Morgunblaðið - 23.02.1999, Page 12

Morgunblaðið - 23.02.1999, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÁLAVEXTIR voru þeir að ríkis- skattstjóri ákvað að gera könnun á framkvæmd laga nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjár- magnstekjur. Hugðist hann gera samanburð á framtöldum fjármagnstekjum takmarkaðs hóps skattgreiðenda og þeirri fjárhæð sem bankar og sparisjóðir höfðu reiknað sama hópi í fjármagnstekjur. Akveðið var að afla upplýsinga um þessi atriði vegna 1.347 skatt- greiðenda sem valdir voru af handahófi. Með bréfi dagsettu 22. apríl 1998 voru allir bankar og sparisjóðir beðnir um upplýsingar um hvort einhver þessara skattgreiðenda hefði átt innstæður í árslok 1997, um vaxtatekjur af þeim innstæðum og um afdregna staðgreiðslu af þeim. Þar sem hér var um annars konar og víð- feðmari upplýsingabeiðni en tíðkast hefur að ræða ákváðu flestar peningastofnanir að synja þessu erindi. Höfðaði ríkisskattstjóri þá prófmál á hendur Landsbankanum hf. og krafðist afhendingar fyrrgreindra upplýsinga. Byggði ríkisskattstjóri á þeim víðtæku og al- mennu lagaheimild sem hann hefði til að sinna hlutverki sínu til skatteftirlits. Einn af meginþáttunum í starfí hans væri lögum sam- kvæmt að annast skatteftirlit hvort sem skattalög hefðu verið brotin eða ekki. Til- gangur eftirlitsins væri að að skapa bæði sér- stök og almenn varnað- aráhrif svo að tryggt væri að allir greiddu lögboðna skatta og jafn- ræði ríkti meðal skatt- greiðenda að þessu leyti. Nauðsynlegt væri að athuga hvernig skattgreiðendur hefðu brugðist við lögum nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts af fjármagnstekj- um, þ.e. hvort fjár- magnstekjur væru rétti- lega tíundaðar í skatt- framtölum. Vísaði skattstjóri til 15. gr. laga nr. 94/1996 þar sem segir: „Öllum uðilum, bæði framtals- skyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfir- völdum í té, ókeypis og í því formi sem óskað er, ulhtr nauðsynlegar upp- lýsingar og gögn er þuu beiðast og unnt er að láta íté...“ Kvað ríkisska tts tjóri Landsbankann eiga auðvelt með að veita umbeðnar upplýsingar og hófs væri gætt með tilliti til fjölda þeirra að- ila sem spurt væri um og umfangs upplýsing- anna. Upplýsinga væri óskað vegna 1.347 aðila í einu lagi í stað þess að taka hvern og einn þeirra til sérstakrar rannsóknar og sparaðist þannig bæði tími og fé skattyfírvakla og viðkomandi skattgreið- enda auk þess sem komið væri í veg fyrir óþarfa óróa og áhyggjur. Bar fyrir sig bankaleynd Landsbankinn bar íyrir sig bankaleynd sem lögfest er í 43. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði og hljóðar svo: „Bankaráðsmenn, stjórnarmenn sparisjóðs, bankastjórar og sparisjóðsstjórar, endurskoð- endur og aðrir starfsmenn viðskiptabanka eða sparisjóðs eru bundnir þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptamanna hlutaðeig- andi stofnunar og um önnur atriði sem þeirfá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfí. “ Sagði Landsbankinn að þótt þarna væri vissulega undantekningarheimild þá yrði að skýra hana þröngt, beita henni hóflega og varlega og ganga ekki lengra en nauðsyn krefði. Þá byggði bankinn á því að við upp- töku fjármagnstekjuskatts hefði gagngert verið tekin afstaða til hugmynda um víðtæka upplýsingagjöf innlánsstofnana til skattyfir- vaida. Fram hefði komið í áliti nefndar þeirr- ar sem undirbjó skipan skattlagningar fjár- magnstekna, að lögfesting almennrar upplýs- ingaskyldu bankastofnana til skattyfirvalda jafngilti afnámi bankaleyndar. Ein af megin- forsendum þess að víðtæk sátt hefði náðst í umdeildu og viðkvæmu máli hefði verið sú að ekki yrði hróflað við bankaleyndinni. Þá taldi Landsbankinn að hingað til hefðu skattyfir- völd einungis beiðst upplýsinga í þágu ein- stakra rannsókna. Með kröfu ríkisskattstjóra væri hins vegar gerð tilraun til að innleiða til- högun upplýsingagjafar sem gagngert hafi verið hafnað þegar fjármagnstekjuskattur var lögleiddur. Vísaði bankinn einnig til 71. gr. stjórnarskrárinnar um persónuvernd. Skattsins að meta í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, upp- kveðnum 17. febníar, segir: „Samkvæmt fyr- irmælum 43. gr. laga nr. 113/1996 um við- skiptabanka og sparisjóði eiga fyrirmæli ákvæðisins um þagnarskyldu ekki við þegar skylt er að veita upplýsingar lögum sam- kvæmt. Með vísan til hinna ótvíræðu ákvæða 15. gr. laga nr. 94/1996 og 94. gr. laga nr. 75/1981, sem eðli máls samkvæmt ganga framar ákvæði 43. gr. laga nr. 113/1996, verð- ur að fallast á, að stefnda sé skylt að veita um- beðnar upplýsingar. Þá verður að telja að mat á nauðsyn upplýsinganna eigi undir skattyfir- völd. Ekki verður talið að 71. gr. stjórnar- skrárinnar komi í veg fyrir að umbeðnar upp- lýsingar verði veittar eða hindri eðlilegan framgang skattalaga." Ekki hefur verið ákveðið hvort þessum dómi verður áfrýjað til Hæstaréttar. Friðhelgi einkalífs Það eru nokkur atriði frá sjónarhóli skatt- greiðenda sem vert er að benda á í þessu sam- bandi. Hvaða áhrif hefur þessi dómur á svo- kallaða bankaleynd? Hún er auðvitað óbreytt hvað varðar trúnað innlánsstofnana gagnvart öllum öðrum en skattyfirvöldum. Eru þá ein- hverjir lögmætir hagsmunir tengdir því að verja upplýsingar um innstæður fyrir skattyf- irvöldum? Eins og getið var þá verndar 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. einnig 8. gr. Mann- réttindasáttmála Evrópu, friðhelgi einkalífs. Þótt það sé ekki einhlítt má ætla að upplýs- ingar um fjárhag manna teljist persónuupp- lýsingar sem njóti verndar þessara ákvæða. Vissulega er þar ekki um viðkvæmar upplýs- ingar að ræða líkt og heilsufarsupplýsingar eða upplýsingar um kynlíf manna en eigi að síður verður að telja að menn njóti vemdar gegn því að upplýsingar af þessu tagi séu op- inberaðar, skráðar eða látnar af hendi að nauðsynjalausu. Það er viðtekið viðhorf í persónuverndar- fræðum að opinberir aðilar eigi ekki að hafa óheftan aðgang að ski-áðum persónuupplýs- ingum. Er það vegna þess að hjá opinberum aðilum vinnur auðvitað venjulegt fólk sem á ekki að hafa persónupplýsingar um náungann fyrir augunum nema óhjákvæmilegt sé. Einnig ber almennt að gjalda varhug við söfn- un og vinnslu persónuupplýsinga. Hún á ekki að fara fram nema nauðsynlegt sé í þágu lög- mætra markmiða hvort sem ríki eða einkaað- ilar eiga í hlut. Það má því til sanns vegar færa að rétt sé að greina þau álitamál sem uppi voru í þessu dómsmáli með hjálp stjórnarskrárinnar og sjónarmiða um vemd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs. Það er grandvallaratriði varðandi dómaframkvæmd Mannréttinda- dómstóls Evrópu um 8. gr. MSE að dómstólar vegi og meti þá andstæðu hagsmuni sem í húfi eru og hvort skerðing réttinda teljist nauðsynleg miðað við það markmið sem að er stefnt. Þess vegna er erfitt að fallast á þau orð héraðsdómarans að mat á nauðsyn upp- lýsingagjafarinnar eigi undir skattyfirvöld, í Til hvers að telja fram? Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fékkst úr því skorið að heimildir skattyfirvalda til að víkja svokall- aðri bankaleynd til hliðar eru ekki einskorðaðar við að rannsókn fari fram á tilteknu máli. Fyrir vikið stendur eftir sú spurning að sögn Páls Þórhallssonar hvort einhverjar hömlur séu á upplýsingastreymi frá bönkum til skattyfirvalda og hvort yfirleitt sé þörf á slíkum hömlum. þeim skilningi væntanlega að það verði ekki endurskoðað af dómstólum. Þá gerir 8. gr. MSE kröfu um að skerðing á friðhelgi einkalífs sé byggð á lögum. Þótt við- komandi ákvæði laga nr. 94/1994 gangi mjög langt má velta því fyrir sér hvort réttur skiln- ingur á þeim sé sá að skattyfirvöld megi afla gagna frá bönkunum samkvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá í stað þess að um rannsókn tiltek- inna mála sé að ræða, líkt og Landsbankinn hélt fram. Nauðsynjarmat En jafnvel þótt lögin teldust skýr að þessu leyti þyrfti að fara fram mat á nauðsyn upp- lýsingagjafarinnar fyi'ir skatteftirlit. Sam- kvæmt lögum nr. 94/1996 sjá innlánsstofnan- ir, og ýmsir aðrir aðilar sem hafa atvinnu af fjái’vörslu, um að draga staðgreiðslu af vaxta- tekjum og skila henni í ríkissjóð. Skil fara fram árlega og samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóraembættinu eru skilagreinar ekki sundurliðaðar þannig að fram komi upp- lýsingar um einstaklinga og hversu mikið þeir hafi staðgreitt. Málum er að þessu leyti öðru vísi háttað varðandi staðgreiðslu skatta af launatekjum. Samkvæmt 24. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda skal ríkisskattstjóri halda skrá sem sýnir á hverj- um tíma greiðslustöðu launamanna á stað- greiðsluári. Skattyfir- völd eru því engan veg- inn í sömu aðstöðu til að fylgjast með hvort sam- ræmi sé milli framtala einstaklinga og raun- veruleikans eftir því hvort um launatekjur eða fjármagnstekjur er að ræða. Slíkt samræmi skiptir máli varðandi fjármagnstekjurnar til dæmis vegna réttar til tekjutengdra bóta. Með því að fara fram á afhendingu upplýs- inga um 1.347 aðila voru skattyfirvöld að eigin sögn að kanna hversu framtöl á þessu sviði eru áreiðanleg í raun. Hér var því allt að því um vísindalega rann- sókn að ræða sem hefði vel getað náð tilgangi sínum með því að nota ópersónugreinanlegar upplýsingar. Sam- kvæmt því var nauðsyn á notkun persónugrein- anlegra upplýsinga ekki fyrir hendi. Ef athugun af þessu tagi verður hins vegar árviss kann það auðvitað að hafa vamaðaráhrif á þá lund að almenningur skili frekar réttum framtöl- um vitandi að hann geti lent í úrtaki. Ekki er þó hægt að lesa út úr dómnum hvort þetta er ætlun skattyfirvalda. Samt er þessi dómur tilefni til að setja regl- ur um að bankar tilkynni viðkomandi einstak- lingum að upplýsingar um þá hafi verið send- ar yfirvöldum. Öðru vísi eiga einstaklingarnir þess heldur ekki kost að gæta réttar síns á grandvelli fyrrnefndra réttindaákvæða. Hvað næst? Dómurinn vekur spurningar um hvort skattyfirvöld muni næst fara fram á upplýs- ingar um 20.000 manns og svo 270.000. Munu dómstólar þá telja of langt gengið? Því er ekki gott að svara, með því að afsala sér rétti til að yfirfara nauðsyn upplýsingasöfnunar eru dómstólar auðvitað að gefa undir fótinn með slíkt. En þá væri búið að koma upp sama kerfi og varðandi skattlagningu launatekna án þess að löggjafinn hafi í raun ætlast til þess. Væri auðvitað eðlilegra að löggjafinn tæki sjálfur ákvörðun um slíkt. Auk þess ætti nauðsynjarmatið að vera annað þegar um er að ræða þrátt fyrir allt afmarkaða aðgerð til að prófa hvort nýtt skattkerfi virkar heldur en ef um sjálfvirkt upplýsingastreymi væri að ræða. Það vekur samt til umhugsunar um hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af skerðingu bankaleyndar, sem leiðir og leitt getur af dómi héraðsdóms, miðað við þær miklu upp- lýsingar sem skattyfirvöld fá um launa- greiðslur til fólks. Eru upplýsingar um inn- stæður í bönkum í einhverjum skilningi verð- mætari og meira verndarþurfi en upplýsingai' um laun manna? Það má líka segja að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott; ef svo fer fram sem horfir verður alger óþarfi að standa í því að fylla út skattframtalið sjálfur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.