Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 23.02.1999, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Blóðgjafafélags íslands verður haldinn í andyri K - byqqinqar Landspítalans 24.febrúar 1999 kl. 20:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Blóðgjöfum veittar viðurkenningar. 3. Önnurmál. 4. Fræðsluerindi: Pétur Þorsteinsson, blóðgjafi, Sigríður Ósk Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur, Sveinn Guðmundsson, forstöðulæknir, Magnús Pétursson,forstjóri. Veitingar. Fundurinn er öllum opinn. Stjornin. BLÓÐqjAFAFÉLAG JjlaNDS The Blood Donors Society oflcdand Illa hreinsaðar stéttir á Laugavegi ÉG fékk mér göngu niður Laugaveginn um kl. 13 í dag, fóstudaginn 19. febr- úar. Ég hélt að hann væri bræddur og fínn, eða í það minnsta sandur á stéttum, en hann var reyndar stór- hættulegur. Mér finnst að það ætti að skylda versl- unareigendur og aðra við Laugaveginn að moka frá sínum dyrum. Verslunin Vínberið er til fyrirmynd- ar bæði með þurra stétt og þak yfir.-Það var líka gott á nokkrum öðrum stöðum. En í Bankastræti og miðbænum var þetta hörmulegt og hált. Hafði þó verið sett smá salt- sletta hér og þar en Lækj- artorg var eitt svell. Þetta eru þó þær götur sem flestir fara um gangandi. Ég var dauðhrædd og tók strætó heim. Ég vil líka tala um að- stöðuna í biðskýlinu á Lækjartorgi. Hún er ekki góð að mínu mati. Ef beð- ið er inn í skýli eru bekkir ómögulegir, þ.e. Hafnar- strætismegin, maður situr með bakið að glugga eða situr á ská, sem er ekki alltaf auðvelt, til að fylgj- ast með vagninum og eng- ir bekkir eru lengur ut- andyra sem var vinsælt í góðu veðri. Einnig vantar þar ruslaílát utandyra. Eins eru það nýju skýl- in, t.d. á Suðurlandsbraut hjá Hótel Esju. Þar er næstum betra að standa aftan við skýlin í rigningu og mikilli bleytu en inni í þeim, því það slettist langt VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags inní skýli. Og í roki er svo mikill vindur frá öllum hliðum, og að ofan og neð- an, og kuldinn eftir því. Bekkurinn í skýlinu er þakinn vatni eða snjó, og í miklu frosti svo kaldur að hann er næstum ónothæf- ur. Þessi skýli eru sem sagt ónothæf, þau eru bara falleg að horfa á. Miðbæjarkona. Afruglaraskortur Hver á myndina? ÞESSI mynd var á filmu sem fannst. Aðrar myndir á filmunni eru flestar af tvíburadrengjum. Þeir sem kannast við að eiga myndirnar geta haft samband í síma 451 2485, 451 2351 eða 893 2486. ÉG ætlaði að fá mér Stöð 2 í byrjun janúar því ég þarf að vera heimavið vegna veikinda. Dóttir mín hringdi en þá var henni sagt að það væri þó nokk- ur bið eftir afruglurum, u.þ.b. 2 vikur. Hringdi ég svo aftur að þeim tíma liðnum en var þá sagt að ennþá væri svona löng bið eftir afruglurum og væri það vegna þess að fólk skilaði ekki ónotuðum af- ruglurum. Finnst mér furðulegt af Stöð 2 að inn- heimta ekki ónotaða af- ruglara eða sækja þá heim til fólks. Ég er orðin það þreytt á þessari bið að ég held að ég fari frekar og kaupi mér myndbands- tæki. Ein sem bíður. Þakklæti Lyklar týndust LYKLAR týndust við Vatnsendabrekku fyrir 2- 3 vikum. Á kippunni eru margir lyklar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 587 1262. Gleraugu í óskilum GLERAUGU í hulstri fundust á gangstétt við Stakkahlíð nálægt Miklu- braut 18. febrúar. Upplýs- ingar í síma 552 6674 eða 562 6251. Nokia gsm-sími týndist áletruninni „Þín Nína“ fannst í byrjun febrúar fyrir utan verslunarmið- stöðina í Grafarvogi, Hverafold. Upplýsingar hjá Elvu í síma 567 6110. Dúskur er týndur ÉG vil senda þeim sem sjá um að ryðja gangbrautir þakklæti mitt. Ég er vön að ganga frá Fossvogi upp í Borgarkringlu á hverj- um morgni og varð ég undrandi sl. fóstudags- morgun þegar búið var að ryðja og sandbera allar gönguleiðir á leiðinni. Gangandi vegfarandi. NOKIA 5110 gsm-sími týndist sl. fimmutdags- kvöld milli kl. 20.30-22, annaðhvort í Ásgarðs- brekkunni eða fyrir fram- an Judo Gym. Skilvís finn- andi hringi í síma 568 1784. Gullhringur í óskilum GULLHRINGUR með ÞESSI fressköttur, sem er gulbröndóttur og hvít- ur, týndist frá Heiðvangi 36, Hafnarfirði, fyrh- fjór- um vikum. Hann var með ól með blárri tunnu, en hún gæti hafa týnst. Hafi einhver orðið ferða hans var, er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 555 4567. Dagskráin þín er komin út 17. febrúar-2. mars / allri sinni mynd! Víkverji skrifar... HVALVEIÐAR eru mikið til umræðu þessa dagana og sýn- ist sitt hverjum eins og eðlilegt er. Fyrir Alþingi hefur legið tillaga til þingsályktunar um að hvalveiðar skuli hefja þegar á þessu ári og hef- ur slík tillaga legið fyrir á hverju ári mörg undanfarin ár, en ekki náð fram að ganga. Fjölmörg samtök og félög innan sjávarútvegsins, einkum félög útvegsmanna og sjómanna, auglýstu á dögunum stuðning sinn við hvalveiðar, en fulltrúar útflytj- enda hafa uppi miklar efasemdir um að rétt sé að hefja þessar veiðar, Þá hafa fulltrúar ferðamála varað mik- ið við hvalveiðum og þeir sem standa að hvalaskoðunarferðum fullyrða að hvalveiðar myndu ganga af þeim anga ferðamennskunnar dauðum. Rökin fyrir hvalveiðum eru eink- um þau, að nauðsynlegt sé að stunda hvalveiðar til að viðhalda jafnvægi í lífkeðju hafsins. Það gangi ekki að taka úr sumum hlekkjum hennar en láta aðra eiga sig með þeim afleiðingum að þeir aukist verulega. Hvalir eru líka matur og hvalveiðar geta skilað töluverðum tekjum. Hvalir og selir éta milljónir tonna af fiski og öðru æti úr höfunum og hafa því veru- lega áhrif á vöxt og viðgang fiska og eru keppinautar okkur um fæðuna úr hafínu. Telja má fullvíst að allir hvalastofnar við ísland séu í nokkrum vexti og veiðar úr hrefnu- stofninum og á langreyði og sand- reyði, svo dæmi séu tekin, eru ekki taldar stofna þessum stofnum í hættu. Sé litið á málið út frá þessum staðreyndum einum, virðist augljóst að hefja beri hvalveiðar, en málið er ekki svo einfalt. Mikil andstaða virðist vera gegn hvalveiðum um allan heim og byggist sú andstaða á málflutningi þeirra sem vilja algera friðun hvalastofna. Þeir hafa verið mikið til einir um hituna og hafa komizt upp með fullyrðingar sem eru beinlínis rangar. xxx NÝLEG könnun, sem gerð var á þekkingu og viðhorfi almenn- ings til hvalveiða í Ástralíu, Banda- ríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, sýnir okkur að almenningur veit nánast ekkert um hvalveiðar og hef- ur því engan grunn til að byggja af- stöðu sína á. Þeir, sem friðunarsinn- arnir hafa náð til, segjast einfald- lega engar hvalveiðar vilja sama hvaða rökum sé beitt. Hvalii- séu gáfaðar og fallegar skepnur sem ekki megi skaða. Könnunin sýnir okkur líka, að fái almenningur réttar upplýsingar um hvalastofna eins og hrefnustofninn, sem vísindalega er sannað að þoli verulega veiði, styður meirihlutinn hvalveiðar. Sá stuðningur er meðal annars byggður á því að sjálfsagt sé að stunda hvalveiðar sem fæðuöflun og að stemma verði stigu við of- fjölgun hvala og tilheyrandi afleið- ingum hennar. xxx EGAR Islendingar íhuga hvort rétt sé að hefja hvalveiðar, verður að vega og meta hvort meiri hagsmunum sé fórnað fyrir minni. Þá þýðir því miður ekkert að höfða til þess sjálfsagða réttar okkar að stunda sjálfbærar veiðar úr hvaða nytjastofni sem er innan lögsögu okkar. Sé almenningsálitð í helztu viðskiptalöndunum á móti hvalveið- um og sé það stefna stjórnvalda í viðkomandi löndum að beita hval- veiðiþjóðir viðskiptaþvingunum, þrátt fyrir að veiðarnar séu undir vísindalegu eftirliti og séu sjálfbær- ar, verðum við að staldra við. Við verðum að vinna málstað okk- ar stuðning í þessum löndum, en því miðm' hefur lítið sem ekkert verið gert af því að kynna málstað okkar fyrir umheiminum. Því liggur fyrir gífurleg vinna og barátta við að leið- rétta áróður verndunarsinna. Þar hafa íslenzk stjórnvöld og stuðn- ingsmenn hvalveiða sofið illilega á verðinum. Hugsanlega má nota aldamótahátíðahöldin í einhverjum mæli til að kynna málstað okkar. X x x AÐ er ljóst að hvalveiðar Norð- manna hafa engin neikvæð áhrif haft á viðskipti þeirra með sjávarafurðir og ferðamönnum til Noregs hefur fjölgað. Sömu sögu er að segja af Færeyingum og í raun koma ferðamenn í einhverjum til- fellum þangað með þá von í huga að sjá grindadráp, sem Víkverji veit af eigin raun að eru heldur ófrýnilegar aðfarir. Víkverji er viss um að hval- veiðar og hvalaskoðun geti átt sam- leið og víst er að mikill fjöldi ferða- manna lagði leið sína í hvalstöðina í Hvalfirði á sínum tíma. Við verðum að fara varlega í þessum efnum, en hljótum að stefna að hvalveiðum í fyllingu tímans. Við megum ekki láta hvalina éta okkur út á gaddinn. Þá verður lítið um fisk fyrir útflutningssamtökin til að selja úr landi, en við verðum að stunda þessar veiðar í sátt við um- heiminn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.