótum
þess að hafa umboð fyrir góðar vör-
ur en leggjum auk þess mikla
áherslu á að vinna náið með endur-
söluaðilum og hugbúnaðarhúsum.
Við komum þannig öðruvísi að mark-
aðnum en sumir af keppinautum
okkar. Þessi stefna hefur því skilað
okkur góðum árangri.“
Mikil verðmæti í
dótturfélögum
Opin kerfi eiga verulegar duldar
eignir í dóttur- og hlutdeildarfélögum
og telja má að þær nemi um einum
milljarði króna. Stærsta einstaka
eignin er í Skýrr hf. og er 51% hlutur
Opinna kerfa í því skráður á 190
milljónir í reikningum félagsins en
markaðsvirðið er hins vegar nálægt
820 milljónum. Auk þess eiga Opin
kerfi hlut í Tæknivali, Aco, Teymi,
Hans Petersen, Hugi og Þróun.
Hagnaður dóttur- og hlutdeildarfé-
laganna, er nú farinn að hafa meiri
áhrif á móðurfélagið en áður og nam
hann tæpum 29 milljónum á síðasta
ári. Frosti segir þetta sýna að það
hafi verið skynsamlegt að fjárfesta í
þessum félögum og sú fjárfesting
muni skila sér enn frekar á komandi
árum. ,Á síðasta ári fjárfestu Opin
kerfi í öðrum fyrirtækjum fyrir rúm-
lega 334 milljónir nettó. Þar munar
mest um 38,5% hlut í Tæknivali hf. og
18,3% hiut í Hans Petersen hf.
Frosti segir að allar deildir Opinna
kerfa hafi aukið umsvif sín á síðast>
liðnu ári. „Heildsöludeild bætti við
fjölmörgum vöruflokkum og nú selja
um 75 endursöluaðilar um land allt
búnað og lausnir frá okkur. Söludeild
jók verulega sölu á PC-vörum, hug-
búnaði og varaaflgjöfum auk þess sem
OPIN KERFI hf. (Samstæða)
Úr reikningum 1998
Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 2.693,7 2.112,0 +27,5%
Rekstrargjöld 2.547,6 1.980,7 +28,6%
Rekstrarhagn. f. fjárm.liði 146,1 131,3 +11,3%
Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -26,8 -23,6 +13,6%
Hagnaður fyrir skatta 119,2 80,7 +47,7%
Tekju- og eignarskattur -27,3 -16,9 +61,5%
Hagnaður af regl. starfs. 91,9 107,7 -14,7%
Óregluleg gjöld -29,6
Söluhagnaður eigna 17,4 2,6
Hlutd, í hagnaði dóttur- og hlutd.f. 7,4 0,1
Hagnaður tímabilsins 89,3 37,8 +136,2%
Efnahagsreikningur 1998 1997 Breyting
I E'gnlr:, j 31.12.98 31.12.97
Fastafjármunir Milljónir króna 981,1 497,1 +97,4%
Veltufjármunir 691,1 619,3 +11,6%
Eignir samtals 1.736,0 1.186,4 +46,3%
| Sku/dir og eigiö fé: | Hlutafé Milljónir króna 42,0 32,0 +31,3%
Hlutdeild minnlhluta 120,4 92,4 +30,3%
Eigið fé 550,7 240,3 +129,2%
Langtímaskuldir 490,2 432,7 +13,3%
Skammtímaskuldir 560,1 420,9 +33,1%
Skuldir og eigið fé samtals 1.736,0 1.186,4 +46,3%
Sjóðstreymi 1997 1996
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 215,0 166,5 +29,1%
góð sala var á Unix og NT-netþjónum.
Síðast en ekki síst jók þjónustudeildin
veltuna verulega á milli ára og svoköll-
uðum rekstrarþjónustusamningum
fjölgaði verulega auk þess sem mikil
aukning varð í ráðgjafarþjónustu til
stóríýrirtækja," segir Frosti.
Frosti segir að þetta ár hafi farið vel
af stað og horfumar séu góðar. „Við
gerum ráð fyrir 25% veltuaukningu á
árinu og hagnaði yfir 100 milljónum
eftir skatta. Tölvuvæðing snei-tir nú
orðið öll svið íslensks þjóðlífs, jafnt
fyrirtæki sem heimili, og við okkui'
áfram að fá sneið af þeirri köku.“
Spennandi
fjárfestingarkostur
Gengi hlutabréfa Opinna kerfa hækk-
aði um 128,4% á síðasta ári og var
markaðsverð hlutafjár 3.324 milljónii'
í lok ársins. Arðsemi eigin fjár var
37% á árinu og eiginfjárhlutfali 49%.
Andri Sveinsson, verðbréfamiðl-
ari hjá Búnaðarbankanum, segir að
afkoma Opinna kerfa sé í takt við
væntingar bankans. „Það er
ánægjulegt að þrátt fyrir miklar
fjárfestingar og aukin umsvif virð-
ist sem skýr stefna Opinna kerfa
haldi áfram að skila félaginu góðum
hagnaði. Félagið hefur byggt upp
traust fyrirtækjanet og á verulegar
duldar eignir í öðrum félögum.
Þrátt fyrir mikla hækkun hluta-
bréfa Opinna kerfa á síðasta ári tel
ég að þau séu enn spennandi fjár-
festingarkostur. Áhætta í rekstri
félagsins er mikil en allt frá stofnun
hefur árlegur vöxtur þess einnig
verið mikill og bendir allt til að svo
verði áfram,“ segir Andri.
Hagnaður Pharmaco 143,6 milljónir króna á árinu 1998
Hagnaður af verðbréfaviðskipt-
um meiri en reiknað var með
SIÐUMULI 12 108 REYKJAVIK SIMI 510 5500 / 510 5520
www.kjaran.is kjaran@kjaran.is
HAGNAÐUR Pharmaco hf. árið
1998 nam 143,6 milljónum króna
eftir skatt, en skattar félagsins
námu alls 78,9 milljónum króna.
Heildartekjur urðu 3.002 milljónir
króna, og að sögn Sindra Sindra-
sonar, framkvæmdastjóra
Pharmaco, er það í samræmi við
áætlanir sem gerðu ráð fyrir 3.000
milljónum í veltu.
Gerðar voru breytingar á reikn-
ingsskilaaðferðum Pharmaco milli
ára og hafa þær lítilsháttar áhrif á
útkomu til lækkunar. Annars vegar
er hætt að færa hlutdeildaraðferð í
Opnum kerfum vegna minnkandi
eignarhlutdeildar, en hlutdeildarað-
ferð hefði skilað um 10 milljónum
króna betri afkomu fyrir skatt. Þá
var einnig breytt uppgjörsaðferð
varðandi tekjufærslu útflutnings frá
Islenskum matvælum þannig að
lageruppbygging í Bandaríkjunum
er nú talin til eigna, en sala miðaðist
áður við útflutning frá íslandi. Þessi
breyting minnkar sölu og hagnað
ársins lítillega.
„Við vorum stórir í Opnum kerf-
um á sínum tíma en höfum síðan
ekki tekið þátt í hlutafjáraukning-
unni þar, og reyndar selt lítilsháttar
af því sem við eigum,“ sagði Sindri.
Hann sagði að þegar reikningar
Pharmaco væru skoðaðir kæmi í
ljós að fjármagnsliðir hefðu hækkað
talsvert á árinu, en það byggðist
hins vegar ekki á rekstrinum sjálf-
um heldur væri það fyrst og fremst
í tengslum við kaup og sölu hluta-
bréfa.
„Þar bundu menn töluvert fé, en
síðan stokkuðum við upp peninga-
pakkann á árinu þannig að við erum
Pharmaco hf. Úr ársreikningi 1998
Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 3.002,7 2.882,9 2.821,3 2.711,6 +6,4% +6.3%
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði Fjármunatekjur og (-gjöld) 119,8 (19,3) 109,7 (3,8) +9,2% +408%
Hagnaður af reglulegri starfsemi 100,5 105,9 -5,1%
Tekju- og eignarskattar 42,3 29,8 +42,0%
Óreglulegir liðir 85.4 18.8 +354%
Hagnaður tímabilsins 143,6 94,6 +51,8%
Efnahagsreikningur - 31. des. 1998 1997 Breyting
i Eignir | Milljónir króna
Fastafjármunir 882,1 675,4 +30,6%
Veltufjármunir 1.303,5 951,9 +36,9%
Eignir samtals 2.185,6 1.627,4 +34,3%
| Skuldir og eígiö fé: | Hlutafé 156,1 156,1 0,0%
Eigið fé annað 860,3 720,5 +19,4%
Langtímaskuldir 535,1 292,9 +82,7%
Skammtímaskuldir 634,1 457,9 +38,5%
Skuldir og eigið fé samtals 2.185,6 1.627,4 +34,3%
Sjóðstreymi 1998 1997 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 115,5 114,5 +0,9%
með eins tíma kostnað þar sem verið
var að leggja drög að lægri vaxta-
gjöldum í framtíðinni," sagði Sindri.
Áætlanir ársins sem nú er hafið
gera ráð fyrir 3.500 milljóna króna
tekjum og 150 milljónum í hagnað
eftir skatt. Sindri sagði að áætluð
aukning heildai'tekna kæmi úr ýms-
um áttum, en þó væru þar inni í
myndinni ákveðnar breytingar sem í
vændum væru hjá félaginu og til-
kynntar yrðu fljótlega.