Morgunblaðið - 23.02.1999, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANI, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Tónlistarmynd-
bönd Bjarkar
„Ein þau
bestu sem
gerð hafa
verið“
TÓNLISTARMYNDBÖND
Bjarkar Guðmundsdóttur fá
lofsamlega gagnrýni í banda-
ríska dagblaðinu The New
York Times
um helgina.
Gagnrýnand-
inn, Ben
Ratliff, segir
þau líklega
einhver
bestu tónlist-
armyndbönd
sem gerð
hafi verið,
þau séu súr-
r o i iv 1^1 /
Guðmundsóttir 1 G^lisk, an
allrar til-
gerðar og eins og draumur
barns.
Listræn án þess að skyggja
á tónlistarmanninn
Ratliff segir samvinnu
Bjarkar og franska kvik-
myndagerðarmannsins Michel
Gondry hafa skilað sér í
nokkrum frábærum stutt-
myndum við tónlist Bjarkar.
Segir gagnrýnandinn mynd-
band Michel Gondry við lagið
Bachelorette af plötunni
Homogenic gott dæmi um það
hvernig tónlistarmyndbönd
geti verið listræn án þess þó
að skyggja á tónlistarmanninn
sjálfan.
Pá segir hann myndband
Gondry við lagið Human
Behaviour vera ævintýri lík-
ast. Það sé ríkt af hugmyndum
og góðum söguþræði sem
„venjuleg MTV-myndbönd“
séu aldrei.
Ibúðalánasjóður
120 um-
sóknir af-
greiddar
um helgina
VEL gekk að vinna úr umsóknum
um húsbréfalán um helgina og tókst
að afgreiða 120 mál, að sögn Gunn-
ars S. Björnssonar, formanns
stjórnar íbúðalánasjóðs, en í síðustu
viku gagnrýndi Félag fasteignasala í
bréfi til félagsmálaráðherra seina-
gang við afgreiðslu húsbréfalána.
Gunnar sagði að með afgreiðslun-
um um helgina væri búið að afgreiða
frá íbúðalánasjóði frá áramótum 354
mál með útsendingu fasteignaveð-
bréfa. Skráðar umsóknir væru orðn-
ar 583 talsins. Af þeim væru 69 um-
sóknir vegna nýbygginga sem tæki
aðeins lengri tíma að afgi-eiða, en
yrðu afgreiddar nú í vikunni. Þá
væru um 160 mál í biðstöðu vegna
þess að það vantaði gögn með um-
sóknunum. Þessara gagna væri ver-
ið að afla úti í bönkunum eða verið
væri að veita einstaklingum ráðgjöf
varðandi umsóknimar. Um leið og
búið væri að skila gögnum tæki tvo
daga að afgreiða þessar umsóknir.
Gunnar sagði að bankamir væru
komnir á fullt í greiðslumatinu.
Hann teldi að mestu erfiðleikarnir í
þessu sambandi væm að baki, þótt
alltaf gætu komið upp einhverjir
hnökrar.
---------------
Fáir íslend-
ingar teppt-
ir í Olpum
FÁIR Islendingar virðast gista
skíðasvæðin í austurrísku og sviss-
nesku Ölpunum þar sem snjóflóð óg
fannfergi hafa lamað samgöngur og
valdið manntjóni.
Goði Sveinsson hjá Úrvali-Útsýn
sagði að örfáir farþegar frá þeim
væru í Lech og nokkrir til viðbótar
væm væntanlegir þangað næstu
daga. Flestir skíðamenn á vegum
ferðaskrifstofunnar væru í ítölsku
Ölpunum í góðu yfirlæti.
Sömu sögu sagði Helgi Jóhanns-
son, forstjóri Samvinnuferða-Land-
sýnar. Hann sagði að fyrirtækið
væri eingöngu með fólk á sínum
vegum Italíumegin í Ölpunum; þar
væru um 90 Islendingar en engin
vandamál vegna fannfergis háðu
fólki þar.
12 apótek sameinast
í nýju hlutafélagi
TÓLF APÓTEK, þar af þrjú á
Akureyri, sjö í Reykjavík og tvö. á
Selfossi og í Hveragerði, hafa
stofnað hlutafélagið Hagræði hf.
sem mun yfirtaka eignir og rekstur
þessara apóteka um næstu mán-
aðamót.
Að því er forsvarsmenn félagsins
segja er með sameiningunni stefnt
að hagkvæmari rekstri útibúanna
sem tryggt geti eðlilega samkeppni
á lyfjamarkaði í framtíðinni.
Samanlögð velta apótekanna er
um 1,2 milljarðar króna en til sam-
anburðar er áætluð velta eins
helsta keppinautarins, Lyfju hf., á
þessu ári 1 milljarður króna.
Hlutafélagið er, að sögn for-
svarsmanna félagsins, svar við
þein-i þróun sem verið hefur á
lyfjamarkaði á undanfórnum miss-
erum þar sem keðjur hafa myndast
sem gera samkeppnisstöðu hefð-
bundinna apóteka erfiða.
„Þjónusta mun batna því Ijóst er
að afgreiðslustöðum verður fjölgað
frá því sem nú er,“ sagði Sigmund-
ur Ófeigsson frá Akureyrarapó-
teki, stjórnarformaður hins nýja
félags.
Sigmundur segir að áformað sé
að opnuð verði lyfjaútibú i verslun-
um KEA og Nettó í framtíðinni og
t.d. er að hans sögn gert ráð fyrir
lyfjaverslun í fyrirhugaðri verslun
Nettó í Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík.
■ Samanlögð ársvelta/18
£
A annað hundrað Bolvfkinga á fundi um snjófldðavarnir
Rafmagnslínur
lagfærðar
RAFMAGNIÐ var komið á alla
bæi á Reykjaströnd um kaffileyt-
ið í gær eftir tæplega tveggja
sólarhringa rafmagnsleysi. Fjór-
ir rafmagnsstaurar féllu undan
þunga snjóflóðs sem féll af mikl-
um krafti úr Innstalandsskál í
Tindastóli síðdegis á laugardag.
Rafmagnslína slitnaði á 1.700 m
kafla í flóðinu.
Mikið fannfergi/6
Morgunblaðið/RAX
_ iviorgunDiaoio/naiiaor öveinDjornsson
BOLVIKINGAR virða fyrir sér hugmyndir verkfræðinga, um að grafa rás ofan við byggðina í Bolungarvík,
við upphaf fundar í gær.
Hættan meiri en
gert var ráð fyrir
Bolungarvík. Morgunblaðið.
Á ANNAÐ hundrað manns mætti á
fund sem bæjarstjórn Bolungarvík-
ur efndi til í gærkvöldi til að kynna
áfangaskýrslu um mat á snjóflóða-
hættu og frumhönnun á varnar-
mannvirkjum. í skýrslunni kemur
fram að snjóflóðahætta í Bolungar-
vík er talin mun meiri en áður hefur
verið gert ráð fyrir.
I máli Árna Jónssonar, verkfræð-
ings hjá Hniti, kom fram að hættan
er það mikil að hefðbundin varnar-
virki, eins og snjóflóðagarðar duga
ekki. Því er lagt til að skoðaðar
verði hugmyndir um mikla rás ofan
við alla byggð í Bolungarvík. Kostn-
aður við hana er áætlaður um millj-
arður til að verja hús þar sem um
helmingur bæjarbúa býr.
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri,
sagði að niðurstaðan væri dökk,
dekkri en nokkurn hefði órað fyrir.
Velti hann fyrir sér hvort þessi mikli
kostnaður væri réttlætanlegur og
varpaði fram þeirri spurningu hvort
ekki væri unnt að draga úr kostnaði
við varnarmannvirki með samblandi
af rýmingu og vamargörðum.
í fyrirspurnum og athugasemd-
um fundarmanna kom fram að
menn veltu mest fyrir sér forsend-
um hættumatsins, hvort hættan
væri virkilega jafnmikil og fram
kæmi. Margir fyrirspyrjenda töldu
ekki tímabært að ræða varnar-
mannvirkin sjálf fyrr en forsend-
urnar væru komnar á hreint.
■ Garðarnir stóðust/34