Morgunblaðið - 23.02.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Qlafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun fslands
Fuglalíf og rekstur flug-
valla fara ekki saman
ÓLAFUR K. Nielsen, fuglafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun Islands, segir að fuglalíf
og rekstur flugvallar fari ekki vel saman og
menn eigi ekki að byggja flugvelli þar sem
mikið sé af fuglum vegna flughættu.
Örn Sigurðsson, arkitekt og einn stofnenda
samtaka um betri byggð, sagði í Morgunblað-
inu á laugardag að færsla Reykjavíkurflugvall-
ar út á Skerjafjörð fæli ekki í sér uppfyllingar
meðfram strandlengju Skerjafjarðar nema á
einum stað í framhaldi af Suðurgötunni. Hann
sagði jafnframt að flugvöllur út á Skerjafirði
myndi skapa aukið skjól og það myndi örugg-
lega koma öllu fuglalífi vel, en Ólafiir hafði áð-
ur varað við áhrifum uppfyllinga á fuglalíf á
firðinum og strandlengju hans.
Ólafur sagði að það væri mikið af fugli á
Skerjafirði og maður þyi-fti ekki annað en líta
til þess vanda sem flugvallaryfirvöld ættu víða
við að glíma vegna fuglalífs til að átta sig á að
fuglalíf og rekstur flugvalla færi ekki saman.
Það væri ekki eingöngu byggð eða veðurfar
sem hefði áhrif í þeim efnum, heldur einnig
fuglar og árekstrar við þá. „Ég get ekki ímynd-
að mér annað en það væri óviðunandi að það
væri verið að laða fugla að þessu svæði,“ sagði
Ólafur.
Eilífðarstríð
Hann benti á að vandi vegna fuglalífs væri
ærinn nú þegar þar sem flugvöllurinn væri nú
og menn ættu ekki að byggja flugvelli þar sem
mikið væri af fuglum vegna flughættu. Upp-
fyllingar hvernig sem þær líti út muni örugg-
lega laða að sér fugla sem setjist þar til að
hvíla sig, auk þess sem búast megi við að æðar-
kollur leiti upp á öryggissvæðið meðfram
brautunum til að verpa rétt eins og á Akureyri.
Þá liggi farleiðir fugla þvers og kmss um fjörð-
inn, þannig að það sé alveg ömggt að ef flug-
völlur verði byggður þarna verði eilífðarstríð
milli flugvallai-yfii-valda og fuglanna. „Við vilj-
um ekki hafa mikið af fuglum við flugvelli,
hvorki þeir sem stjórna flugvöllunum né kúnn-
arnir sem eiga að fara um þá,“ sagði Ólafur
ennfremur.
Hann sagði auk þess aðspurður að athuga-
semdir hans hefðu ekki eingöngu beinst að
hugmyndum um breytingar á flugvallarstæð-
inu heldur almennt að hugmyndum um uppfyll-
ingar á þessari strandlengju.
Hornafjörður
Vörubíll
brann
VÖRUBÍLL með 10 hjóla
flutningavagni brann til
kaldra kola í Hornafirði í
gær. Talið er að olíurör hafi
farið í sundur, olía lekið á út-
blástursrör og við það gosið
upp eldur.
Ókumaður bflsins var í efn-
isnámunni Friðsæld, rétt
austan við Höfn þegar eldur-
inn gaus upp. Hann slapp
ómeiddur en bfllinn er gjöró-
nýtur, að sögn lögreglu, því
eldur læstist í hús bifreiðar-
innar og varð ekki við neitt
ráðið.
Vestfirðir
Frestað
vegna
veðurs
FUNDI kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörð-
um, sem halda átti um helg-
ina, var frestað um óákveðinn
tíma vegna veðurs.
Að sögn Þóris Amar Guð-
mundssonar, formanns kjör-
dæmisráðsins, var fundinum
frestað vegna illviðris og
snjóflóðahættu.
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrstu skrefin á
gönguskíðum
SKÍÐAGANGA virðist vera í mik-
illi uppsveiflu um þessar mundir
og virðist hún vera iðkuð af ung-
um sem öldnum. Á laugardaginn
var haldinn sérstakur skíðagöngu-
dagur í Laugardalnum þar sem
leiðbeinendur hjálpuðu verðandi
skíðagöngugörpum að stíga sín
fyrstu skref.
Andlát
JÖN M. SIGURÐSSON
JÓN M. Sigurðsson,
fyrrverandi kaupfé-
lagsstjóri, lést sunnu-
daginn 21. febrúar, 76
ára að aldri.
Foreldrar Jóns
voru Sigurður E.
Ingimundarson sjó-
maður og Lovísa
Arnadóttir.
Hann fæddist í
Reykjavík og lauk
þaðan gagnfræða-
prófi. A árunum 1935
til 1940 gegndi Jón
ýmsum störfum í
Reykjavík. Árið 1940
réðst hann til starfa hjá Hjalta
Lýðssyni kaupmanni og nam þar
kjötiðn. Hann var ráðinn kaupfé-
lagsstjóri Kjalames-
þings, Bmarlandi,
Mosfellssveit 1956 og
gegndi því starfi í
samfellt 30 ár. Frá
1987 til 1992 var Jón
starfsmaður Pósts og
síma.
Jón var einn af
stofnendum Lions-
klúbbs Kjalamesþings
í Mosfellssveit, fyrsti
formaður hans og fé-
lagi til æviloka.
Eftirlifandi eigin-
kona Jóns er Lilja
Sigurjónsdóttir. Þau
eignuðust átta böm: Guðríði,
Lovísu, Jón Sævar, Ásthildi, Stef-
án, Steinar, Snorra og Reyni.
Andlát
GÍSLIJÓNSSON
GÍSLI Jónsson, fyrrver-
andi prófessor í raforku-
verkfræði, lést aðfara-
nótt 22. febníar á sjötug-
asta aldursári eftir
stutta sjúkralegu.
Gísli fæddist 6. júní
1929 í Reykjavík, sonur
hjónanna Jóns Guðna-
sonar bifreiðasmiðs og
Elínar Gísladóttur.
Hann varð stúdent frá
MR 1950, lauk fyrri-
hlutaprófi í verkfræði
frá Háskóla íslands
1953, M.Sc.-prófi frá
tækniháskólanum
(DTH) í Kaupmanna-
höfn 1956 og lauk prófi í Ijósmyndun
frá New York Institute of Pho-
tography 1995.
Gísli starfaði hjá áætlunar- og
mælingardeild Raforkumálaskrif-
stofunnar 1956-58, var forstöðumað-
ur raffangaprófunar Rafmagnseftir-
lits ríkisins 1958-60, starfrækti eigin
verkfræðistofu 1960-61. Hann var
raíveitustjóri Rafveitu Hafnarfjarð-
ar 1961-69 og jafnframt slökkviliðs-
stjóri í Hafnarfirði 1961-65. Hann
var framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra rafveitna 1969-75, prófessor
í raforkuverkfræði við HÍ 1975-95,
professor emeritus frá 1996 og starf-
aði við ljósmyndun frá sama tíma.
Gísli gegndi fjölda trúnaðarstarfa,
sat m.a. í stjóm Sambands Islenskra
rafveitna, var formaður Félags raf-
veitustjóra sveitarfélaga, sat í Hita-
veitunefnd Hafnarfjarðar, var for-
maður rafmagnsverk-
fræðingadeildar Verk-
fræðingafélags ís-
lands, forseti Rótarý-
klúbbs Hafnarfjarðar,
formaður verk-
fræðiskorar HÍ, for-
maður rafmagnsverk-
fræðiskorar HI, vara-
forseti verkfræðideild-
ar HI, átti sæti í stjórn
Verkfræðistofnunar
HÍ og var formaður
hennai- um tíma. Gísli
var í yfirþjörstjórn
Hafnarfjarðar um ára-
bfl og sat í stjórn
N ey tendasamtakanna.
Gísli var í stjórn Fríkirkjusafnaðar-
ins í Hafnarfirði allt til dauðadags.
Hann átti sæti í ósonlagsnefnd
Landlæknisembættisins, var for-
maður Krabbameinsfélags Hafnar-
fjarðar, formaður Námssjóðs J.C.
Möller, formaður Ljóstæknifélags
Islands og forseti Landsnefndar Is-
lands í CIE. Þá var hann um tíma
formaður Evrópsku samtakanna
LUX Europa. Gísli var kjörinn Paul
Harrisfélagi Rótaiýhreyfingai'inn'ar
1988.
Gísli vann að rannsóknum á notk-
un rafbfla á Islandi og var frumkvöð-
ull á því sviði hér á landi. Hann starf-
aði einnig mikið að ýmsum baráttu-
málum neytenda allt til dauðadags.
Eftirlifandi maki Gísla er Margi'ét
Guðnadóttir fulltrúi. Gísli lætur eftir
sig þrjú uppkomin börn og þrettán
bamaböm.
BÖÐVAR PÉTURSSON
BÖÐVAR Pétursson
verslunarmaður er lát-
inn 76 ára að aldri.
Hann fæddist á
Blönduósi 25. desem-
ber 1922. Foreldrar
hans vora Guðrún
Bogadóttir húsmóðir
og Pétur Guðmundsson
bóndi og verkamaður.
Böðvar vann verka-
mannavinnu á Blöndu-
ósi til 1942 þegar hann
hóf störf hjá málning-
arvöraverksmiðjunni
Júnó. Hann starfaði
sem verslunarmaður
hjá Bókaverslun Guð-
mundar Gamalíelssonar 1946-1949.
Hann hóf störf hjá bókaútgáfunni
Helgafelli 1949 og starfaði þar til
ársins 1985 þegar útgáfan sameinað-
ist bókaútgáfunni Vöku. Á þessum
árum var Böðvar náinn samverka-
maður Ragnars Jónssonar í Smára.
Böðvar tók virkan þátt í félags-
málum. Hann tók þátt í stofnun
Landssambands íslenskra verzlunar-
manna og sat í fyrstu stjórn þess og
lengi síðar. Hann sat í sambands-
stjórn ASÍ um árabil.
Árið 1978 var Böðvar
kosinn í stjóm Verzlun-
armannafélags Reykja-
víkur og átti þar sæti tfl
dauðadags. Þegar hann
lést var hann ritari
stjómar, en hann átti
einnig sæti í stjórn
sjúkrasjóðs félagsins og
var formaður orlofs-
sjóðs.
Böðvar sat í þjóðhá-
tíðamefnd Reylqavíkur
frá 1948-1978. Hann sat
í stjóm Bandalags
Æskulýðsfélaga
Reykjavíkur í mörg ár.
Hann var forseti Sambands ungi'a
sósíalista í tvö ár. Hann sat í stjóm
Fram um árabil, átti sæti í stjórn
KRON í 12 ár, sat í stjórn Félags ís-
lenskra bókaútgefenda 1966-1988 og
í stjórn Ferðafélags Islands
1976-1985.
Böðvar var heiðursfélagi í VR og í
Félagi íslenskra bókaútgefenda.
Eftirlifandi eiginkona Böðvars er
Halldóra Jónsdóttir. Þau eignuðust
þrjú börn.
Alþingi
Könnuð verði
jarðgangagerð á
Bröttubrekku
ÞORVALDUR T. Jónsson,
þingmaður Framsóknar-
flokksins í Vesturlandskjör-
dæmi, hefur lagt fram á Al-
þingi tillögu til þingsályktun-
ar þess efnis að samgöngu-
ráðherra verði falið að láta
kanna aðstæður til jarð-
gangagerðar á Bröttubrekku
milli Bjarnadals í Mýrasýslu
og Sökkólfsdals í Dalasýslu.
„Markmiðið með flutningi
þessarar tillögu er að Vega-
gerðin kanni aðstæður til
jarðgangagerðar, jarðfræði-
Iegar og vegtæknilegar, og
mögulega staðsetningu jarð-
ganga og áætli enn fremur
hugsanlegan kostnað við
gerð jarðganga og lagningar
vegar að gangamunna
beggja vegna fjalls," segir
m.a. í greinargerð. „Með því
væri stigið fyrsta skrefíð í
undirbúningi að lagningu
varanlegs vegar um Bröttu-
brekku sem fær væri árið um
kring. Er það mikilvægur lið-
ur í áframhaldandi vinnu að
uppbyggingu vegar sem
tengir Dali og sunnanverða
Vestfirði við þjóðveg nr. 1 og
þar með aðra landshluta."
Gengin í þingflokk
óháðra
KRISTÍN Halldórsdóttir,
sem verið hefur þingmaður
utan flokka eftir að þing-
flokkur Samtaka um kvenna-
lista var formlega lagður
niður fyrir helgi, er gengin í
þingflokk óháðra. Þetta til-
kynnti Kristín í upphafí þing-
fundar á Alþingi í gær. Sagði
hún m.a. við það tækifæri að
þessi ákvörðun kæmi eflaust
fáum á óvart þar sem meiri-
hluti þingflokksins væri skip-
aður fuiltrúum nýja stjórn-
málaaflsins Vinstri hreyfing-
arinnar - Græns framboðs.
Kristín gekk nýlega til Iiðs
við þá hreyfingu. Ógmundur
Jónasson, formaður þing-
flokks óháðra, bauð Kristínu
velkomna í þingflokkinn, en
auk þeirra eru í þingflokkn-
um þau Steingrímur J. Sig-
fússon, Hjörleifur Guttorms-
son og Kristín Ástgeirsdóttir.
Guðrún Helga-
dóttir á þing
GUÐRÚN Helgadóttir tekur
sæti Svavars Gestssonar
þingmanns þingflokks Sam-
fylkingarinnar á Alþingi
þegar hann segir af sér þing-
mennsku um næstu mánaða-
mót. Þetta staðfestir Ragnar
Arnalds, varaformaður þing-
flokks Samfylkingarinnar, í
samtaii við Morgunblaðið.
Hann segir að Guðrún taki
sjálfkrafa sætið á Alþingi
þar sem hún sé fyrsti vara-
maður á lista Alþýðubanda-
lagsins og óháðra í Reykja-
vík.
Nefndarstörf á
Alþingi
ÞINGFUNDIR verða hvorki
á Alþingi í dag né á morgun
þar sem þingmenn nota dag-
ana til þess að sinna störfum
sínum í fastanefndum Al-
þingis. Næsti þingfundur
verður á fimmtudag, þar sem
skýrsla utanríkisráðherra,
Halldórs Ásgrímssonar, um
utanríkismál verður rædd.
Þá verða ræddar skýrslur
ýmissa alþjóðanefnda eða
ráða sem Islendingar eiga
aðild að.