Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNB LAÐIÐ Aukning á öllum sviðum hjá Opnum kerfum á síðasta ári Hagnaðurinn nam tæpum 90 milljónum HAGNAÐUR Opinna kerfa hf. og dótturfélaga nam tæpum 90 milljón- um króna á síðasta ári, samanborið við 37,7 milljónir árið áður og jókst því um 137% á milli ára. Rekstrar- tekjur samstæðunnar námu 2,7 milljörðum í fyrra, samanborið við 2,1 milljarð árið áður, og jukust því um 27,5% á milli ára. Velta móður- félagsins nam 1.690 milljónum í fyrra og jókst um rúm 35% á milli ára. Þessi árangur er umfram áætlan- ir en í þeim var gert ráð fyrir 70 mUljóna króna hagnaði. Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa, segist vera mjög sáttur við niður- stöðuna og segir hana að mestu leyti skýrast af aukinni eftirspurn. „Við gerðum ráð fyrir að veltan yrði Aðalfundur ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti, verður hatdinn í dag, þriðjudaginn 23. febrúar, kl. 15.00, í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Rétt til fundarsetu eiga aðilar að nefndinni og/eða fulltrúar þeirra. DAGSKRÁ • ICEPRO í áratug. Ávarp Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. ■ EDI-bikarinn 1999. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhendir bikarinn. > Hefðbundin aðalfundarstörf, sbr. 9. gr. samþykkta nefndarinnar. > Önnur mál. lUefndarmenn eru hwattir til að fjölmenna. Kaffiveitingar. ICEPRO nefnd um rafræn viðskipti MINOLTA SKÝR MYND-SKÝR HUGSUN Ljósritunarvélar Faxtæki MIN0LTA Color PogePro L litalaserprentari á góðu verði: 196.000.- m/vsk KJARAN TÆKNIBUNAOUR um 1.500 miUjónir króna en hún varð alls 1.640 mUljónii-. Ég er sáttur við þennan árangur og ég tel hann sýna að við höfum markað okkur rétta stefnu á markaðnum. Við njótum þess að hafa umboð fyrir góðar vör- ur en leggjum auk þess mikla áherslu á að vinna náið með endur- söluaðilum og hugbúnaðarhúsum. Við komum þannig öðruvísi að mark- aðnum en sumir af keppinautum okkar. Þessi stefna hefur því skilað okkur góðum árangri.“ Mikil verðmæti í dótturfélögum Opin kerfi eiga verulegar duldar eignir í dóttur- og hlutdeildarfélögum og telja má að þær nemi um einum milljarði króna. Stærsta einstaka eignin er í Skýrr hf. og er 51% hlutur Opinna kerfa í því skráður á 190 milljónir í reikningum félagsins en markaðsvirðið er hins vegar nálægt 820 milljónum. Auk þess eiga Opin kerfi hlut í Tæknivali, Aco, Teymi, Hans Petersen, Hugi og Þróun. Hagnaður dóttur- og hlutdeildarfé- laganna, er nú farinn að hafa meiri áhrif á móðurfélagið en áður og nam hann tæpum 29 milljónum á síðasta ári. Frosti segir þetta sýna að það hafi verið skynsamlegt að fjárfesta í þessum félögum og sú fjárfesting muni skila sér enn frekar á komandi árum. ,Á síðasta ári fjárfestu Opin kerfi í öðrum fyrirtækjum fyrir rúm- lega 334 milljónir nettó. Þar munar mest um 38,5% hlut í Tæknivali hf. og 18,3% hiut í Hans Petersen hf. Frosti segir að allar deildir Opinna kerfa hafi aukið umsvif sín á síðast> liðnu ári. „Heildsöludeild bætti við fjölmörgum vöruflokkum og nú selja um 75 endursöluaðilar um land allt búnað og lausnir frá okkur. Söludeild jók verulega sölu á PC-vörum, hug- búnaði og varaaflgjöfum auk þess sem OPIN KERFI hf. (Samstæða) Úr reikningum 1998 Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 2.693,7 2.112,0 +27,5% Rekstrargjöld 2.547,6 1.980,7 +28,6% Rekstrarhagn. f. fjárm.liði 146,1 131,3 +11,3% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -26,8 -23,6 +13,6% Hagnaður fyrir skatta 119,2 80,7 +47,7% Tekju- og eignarskattur -27,3 -16,9 +61,5% Hagnaður af regl. starfs. 91,9 107,7 -14,7% Óregluleg gjöld -29,6 Söluhagnaður eigna 17,4 2,6 Hlutd, í hagnaði dóttur- og hlutd.f. 7,4 0,1 Hagnaður tímabilsins 89,3 37,8 +136,2% Efnahagsreikningur 1998 1997 Breyting I E'gnlr:, j 31.12.98 31.12.97 Fastafjármunir Milljónir króna 981,1 497,1 +97,4% Veltufjármunir 691,1 619,3 +11,6% Eignir samtals 1.736,0 1.186,4 +46,3% | Sku/dir og eigiö fé: | Hlutafé Milljónir króna 42,0 32,0 +31,3% Hlutdeild minnlhluta 120,4 92,4 +30,3% Eigið fé 550,7 240,3 +129,2% Langtímaskuldir 490,2 432,7 +13,3% Skammtímaskuldir 560,1 420,9 +33,1% Skuldir og eigið fé samtals 1.736,0 1.186,4 +46,3% Sjóðstreymi 1997 1996 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 215,0 166,5 +29,1% góð sala var á Unix og NT-netþjónum. Síðast en ekki síst jók þjónustudeildin veltuna verulega á milli ára og svoköll- uðum rekstrarþjónustusamningum fjölgaði verulega auk þess sem mikil aukning varð í ráðgjafarþjónustu til stóríýrirtækja," segir Frosti. Frosti segir að þetta ár hafi farið vel af stað og horfumar séu góðar. „Við gerum ráð fyrir 25% veltuaukningu á árinu og hagnaði yfir 100 milljónum eftir skatta. Tölvuvæðing snei-tir nú orðið öll svið íslensks þjóðlífs, jafnt fyrirtæki sem heimili, og við okkui' áfram að fá sneið af þeirri köku.“ Spennandi fjárfestingarkostur Gengi hlutabréfa Opinna kerfa hækk- aði um 128,4% á síðasta ári og var markaðsverð hlutafjár 3.324 milljónii' í lok ársins. Arðsemi eigin fjár var 37% á árinu og eiginfjárhlutfali 49%. Andri Sveinsson, verðbréfamiðl- ari hjá Búnaðarbankanum, segir að afkoma Opinna kerfa sé í takt við væntingar bankans. „Það er ánægjulegt að þrátt fyrir miklar fjárfestingar og aukin umsvif virð- ist sem skýr stefna Opinna kerfa haldi áfram að skila félaginu góðum hagnaði. Félagið hefur byggt upp traust fyrirtækjanet og á verulegar duldar eignir í öðrum félögum. Þrátt fyrir mikla hækkun hluta- bréfa Opinna kerfa á síðasta ári tel ég að þau séu enn spennandi fjár- festingarkostur. Áhætta í rekstri félagsins er mikil en allt frá stofnun hefur árlegur vöxtur þess einnig verið mikill og bendir allt til að svo verði áfram,“ segir Andri. Hagnaður Pharmaco 143,6 milljónir króna á árinu 1998 Hagnaður af verðbréfaviðskipt- um meiri en reiknað var með SIÐUMULI 12 108 REYKJAVIK SIMI 510 5500 / 510 5520 www.kjaran.is kjaran@kjaran.is HAGNAÐUR Pharmaco hf. árið 1998 nam 143,6 milljónum króna eftir skatt, en skattar félagsins námu alls 78,9 milljónum króna. Heildartekjur urðu 3.002 milljónir króna, og að sögn Sindra Sindra- sonar, framkvæmdastjóra Pharmaco, er það í samræmi við áætlanir sem gerðu ráð fyrir 3.000 milljónum í veltu. Gerðar voru breytingar á reikn- ingsskilaaðferðum Pharmaco milli ára og hafa þær lítilsháttar áhrif á útkomu til lækkunar. Annars vegar er hætt að færa hlutdeildaraðferð í Opnum kerfum vegna minnkandi eignarhlutdeildar, en hlutdeildarað- ferð hefði skilað um 10 milljónum króna betri afkomu fyrir skatt. Þá var einnig breytt uppgjörsaðferð varðandi tekjufærslu útflutnings frá Islenskum matvælum þannig að lageruppbygging í Bandaríkjunum er nú talin til eigna, en sala miðaðist áður við útflutning frá íslandi. Þessi breyting minnkar sölu og hagnað ársins lítillega. „Við vorum stórir í Opnum kerf- um á sínum tíma en höfum síðan ekki tekið þátt í hlutafjáraukning- unni þar, og reyndar selt lítilsháttar af því sem við eigum,“ sagði Sindri. Hann sagði að þegar reikningar Pharmaco væru skoðaðir kæmi í ljós að fjármagnsliðir hefðu hækkað talsvert á árinu, en það byggðist hins vegar ekki á rekstrinum sjálf- um heldur væri það fyrst og fremst í tengslum við kaup og sölu hluta- bréfa. „Þar bundu menn töluvert fé, en síðan stokkuðum við upp peninga- pakkann á árinu þannig að við erum Pharmaco hf. Úr ársreikningi 1998 Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 3.002,7 2.882,9 2.821,3 2.711,6 +6,4% +6.3% Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði Fjármunatekjur og (-gjöld) 119,8 (19,3) 109,7 (3,8) +9,2% +408% Hagnaður af reglulegri starfsemi 100,5 105,9 -5,1% Tekju- og eignarskattar 42,3 29,8 +42,0% Óreglulegir liðir 85.4 18.8 +354% Hagnaður tímabilsins 143,6 94,6 +51,8% Efnahagsreikningur - 31. des. 1998 1997 Breyting i Eignir | Milljónir króna Fastafjármunir 882,1 675,4 +30,6% Veltufjármunir 1.303,5 951,9 +36,9% Eignir samtals 2.185,6 1.627,4 +34,3% | Skuldir og eígiö fé: | Hlutafé 156,1 156,1 0,0% Eigið fé annað 860,3 720,5 +19,4% Langtímaskuldir 535,1 292,9 +82,7% Skammtímaskuldir 634,1 457,9 +38,5% Skuldir og eigið fé samtals 2.185,6 1.627,4 +34,3% Sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 115,5 114,5 +0,9% með eins tíma kostnað þar sem verið var að leggja drög að lægri vaxta- gjöldum í framtíðinni," sagði Sindri. Áætlanir ársins sem nú er hafið gera ráð fyrir 3.500 milljóna króna tekjum og 150 milljónum í hagnað eftir skatt. Sindri sagði að áætluð aukning heildai'tekna kæmi úr ýms- um áttum, en þó væru þar inni í myndinni ákveðnar breytingar sem í vændum væru hjá félaginu og til- kynntar yrðu fljótlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.