Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 9 FRÉTTIR Yfírlýsing um frumvarp til skaðabótalaga Frumvarpið tryggir tjónþolum fullar bætur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Atla Gíslasyni hrl., Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl., Sigurði G. Guðjónssyni hrl., Viðari Má Matthíassyni prófessor og Vil- hjálmi H. Vilhjálmssyni hrl.: „A árinu 1993 bentum við undir- ritaðir 5 lögfræðingar á annmarka á skaðabótalögum nr. 50/1993, sem öðluðust gildi 1. júlí það ár. Sýnd- um við fram á að ákvæði laganna væru fjarri því að tryggja tjónþol- um fullnægjandi skaðabætur fyrir líkamstjón, sem skerti starfsorku þeirra. Allt frá þessum tíma hafa legið fyrir kröfur um að úr þessum afdrifaríku annmörkum laganna yrði bætt, þannig að tjónþolum yrðu tryggðar fullar bætur fyrir fjártjón sitt. Lagfæring var gerð á árinu 1996, en hún var fjarri því að vera fullnægjandi. Nú liggur fyrir Alþingi laga- frumvarp um breytingu á skaða- bótalögunum, sem að okkar mati bætir úr þessum alvarlegu ann- mörkum. Við teljum afar brýnt að þessar þýðingarmiklu réttarbætur fái afgreiðslu á því stutta þingi sem nú situr og þannig verði bundinn endi á réttarástand sem með öllu hefur verið óviðunandi fyrir það fólk sem sækir skaðabætur fyrir missi starfsorku sinnar á hendur bótaskyldum aðila. A síðustu dögum hefur komið fram andóf við því frumvarpi sem fyrir liggur vegna þess að þar er gert ráð fyrir frádrætti frá skaða- bótum vegna hluta þeirra bóta sem slasaður fær úr lífeyrissjóði, þ.e.a.s. þeim hluta sem nemur mótframlagi vinnuveitanda í sjóðinn. Til sögunn- ar hafa einnig verið nefndar bætur úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélaga, sem talið er að einnig eigi að koma til frádráttar. Um þetta er það að segja, að bætur úr sjúkrasjóðunum skipta hér engu máli, þar sem laun- þegar njóta þein-a ekki í tilvikum, þar sem þeir eiga skaðabótarétt á hendur bótaskyldum aðila. Örorku- bætur úr lífeyrissjóðum koma því aðeins til að varanleg örorka sé mikil, oftast 50% eða meiri. Við telj- um ekki óeðlilegt að taka að hluta tillit til slíkra greiðslna við ákvörð- un skaðabóta. Skal bent á að fyrir gildistöku skaðabótalaganna 1993, þegar dómsframkvæmd gekk út á að bæta fjártjón að fullu, voru bæt- ur einatt lækkaðar í tilvikum, þar sem tjónþoli naut bóta úr lífeyris- sjóðum. Má segja að eftir að aðild að lífeyrissjóðum er orðin lögskyld hjá öllum starfsstéttum sé ekki óeðlilegt að líta á þetta kerfí sem samtryggingarkerfi með annars konar eðli en vátryggingar sem ein- staklingar kaupa sér sjálfir, og því sé réttlætanlegt að beita hér frá- drætti að hluta svo sem frumvarpið ráðgerir. Aðalatriði málsins er að frumvarpið tryggir tjónþolum full- ar bætur fyrir fjártjón sem þeir verða fyrir í slysum. Þeir tjónþolar sem slasast mikið og njóta bóta- réttar úr lífeyrissjóði munu fá full- ar fjártjónsbætur. Að auki munu þeir fá bætur úr lífeyrissjóði sínum sem nemur þeirra eigin framlagi til hans. Með vísan til þessa hvetjum við alþingismenn til að taka höndum saman og afgreiða sem fyrst þetta mikla hagsmunamál almennings í landinu. Þar með verður eftir langa baráttu bundinn endi á réttará- stand sem ekki hefur verið sæm- andi og hefur staðið allt of lengi.“ Yfírlýsing ASÍ vegna skaðabótafrumvarpsins Skerðingarákvæði verði fellt brott MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Alþýðu- sambandi Islands: „Að gefnu tilefni vill Alþýðusam- band Islands taka eftirfarandi fram: 1. ASÍ styður heilshugar þá breytingu á skaðabótalögum að fólk eigi að fá fullar skaðabætur vegna líkamstjóna og telur brýnt að hún verði gerð. ASI hafnar því hins veg- ar alfarið að hluti af eignum og réttindum sem launafólk hefur afl- að sér með sparnaði í lífeyris- og sjúkrasjóðunum sé gerður upptæk- ur og látinn renna óbeint til trygg- ingafélaganna í landinu. Öll iðgjöld launafólks til samtryggingarsjóða sinna eru hluti umsaminna launa og alfarið í eigu þess. 2. ASI mótmælir því harðlega að launafólki sé hegnt fyrir samtrygg- ingasparnað sinn og að þeim sparn- aði verði mismunað gagnvart öðr- um sparnaði í samfélaginu sem ekki skerðir rétt til skaðabóta. 3. Gagnrýni ASI beinist að þeirri fyrirætlun frumvarpshöfunda að spara tryggingafélögunum hluta af þeim kostnaðarauka sem hækkun skaðabóta hefur óhjákvæmilega í fór með sér, með því að skerða bæt- ur til þess hóps sem nýtur örorkulíf- eyris frá lífeyrissjóði eða fær stuðn- ing úr sjúkrasjóði stéttarfélags. Slíkt er sjálfstæð aðgerð sem teng- ist ekki meginefni frumvarpsins. 4. Gagnrýni ASI hefur ekki verið svarað með neinum málefnalegum rökum heldur hefur aðeins verið bent á að þar sem þessi skerðing bitni einungis á þeim sem verða fyrir mestri örorku, 50% eða meira, þá sé það svo lítill hópur að ekki megi hindra framgang frumvarps- ins hans vegna - í sjálfu sér sé ekki um háar fjárhæðir að tefla. 5. ASI ítrekar að þeir sem verða fyrir fyrirhuguðum skerðingum til hagsbóta fyrir tryggingafélögin eru þeir sem síst mega við slíku og fyrir hvern einstakan einstakling í þeim hópi eru miklir hagsmunir í húfi. Launafólk sem á ekki annan sparn- að eða eignir en réttindi í lífeyris- sjóði sínum verður fyrir langmestri skerðingu vegna þessa. Skerðing- arákvæði fi-umvarpsins munu ekki snerta hina eignameiri með sama hætti. 6. ASI bendir því frumvarpsflytj- endum á þá einfóldu leið að fella umrædd skerðingarákvæði burt úr frumvarpinu til að koma í gegn því brýna réttlætismáli að leiðrétta skaðabótalögin svo fólk njóti fullra bóta fyrir líkamstjón. Sé eitthvað að marka þau orð frumvarpsflytj- enda og þeirra sem helst hafa talað fyrir því að hér sé um afar lágar fjárhæðir og fáa einstaklinga að ræða í heildarsamhenginu ætti það að vera þeim mun auðsóttara mál.“ Nýtt frá París TESS Neðst við Dunhaga, S. sími 562 2230 I Aukin ökuréttindi Ökuskóli íslands (Meirapróf) Leigubfll, vörubifreiö, hópbifreiö og eftirvagn. Ný námskeið hefjast vikulega. Gerið verðsamanburð. Sími 568 3841, Dugguvogur 2 Töskur Veggteppi O -Wg) <3 ? \'.S »’ ' • .JtfSb*. .i. ^i (tvm,, Boutiqe á horni l.augavcgs og Klapparstígs, s. 552 2515 YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR I HUSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS YOGA YOGAYOGA Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:15 Þriðjudaga og föstudaga kl.17:30 Leiöbeinandi: ANNA BJÖRNSDÓTTIR. yogakennari Innritun og upplýsingar í síma 561 0207 Aukin ökuréttindi; á rútu, vörubíl og leigubíl Skraðu þia /- ÖKU ÆÝ\ SKoyNN V/INUODD á rmta , namskeið Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík. UPPLÝSINGAR/BÓKANIR í SÍMA 567-0-300 GRACE || TISKUVERSLUN Kvenfataverslun í Aðalstræti 9 Vorvörurnar eru komnar Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-14 - Sími 552-2100 hjá.Q&GufhhiUL Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga fró kl. 10.00-18.00, laugardaga fró kl. 10.00-15.00. Lýsing býður þér á landsleik íslands og Bosníu í körfubolta miðviku- daginn 24. febrúar. Nánari upp- lýsingar á slóðinni www.lysing.is boltann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.